17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Eftir sögn gamals manns, er lifði á Hólsfjöllum fram yfir 1900, er bærinn<br />

byggður 1835-1836 og er þá í kirkjubókum nefndur Víðihóll. En í jarðatali<br />

Johnsens er hann nefndur Fjallgarðssel, og virðist það benda til, að þar sem<br />

býlið var byggt hafi verið fornar seljarústir með þessu nafni. Víðihóll á stórt<br />

land, sem nær allt norður á landamerki hreppsins í Búrfellsheiði og austur á<br />

Haugsöræfi að landi Norður-Múlasýslu og auk þess langt suður fyrrir bæinn.<br />

... Í landinu eru 2 eyðibýli, Hvannstaðir í Búrfellsheiði og Þrælagerði sunnan<br />

við svo nefnt Viðarvatn, ... 114<br />

Stefán Þórarinsson segir í lýsingu Skinnastaðarsóknar árið 1839, að<br />

Fjallgarðssel sé nýlega byggt, meinist að vera gömul selstaða frá Hóli. Jafnframt talar<br />

hann um Víðirhól sem mun vera sama jörð. 115<br />

Landareign Hóls, Víðirhóls og Hólssels var skipt árið 1848. Nánar er fjallað<br />

um þetta mál í kaflanum um Hól á Fjalli/Nýjahól.<br />

Í landamerkjabréfi afréttarlands Hólsfjalla frá 1890 er vitnað í landamerkjabréf<br />

Víðirhóls frá 1848. Það bréf hefur ekki fundist. 116<br />

Skrifað var undir landamerkjabréf jarðarinnar Víðirhóls 7. ágúst 1885. Skjalið<br />

var þinglesið 31. maí 1886:<br />

Að austan ræður bein stefna úr Hrafnaklettum í háa fjallgarðinn fyrir ofan<br />

Krubbana, þaðan bein stefna út fyrir ofan Bunguvatnsmýrar að Langamúla.<br />

Að utan ræður bein stefna þvert vestur fyrir utan Ytri-Fagradal. Að vestan<br />

ræður bein stefna fram mitt Fagradals engi, þaðan bein stefna fram fyrir ofan<br />

Fremri-Fagradal í Hól í Lækjum, þaðan bein stefna í Eystri-Fossdalsbrún, þá<br />

bein stefna í mitt Viðarvatnsvik, þaðan beint í há Álftatjarnarás, og ræður þá<br />

Ytri-Vatnsleysa að sunnan í Hrafnakletta.<br />

Jörðin á að tilltölu í óskiftu heiðarlandi Fjallajarða. 117<br />

Undir bréfið skrifaði Fr. Guðmundsson. Það var samþykkt af eigendum<br />

Víðirhóls, Jóni Árnasyni og Kr. Kristjánssyni, Grundarhóls, J. Sigurðssyni, Nýjahóls,<br />

Birni Kristjánssyni og K. Guðmundssyni, Fagradals, J. Bjarnasyni og Grímsstaða, S.<br />

Magnússyni.<br />

Jarðatal Johnsens getur Fjallgarðssels, hjáleigu frá Hóli. 118<br />

Víðirhóll er 2 hundruð að dýrleika samkvæmt jarðamatinu frá 1849. Þar kemur<br />

einnig fram að útheyskapur sé allmikill, en fremur langsóttur. Landrými jarðarinnar er<br />

mjög gott og landsvæðið er afar gott fyrir allan pening. 119<br />

Ný jarðabók 1861 talar um Víðirhól sem sérmetið býli, áður 2 hundruð, nýtt<br />

mat 14,4 hundruð. 120<br />

114<br />

Ritsafn Þingeyinga II. Lýsing Þingeyjarsýslu II. Norður-Þingeyjarsýsla, bls. 63-64.<br />

115<br />

Þingeyjarsýslur. Sýslu- og sóknarlýsingar, bls. 229.<br />

116<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 2 (6).<br />

117<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 2 (1).<br />

118<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 4 (1).<br />

119<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 2 (38).<br />

37

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!