17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

almen<strong>nr</strong>ar umfjöllunar óbyggðanefndar um vægi þeirra atriða 200 , dóma Hæstaréttar í<br />

þjóðlendumálum, sem og í sérstaka útlistun þessara atriða í þessu máli. Verða þau ein<br />

og sér ekki talin leiða til þess að sönnur bresti fyrir beinum eignarrétti innan marka<br />

Sandfellshaga svo sem þeim er lýst í landamerkjabréfi jarðarinnar 1883. Þegar fjórða<br />

atriðið, þ.e. lýsing umboðsjarða Munkaþverárklausturs, er virt með hliðsjón af öllum<br />

þeim gögnum sem aflað hefur verið til viðbótar þeim sem lágu fyrir við uppkvaðningu<br />

hæstaréttardómsins árið 1999 verður tæplega talið að sú lýsing ein og sér megni að<br />

hnekkja eignarréttartilkalli innan merkja jarðarinnar. Þá hefur óbyggðanefnd ekki<br />

tekist, þrátt fyrir umfangsmikla eftirgrennslan, að afla neinna marktækra gagna um<br />

stofnun býlisins Mels við austurmörk jarðarinnar. Um stofnunarhátt heiðarbýla á<br />

þessum landshluta vísast almennt til úttektar í kafla 6.1.2. Þannig liggur ekkert fyrir<br />

um það hvort til skammvin<strong>nr</strong>ar byggðar í því heiðarbýli var stofnað með eða án<br />

samþykkis þáverandi eiganda Sandfellshaga eða hvort ætlunin var að stofna til<br />

hjáleigu ellegar nýbýlis á grundvelli nýbýlatilskipunar frá 15. apríl 1776. Að minnsta<br />

kosti liggur ekkert fyrir í þá veru að ætlunin hafi verið sú að stofna til nýbýlis á<br />

grundvelli þeirrar löggjafar. Að þessu virtu, með hliðsjón af umfjöllun í kafla 6.1.2 og<br />

sambærilegri stöðu í tilviki fjölmargra þeirra jarða sem til umfjöllunar eru á svæði 5<br />

hjá óbyggðanefnd, þá fæst ekki séð að nú verði neinar ályktanir dregnar af þessu til<br />

eða frá.<br />

Eftir standa þá fyrst og fremst og valda nokkrum vafa framburðir tveggja<br />

staðkunnugra manna fyrir héraðsdómi þess efnis að land Sandfellshaga hafi skipst í<br />

heimaland og afrétt. Þegar tilvitnaðir framburðir í sakamálinu eru nánar virtir er fyrir<br />

það fyrsta nauðsynlegt að geta þess að alls báru sex aðilar um þetta atriði fyrir dómi.<br />

Sigurður Jónsson (fæddur 1917) fyrrverandi bóndi að Sandfellshaga svaraði játandi<br />

spurningu um mörk heimalands og afréttar og lýsti þeim austan Sandfells; Grímur<br />

Jónsson (fæddur 1922) bóndi á Klifshaga kannaðist líka við mörk afréttar og<br />

heimalands og vísaði til Sandfells, Þverárhyrnu og Vörðuhóls um nánari útlistun<br />

þeirra marka; Björn Benediktsson (fæddur 1930) fyrrverandi bóndi sem bjó þá á<br />

Sandfellshaga kannaðist ekki við nein slík mörk; Þórarinn Björnsson (fæddur 1933)<br />

bóndi, til heimilis að Sandfellshaga I, taldi hugsanleg mörk heimalands og afréttar<br />

afar óljós en vísaði þó til Vörðuhóls, Kálfhóls og Þverfells um möguleg mörk; Gunnar<br />

Björnsson (fæddur 1965) bóndi í Sandfellshaga II kannaðist ekki við slík mörk<br />

heimalands og afréttar og sama kom fram í framburði Björns Víkings Björnssonar<br />

(fæddur 1968) bónda, til heimilis að Sandfellshaga II. Í skýrslutökum fyrir<br />

óbyggðanefnd könnuðust þeir Öxfirðingar sem þar gáfu skýrslu ekki við mörk afrétta<br />

og heimalanda á svæðinu og almennt séð má segja að sú skoðun hafi verið uppi, sem<br />

og víðar á svæði 5 hjá óbyggðanefnd, að eiginlegir afréttir þekktust ekki sem slíkir, þó<br />

svo nýting heiðarlands jarðanna væri takmarkaðri en láglendisins.<br />

200 Sjá Almennar niðurstöður óbyggðanefndar (í viðauka).<br />

75

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!