17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

54<br />

Hrafnakletta í Austari-Fjallgarði, ofan við (Víðihóls-)Bæjarkrubb í<br />

Langamúla; þaðan í þvert vestur sunnan Krókavatna í Fálkaklett og vestur í<br />

Klettakrár við Jökulsá; síðan ræður Jökulsá í Kallhól. 177<br />

Á sama fundi var samþykkt að allir mættu að venju sleppa fé sínu í<br />

heimalöndum og að þau yrðu hreinsuð ásamt „afréttum“ af gangnamönnum. Einnig<br />

var tveimur mönnum falið að gera upp niðurfallinn gangnakofa á Hvannstöðum á<br />

kostnað sveitarinnar.<br />

Að afloknu hreppaskilaþingi að Grundarhóli 18. júní 1909 var haldinn<br />

hreppsmálafundur. Þar var m.a. rætt um að ákveða takmörk á búfjárhögum og<br />

afréttarlandi sveitarinnar. Komist var að þeirri niðurstöðu að sömu takmörk skyldu<br />

ráða og verið höfðu en þau voru svohljóðandi:<br />

Úr Kallhól í Núpaskarð þaðan norður Ytri nup í Biskupsöxl þaðan bein lína í<br />

Tungufjöll, yfir Víðirholsfjallgarð í Krubbabrun þaðan norður í Langamúla<br />

þaðan vestur í Krókavötn og Fálkaklett og sama lína vestur í Jökulsá. 178<br />

Aðalfundur fyrir Fjallahrepp var haldinn að Grímsstöðum 10. maí 1913. Þar<br />

var m.a. rætt um kofabyggingu í Heljardal og var ákveðið að verja til þess peningum<br />

úr sveitarsjóði og hreppsnefnd falin framkvæmd málsins við hlutaðeigandi hreppa. 179<br />

Nokkra innsýn inn í fyrirkomulag gangna í Fjallahreppi má fá af fylgiskjali<br />

gangnaseðilsins árið 1913. Þar koma eftirfarandi upplýsingar fram:<br />

Göngurnar hefjast í Búrfellsheiði að morgni 18. þ.m. en degi síðar á hin<br />

svæðin og fje sje komið til rjettar að Grundarhóli árd(egis) þann 20.<br />

mánaðarins en úr 2. göngu 25. en 3. göngum 10. október. Þar sem að engin<br />

vissa er fyrir að Þistilfirðingar mæti með rekstrana er þessi sem ætlaður er 1.<br />

rekstur ætlað að fara úteptir úr Hvannstaðakofa að Halfnaðri heiðargöngunni<br />

ef þá er fengin vissa hjá gangnamönnum úr Þistilfirði að ekki verði mætt. En<br />

ef þeir segja að mætt verði að ljúka þá heiðargöngunni og mæta síðan. Af<br />

fjallskilasjóði verður greitt fyrir að taka af Flautafellsrjett ef ekki verður mætt<br />

en þeir sem sækja rekstrana útvega mann til þess. 180<br />

Einnig má sjá af fyrrnefndu fylgiskjali að gangnaforingjar eru fimm talsins og<br />

svæðin sem þeim er falin umsjón yfir eru Búrfellsheiði, Hólssandur, Útfjallgarður,<br />

Framfjallgarður og Núpar.<br />

Upplýsingar um réttir í Fjallahreppi er að finna í fjallskilabók hreppsins og eru<br />

þær dagsettar 12. september 1915 að Grímsstöðum. Þar kemur þetta m.a. fram:<br />

Fje sje komið til rjettar að Grundarhóli árdegis Mánudaginn 20. þ.m. svo<br />

menn geti dittað að rjettinni áður en rekið er inn. Auk þess er ætlast til að<br />

aukarjettirnar sjeu settar svo í stand að hægt sje að reka í þær í haust.<br />

177 Skjal <strong>nr</strong>. 2 (84).<br />

178 Skjal <strong>nr</strong>. 2 (85).<br />

179 Skjal <strong>nr</strong>. 2 (86).<br />

180 Skjal <strong>nr</strong>. 2 (93).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!