17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Bærinn í Sandfellshaga stendur við Öxarfjarðarheiði og byrja<br />

heiðarbrekkurnar rétt ofan við bæinn. Land jarðarinnar takmarkast á 3 hliðar<br />

af jörðunum: Þverá að norðan, Klifshaga að vestan og að sunnan af landi<br />

eyðijarðanna Leifsstaða og Skeggjastaða (eyðijarðar frá Klifshaga). Frá suðri<br />

til norðurs er breidd Sandfellshagalands um 6-700 faðmar þar sem bærinn<br />

stendur; frá honum og vestur að Klifshagalandamerkjum eru rúmir 200<br />

faðmar, en austur til heiðarinnar nær þessi landtunga, er jörðinni fylgir, um<br />

2½ mílu; er hún nokkuð breiðari á parti en mjókkar aftur er austur dregur.<br />

Hefir því jörðin mjög lítið land til beitar að vetrarlagi .... Ábúandi jarðarinnar<br />

þarf því að kaupa beit að. ...<br />

Lítið engi er í landi jarðarinnar. Það sem helst má nefna er engjablettur á<br />

heiðinni, austur við landamerki sem mætti fá um 40 hesta af annaðhvort ár ...<br />

Líka hefur ábúandinn getað slegið fáeina hesta ... í heiðarhöllunum ... 49<br />

Hinn 15. október 1908 keypti ábúandi Sandfellshaga, Björn Jónsson,<br />

ábýlisjörð sína af yfirvöldum. Í kaupsamningnum kemur fram að undanskildir sölunni<br />

séu námar sem fundist hafa eða kunna að finnast á jörðinni. 50<br />

Samkvæmt jarðamatinu 1804 er dýrleiki Munkaþverárklaustursjarðarinnar<br />

Sandfellshaga 15 hundruð. 51<br />

Jarðamat 1849 segir útheyskap reitingslegan, landrými mikið og heiðarland<br />

mikið en uppblásið. Skilríki eigna Klifshaga tveggja mánaða selstöðu í landareigninni,<br />

í svokölluðu Mýrarseli. 52<br />

Í fasteignamati N-Þingeyjarsýslu 1916-1918 er að finna landamerkjalýsingu<br />

Sandfellshaga. Hún er nánast samhljóða þeirri sem samin var 16. janúar 1883. Í<br />

fasteignamatinu er reyndar talað um vörðuna í Langás í Djúpá. Lýsingunni í<br />

fasteignamatinu lýkur á þessum orðum:<br />

Að norðan úr vörðunni við Ormarsá og beina línu vestur í Kálfhól og þaðan í<br />

Vörðuhól, og síðan í Sandskarðið á jarðbakkanum utan við bæinn. Að vestan<br />

eftir Jarðbakkanum í Skeggjastaðaárkrók .53<br />

Í fasteignamatinu kemur einnig fram að Sandfellshagi hafi töluvert landrými.<br />

Landið sé mjótt að neðan en breiðast austur til heiðarinnar. Móa- og fjallaland.<br />

Afréttarland tilheyri jörðinni.<br />

Árið 1999 voru tveir menn sýknaðir í Hæstarétti af ákæru fyrir rjúpnaveiðar í<br />

landi jarðarinnar Sandfellshaga. Vísað var til þess að engum gögnum hafi verið til að<br />

dreifa um að landið hefði verið numið í öndverðu eða hvernig það hefði síðar orðið<br />

49 Skjal <strong>nr</strong>. 2 (107).<br />

50 Skjal <strong>nr</strong>. 2 (107).<br />

51 Skjal <strong>nr</strong>. 2 (58) a-b.<br />

52 Skjal <strong>nr</strong>. 2 (38).<br />

53 Skjal <strong>nr</strong>. 2 (17).<br />

23

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!