17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

leitarlönd Þistilfirðinga og Fjallamanna. Að norðan liggja mörkin úr<br />

Hölknárbotnum vestur á Þorsteinsnef við Sandá, þaðan í Svartás, en hann er<br />

austan við fjallgarðinn vestan Búrfellsheiðar, þá vestur um Hólssand um<br />

fjallið Reyður og í Jökulsá. Norðan við þessa merkjalínu smala bæði<br />

Þistilfirðingar og Öxfirðingar.<br />

...<br />

Afréttarlönd þau, sem nú hefir verið stuttlega gerð grein fyrir, skiptast í fimm<br />

leitarsvæði: Núpa, Syðra- og Ytra-Fjallgarðsstykki, Hólssand og<br />

Búrfellsheiði.<br />

Tekur aðeins dag að ganga leitarsvæði þessi nema Búrfellsheiði. Hún er<br />

smöluð á tveim dögum, og hefjast göngur þar degi fyrr en á hinum<br />

leitarsvæðunum, eða 19. september.<br />

Eigi er það nema hluti Búrfellsheiðar, sem Fjallamenn smala. Mikinn hluta<br />

hennar ganga Öxfirðingar, svo og Þistilfirðingar. Eru réttir eða aðhöld á tveim<br />

stöðum í heiðinni til að draga sundur fé í fyrstu göngum eftir sveitum. Er<br />

annað hjá Búrfelli, en þar er leitarmannakofi Axfirðinga, en hitt er á<br />

eyðibýlinu Hvannstöðum, þar sem Fjallamenn hafa gangnaskýli. Fyrri<br />

gangnadaginn smala Fjallamenn að Hvannstöðum og reka í aðhaldið. Koma<br />

þar Axfirðingar og Þistilfirðingar eftir fé sínu, ...<br />

Um 24 menn voru taldir þurfa í fyrstu göngur Fjallamanna, auk sendimanna á<br />

réttir í Axarfjörð, Þistilfjörð og Víðidal. 170<br />

Eftir að þetta var ritað, var girt landgræðslugirðing á Hólsfjöllum árið 1953 og<br />

Öxfirðingar tóku við göngum á a.m.k. hluta lands utan girðingar, en Landgræðslan sá<br />

um smölun innan girðingar. 171 Síðan urðu Hólsfjöll sauðlaus og byggð lagðist af að<br />

mestu.<br />

Leitarsvæði Öxfirðinga eru þessi samkvæmt Göngum og réttum:<br />

Takmörk Öxarfjarðarhrepps í heiðunum eru þessi:<br />

Að norðan úr Brunná um Núpsvatn norðarlega og til suðausturs um þvera<br />

Núpa, um Gæsavatn nálægt miðju, og sama stefna austur yfir Mýrarselsás,<br />

um Hraunnef og austur skammt norðan við eyðibýli, sem Melur heitir, og í<br />

vatnsfarveg, sem kemur sunnan úr Botnagili. Ræður sá vatnsfarvegur suður<br />

að Botnagili og það svo suður úr. Um Botnagil eru vatnaskil milli Ormarsár<br />

og Djúpár, sem fellur suður Djúpárbotna og síðan austur í Svalbarðsá. Úr<br />

Botnagili að sunnan eru merkin í Djúpá, austur af Einbúa. Ræður þá Djúpá<br />

suður að nyrðri enda Langáss og í vörðu yzt á ásnum. Á þar að ráða bein<br />

stefna úr Einbúanum, sem er vestur af Djúpárbotnum norðarlega og í<br />

170 Göngur og réttir V. bindi. Akureyri 1987, bls. 200-202.<br />

171 Göngur og réttir V. bindi, bls. 197-198.<br />

51

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!