17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

28<br />

Í bréfi sem Jón Jónsson, elsti, á Snartarstöðum sendi Eiríki Sigvaldasyni í<br />

Hafrafellstungu 17. september 1845 kom fram að Jón minntist þess að fyrrum eigandi<br />

Hafrafellstungu, Hrólfur Runólfsson, hefði leyft Austursandsbændum og þeim íbúum<br />

í Öxarfjarðarhreppi sem þess óskuðu, að nýta Búrfellsheiði til fjallagrasatekju gegn<br />

gjaldi. Í bréfinu kemur fram um hvaða landsvæði var að ræða:<br />

Heidinn var TakMarkalaust brúkud frá Djúpárbotnum austur, geingt sunnann<br />

verdum Svalbardsnúpum i milli SandAar og vestur Fjallgardsins, sudur undir<br />

Hólsminni - 74<br />

Hinn 28. mars 1885 skráði presturinn á Svalbarði, Guttormur Vigfússon, niður<br />

lýsingu á landamerkjum jarðarinnar:<br />

Samkvæmt eignarskjölum Svalbarðskirkju á hún tunguna milli Svalbarðsár<br />

og Sandár fram til Dettifossár, sem rennur austur úr Búrfelli sunnanverðu og í<br />

Sandá; en frá upptökum Dettifossár liggur eitt mýrarsund vestur til<br />

Svalbarðsárupptaka, og eru það sögð landamerki að landeign kirkjunnar á þá<br />

síðu sem til heiðar veit.<br />

Stuttu síðar, nánar tiltekið 8. maí 1885, sendi Guttormur Sigvalda Jónssyni,<br />

einum eiganda Hafrafellstungu, landamerkjaskrána til samþykktar eða synjunar. Í<br />

bréfinu sem fylgdi með skránni kom fram að hinir tveir eigendur jarðarinnar,<br />

bræðurnir Björn í Skógum og Sigurður í Ærlækjarseli, væru þegar búnir að samþykkja<br />

landamerkjaskrána.<br />

Sigvaldi sendi svarbréf til Guttorms 19. maí 1885. Í því kom fram að hann<br />

samþykkti ekki landamerkjaskrána. Neitun sína byggði hann á tveimur þáttum. Annar<br />

var sá að samkvæmt landamerkjaskránni flyttist talsvert heiðarland frá<br />

[Hafrafells]tungu. Þetta heiðarland taldi Sigvaldi að gömul skjöl, sem hann hefði<br />

undir höndum, sýndu að hefði verið ágreiningslaust í eigu Hafrafellstungu um langan<br />

aldur. Seinni þátturinn var sá að Sigvaldi átti von á því að fá afrit af máldaga<br />

Hafrafellstungu þá um sumarið. 75 Síðar samþykktu eigendur Hafrafellstungu<br />

landamerki Svalbarðskirkjulands. 76<br />

Landamerki Hafrafellstungu voru skráð 20. janúar 1888. Þau voru þinglesin<br />

29. júní sama ár:<br />

Að norðan úr svokölluðum Lækjardalsfossum, ræður Gilsbakkaáin [skrifað<br />

Gislbakkaáin] með Lækjardals og Gilsbakkalöndum í svokallaðan Bug hvar<br />

hin svonefnda þverlaut liggur að ánni. Siðan uppúr henni syðst beint á<br />

Fjórðungshól, þaðan í þverfell á hlið við Sandfellshaga land og með því í<br />

vörðu þá er stendur á Langa ás. Að austan á hlið með Svalbarðskirkjulandi<br />

ræður Langásin til syðri enda hans, þaðan beina stefnu í ós þann er liggur úr<br />

norðausturhorni Stórabúrfellsvatns, þaðan beina línu í hásuður yfir vatnið<br />

74 Skjal <strong>nr</strong>. 2 (71) a-b.<br />

75 Skjal <strong>nr</strong>. 2 (74). Sjá einnig skjal <strong>nr</strong>. 2 (73).<br />

76 Skjal <strong>nr</strong>. 2 (123).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!