17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Barkastader eður Backastader kallast örnefni suður undir Grímstaðanúp, þar<br />

atla menn að í fyrndinni hafi bygð verið, þó þess sjáist nú lítil merki af<br />

tóftarústum. Ekki má hjer bygð setja fyrir heyskaparleysi. Tóftarústirnar eru<br />

og viði vaxnar. 142<br />

Landamerkjabréf Grímsstaða og Nýjabæjar var þinglesið 31. maí 1886:<br />

Grímsstaðir eiga land úr Hrútá þar sem hún fellur [í eða úr] Selá, vestur<br />

Dimmagil í [í, tvítekið] Svartfell á Dimmafjallgarðsvegi. Þaðan beina stefnu í<br />

Skarðá, þar sem hún fellur í Jökulsá, en Jökulsá ræður að vestan, þar til Ytri-<br />

Vatnsleysa fellur í hana.<br />

Svo ræður hún að upptökum, þaðan beina stefnu í Selá þar sem Hrútá fellur í<br />

hana.<br />

Nýibær.<br />

Nýabæarland takmarkast af nyrðri og Syðri Vatnsleysu svo lengi sem þær<br />

ráða landi. 143<br />

Undir bréfið skrifuðu eigendur Grundarhóls, Jón Sigurðsson, Víðirhóls, Jón<br />

Árnason, Grímsstaða, Sölvi Magnússon, Víðidals, Bjarni Jónsson, Hauksstaða, Kr.<br />

Jóhannesson og Hólssels, H. Guðlaugsson.<br />

Hinn 15. maí 1922 var útbúið nýtt landamerkjabréf fyrir Grímsstaði og<br />

Nýjabæ. Það var þinglesið sama ár:<br />

Grímsstaðir eiga land úr Hrútá þar sem hún fellur í Selá, vestur Dimmagil í<br />

Svartfell á Dimmafjallgarðsvegi, þaðan beina stefnu í Skarðá þar sem hún<br />

fellur í Jökulsá, en Jökulsá ræður að vestan þar til ytri Vatnsleysa fellur í<br />

hana, svo ræður hún að upptökum, þaðan bein stefna í Selá þar sem Hrútá<br />

fellur í hana.<br />

Nýibær.<br />

Nýabæarland takmarkast af nyrðri og syðri Vatnsleysu svo lengi sem þær<br />

ráða landi. 144<br />

Undir bréfið skrifuðu eigendur Grímsstaða, þau Sigurður Kristjánsson,<br />

Halldóra Sigurðardóttir, Kjartan Kristjánsson og Arnbjörn Kristjánsson. Landamerkin<br />

voru samþykkt af eigendum Hauksstaða í Vopnafirði, Vilmundi Helgasyni, Hólssels,<br />

Sigurði Þorsteinssyni, Víðirhóls, Ingólfi Kristjánssyni og Birni Sigvaldasyni og<br />

Grundarhóls, Jóni Sigtryggssyni.<br />

Grímsstaðir stóðu fyrr um 7 km suðaustur af núverandi býli. Um aldamótin<br />

1900 fóru þeir í eyði vegna uppblásturs og bærinn fluttur á rústir Nýjabæjar. 145<br />

142<br />

Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns XI. bindi. Kaupmannahöfn 1943, bls. 321-322.<br />

143<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 2 (2) a-b.<br />

144<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 2 (3).<br />

43

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!