17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

viðurkenningar ríkisvaldsins á þeim lengi haft réttmætar ástæður til að vænta þess að<br />

jörðin sé beinum eignarrétti háð.<br />

6.3.3. Niðurstaða<br />

Saga afmörkunar, ráðstafana að eignarrétti og nýtingar að Arnarstöðum og þeim<br />

býlum öðrum sem stofnað var til í landi jarðarinnar er rakin í kafla 5.2. Þar kemur<br />

fram að Arnarstaða er getið í heimildum allt frá því um miðja 15. öld. Af þeim verður<br />

ráðið að um sjálfstæða jörð hefur verið að ræða. 195 Svo sem rakið er í kafla 6.2. er því<br />

ekki lýst í Landnámabók hversu langt inn til landsins landnám á þessu svæði náði. Sé<br />

tekið mið af staðháttum og fjarlægðum við túlkun landnámslýsinga verður þó að telja<br />

líklegt að landsvæði það sem hér er til umfjöllunar sé innan þess.<br />

Kemur þá til skoðunar hvernig merkjum Arnarstaða er lýst í landamerkjabréfi<br />

jarðarinnar, dags. 12. ágúst 1887 og þingl. 6. júní 1889, og eldri heimild, þ.e. lögfestu<br />

sem lesin var upp á manntalsþingi á Presthólum 3. maí árið 1736. Einnig verður litið<br />

til gagna um merki aðliggjandi landsvæða. Athugun þessi tekur til austur- og<br />

suðausturmerkja Arnarstaða, að því leyti sem þau liggja innan kröfusvæðis íslenska<br />

ríkisins. Að fenginni niðurstöðu um landamerki Arnarstaða verður fjallað um<br />

eignarréttarlega stöðu landsvæðisins.<br />

Verður þá fyrst litið til suðausturmerkja Arnarstaða. Samkvæmt<br />

landamerkjabréfinu eru merki til suðausturs, gagnvart Þverá, miðuð við Kálfhól, síðan<br />

í Hraunnef sem er næst utanvið Mýrarsel. Lýsing lögfestunnar er í samræmi við þetta.<br />

Í landamerkjabréfi Þverár, þingl. 7. júní 1889, eru austanverð norðurmerki Þverár,<br />

gagnvart Arnarstöðum, miðuð við „vörðu utan á hrauntanganum við Ormarsá þar sem<br />

Axarfjarðarheiðar vegurinn liggur ofan í ána, þaðan beina stefnu vestur í miðjan<br />

austari Kálfhól.“ Bréf Arnarstaða er ekki áritað vegna Þverár en bréf Þverár er áritað<br />

vegna Arnarstaða. Engar eldri heimildir finnast um norðurmerki Þverár, sbr. kafla 5.3.<br />

Þessar lýsingar á mörkum í landamerkjabréfum Arnarstaða og Þverár sýnast þannig<br />

vera í innbyrðis samræmi.<br />

Samkvæmt landamerkjabréfi Arnarstaða eru merki til austurs, gagnvart<br />

ágreiningssvæði í máli <strong>nr</strong>. 4/<strong>2005</strong> hjá óbyggðanefnd, miðuð við hraunnef sem er næst<br />

fyrir norðan Arnarstaðavatn en þaðan eftir sömu línu til Ormarsár sem ræður á<br />

austurkant landamerkjum til hraunnefs fyrir utan Mýrarsel. Norðanverðum<br />

vesturmerkjum Heiðarmúla er eins lýst í landamerkjabréfi fyrir það landsvæði, dags.<br />

28. júní 1884 og þingl. 16. maí 1885. Bréf Arnarstaða er mögulega áritað vegna<br />

Heiðarmúla en því verður þó ekki slegið föstu. Bréf Heiðarmúla er ekki áritað vegna<br />

Arnarstaða.<br />

Í kjölfar þess að landamerkjalög tóku gildi 1882 var gert landamerkjabréf fyrir<br />

jörðina Arnarstaði. Fyrirliggjandi gögn benda til þess að landamerkjum hennar sé þar<br />

195 Sbr. umfjöllun um hugtakið jörð í Almennum niðurstöðum óbyggðanefndar (í viðauka).<br />

65

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!