17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

50<br />

Vart er hægt að tala um upprekstur í þeirri merkingu, sem víða tíðkast á landi<br />

hér. Fénu er ,,sleppt í heiðina“, (málvenja hér) að vorinu, oftast að sauðburði<br />

loknum, nú orðið, og er engum takmörkunum háð nema veðráttunni og<br />

fjáreigendum sjálfum. (Oddviti)<br />

...<br />

Fjallahreppur:<br />

Engir almenningar eða öræfi liggja að afréttarlöndum hreppsins.<br />

Öxarfjarðarhreppur:<br />

Afréttarlönd í Öxarfjarðarhreppi eru lokaður hringur og takmarkast eða liggja<br />

saman við afréttir Presthólahrepps að norðan, Svalbarðshrepps að austan og<br />

Fjallahrepps að sunnan.<br />

Presthólahreppur:<br />

Afréttur Presthólahrepps er innilokaður, þ.e. afréttur næstu hreppa Svalbarðs-<br />

og Öxarfjarðarhrepps-, liggja utanvið.<br />

...<br />

Rétt samkvæmt bréfum oddvitanna vottar:<br />

Skrifstofu Þingeyjarsýslu og Húsavíkurkaupstaðar, 13. maí 1959<br />

Sýslumaður Þingeyjarsýslu<br />

Jó[han]n Skaptason. 169<br />

Afréttarlöndum Hólsfjallamanna, leitarsvæðum og fjallskilum er þannig lýst í<br />

Göngum og réttum:<br />

Afréttarlönd Fjallamanna liggja austan og norðan Hólsfjallabyggðarinnar og<br />

eru allmikil að yfirferð, þótt dagsgöngur séu þar víðast.<br />

Merkjalínur afréttarlanda þessara eru sem hér segir: Að vestan ræður Jökulsá<br />

á Fjöllum, að sunnan Grímsstaðanúpar að sýslumörkum Norður-Múlasýslu<br />

eða landamerkjum Víðidals. Liggur sú lína að austan að Dimmukvísl<br />

norðaustan í Dimmafjallgarði, þar sem mætast afréttarlönd Vopnfirðinga og<br />

Fjallamanna í austurenda Dimmagils. Frá Dimmagili liggur merkjalínan<br />

norðvestur Haugsöræfi um Bungu í Hölknárbotna, þar sem koma saman<br />

169 „Upplýsingar um afréttir og fjallskil í Þingeyjarsýslu árið 1959.“ Bls. 1-7.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!