17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

46<br />

Afréttarland Núpsveitinga og Sléttunga nær austur undir Þistilfjarðarfjöllin að<br />

austanverðu, en að Valþjófstaðafjalli að sunnanverðu, og Sléttan er að<br />

norðanverðu. Landið liggur að mestu undir Núpasveit og nokkuð undir<br />

Sléttu. 161<br />

Um Búrfellsvötn segir Valdimar Ásmundsson í lýsingu Svalbarðssóknar frá<br />

því um 1875:<br />

6. Búrfellsvötn eru norðaustur af Búrfelli. Þau eru þrjú og er eitt þeirra<br />

allstórt. Í þeim er silungur mikill. Þar var fyrrum veiði stunduð úr<br />

Hafrafellstungu en nú er því löngu hætt. 162<br />

Síðan segir Valdimar í athugasemd:<br />

Vera má að réttast hefði verið að geta eigi Búrfellsvatna. Þau heyra til<br />

landeign Hafrafellstungu í Axarfirði, því að landamerki eru utar (um Langás<br />

sem er suðvestur frá Svalbarðsgnúpum) að menn ætla. 163<br />

Hinn 29. júlí árið 1848, var skipt óskiptu heimalandi jarðanna Hóls, Víðirhóls<br />

og Hólssels, þ.e. búfjárhögum og engi en „fjalllendi og afréttarland“ var óskipt. Er<br />

mörkum þess lýst í bréfi áreiðarmanna og jafnframt ógilt eldri skjöl fyrir þessum<br />

jörðum. Meginhluti þessa bréfs er tekinn upp í kafla 5.6. en hér er endurtekið það sem<br />

segir um mörkin:<br />

Þó er athugandi við þessi skipti að hér er alleina tiltekið [talað: undirstrikað<br />

þ.e. yfirstrikað] um búfjárhaga: so sem engi útbeit og haglendi. Enn<br />

hlutaðeigendur semjast uppá að Fjallendi og Afrettarland sé óskipt og brúkist<br />

í sameiníngu eptir tiltölu af ofann nefndum eigendum þessara þrigga jarða í<br />

eptir greind örnefni. Úr Fálka klett á há Reiði. Úr Reiði beint austur yfir<br />

Fjallgarð í Sandá móts við Hafrafellstúngu land. Þaðann beint Austur uppá há<br />

Alptadyngu Fjallgarð. Þaðann á há Búngu. Þaðann í so nefnda Sandhnjuka.<br />

Þaðann í ytri Hrútá þar sem hún fellur í Selá, og eptir sem Hrúta ræður í<br />

Dauðagil Úr Dauðagili í Krumma skarð og þaðann í Hrafnakle[tta].<br />

Þetta land sem hér er að framan greint: Á Eigandi Hóls eptir réttri tiltölu við<br />

Víðirhól og Hólsel<br />

... 164<br />

Hinn 30. júní árið 1876, fóru fram landskipti milli Fagradals, Nýjahóls og<br />

Gamlahóls. Þar er vitnað til „heiðarmerkja“ eins og eldri skjöl greini. Raunar er víðar<br />

vitnað til eldri skjala. Um „sameignarland“ jarðanna, þar með talið heiðarlandið segir<br />

í öðru bréfinu (bréfin nær samhljóða nema um stafsetningu):<br />

161<br />

Þingeyjarsýslur. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenzka bókmenntafélags. Reykjavík 1994, bls. 240.<br />

162<br />

Þingeyjarsýslur. Sýslu- og sóknalýsingar, bls. 254.<br />

163<br />

Þingeyjarsýslur. Sýslu- og sóknalýsingar, bls. 254.<br />

164<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 2 (140) a-b.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!