17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

38<br />

Í fasteignamati N-Þingeyjarsýslu 1916-1918 er Víðirhóll með eyðijörðinni<br />

Hvannsstöðum talin ein jörð. Landamerkjalýsingin sem þar er skráð er nánast<br />

samhljóða þeirri frá 7. ágúst 1885. Í fasteignamatinu er reyndar talað um hól í<br />

Lækjum. Landrými er sagt mikið og gott. Fjallaland, móar, mýrar og melar.<br />

Sumarhagar eru góðir. 121<br />

Heimildir benda ekki til annars en að samfelld búseta hafi verið á Víðirhóli frá<br />

því að jarðarinnar er fyrst getið og þar til hún fór í eyði árið 1965. Í afsals- og<br />

veðmálabókum kemur fram að eftir gerð landamerkjabréfsins hefur jörðin framselst<br />

með hefðbundnum hætti og verið veðsett. Nú hafa verið byggð nokkur sumarhús á<br />

svæðinu.<br />

5.6.4. Fagridalur<br />

Fagridalur mun byggður í landi Hóls um 1860. Þar var búið samfellt frá 1861-1944.<br />

Þá var jörðin lögð undir Nýjahól. 122<br />

Árið 1876 fóru fram landaskipti milli Fagradals, Nýjahóls og Gamlahóls. Í<br />

greinargerð sem samin var vegna þessa stendur eftirfarandi:<br />

Þann 30 Júní 1876 fram fór að Hólseli á fjöllum þvílík landskipti millum<br />

jarðanna Fagradals, Nýjahóls og Hóls, sem hjer skal greyna að Fagridalur á<br />

land að austan fram með Víðirhólslandi sem eldri skjöl tiltaka - fram í hól í<br />

lækjum, að sunnan, þaðan [þaðan: bætt við ofan línu] utan við brúnku læk<br />

ofan í fagradalsá, og utan við hana í vörðu vestan við næsta skurð, vestan við<br />

brota veitu, og úr henni, beint í vörðu sunnaná ystuhæð, þaðan í vörðu siðst á<br />

vestustuhæð, og svo á Fagridalur alla laufreitu vestan við grjót útað<br />

Krókavötnum, en heiðarmerkin ráða að utan, eins og eldri skjöl greyna.<br />

Nýjihóll á land að austan fram með Víðirhóls landi að Grundarhóls landi, sem<br />

ræður að sunnan ofaná svonefnda stóruhæð, þaðan útí einstökutjörn, og þaðan<br />

í miðdegisvörðu, og þaðan í hólsurð, úr henni ofan við hólstún útí millubrot<br />

við læk sunnan og neðan við hólsflóa; úr því út og austur hróagarð þann er<br />

liggur þaðan í siðri langholts enda, og svo allt fyrir austan nefnt langholt, útað<br />

fagradalsá [útað fagradalsá: bætt við ofan línu] (að undanskyldu því<br />

engjastikki sem Grundarhóli er áður úthlutað) og ræður hún og brúnkulækur<br />

að norðan. Og laufengi á Nýihóll utan við fagradalsá, vestan við áður nefnda<br />

merki vörðu, vestan við brota veitu, allt að utan í lambhaganum suður fyrir<br />

stóraflata, og vestan við lambhagaskurð, eins og áður hefur verið brúkað frá<br />

Nýjahóli; og alla Þorgrímslæki útað fagradals merkjum<br />

Hóll á land vestan við áður nefnt langholt, að austan fram með nefndum<br />

Nýjahóls merkjum fram að Grundarhóls landi, sem ræður að sunnan, og<br />

120 Skjal <strong>nr</strong>. 4 (2).<br />

121 Skjal <strong>nr</strong>. 2 (17).<br />

122 Land og fólk, bls. 345.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!