17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Samkvæmt landamerkjabréfi Sandfellshaga eru merki jarðarinnar til austurs,<br />

gagnvart Heiðarmúla og Þverfellslandi á ágreiningssvæði í máli <strong>nr</strong>. 4/<strong>2005</strong> hjá<br />

óbyggðanefnd, „...úr vörðum í Langás í Djúpá og eftir henni í gil, sem liggur milli<br />

Djúpárbotna og Mýrarsels og þaðan í vörðu við Ormarsá“. Bréfið er hvorki áritað<br />

vegna Heiðarmúla né Þverfellslands. Engar eldri heimildir finnast um merki<br />

Sandfellshaga að þessu leyti, sbr. kafla 5.4. Landamerkjum Heiðarmúla er eins lýst í<br />

landamerkjabréfi fyrir landsvæðið, dags. 28. júní 1884 og þingl. 16. maí 1885. Bréfið<br />

er áritað vegna Sandfellshaga. Landamerkjum Þverfellslands er lýst í<br />

landamerkjabréfi fyrir jörðina Garð, dags. 25. nóvember 1887 og þingl. 26. júní 1890.<br />

Samkvæmt landamerkjabréfi Garðs er merkjum Þverfellslandsins gagnvart<br />

Sandfellshaga lýst svo: „...að sunnan og vestan ræður Djúpá frá ósi til upptaka sinna í<br />

Djúpárbotnum. Bréfið er ekki áritað vegna Sandfellshaga. Engar eldri heimildir<br />

finnast um merki Þverfellslands, sbr. mál <strong>nr</strong>. 4/<strong>2005</strong> hjá óbyggðanefnd. Merki<br />

Þverfellslands og Sandfellshaga eru í samræmi.<br />

Samkvæmt landamerkjabréfi Sandfellshaga eru merki jarðarinnar til suðurs,<br />

gagnvart Hafrafellstungu, úr „Fjórðungshól og þaðan í vörðu í Langás austur í<br />

Búrfellsheiði“. Bréfið er áritað vegna Hafrafellstungu. Samkvæmt landamerkjabréfi<br />

fyrir Hafrafellstungu, eru merki jarðarinnar til norðausturs, gagnvart Sandfellshaga,<br />

„...á Fjórðungshól, þaðan í þverfell á hlið við Sandfellshaga land og með því í vörðu<br />

þá er stendur á Langa ás“. Bréfið er áritað vegna Sandfellshaga. Eldri heimildir um<br />

Hafrafellstungu fást samrýmst þessu, sbr. kafla 5.5.<br />

Þrátt fyrir að lýsingar í landamerkjabréfum Sandfellshaga, Hafrafellstungu og<br />

Garðs virðist í samræmi er afmörkun kröfulínu eigenda Sandfellshaga til suðausturs<br />

og Hafrafellstungu til norðausturs ekki í fullu samræmi við afmörkun á kröfulínu<br />

eigenda Garðs vegna Þverfellslands. Miðað við orðfæri landamerkjabréfs<br />

Hafrafellstungu og Sandfellshaga, vegna suðurmerkja jarðarinnar, virðast mörkin ekki<br />

ná að Djúpá en það fær einnig stuðning af framburði eiganda Hafrafellstungu fyrir<br />

óbyggðanefnd. Þessi óvissa helgast einnig af vafa um hvar er að finna vörðu í Langás<br />

en það kennileiti kemur fyrir bæði í landamerkjabréfum Sandfellshaga og<br />

Hafrafellstungu. Að þessu virtu verður að miða við að land Sandfellshaga nái ekki<br />

norðaustur fyrir Djúpá.<br />

Í kjölfar þess að landamerkjalög tóku gildi 1882 var gert landamerkjabréf fyrir<br />

jörðina Sandfellshaga. Fyrirliggjandi gögn benda til þess að landamerkjum<br />

Sandfellshaga sé þar rétt lýst. Landamerkjabréf Sandfellshaga er undirritað af<br />

fyrirsvarsmanni jarðarinnar, þinglesið, fært í landamerkjabók og á því byggt síðan um<br />

merki jarðarinnar, án þess að séð verði að komið hafi fram athugasemdir yfirvalda eða<br />

ágreiningur við nágranna. Þetta bendir allt til þess að lýsing merkja hafi verið í<br />

samræmi við það sem almennt var talið gilda. Jafnframt er ljóst að eigendur<br />

jarðarinnar hafa um langa hríð haft réttmætar ástæður til að vænta þess að merkjum sé<br />

þar rétt lýst.<br />

73

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!