17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

þessi sveit brúkað jafnlega í þennan afrjett fyrir lömb og geldfje eftir leyfi<br />

staðarhaldarans, en ekki hefur hann skilið sjer eður tekið vissan afrjettartoll.<br />

Skógur er og nokkur í þessum afrjett, sem enginn brúkar. 153<br />

Jarðabók Árna og Páls nefnir ekki „afrétt“ í Búrfellsheiði, þegar fjallað er um<br />

Hafrafellstungu, hins vegar er nefnt, að silungsveiði í stöðuvötnum á Búrfellsheiði<br />

hafi að fornu verið gagnvæn og grasatekja næg og brúkist af ábúendum sveitarinnar<br />

eftir leyfi landsdrottins fyrir óákveðna greiðasemi. Hvannatekja sé að nokkru gagni á<br />

þessari heiði, brúkist lítt. Úthagar jarðarinnar eru sagðir mikið víðlendir og merkilega<br />

góðir til heiðanna, en verði ekki beittir fyrir fjarlægðar sakir. 154<br />

Ekkert er heldur minnst á „afrétt“ í tengslum við Sandfellshaga en grasatekja<br />

og hvannatekja sé næg fyrir heimilið. 155<br />

Jarðabókin 1712 getur ekki heldur um „afrétti“ jarða í Núpasveit. Varðandi<br />

Arnarstaði segir:<br />

Grasatekja í betra lagi, brúkast af þessrar sveitar búendum öðru hvörju eftir<br />

leyfi landsdrottins fyrir óákveðinn góðvilja. Hvannatekja og rótagröftur í<br />

betra lagi, brúkast lítt nú, hefur áður brúkast í harðindum. ...<br />

Úthagarnir eru góðir og miklir, en liggja sumir í fjarska til heiðarinnar ... 156<br />

Hinn 18. júlí 1831 var fyrir manntalsþingsrétti á Svalbarði lesið upp bann<br />

bræðranna Eiríks hreppstjóra og Guðmundar Sigurðarsona, sem eiganda og ábúanda<br />

Hafrafellstungu, gegn álftveiði í tilteknum takmörkum á Búrfellsheiði. Takmörkin eru<br />

ekki tilgreind en bann þeirra bræðra var einnig lesið upp fyrir manntalsþingsrétti á<br />

Skinnastaðarþingi 12. júlí og í Presthólum 14. júlí sama ár. 157<br />

Stefán Þórarinsson á Skinnastað158 fjallar ekki um afréttarmál í lýsingu<br />

prestakallsins frá árinu 1839, en um Búrfellsheiði segir í lýsingu Hafrafellstungu:<br />

Þaðan fyrir austan og sunnan Hafrafell liggur grasi vaxin heiði og austur að<br />

fjallgörðum, en fyrir austan þessa fjallgarða er svokölluð Búrfellsheiði, sem<br />

nær allt fram að Hólsmynni og út undir Þistilfjörð. Í henni er haglendi gott<br />

með vötnum, mýrum, flóum og tjörnum. á miðri heiðinni stendur einstakt<br />

fjall, sem kallað er Búrfell, með haglendi umhverfis að neðan. [Síðan kemur<br />

lýsing á nytjum landsins, sem er tekin upp undir Hafrafellstungu]. 159<br />

Halldór Árnason (Johnsen) 160 segir í lýsingu Presthólasóknar árið 1839:<br />

153<br />

Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns XI. bindi. Kaupmannahöfn 1943, bls. 306-307.<br />

154<br />

Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns XI. bindi, bls. 314.<br />

155<br />

Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns XI. bindi, bls. 317.<br />

156<br />

Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns XI. bindi, bls. 327.<br />

157<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 2 (48).<br />

158<br />

Stefán Þórarinsson (1783-1849) var prestur á Skinnastað frá 1837 til dauðadags. (Íslenzkar æviskrár<br />

IV. bindi, bls. 340-341).<br />

159<br />

Þingeyjarsýslur. Sýslu- og sóknalýsingar, bls. 232.<br />

160<br />

Halldór Árnason (1791-1861) hélt Presthóla 1832-1848. (Íslenzkar æviskrár II. bindi, bls. 242).<br />

45

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!