17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

76<br />

<strong>Óbyggðanefnd</strong> telur það ekki tæka niðurstöðu að einkarétti, með hliðsjón af<br />

öðrum gögnum málsins, að byggja eignarréttarlega aðgreiningu lands innan<br />

jarðarinnar á svo óljósum framburðum um möguleg mörk heimalands og afréttar. Þeir<br />

eiga sér auk þess hvorki stoð í landamerkjabréfi né eldri heimildum um jörðina. Í<br />

þeim framburðum þar sem kannast er við slíka skiptingu er enn fremur ekki miðað við<br />

sömu mörk. Þá telur óbyggðanefnd allt eins líklegt að með tilvísun þessara vitna í<br />

sakamálinu til „afréttar“ sé vísað til notkunar þessa hluta jarðarinnar sem beitilands<br />

fremur en að í því felist eignarréttarleg skírskotun. Um þessar forsendur vísast síðan<br />

og í dæmaskyni til sambærilegra niðurstaðna óbyggðanefndar í máli <strong>nr</strong>. 4/2001,<br />

varðandi stöðu Reifsdals í Hoffellstorfu í Nesjum; máls <strong>nr</strong>. 5/2001, varðandi stöðu<br />

fjalllendis Bæjar í Lóni, og máls <strong>nr</strong>. 6/2003, varðandi stöðu svokallaðs<br />

Höfðabrekkuafréttar.<br />

Að öllu þessu virtu og því sérstaklega áréttuðu að um einkamál er að ræða og<br />

breytta sönnunarstöðu og sönnunarmat frá því sem var í tilvitnuðum refsidómi frá<br />

árinu 1999 verður að hafna þeim rökum íslenska ríkisins að af umræddum dómi leiði<br />

að land Sandfellshaga innan afmörkunar í landamerkjabréfi jarðarinnar hafi<br />

mismunandi eignarréttarlega stöðu. Ekki eru heimildir um annað en að jörðin<br />

Sandfellshagi hafi verið byggð og nýtt eftir búskaparháttum og aðstæðum á hverjum<br />

tíma. Innan þeirra marka sem tilgreind voru 1883, svo sem þeim er nánar lýst hér<br />

framar, hafa eigendur jarðarinnar farið með umráð og hagnýtingu og gert ráðstafanir<br />

með löggerningum á sama hátt og gildir um eignarland almennt. Þó nýting<br />

heiðarlands jarðarinnar hafi eðli málsins samkvæmt verið takmarkaðri en<br />

láglendishlutans þá leiðir það eitt og sér ekki til neinnar eignarréttarlegrar<br />

aðgreiningar. Þá verður fyrirkomulag smölunar á þessu svæði ekki talið hafa<br />

eignarréttarlega þýðingu.<br />

Að öllu framangreindu virtu hefur af hálfu íslenska ríkisins ekki verið sýnt<br />

fram á að land innan tilgreindra landamerkja Sandfellshaga sé þjóðlenda. Rannsókn<br />

óbyggðanefndar leiðir einnig til þeirrar niðurstöðu að þar sé eignarland, án þess þó að<br />

tekin sé afstaða til þess hver fari með þau eignarréttindi eða hver séu mörk milli<br />

eignarlanda, sbr. 7. gr. laga <strong>nr</strong>. 58/1998. 201<br />

Það er því niðurstaða óbyggðanefndar að land Sandfellshaga, svo sem því er<br />

að framan lýst, teljist ekki til þjóðlendu í skilningi 1. gr., sbr. einnig a-lið 7. gr., laga<br />

<strong>nr</strong>. 58/1998.<br />

6.6. Hafrafellstunga<br />

6.6.1. Inngangur<br />

Hér verður fjallað um þann hluta þjóðlendukröfusvæðis íslenska ríkisins sem einnig er<br />

gerð krafa til sem eignarlands Hafrafellstungu, sbr. landamerkjabréf dags. 20. janúar<br />

201 Sbr. einnig lokakafla í Almennum niðurstöðum óbyggðanefndar (í viðauka).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!