17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

ekkert landamerkjabréf, í skilningi landamerkjalaga, er fyrir hendi og verður ekki séð<br />

að það hafi nokkurn tíma verið gert. Að því er varðar mikinn meirihluta jarða á<br />

svæðum 1-4, var niðurstaðan sú að aðrar heimildir um merki, væru þær til, ýmist<br />

styddu lýsingu bréfs eða mæltu henni ekki í mót. Merkjum væri því rétt lýst í<br />

landamerkjabréfi, svo sem óbyggðanefnd skýrði það. Tekið skal fram að sú skýring<br />

var í ákveðnum tilvikum önnur en málsaðila.<br />

Svo sem að framan greinir virðast dómstólar þannig gera fremur strangar<br />

kröfur til landamerkjabréfa jarða, þ. á m. að þau hafi stuðning af öðru og þá einkum<br />

eldri heimildum. Til þess ber þó að líta að fleiri atriði eru hér samofin og lögð til<br />

grundvallar niðurstöðu hverju sinni, þar á meðal mismunandi vægi eða trúverðugleiki<br />

einstakra heimilda, nýting, gróðurfar og staðhættir. Með hliðsjón af því og með tilliti<br />

til stjórnskipulegrar jaf<strong>nr</strong>æðisreglu telur óbyggðanefnd að fara beri varlega í að draga<br />

víðtækar ályktanir af þessari umfjöllun. Líta ber til þess að eftir að gengið hafði verið<br />

frá landamerkjabréfi, með tilheyrandi opinberri skráningu, hafði jarðeigandi síður<br />

ástæðu til að varðveita skjöl sem þar kann að hafa verið byggt á. Eðlilegt verður að<br />

telja að íslenska ríkið beri hallann af þeim vafa sem fyrir hendi kann að vera í slíkum<br />

tilvikum.<br />

Niðurstaða óbyggðanefndar er því sú að ekki sé ástæða til að herða sérstaklega<br />

kröfur um sönnun eignarlands innan lýsingar í landamerkjabréfi jarðar, umfram það<br />

sem áður hefur verið lagt til grundvallar og samrýmist vel þeirri almennu afstöðu<br />

Hæstaréttar til landamerkjabréfa sem áður var lýst. Eftir sem áður er ljóst að<br />

dómstólar gera nokkuð strangar kröfur til sönnunar eignarlands, sbr. einnig þá<br />

megi<strong>nr</strong>eglu í íslenskum rétti að sá sem telur til eignarréttar yfir landi verður að færa<br />

fram heimildir fyrir eignartikalli sínu. Jafnframt liggur fyrir að landamerkjabréf hafa<br />

ekki eingöngu verið gerð fyrir jarðir, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar 28. september 2006 í<br />

máli <strong>nr</strong>. 497/<strong>2005</strong>, þar sem segir svo:<br />

...nær frá upphafi Íslandsbyggðar mörkuðu menn sér ekki eingöngu<br />

ákveðin landsvæði, sem voru háð beinum eignarrétti, heldur einnig<br />

mörk ítaka, afrétta og allra annarra réttinda í lönd sem einhverja<br />

þýðingu gátu haft fyrir afkomu manna. Meðan landsvæði gaf eitthvað af<br />

sér lágu hagsmunir til þess að halda merkjum réttindanna við, hvers<br />

eðlis sem þau voru. Af frama<strong>nr</strong>ituðu þykir leiða að skýra verði hvaða<br />

réttindi það séu sem menn voru að skipta á milli sín.<br />

6.1.2. Heiðarbýli á Norðausturlandi<br />

Í Almennum niðurstöðum óbyggðanefndar er gerð almenn grein fyrir þeirri stofnun<br />

eignarréttar sem heimilaður var í nýbýlatilskipun frá 15. apríl 1776, um landnám og<br />

byggingu eyðijarða, og síðar nýbýlalögum, <strong>nr</strong>. 15/1897. 193 Að því er varðar<br />

193 Sbr. kafla 3.3. í viðauka.<br />

61

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!