17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Eigendur framangreinds lands, þau Kr. Kristjánsson, Helga Jónsdóttir og<br />

Kristín Eiríksdóttir (eigendur Víðirhóls) skrifuðu undir landamerkjabréfið. Það var<br />

samþykkt af S. S. Eiríkssyni, G. Eiríksdóttur og Jóni Björnssyni (líklega vegna<br />

Hafrafellstungu), Jóni Bjarnasyni (líklega vegna Fagradals og Nýhóls), Helga<br />

Guðlaugssyni (Hólsseli) og Bjarna Jónssyni (e.t.v. í Víðidal). 131<br />

Í landamerkjabréfi Hvannstaða er talað um „Kvannstaði“ og „og Mýrdalsgil“<br />

en ekki „Hvammstaði“ og „Mýrdalgil“ eins og í landamerkjabókinni. 132<br />

Eyðijörðin Hvannstaðir er talin með Víðirhóli í fasteignamati 1916-1918. Í<br />

kaflanum um Víðirhól í fasteignamatinu er að finna landamerkjalýsingu jarðarinnar. 133<br />

5.8. Grímsstaðir og Nýibær<br />

Grímsstaða á Fjöllum mun fyrst getið árið 1367 í Hítardalsbók, máldögum Oddgeirs<br />

Þorsteinsonar, Skálholtsbiskups, en þar segir:<br />

Christfienu a Grijmsstodum fylger xv ær ein kýr og hross. 134<br />

Ekki kemur fram um hvaða Grímsstaði er að ræða en þetta hljóta að vera<br />

Grímsstaðir á Fjöllum. Grímsstaða eða Kristfjárins er ekki getið í Vilchinsmáldögum.<br />

Samkvæmt vitnisburði frá árinu 1514 lágu Grímsstaðir á Fjalli undir<br />

Möðrudalskirkju. 135 Það er endurtekið í vitnisburði frá 1517 að Grímsstaðir liggi undir<br />

Möðrudalskirkju að öllum skyldum. 136<br />

Elsti hluti Sigurðarregisturs frá árinu 1525 (þ.e. kirknamáldagar, þegar Jón<br />

Arason tók við Hólastóli) telur meðal húsalausra eyðikota Hólastóls Grímsstaði á<br />

austuröræfum. Þessi eyðikot höfðu flest óbyggð verið um næstu 30 ár eða lengur. 137<br />

Jón Guðmundsson lýsir landamerkjum Möðrudals í vitnisburðarbréfi sínu frá<br />

6. desember 1532. Hann var barnfæddur að Möðrudal og bjó þar til 19 ára aldur en<br />

faðir hans séra Guðmundur Jónsson hélt staðinn í 26 ár. Um landamerkin segir Jón að:<br />

... sinn fader hefde hallded landeign Maudrudals stadar ad þeim læk sem<br />

fellur undan Sulundum ofan i Haulkná. sem rided er ofan i Vopnafiaurd. ok<br />

svo langt austur i heidina under þrivardna háls a Skioldolfstada veg. ok halft<br />

Seningarvatn. ok oll griotgardzvötn. ok framm a þrivardna fiallgard er stendur<br />

a hestleid. Bruarveg ok halfan Arnardal ad ollum giædum. ok atta hrossa<br />

göngu beit i Vegge ok Krokmel. ... Her med lyste hann. ad Skalholltzstadar<br />

eign hefde þa vered halldin halfer Grimstader a fialle. enn Maudrudalsstadar<br />

halfer. ok sinn fader hefde þar haft egg ok fugl. skog og gras. oc allar<br />

131<br />

Ályktanir varðandi þau, sem skrifa undir, eru byggðar á athugun á öðrum landamerkjabréfum og<br />

sóknarmannatölum Víðirhólsprestakalls frá þessum tíma.<br />

132<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 2 (144).<br />

133<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 2 (17).<br />

134<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 4 (42).<br />

135<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 4 (52).<br />

136<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 4 (53).<br />

137<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 4 (54).<br />

41

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!