17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Enn á ný var lesin upp lögfesta fyrir Hafrafellstungu fyrir manntalsþingsrétti<br />

að Skinnastöað 29. júní 1824. Inntaks er að engu getið. 69<br />

Undir lok þriðja áratugar 19. aldar, nánar tiltekið 27. júní 1829, sömdu E., G.<br />

og Guðmundur Sigvaldasynir nýja lögfestu fyrir Hafrafellstungu. Sú lögfesta er<br />

nánast samhljóða þeirri sem var útbúin árið 1752. Lögfestan var þinglesin á<br />

manntalsþinginu á Skinnastað sama dag og hún var útbúin. 70<br />

Hinn 25. júlí 1831 var haldin áreið á það land Skinnastaðarkirkju sem var fram<br />

til heiðar upp til móts við Hól á Fjalli, að beiðni prestsins á Skinnastað vegna þess að<br />

óljóst var hvar svokallað Gil væri og vegna þess að bændur á Austara- og<br />

Vestaralandi höfðu nýtt sér land fram að svonefndum Grjótskurði sem lá milli Syðriog<br />

Ytri Álftaflata.<br />

Niðurstaða áreiðarmannanna, þar sem vikið er að mörkum móti<br />

Hafrafellstungu, var sú að:<br />

Fyrir sunnan og vestan nefnt Gil [Beitivallagil] álítum vér ad Skinnastada<br />

Kyrkja egi þad umtalada Land, ad undanteknum Beitivollum, eda þeim<br />

Heyskap miklum eda litlum sem hafdur kynni vera i Gilskjaptinum; Þar fyrir<br />

nordan og austan Gilid á Jördin Austaraland Land sudur med Hafrafellstúngu<br />

Landi allt framm i Reid.<br />

Enn sá litli Grasflötur, Biskupstjaldstædi, kémur þá til ad tilheyra Skinnastada<br />

Kyrkju.71<br />

Hinn 18. júlí 1831 var fyrir manntalsþingsrétti á Svalbarði lesið upp bann<br />

bræðranna Eiríks hreppstjóra og Guðmundar Sigurðarsona, sem eigenda og ábúenda<br />

Hafrafellstungu, gegn álftveiði í tilteknum takmörkum á Búrfellsheiði. Takmörkin eru<br />

ekki tilgreind en bann þeirra bræðra var einnig lesið upp fyrir manntalsþingsrétti á<br />

Skinnastaðarþingi 12. júlí og á Presthólum 14. júlí sama ár.72<br />

Í sóknarlýsingu Skinnastaðarsóknar frá árinu 1839 er Búrfellsheiði talin til<br />

Hafrafellstungu. Þar segir m.a.:<br />

Í henni er haglendi gott með vötnum, mýrum, flóum og tjörnum. Á miðri<br />

heiðinni stendur einstakt fjall, sem kallað er Búrfell, með haglendi umhverfis<br />

að neðan. Utan undir fellinu eru tvö silungavötn, kölluð Búrfellsvötn, sem<br />

stundaður var veiðiskapur í framan af sumrum frá Hafrafellstungu allt undir<br />

þetta, og í heiðinni fram yfir aldamótin frægasta grasatekja, sem flestar<br />

nálægar sveitir sótt grös í, nú fyrir mörgum árum að öllu leyti gjöreydd af<br />

hreindýrum og uppblásin. 73<br />

69 Skjal <strong>nr</strong>. 2 (47).<br />

70 Skjal <strong>nr</strong>. 2 (72) a-b.<br />

71 Skjal <strong>nr</strong>. 2 (41) a-b.<br />

72 Skjal <strong>nr</strong>. 2 (48).<br />

73 Þingeyjarsýslur. Sýslu- og sóknalýsingar, bls. 232.<br />

27

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!