17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

þeim verður ráðið að um sjálfstæða jörð hefur verið að ræða. 202 Svo sem rakið er í<br />

kafla 6.2. er því ekki lýst í Landnámabók hversu langt inn til landsins landnám á þessu<br />

svæði. Sé tekið mið af staðháttum og fjarlægðum við túlkun landnámslýsinga verður<br />

þó að telja fremur líklegt að landsvæði það sem hér er til umfjöllunar sé innan þess.<br />

Vafi um landnám hlýtur þó að vaxa eftir því sem sunnar dregur og land hækkar.<br />

Kemur þá til skoðunar hvernig merkjum Hafrafellstungu er lýst í<br />

landamerkjabréfi jarðarinnar, dags. 20. janúar 1888 og þingl. 29. júní sama ár. Þá er<br />

að finna lýsingu á merkjum Hafrafellstungu í óársettum máldaga sem er líklega frá um<br />

1400 og lögfestum frá árunum 1741, 1752, 1808 og 1829. Jafnframt verður litið til<br />

gagna um merki þeirra landsvæða sem liggja að Hafrafellstungu. Athugun þessi tekur<br />

til suður-, austur og norðurmerkja Hafrafellstungu, að því leyti sem þau liggja innan<br />

kröfusvæðis íslenska ríkisins. Að fenginni niðurstöðu um landamerki Hafrafellstungu<br />

verður fjallað um eignarréttarlega stöðu landsvæðisins.<br />

Fyrst verða merki Hafrafellstungu skoðuð eins og þeim er lýst í<br />

landamerkjabréfi fyrir jörðina, þá verða eldri merkjalýsingar athugaðar og að endingu<br />

verður litið til merkja aðliggjandi landsvæða.<br />

Verður þá fyrst litið til norðurmerkja Hafrafellstungu, samkvæmt afmörkun á<br />

korti gagnvart Þverfellslandi, á ágreiningssvæði í máli <strong>nr</strong>. 4/<strong>2005</strong> hjá óbyggðanefnd,<br />

og hins vegar gagnvart Sandfellshaga. Samkvæmt landamerkjabréfi Hafrafellstungu<br />

eru norðausturmerki frá Fjórðungshóli „...þaðan í þverfell á hlið við<br />

Sandfellshagaland og með því í vörðu þá er stendur á Langa ás. Bréfið er áritað vegna<br />

Sandfellshaga en ekki vegna Þverfellslands. Samkvæmt landamerkjabréfi<br />

Sandfellshaga, dags. 16. janúar 1883 og þingl. 25. júní 1884, eru merki til suðurs,<br />

gagnvart Hafrafellstungu, miðuð við Fjórðungshól og þaðan í vörðu í Langás austur í<br />

Búrfellsheiði. Bréfið er áritað vegna Hafrafellstungu. Þessi lýsing er í samræmi við<br />

merki Hafrafellstungu. Engar eldri heimildir finnast um þessi merki Sandfellshaga.<br />

Landamerkjum Garðs er lýst í landamerkjabréfi fyrir landsvæðið, dags. 25. nóvember<br />

1887 og þingl. 26. júní 1890. Land Garðs er tvískipt en að Sandfellshaga liggur<br />

svokallað Þverfellsland liggjandi „í afréttarlöndum inn til heiða“, svo vitnað sé til<br />

orðalags bréfsins. Samkvæmt landamerkjabréfi Garðs er merkjum Þverfellslandsins<br />

gagnvart Sandfellshaga lýst svo: „...að sunnan og vestan ræður Djúpá frá ósi til<br />

upptaka sinna í Djúpárbotnum. Bréfið er ekki áritað vegna Hafrafellstungu. Engar<br />

eldri heimildir finnast um þessi merki Þverfellslands, sbr. mál <strong>nr</strong>. 4/<strong>2005</strong> hjá<br />

óbyggðanefnd. Samkvæmt afmörkun gagnaðila, þingl. eigenda Hafrafellstungu,<br />

Sandfellshaga og Garðs er skörun á mörkum Hafrafellstungu, Sandfellshaga og<br />

Þverfellslands. Af landamerkjalýsingum verður hins vegar ráðið að merki<br />

landsvæðanna séu í samræmi og nái landamerki Hafrafellstungu ekki norður fyrir<br />

202 Sbr. umfjöllun um hugtakið jörð í Almennum niðurstöðum óbyggðanefndar (í viðauka).<br />

79

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!