17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

70<br />

kröfulínu sinni við skriflega og munnlega reifun málsins. Rannsókn óbyggðanefndar<br />

leiðir einnig til þeirrar niðurstöðu að þar sé eignarland, án þess þó að tekin sé afstaða<br />

til þess hver fari með þau eignarréttindi eða hver séu mörk milli eignarlanda, sbr. 7.<br />

gr. laga <strong>nr</strong>. 58/1998. 198<br />

Það er því niðurstaða óbyggðanefndar að land Þverár, svo sem því er að<br />

framan lýst, teljist ekki til þjóðlendu í skilningi 1. gr., sbr. einnig a-lið 7. gr., laga <strong>nr</strong>.<br />

58/1998.<br />

6.5. Sandfellshagi<br />

6.5.1. Inngangur<br />

Hér verður fjallað um þann hluta þjóðlendukröfusvæðis íslenska ríkisins sem einnig er<br />

gerð krafa til sem eignarlands Sandfellshaga, sbr. landamerkjabréfi dags. 16. janúar<br />

árið 1883 og þingl. 25. júní 1884.<br />

Íslenska ríkið hefur dregið kröfulínu sína frá Fjórðungshóli (punktur 12) í<br />

Þverárhyrnu (punktur 13). Á móti hafa gagnaðilar, þinglýstir eigendur Sandfellshaga,<br />

lýst kröfu um beinan eignarrétt að þeim hluta þessa landsvæðis sem þeir telja að liggi<br />

innan þeirra merkja sem lýst er í landamerkjabréfi fyrir Sandfellshaga. Kröfum<br />

íslenska ríkisins er nánar lýst í kafla 3.1. og kröfum gagnaðila í kafla 3.4.<br />

Að Sandfellshaga liggur Þverá til norðurs og til austurs er ágreiningssvæði í<br />

máli <strong>nr</strong>. 4/<strong>2005</strong> hjá óbyggðanefnd. Til suðurs er Hafrafellstunga. Landsvæðið sem um<br />

ræðir liggur í yfir 300 m hæð yfir sjávarmáli. Urðir liggja að suðvestan og ná að<br />

Gilsbakkaárfarvegi að sunnan, norður að Mýrarselsbotnum og austur að<br />

Djúpárbotnum. Sunnan úr Urðum ganga Sauðafellsmúlar (529 m). Norðaustan Urða<br />

lækkar land og er þar vot- og mólendi. Austast á Urðum er Þverfell (368 m),<br />

norðvestan Djúpárbotna. Suðaustan til á landsvæðinu liggur Einbúi (353 m) en frá<br />

bæjarstæði Sandfellshaga og að Einbúa eru um 14 km í beinni loftlínu. Frá<br />

vesturmörkum ágreiningssvæðisins og til sjávar eru um 13 km. Einnig ber þess að<br />

geta að talið er vafalaust að við upphaf landnáms hafi gróðurþekja í<br />

Öxarfjarðarhreppi, svo sem á Íslandi í heild, verið mun meiri að víðáttu og grósku en<br />

nú er, sbr. skjal <strong>nr</strong>. 15.<br />

6.5.2. Sjónarmið aðila<br />

Af hálfu íslenska ríkisins, sbr. skjöl <strong>nr</strong>. 1 og 1(6), er á því byggt að grundvöllurinn að<br />

beinum eignarrétti að landi hérlendis hafi verið lagður á landnámsöld við nám. Eftir<br />

það hafi lönd undirorpin beinum eignarrétti aldrei getað aukist heldur hafi eigendalaus<br />

svæði orðið með tímanum fleiri. Þetta sé helst ráðið af lögtöku nýbýlatilskipunar<br />

konungs 1776 sem beinlínis hafi verið lögtekin svo til væru úrræði til að gera<br />

198 Sbr. einnig lokakafla í Almennum niðurstöðum óbyggðanefndar (í viðauka).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!