17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Það er því niðurstaða óbyggðanefndar að land Hafrafellstungu, svo sem því er<br />

að framan lýst, teljist ekki til þjóðlendu í skilningi 1. gr., sbr. einnig a-lið 7. gr., laga<br />

<strong>nr</strong>. 58/1998.<br />

6.7. „Afréttarland jarðanna Víðirhóls, Hólssels, Fagradals og Nýhóls“ á<br />

Hólsfjöllum<br />

6.7.1. Inngangur<br />

Hér verður fjallað um þann hluta þjóðlendukröfusvæðis íslenska ríkisins sem einnig er<br />

gerð krafa til sem sameignarlands Víðirhóls, Nýhóls og Fagradals, sbr.<br />

landamerkjabréf dags. 3. júní 1890 og þingl. 12. júní 1891.<br />

Íslenska ríkið hefur dregið kröfulínu sína frá hornmarki milli Grímsstaða og<br />

Víðirhóls sem er í Hrafnaklettum sem eru nyrst í Tungufjöllum fyrir sunnan<br />

Víðirhólafjallgarð (punktur 5), þaðan í háa fjallgarðinn fyrir ofan Krubbana (punktur<br />

6) og svo beina stefnu út fyrir ofan Bunguvatnsmýrar að Langamúla (punktur 7). Frá<br />

Langamúla er fylgt norðurmörkum Víðirhóls og Fagradals allt að Fálkakletti (punktur<br />

8), þaðan er dregin lína norður í Reyði (punktur 9). Samkvæmt þessari kröfugerð er<br />

þjóðlenda á öllu því landsvæði sem afmarkað er í framangreindu landamerkjabréfi. Á<br />

móti hafa gagnaðilar, þinglýstir eigendur Víðirhóls, Nýhóls og Fagradals, lýst kröfu<br />

um beinan eignarrétt að sama svæði. Kröfum íslenska ríkisins er nánar lýst í kafla 3.1.<br />

og kröfum gagnaðila í köflum 3.6. og 3.7.<br />

Að landsvæðinu liggur Víðirhóll og Hafursstaðir til vesturs og Hafrafellstunga<br />

og Hvannstaðir til norðurs. Til austurs er ágreiningssvæði í máli <strong>nr</strong>. 4/<strong>2005</strong> og máli <strong>nr</strong>.<br />

3/<strong>2005</strong> hjá óbyggðanefnd. Þá er til suðurs landsvæði sem eigendur Grímsstaða hafa<br />

gert tilkall til. Landsvæðið sem um ræðir er víðfeðmt og einkennist af gróðurlitlum<br />

melum. Það er að jafnaði í 4-500 m hæð en á því eru einnig nokkur fjöll og fjallgarðar<br />

sem fara hæst í um 1000 m hæð. Nyrðri hluti svæðisins liggur í um 400 m hæð yfir<br />

sjávarmáli vestan og sunnan Hvannstaðafjallgarðs sem rís skarpt úr annars hallalitlu<br />

umhverfi. Að vestanverðunni er Hólssandur. Nokkuð er um vötn á nyrðri hlutanum og<br />

ber þá helst að nefna Silungavatn (443 m), sem liggur suðvestan undir<br />

Hvannstaðafjallgarði. Mynnisvötn (432 m) liggja sunnan Silungavatns, vestan undir<br />

Þórfelli og vestan við suðurenda Mynnisvatna eru Krókavötn (477 m).<br />

Syðri hluti landsvæðisins, liggjandi sunnan Hvannstaða, er fjalllendur. Þórfell<br />

(631 m) liggur þar nyrst. Austan Þórfells eru Heljardalsfjöll (950 m), allbrött og mikil<br />

um sig. Milli Heljardalsfjalla og Þórfells liggur fjallgarður er nefnist Mosar (700 m)<br />

með leguna norður-suður. Á fjallgarði þessum eru nokkrir hnúkar en syðst á honum er<br />

hæsta fjall svæðisins Bunga (960 m). Milli Mosa og Heljardalsfjalla liggja<br />

Hölknárbotnar þar sem Hölkná á upptök sín. Mórilludalur er lægð er liggur vestan<br />

Bungu í um 540 m hæð yfir sjávarmáli. Suðaustan Bungu er fjallið Haugur (965 m).<br />

Austurhlíðar Haugs eru allbrattar og renna þar niður nokkrar smáár í Haugsvatn sem<br />

liggur suðaustur undir Haugi í rúmlega 600 m hæð yfir sjávarmáli. Vestan Haugs<br />

83

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!