17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

78<br />

6.6.2. Sjónarmið aðila<br />

Af hálfu íslenska ríkisins, sbr. skjöl <strong>nr</strong>. 1 og 1(6), er á því byggt að grundvöllurinn að<br />

beinum eignarrétti að landi hérlendis hafi verið lagður á landnámsöld við nám. Eftir<br />

það hafi lönd undirorpin beinum eignarrétti aldrei getað aukist heldur hafi eigendalaus<br />

svæði orðið með tímanum fleiri. Þetta er talið helst ráðið af lögtöku nýbýlatilskipunar<br />

konungs 1776 sem beinlínis hafi verið lögtekin svo til væru úrræði til að gera<br />

eigendalaus svæði að eignarlöndum og efla þar með byggð. Öxarfjörður hafi verið<br />

numinn eftir því sem greint sé í heimildum en ekkert sé minnst á heiðarnar þar fyrir<br />

ofan. Þar á móti komi svo landnám Ketils þistils, frá Hundsnesi til Sauðaness, sem<br />

sömuleiðis geti ekki um hálendið og heiðarnar milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar.<br />

Tunguheiðin sé öll innan landamerkjalýsingar Hafrafellstungu samkvæmt<br />

landamerkjabréfi og nái lýsingin norður fyrir Gilsbakkaá. Hér verði að gera þá<br />

athugasemd að þessi merkjalýsing sé á skjön við lýsingu merkjanna í máldaga frá<br />

1400 sem taki einungis til heimalandsins. Verði því að hafna sönnunargildi þessa<br />

landamerkjabréfs um mörk eignarlands enda eigi heimildir um fjallskil á svæðinu ekki<br />

heldur við eignarland. Lýsing lands Hafrafellstungu nái allt austur í Þistilfjörð og hafi<br />

með landamerkjalýsingu fyrir Svalbarðskirkjuland í Þistilfirði náðst samkomulag um<br />

hvernig þessar jarðir hafi ætlað sér að skipta milli sín Búrfellsheiðinni sem í raun sé<br />

sameiginlegt afréttarland þriggja sveita.<br />

Af hálfu gagnaðila, sbr. skjöl <strong>nr</strong>. 8 og 5(11), er byggt á þinglýstum<br />

landamerkjabréfum og öðrum skráðum eignarheimildum sem þeir hafi fyrir þessari<br />

eign sinni, og einnig þinglýstum landamerkjabréfum aðliggjandi jarða. Þá sé fullur<br />

hefðartími liðinn frá því landamerkjabréfi fyrir Hafrafellstungu hafi verið þinglýst.<br />

Gagnaðilar hafi farið með öll hefðbundin eignarréttindi Hafrafellstungu sem m.a. hafi<br />

lýst sér í því að þeir hafi bannað öðrum not eignarinnar og öll nýting háð leyfi frá<br />

eigendum. Á því er byggt að ríkisvaldið hafi í aldanna rás margsinnis viðurkennt að<br />

umrætt land sé undirorpið fullkomnum eignarrétti og aldrei haldið öðru fram. Taka<br />

verði Landnámu með fyrirvara sem heimild. Það verði að telja röksemdir ríkisins,<br />

þess efnis að landnám hafi ekki náð til heiða, algerlega ósannaðar enda ekki reistar á<br />

neinum hlutlægum sönnunargögnum. Vísað er sérstaklega til jaf<strong>nr</strong>æðisreglu<br />

stjórnsýslulaga og stjórnarskrár um að sambærileg mál hljóti sömu niðurstöðu og að<br />

jaf<strong>nr</strong>æði ríki milli borgaranna. Gagnaðilar hafi í ljósi eignarheimilda sinna og<br />

viðurkenningar ríkisvaldsins á þeim lengi haft réttmætar ástæður til að vænta þess að<br />

jörðin sé beinum eignarrétti háð.<br />

6.6.3. Niðurstaða<br />

Saga afmörkunar, ráðstafana að eignarrétti og nýtingar Hafrafellstungu er rakin í kafla<br />

5.5. Þar kemur fram að Hafrafellstungu er getið í heimildum allt frá því á 13. öld. Af

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!