17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

72<br />

6.5.3. Niðurstaða<br />

Saga afmörkunar, ráðstafana að eignarrétti og nýtingar að Sandfellshaga er rakin í<br />

kafla 5.4. Þar kemur fram að Sandfellshaga er getið í heimildum allt frá því um miðja<br />

15. öld. Af þeim verður ráðið að um sjálfstæða jörð hefur verið að ræða. 199 Svo sem<br />

rakið er í kafla 6.2. er því ekki lýst í Landnámabók hversu langt inn til landsins<br />

landnám á þessu svæði náði. Sé tekið mið af staðháttum og fjarlægðum við túlkun<br />

landnámslýsinga verður þó að telja fremur líklegt að landsvæði það sem hér er til<br />

umfjöllunar sé innan þess.<br />

Kemur þá til skoðunar hvernig merkjum Sandfellshaga er lýst í<br />

landamerkjabréfi frá 16. janúar 1883 og þingl. 25. júní ári síðar. Einnig má finna<br />

lýsingu á merkjum Sandfellshaga gagnvart Þverá í áreiðargjörð frá 14. júlí 1845 sem<br />

farin var á landamerki Þverár og Sandfellshaga. Jafnframt verður litið til gagna um<br />

merki þeirra landsvæða sem liggja að Sandfellshaga. Athugun þessi tekur til norður,<br />

austur og suðausturmerkja Sandfellshaga, að því leyti sem þau liggja innan<br />

kröfusvæðis íslenska ríkisins. Að fenginni niðurstöðu um landamerki Sandfellshaga<br />

verður fjallað um eignarréttarlega stöðu landsvæðisins.<br />

Verður þá litið til norðurmerkja Sandfellshaga. Samkvæmt landamerkjabréfi<br />

Sandfellshaga eru merki þeirra til norðurs, gagnvart Þverá, miðuð við „úr vörðunni<br />

við Ormarsá og beina línu vestur í Kálfshól og þaðan í Vörðuhól...“ Bréfið er áritað<br />

vegna Þverár. Í áreiðargjörð sem farin var á merki Þverár og Sandfellshaga er<br />

merkjum milli jarðanna lýst með svofelldum hætti: „Landamerkin millum Þverar og<br />

Sandfellshaga gánga nedanfrá Merkidal, beina stefnu upp og [aust]ur á Vörduhól, og<br />

verdur svonefndur Skurdur í midri Fo[gruhlid] töluverdt fyrir sunnan þessa sjonarlínu,<br />

og altso ekki í Þverár landi; úr Vorduhól aptur beina stefnu austurí Hædirnar rétt<br />

sunnanvid Þverárhorn, þad er ad seigia adra hæd næst þeirri ytstu eda utaní<br />

Millumhædina, sunnan vid Heidarveigin; Þadan réttsínis austurí midjan Kalfhól, sem<br />

er sunnan og vestanvid sokalladan Gjæsavatnsflóa; á midjum þessum hól hlódu<br />

areidarmennirnir Vördu til merkis, ístadin fyrir þá gomlu vordu sunnaná hólnum;<br />

Þadan (nl. úr vördunni nyu) rettsinis austurá Kéllíngarhrigg, í vördu nygjörda nordan<br />

vid sydstu og hædstu Búnguna þar, og er þá komid [yfirstrikað utfi] nordurfyrir<br />

Heidarveiginn; og geingur þessi lína rétt sunnanvid sokalladan Gjæsavatnsflóa, sem<br />

liggur allur nordvestanvid Kéllíngarhrigg, og millum hans og Kalfhóls, og innilikst<br />

eptir þessu allur í Þverár Land; úr Vördunni á Kellíngarhrigg rettsínis í sokalladan<br />

Hrauntánga, þó nordarlega ad vestan fram, og nordan vid Myrarsel þar hjá, hvar<br />

Sandfellshaga, og Arnastada Lönd synast ad mætast austanvid Þverár Land“. Þessi<br />

eldri heimild er í góðu samræmi við lýsingu landamerkjabréfs Sandfellshaga.<br />

Landamerkjum Þverár er lýst í landamerkjabréfi fyrir jörðina, ódagsett en þingl. 7.<br />

júní 1889. Þau eru í samræmi við lýsingar á merkjum Sandfellshaga.<br />

199 Sbr. umfjöllun um hugtakið jörð í Almennum niðurstöðum óbyggðanefndar (í viðauka).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!