17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

82<br />

talið gilda. Jafnframt er ljóst að eigendur jarðarinnar hafa um langa hríð haft réttmætar<br />

ástæður til að vænta þess að merkjum sé þar rétt lýst.<br />

Kemur þá til skoðunar hver sé eignarréttarleg staða lands innan<br />

framangreindra merkja. Um þýðingu landamerkjabréfa fyrir jarðir við mat á sönnun<br />

um eignarhald að landi vísast til þess sem rakið er í kafla 6.1.1.<br />

Af hálfu ríkisins hefur kröfugerð þess einkum verið skýrð með vísan til þess<br />

að ólíklegt sé að umrætt land hafi verið numið nema að hluta. Svo sem fram hefur<br />

komið telur óbyggðanefnd að ekkert verði fullyrt í þeim efnum. Í öðru lagi hefur af<br />

ríkisins hálfu verið vísað til þess að elsta heimildin um afmörkun jarðarinnar,<br />

máldaginn frá því um 1400, sé í ósamræmi við lýsingu í landamerkjabréfi, þ.e. gangi<br />

skemur. Eins og áður hefur komið fram telur óbyggðanefnd að lýsingar á mörkum<br />

jarðarinnar í þeim máldaga og yngri lögfestum fái efnislega vel samrýmst lýsingum í<br />

landamerkjabréfi fyrir afmörkun Hafrafellstungu. Á það má þó fallast að framsetning<br />

merkjalýsinga í máldaganum sé ekki glögg og ósamfelld. Í lögfestu 1752 gefur fyrst<br />

að finna samfellda lýsingu merkja sem að öllu leyti samrýmist lýsingu<br />

landamerkjabréfs. Þessi óskýrleiki í elstu heimild dugir þó ekki til að draga þær<br />

ályktanir að eignarland jarðarinnar hafi í upphafi verið minna og ber ríkið<br />

sönnunarbyrði þar um. Að öllu þessu virtu verður ekki talið að fram hafi komið gögn<br />

eða sönnunarfærsla sem hnekkt geta landamerkjabréfinu frá 1888 eða rýrt<br />

eignarréttarlegt sönnunargildi þess.<br />

Ekki eru heimildir um annað en að jörðin Hafrafellstunga hafi verið byggð og<br />

nýtt eftir búskaparháttum og aðstæðum á hverjum tíma. Innan þeirra marka sem<br />

tilgreind eru 1888, svo sem þeim er nánar lýst hér framar, hafa eigendur jarðarinnar<br />

farið með umráð og hagnýtingu og gert ráðstafanir með löggerningum á sama hátt og<br />

gildir um eignarland almennt.<br />

Ekki verður annað séð en að þetta eignarhald hafi verið án ágreinings eða<br />

athugasemda. Engar heimildir eru um að land innan marka jarðarinnar hafi<br />

mismunandi eignarréttarlega stöðu og verða staðhættir, gróðurfar eða<br />

nýtingarmöguleikar ekki taldir hafa úrslitaáhrif í því sambandi. Þó nýting heiðarlands<br />

jarðarinnar hafi eðli málsins samkvæmt verið takmarkaðri en láglendishlutans þá<br />

leiðir það eitt og sér ekki til neinnar eignarréttarlegrar aðgreiningar. Þá verður<br />

fyrirkomulag smölunar á þessu svæði ekki talið hafa eignarréttarlega þýðingu.<br />

Að öllu framangreindu virtu hefur af hálfu íslenska ríkisins ekki verið sýnt<br />

fram á að land innan tilgreindra landamerkja Hafrafellstungu sé þjóðlenda. Rannsókn<br />

óbyggðanefndar leiðir einnig til þeirrar niðurstöðu að þar sé eignarland, án þess þó að<br />

tekin sé afstaða til þess hver fari með þau eignarréttindi eða hver séu mörk milli<br />

eignarlanda, sbr. 7. gr. laga <strong>nr</strong>. 58/1998. 203<br />

203 Sbr. einnig lokakafla í Almennum niðurstöðum óbyggðanefndar (í viðauka).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!