17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

60<br />

Í tilvikum Úthlíðar og þess hluta Stafafellslands sem liggur sunnan og vestan<br />

Jökulsár, sbr. mál <strong>nr</strong>. 48/2004 og 498/<strong>2005</strong>, lágu fyrir bæði landamerkjabréf og eldri<br />

heimildir um merki. Lýsingar þessar fengu vel samrýmst en beinn eignarréttur á hluta<br />

þeirra landsvæða sem afmörkuð voru þrátt fyrir það talinn vafa undirorpinn. Fram<br />

kemur að staðhættir og fyrirliggjandi heimildir um gróðurfar styðji ekki að þar hafi<br />

verið stofnað til beins eignarréttar með námi. Ekki voru þó talin skilyrði til að skilja<br />

þessi landsvæði undan eignarlandi jarðanna, einkum þar sem ekkert hefði komið fram<br />

af hálfu íslenska ríkisins sem leggja mætti til grundvallar við nánari afmörkun að<br />

þessu leyti. Varðandi umræddan hluta Úthlíðar var einnig tekið fram að ekki hefði<br />

verið sýnt fram á að landsvæðið hefði verið nýtt sem samnotaafréttur.<br />

Í tilvikum Skaftafells og Hóla, sbr. mál <strong>nr</strong>. 496/<strong>2005</strong> og 48/2004, voru<br />

landamerkjabréf fyrir hendi en engar eldri heimildir. Um landamerkjabréf Skaftafells,<br />

sem er ódagsett en var þinglesið á árinu 1890, segir svo í dómi Hæstaréttar:<br />

Þótt landamerkjabréfið geti haft sönnunargildi um mörk eignarlands<br />

Skaftafells með því að það var áritað um samþykki af eigendum aðliggjandi<br />

jarða, þinglesið og fært í landamerkjabók, verður að líta til þess að ekki var á<br />

valdi eigenda jarðarinnar að auka með landamerkjabréfinu við land sitt eða<br />

annan rétt umfram það, sem áður hafði verið. Getur landamerkjabréf þetta því<br />

ekki eitt og sér nægt gegn andmælum áfrýjanda til að sanna beinan eignarrétt<br />

eigenda Skaftafells II að landinu á Skeiðarársandi, sem deilt er um í málinu,<br />

heldur verða önnur atriði jafnframt að koma til, sem stutt geta sömu<br />

niðurstöðu, sbr. dóm Hæstaréttar 21. október 2004 í máli <strong>nr</strong>. 48/2004 [sem<br />

fjallar m.a. um Hóla], sem birtur er í dómasafni þess árs á bls. 3796.<br />

Hér skal einnig getið dóms í máli <strong>nr</strong>. 345/2004, varðandi jörðina Fell í<br />

Suðursveit. Þar lá fyrir skýr eldri heimild, nánar tiltekið lögfesta frá árinu 1851, þar<br />

sem merki inn til landsins voru m.a. miðuð við aðliggjandi jökul. Landamerkjabréf<br />

jarðarinnar frá árinu 1922 var mun óskýrara, náði skemur inn til landsins, þ.e. í átt að<br />

jökli, og gat ekki sérstaklega um merki gagnvart jöklinum. Fjalllendið næst jökli var<br />

dæmt þjóðlenda og þannig fremur miðað við hina yngri heimild, þ.e.<br />

landamerkjabréfið, sem náði skemur en hin eldri. Þar höfðu þó önnur atriði einnig<br />

vægi.<br />

<strong>Óbyggðanefnd</strong> hefur nú þegar kveðið upp úrskurði sem fjalla um fjölda jarða á<br />

sunnanverðu landinu, þ.e. svæðum 1-4, og heimilda um afmörkun og eignarréttindi á<br />

ágreiningssvæðum verið skipulega leitað, m.a. á Þjóðskjalasafni og hjá<br />

sýslumannsembættum. Séu þær skoðaðar heildstætt kemur í ljós að landamerkjabréf<br />

hátt í tvöhundruð jarða hafa verið könnuð sérstaklega. Í upp undir helmingi tilvika<br />

hefur það verið elsta lýsing á merkjum jarðar og beinn samanburður við eldri<br />

heimildir þannig ekki mögulegur. Því fer einnig fjarri að eldri heimildir séu almennt<br />

heildstæðar merkjalýsingar. Þvert á móti geta þær verið brotakenndar og jafnvel<br />

fremur falið í sér vísbendingar en ótvíræðar lýsingar. Loks eru tíu tilvik þar sem

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!