17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

52<br />

vörðuna. Þá eftir há-Langás í aðra vörðu syðst á Langás. Þaðan bein stefna<br />

um Búrfellsvötn í Búrfellshól, sem er fast við norðausturhorn Búrfells. Úr<br />

Búrfellshól eru mörkin suðaustur í Fossá, um brúnina rétt ofan við eyðibýlið<br />

Foss. Ræður þá Fossá merkjum austur í Sandá. Þá Sandá suður þangað, sem<br />

Svartáskvísl fellur í hana, og eftir það Svartáskvísl að upptökum. Frá<br />

upptökum Svartáskvíslar er bein stefna vestur yfir Svartás og<br />

Laufskálafjallgarð, nokkru sunnan við Reiðgil og vestur í há-Reyður, sem er<br />

vestur á Hólssandi. Úr Reyður suður í Fálkaklett, en svo heitir hæsta<br />

standbergið nyrzt í Vestur-Vegg. Úr Fálkakletti er bein stefna suðvestur um<br />

hábungu Syðra-Norðmelsfjalls í Jökulsá og ræður svo áin þaðan norður.<br />

Leitarsvæði Öxfirðinga er háð þessum sömu merkjum að öðru leyti en því, að<br />

Hólsfjallamenn hafa gengið allstórt stykki af því að sunnan á Hólssandinum,<br />

allt norður að syðra Reyðarhorni og niður á miðjan Sand og Norðmelseyrar<br />

norður undir Selfoss. Ganga því Öxfirðingar ekki nema upp að miðjum<br />

Hólssandi, þó að mikið landflæmi þar sunnan við tilheyri Hafursstöðum í<br />

Öxarfirði.<br />

Afréttarsvæðin eru þessi:<br />

Hafursstaðaheiði liggur meðfram Jökulsá upp að miðjum Hólssandi og austur<br />

að Reyður.<br />

Landsheiði tekur við þar norður af og nær austur á Borgarás og suðaustur að<br />

Reyður. Var með henni jafnvel oft áður fyrr smalað allt austur að<br />

Smjörhólsárfarvegi.<br />

Tunguheiði tekur við þar austan við, alla leið austur að Laufskálafjallgarði og<br />

norður að Gilsbakkaá.<br />

Núpar og Urðir heitir leitarsvæðið þar norður af og allt norður að<br />

sveitarmörkum.<br />

Þessi leitarsvæði eru öll gengin hvert út af fyrir sig, og farið á sama degi til<br />

byggða aftur, enda er þar enginn leitarmannakofi.<br />

Búrfellsheiði er aðskilin frá áðurnefndum leitarsvæðum af allmiklum<br />

fjallgarði, sem heitir Laufskálafjallgarður, og liggur heiðin meðfram honum<br />

að austanverðu, það er að segja sá hluti, sem tilheyrir Öxarfirði. Annars eiga<br />

Fjöllungar leitarsvæði suður af Öxfirðingum og Þistilfirðingar austar í<br />

Búrfellsheiðinni.<br />

Öxfirðingar eiga þarna í Búrfellsheiðinni gangnakofa, sem stendur vestan<br />

undir háu fjalli, er Búrfell heitir. Fyrstu göngur eru alltaf gengnar á tveim<br />

dögum og þá gist í kofanum, ... 172<br />

172 Göngur og réttir V. bindi, bls. 183-184.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!