17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

1888 og þingl. 29. júní sama ár. Í nýrri jarðabók 1861 segir að býlið Foss, liggjandi á<br />

Búrfellsheiði, sé hjáleiga frá Hafrafellstungu. Þar var búið á árunum 1846-1868 og<br />

1870-1873. Um það voru deilur hvort býlið tilheyrði Hafrafellstungu eða Svalbarði.<br />

Fyrirliggjandi gögn benda til að áreið á landið hafi staðið til en ekki verður séð hvort<br />

hún hafi farið fram. Af heimildum verður ekki skýrlega ráðið hvorri jörðinni býlið<br />

tilheyrði.<br />

Íslenska ríkið hefur dregið kröfulínu sína frá Reyði (punktur 9) og beina stefnu<br />

í hæsta hnjúkinn á Kollöldu (punktur 10), þaðan í hæsta hnjúkinn á Dalfjalli (punktur<br />

11). Frá punkti ellefu er svo dregin lína að Öxarfjarðarheiði og allt í Fjórðungshól<br />

(punktur 12). Á móti hafa gagnaðilar, þinglýstir eigendur Hafrafellstungu, lýst kröfu<br />

um beinan eignarrétt að þeim hluta þessa landsvæðis sem þeir telja að liggi innan<br />

þeirra merkja sem lýst er í landamerkjabréfi fyrir Hafrafellstungu. Kröfum íslenska<br />

ríkisins er nánar lýst í kafla 3.1. og kröfum gagnaðila í kafla 3.5.<br />

Að Hafrafellstungu liggur Sandfellshagi til norðurs. Til norðausturs og austurs<br />

er ágreiningssvæði í máli <strong>nr</strong>. 4/<strong>2005</strong> hjá óbyggðanefnd. Til suðurs eru Hvannstaðir og<br />

landsvæði á Hólsfjöllum, sbr. kafla 6.6. og 6.7. Landsvæðið sem um ræðir er víðfeðmt<br />

og liggur að mestu í yfir 300 m hæð yfir sjávarmáli. Sauðafellsmúlar (529 m) eru<br />

nokkrir fjallahnjúkar nyrst á landsvæðinu austan Gilsbakkaár. Sunnan hæsta hnjúks<br />

Sauðafellsmúla er lægð en litlu sunnar rís bratt Sauðafell (548 m). Austan Sauðafells<br />

er lægð er kallast Sauðafellsblá. Tunguheiði er stórt flæmi vestan til á svæðinu. Liggur<br />

hún sunnan Gilsbakkaár, austur að Laufskálafjallgarði og suður í mýrardrög er kallast<br />

Flár. Norðan í Flám eru nokkur fjöll og mætti þar nefna Þrístiklufjall (434 m),<br />

Hraundalsbrík (Bríkur) (403 m), Dalfjall (496 m) og Kollöldu (648 m). Syðri hluti<br />

Tunguheiðar er lítt gróinn til hálfgróinn. Austan Tunguheiðar er Búrfellsheiði og eru<br />

þær landfræðilega aðskildar með bröttum Laufskálafjallgarði sem hefur leguna<br />

norður-suður. Á honum eru allnokkrir hnjúkar sem liggja í um 500-800 m yfir<br />

sjávarmáli. Hæstur þeirra er Gagndagahnúkur (816 m) og liggur hann upp af<br />

Krubbum. Austan til í Laufskálafjallgarði renna allnokkrar ár í dældum og giljum.<br />

Búrfellsheiði, sem liggur austan til á landsvæðinu, er flatlend og gróin.<br />

Töluvert er um votlendi á henni en einnig er nokkuð af mólendi, kjarri/skóglendi og<br />

grasi. Heiðin liggur í um 300 m hæð yfir sjávarmáli. Syðst á henni rís bratt<br />

móbergsfjall, Búrfell (605 m). Umhverfis Búrfell er nokkuð um vötn og ber þar helst<br />

að geta Búrfellsvatna er liggja í um 308-327 m yfir sjávarmáli norðaustan fellsins. Frá<br />

bæjarstæði Hafrafellstungu suður í hæsta punkt í Reyði eru rúmlega 22 km. Frá<br />

bæjarstæðinu austur í Búrfell eru einnig rúmlega 22 km í beinni loftlínu. Þá ber þess<br />

að geta að talið er vafalaust að við upphaf landnáms hafi gróðurþekja í<br />

Öxarfjarðarhreppi, svo sem á Íslandi í heild, verið mun meiri að víðáttu og grósku en<br />

nú er, sbr. skjal <strong>nr</strong>. 15.<br />

77

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!