17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

stöðu einstakra landsvæða, í staðfræðilegri röð. 192 Loks verður fjallað um ákvörðun<br />

málskostnaðar.<br />

6.1.1. Gildi landamerkjabréfa jarða<br />

Í forsendum dóms Hæstaréttar í máli <strong>nr</strong>. 48/2004, sem birtur er í dómasafni þess árs á<br />

bls. 3796, tók rétturinn almenna afstöðu til mats á gildi landamerkjabréfa, annars<br />

vegar jarða og hins vegar annarra landsvæða, og inntaks eignarréttar á svæði, sem lýst<br />

er í landamerkjabréfi jarðar, sbr. einnig tilvísanir í síðari dómum í þjóðlendumálum,<br />

t.d. máli <strong>nr</strong>. 345/<strong>2005</strong>. Orðrétt segir svo:<br />

Við mat á gildi landamerkjabréfa og því hvert sé inntak eignarréttar á svæði,<br />

sem þar er lýst, skiptir almennt máli hvort um er að ræða jörð eða annað<br />

landsvæði, en þekkt er að landamerkjabréf hafa ekki eingöngu verið gerð fyrir<br />

jarðir, heldur einnig til dæmis afrétti, sem ekki tengjast sérstaklega tiltekinni<br />

jörð. Felur landamerkjabréf fyrir jörð í sér ríkari sönnun fyrir því að um<br />

eignarland sé að ræða þótt jafnframt verði að meta gildi hvers bréfs<br />

sérstaklega.<br />

Einnig kemur fram það álit réttarins að áritun um samþykki eigenda<br />

aðliggjandi jarða, þinglýsing og innfærsla í landamerkjabók auki sönnunargildi<br />

landamerkjabréfs. Sama máli gegnir ef ekki hefur verið ágreiningur um merki<br />

viðkomandi jarðar. Hins vegar verði ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að fyrir<br />

gildistöku laga <strong>nr</strong>. 58/1998 hafi engum verið til að dreifa sem gat sem handhafi beins<br />

eignarréttar gert samninga um mörk þess lands sem nú nefnist þjóðlenda. Þá verði<br />

þess að gæta að með því að gera landamerkjabréf gátu menn ekki einhliða aukið við<br />

land sitt eða annan rétt umfram það sem verið hafði. Verði til þess að líta hvort til séu<br />

eldri heimildir sem fallið geti að lýsingu í landamerkjabréfi, enda stangist sú lýsing<br />

heldur ekki á við staðhætti, gróðurfar og upplýsingar um nýtingu lands.<br />

Segja má einnig að í nýjustu dómum, sbr. mál <strong>nr</strong>. 536/2006 og 24/2007, hafi<br />

enn verið hnekkt á þýðingu þess að landsvæði teljist innan merkja jarðar. Samkvæmt<br />

þessu er óbyggðanefnd rétt að leggja áfram áherslu á landamerkjabréf jarða, sbr.<br />

umfjöllun um þau í Almennum niðurstöðum, enda þótt með skýrum fyrirvörum sé.<br />

Umfjöllun dómstóla um landamerkjabréf jarðanna Úthlíðar, Stafafells (hluta),<br />

Skaftafells og Hóla gefur þó tilefni til að huga sérstaklega að því hvort óbyggðanefnd<br />

beri að herða kröfur til sönnunar eignarlands innan landamerkjabréfa jarða, frá því<br />

sem lagt er til grundvallar í Almennum niðurstöðum. Viðkomandi landsvæði voru öll<br />

talin eignarlönd en í forsendum dóma samt sem áður lýst efasemdum um að svo væri<br />

að öllu leyti.<br />

192 Umfjöllun um staðhætti og gróðurfar á svæðinu er byggð á skýrslu Hjörleifs Guttormssonar,<br />

náttúrufræðings, sbr. skjal <strong>nr</strong>. 15, útgefnum kortum Landmælinga Íslands, örnefnaskrám frá<br />

Örnefnastofnun Íslands, athugunum í vettvangsferð, sbr. kafla 4.3., og almennum uppsláttarritum, svo<br />

sem árbókum Ferðafélags Íslands.<br />

59

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!