17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

18<br />

Í Arnarstaðalandi eiga Valþjófsstaðir og Einarsstaðir hestagöngu fyrir gripi<br />

undir Kálfafjöllum ... 25<br />

Undir bréfið skrifuðu Halldór Ingimundarson (Valþjófsstöðum), Hólmfríður<br />

Jónsdóttir (Brekku), Halldór Sigurðsson (síðar á Valþjófsstöðum, áður á<br />

Einarsstöðum) og Kristján Sigurðsson (Valþjófsstöðum). 26<br />

Það var samþykkt af eiganda Arnarstaða og umboðsmanni<br />

Munkaþverárklausturs vegna Efrihóla.<br />

Hinn 30. maí árið 2003 var kveðinn upp eignardómur í Héraðsdómi<br />

Norðurlands eystra í málinu <strong>nr</strong>. E-283/2003. Í dómsorði segir svo: „Viðurkenndur er<br />

eignarréttur Braga Stefánssonar [...] að jörðinni Hrauntanga í Öxarfjarðarhreppi [...]<br />

áamt öllum þeim gögnum og gæðum sem jörðinni fylgja og fylgja ber.“ 27<br />

5.3. Þverá<br />

Þverá „með öllum þeim gögnum og gæðum“ sem jörðinni hafa fylgt „að fornu og<br />

nýju með töðum, engjum og skógum, veiðum“ var seld í makaskiptum ásamt<br />

Hafrafellstungu og Klifshaga í Öxarfirði 8. apríl 1414. 28<br />

Vitnisburður um landamerki Þverár í Öxarfirði er til frá árinu 1547, að talið<br />

er. 29 Þar er hinsvegar fjallað um land utan kröfusvæðis ríkisins og er vitnisburðinum<br />

því sleppt hér. Sama er að segja um vitnisburð um landeign Þverár í Öxarfirði frá<br />

árinu 1548. 30<br />

Á manntalsþingi að Skinnastað í Öxarfirði 11. júlí 1799 var upplesin lögfesta<br />

ónefnds prests fyrir jörðu hans Þverá í Öxarfirði. Efni lögfestunnar er ekki þekkt en<br />

séra Þorsteinn Jónsson á Skinnastað mótmælti henni:<br />

... ad því leiti sem hún á seilest Kyrkjunnar Land á Skinnastodum fyrer<br />

nedann Brunná. 31<br />

Jarðabók Árna og Páls segir árið 1712 dýrleikann vera 20 hundruð, útigang í<br />

betra lagi og úthagana bjarglega. 32<br />

Áreiðargerð á landamerki Þverár og Sandfellshaga var farin 14. júlí 1845. 33<br />

Nánar er sagt frá áreiðinni í kaflanum um Sandfellshaga hér á eftir.<br />

25<br />

Yfir þessa síðustu málsgrein hefur verið strikað og úti á blaðjaðri segir: „Engu af þessum ítökum var<br />

lýst samkvæmt áskorun 20. 5. 1953. Eru þau því niður fallin. Jóhann Skaptason.“ Skjal <strong>nr</strong>. 2 (16).<br />

26<br />

Heimilisföng eru tekin eftir sóknarmannatali Presthólasóknar (Skjalasöfn presta og prófasta:<br />

Presthólar BC/3) og úr bókinni Land og fólk, bls. 421, 423, 427 og 437.<br />

27<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 5 (8).<br />

28<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 4 (45).<br />

29<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 4 (55).<br />

30<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 4 (56).<br />

31<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 2 (45). Leiðrétt skrifaravilla bendir til þess að hinn ónefndi prestur hafi verið séra Vigfús<br />

Björnsson í Garði.<br />

32<br />

Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns XI. bindi, bls. 318-319.<br />

33<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 2 (49) a-b.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!