17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Hinn 14. janúar 1846 sömdu eigendur jarðanna Þverár og Sandfellshaga um<br />

merki sín í milli. Skyldi Þverá eiga ¾ Gæsavatnsflóa en Sandfellshagi fjórðung.<br />

Þessum samningi var þinglýst 14. maí 1847. Hann var staðfestur af prófastinum á<br />

Eyjardalsá og amtinu. 34<br />

Landamerki Þverár voru þinglesin 7. júní 1889, svofelld:<br />

Að sunnan úr Merkidal beina stefnu í Vörðuhól, þaðan beina stefnu í vörðu á<br />

Kálfhól, þaðan beina stefnu í vörðu utan á hrauntanganum við Ormarsá þar<br />

sem Axarfjarðarheiðar vegurinn liggur ofan í ána, þaðan beina <br />

vestur í miðjan austari Kálfhól, þaðan beina stefnu utan við ytra Þverahorn<br />

[e.t.v. á að standa hér Þverárhorn] þaðan beina stefnu í mitt Merkigil þaðan<br />

beina stefnu í vörðu á austari Brunnárbakka.<br />

Land fyrir vestan Brunná eftir gömlum Kalfskinnsmáldaga nfl. beina stefnu<br />

vestur af Merkidal vestur í afgamlan farveg eða laut er liggur útúr Hornskurði<br />

þar sem hann beygir í austur og allt útí Brunná beint á mots við Merkigil. 35<br />

Ingibjörg Nikulásdóttir skrifaði undir landamerkjabréfið. Merkin voru<br />

samþykkt af Stephan Stephensen umboðsmanni vegna Núps og Sandfellshaga,<br />

Kristjáni Árnasyni vegna Klifshaga, Þorleifi Jónssyni vegna Skinnastaðar og Jóni<br />

Sigurðssyni vegna Arnarstaða.<br />

Virði sjálfseignarjarðarinnar Þverár er 12 hundruð samkvæmt jarðamatinu<br />

1804. Jörðin getur nýtt skóg.36<br />

Jarðamat 1849 segir beitiland gott sumar og vetur og landrými í betra lagi.37<br />

Í kaflanum um Þverá í fasteignamati N-Þingeyjarsýslu 1916-1918 stendur að<br />

landamerkjabréf vanti fyrir jörðina. Hún hafi mikið landrými og góða sumarhaga fyrir<br />

fé.38<br />

Heimildir benda ekki til annars en að samfelld búseta hafi verið á Þverá frá því<br />

að jarðarinnar er fyrst getið. Í afsals- og veðmálabókum kemur fram að eftir gerð<br />

landamerkjabréfsins hefur jörðin framselst með hefðbundnum hætti og verið veðsett.<br />

5.4. Sandfellshagi<br />

Í Lýsingu Þingeyjarsýslu (1959) segir um Sandfellshaga, að heiðarland sé mikið og<br />

gott, útengi ekkert í heimahögum. Heyjað hafi verið oft á Mýrarseli fram á síðustu<br />

ár. 39<br />

Sandfellshagi, „með öllum þeim gögnum og gæðum sem greindir jörðu fylgir<br />

og fylgt hefir að fornu og nýju“, var seldur Munkaþverárklaustri 13. júní 1469. 40<br />

34 Skjal <strong>nr</strong>. 2 (50) a-b.<br />

35 Skjal <strong>nr</strong>. 2 (12) a-b .<br />

36 Skjal <strong>nr</strong>. 2 (58) a-b.<br />

37 Skjal <strong>nr</strong>. 2 (38).<br />

38 Skjal <strong>nr</strong>. 2 (17).<br />

39 Ritsafn Þingeyinga II. Lýsing Þingeyjarsýslu II. Norður-Þingeyjarsýsla, bls. 92.<br />

19

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!