17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Bugana framan við melagötu ofanvið Hólselsland, og svo nefnda lauftorfu<br />

austan á fjarðarsundsás, brúka þessir 3. nefndu bæir - sem skiptin eru gjörð á<br />

milli - í sameiningu til beitar. Og móana utan og vestan við Þorgrímslæki,<br />

útað fornum heiðar merkjum, eiga þeir einsog heiðina fyrir ofan í sameiníngu,<br />

eptir réttri tiltölu við dyrleika þeirra.<br />

...<br />

Af þessu landaskipta brifi leiðir að [allir] [hér hefur molnað úr skjalinu og er<br />

þetta orð ágiskun] eldri samningar eru með því, úr gildi gengir, og hefur það<br />

hér eptir fyrir alda og óborna fullkomið lagagildi. 165<br />

Þorvaldur Thoroddsen segir í Lýsingu Íslands árið 1919:<br />

Upp af Múlasýslum og Norður-Þingeyjarsýslu eru afarvíðáttumikil beitarlönd<br />

og afréttir, enda fjárrækt þar með miklum blóna, t.d ... Fjallasveit og víðar.<br />

Upp af Þistilfirði er mikill og grösugur heiðafláki, er heitir Búrfellsheiði, enda<br />

hefir þar áður verið mikil bygð; í Fjallasveit eru mikil víðirlönd og mellönd,<br />

og lifa menn þar því nær eingöngu á sauðfjárrækt. 166<br />

Stjórnarráð Íslands sendi öllum sýslumönnum landsins bréf 29. desember<br />

1919. Þar var þeim tilkynnt að vegna þingsályktunar um rétt ríkisins til vatnsorku í<br />

almenningum frá 27. september beri þeim að skila skýrslu við fyrsta tækifæri um<br />

svæði í sýslum þeirra sem teljast vera almenningar og um afréttarlönd sem ekki<br />

sannanlega hafa tilheyrt eða tilheyri nú nokkru lögbýli. 167 Steingrímur Jónsson<br />

sýslumaður í Þingeyjarsýslu svaraði 6. apríl 1920 og í svari hans kemur m.a.<br />

eftirfarandi fram:<br />

Um aðra almenninga en þessa er mér ekki kunnugt, en vel má vera, að í<br />

óbygðum Norður-Þingeyjarsýslu séu einhver lönd, sem rétt sé að telja<br />

almenninga, þó mér reyndar þyki það fremur ólíklegt. Einnig má vera, og er<br />

enda líklegt, að suður af Fnjóskadal, vestanvert við afrétt Bárðdæla, séu svæði<br />

sem telja beri til almenninga. 168<br />

Jóhann Stefánsson, sýslumaður í Þingeyjarsýslu, lýsir „afréttum“ og<br />

fjallskilum þannig vorið 1959:<br />

Hverjir afréttir eru í sýslunni?<br />

Fjallahreppur:<br />

Hólssandur liggur milli Öxarfjarðar og Fjallahrepps, afrétt tilheyrandi báðum<br />

þeim hreppum. Takmörk að vestan Jökulsá á Fjöllum. Austan Krókavötn og<br />

Flár. Búfjárhagar Hólssels ráða að sunnan.<br />

165<br />

Skjöl <strong>nr</strong>. 2 (141) a-b og <strong>nr</strong>. 2 (142) a-b.<br />

166<br />

Þorvaldur Thoroddsen, Lýsing Íslands III. bindi. Kaupmannahöfn 1919, bls. 195.<br />

167<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 2 (39).<br />

168<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 2 (40).<br />

47

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!