17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

66<br />

rétt lýst. Landamerkjabréf Arnarstaða er undirritað af fyrirsvarsmanni jarðarinnar,<br />

þinglesið, fært í landamerkjabók og á því byggt síðan um merki jarðarinnar, án þess<br />

að séð verði að komið hafi fram athugasemdir yfirvalda eða ágreiningur við nágranna.<br />

Þetta bendir allt til þess að lýsing merkja hafi verið í samræmi við það sem almennt<br />

var talið gilda. Jafnframt er ljóst að eigendur jarðarinnar Arnarstaða hafa um langa<br />

hríð haft réttmætar ástæður til að vænta þess að merkjum sé þar rétt lýst.<br />

Kemur þá til skoðunar hver sé eignarréttarleg staða lands innan<br />

framangreindra merkja. Um þýðingu landamerkjabréfa fyrir jarðir við mat á sönnun<br />

um eignarhald að landi vísast til þess sem rakið er í kafla 6.1.1. Í málinu hafa ekki<br />

komið fram nein gögn sem hnekkt geta landamerkjabréfinu eða rýrt eignarréttarlegt<br />

sönnunargildi þess.<br />

Ekki eru heimildir um annað en að jörðin Arnarstaðir hafi verið byggð og nýtt<br />

eftir búskaparháttum og aðstæðum á hverjum tíma. Innan þeirra marka sem tilgreind<br />

eru 1887, svo sem þeim er nánar lýst hér framar, hafa eigendur jarðarinnar farið með<br />

umráð og hagnýtingu og gert ráðstafanir með löggerningum á sama hátt og gildir um<br />

eignarland almennt. Þó nýting heiðarlands jarðarinnar hafi eðli málsins samkvæmt<br />

verið takmarkaðri en láglendishlutans þá leiðir það eitt og sér ekki til neinnar<br />

eignarréttarlegrar aðgreiningar.<br />

Ekki verður annað séð en að þetta eignarhald hafi verið án ágreinings eða<br />

athugasemda. Engar heimildir eru þannig um að land innan marka jarðarinnar hafi<br />

mismunandi eignarréttarlega stöðu og verða staðhættir, gróðurfar eða<br />

nýtingarmöguleikar ekki taldir hafa úrslitaáhrif í því sambandi. Þá verður<br />

fyrirkomulag smölunar á þessu svæði ekki talið hafa eignarréttarlega þýðingu.<br />

Að öllu framangreindu virtu hefur af hálfu íslenska ríkisins ekki verið sýnt<br />

fram á að land innan tilgreindra landamerkja Arnarstaða sé þjóðlenda. Er það raunar<br />

mat óbyggðanefndar að verulega hafi skort á efnislegan rökstuðning ríkisins fyrir<br />

kröfulínu sinni við skriflega og munnlega reifun málsins. Rannsókn óbyggðanefndar<br />

leiðir einnig til þeirrar niðurstöðu að þar sé eignarland, án þess þó að tekin sé afstaða<br />

til þess hver fari með þau eignarréttindi eða hver séu mörk milli eignarlanda, sbr. 7.<br />

gr. laga <strong>nr</strong>. 58/1998. 196<br />

Það er því niðurstaða óbyggðanefndar að land Arnarstaða, svo sem því er að<br />

framan lýst, teljist ekki til þjóðlendu í skilningi 1. gr., sbr. einnig a-lið 7. gr., laga <strong>nr</strong>.<br />

58/1998.<br />

6.4. Þverá<br />

6.4.1. Inngangur<br />

Hér verður fjallað um þann hluta þjóðlendukröfusvæðis íslenska ríkisins sem einnig er<br />

gerð krafa til sem eignarlands Þverár, sbr. ódagsett landamerkjabréf þingl. 7. júní<br />

196 Sbr. einnig lokakafla í Almennum niðurstöðum óbyggðanefndar (í viðauka).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!