17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Samkvæmt jarðamatinu 1804 er virði sjálfseignarjarðarinnar Arnarstaða 12<br />

hundruð. Heimilisfólk leyfir öðrum að tína fjallagrös gegn greiðslu. 21<br />

Jarðamat 1849 segir landrými mikið fyrir sauðfénað og að heimilisfólk geti<br />

nýtt sér fjallagrasatekju. Jörðin hefur heiðarland til „afréttar“ fyrir nokkurn geldfénað<br />

en fénaðargeymsla jarðarinnar er örðug. 22<br />

Í fasteignamati N-Þingeyjarsýslu frá 1916-1918 er að finna lýsingu á<br />

landamerkjum Arnarstaða. Þessi lýsing er nánast samhljóða þeirri sem var útbúin 12.<br />

ágúst 1887 ef undan er skilið upphaf lýsingarinnar. Í fasteignamatinu stendur:<br />

Að sunnan: Úr Naustárfossi ræður áin að Grafargerðishnútu, þaðan beina<br />

stefnu sunnan í Fiskhól, síðan í vörðu á Núpabrún sunnan við Lambhúshóla,<br />

þaðan í syðri endann á Tóugili, síðan í syðsta Þríhyrning ... 23<br />

Í fasteignamatinu 1916-1918 kemur einnig fram að Valþjófsstaðir eigi<br />

hestagöngu undir Kálfafjöllum í Arnarstaðalandi og að Arnarstaðir eigi mikið og gott<br />

heiðarland. Auk þess kemur þar fram að ágangur sé af afréttarfé og að Arnarstaðir<br />

hafi góða sumarhaga. Þar stendur líka að í landi jarðarinnar sé nýbýlið Hrauntangi.<br />

Sérkafli er um þetta nýbýli í fasteignamatinu. Í honum kemur fram að landið sé óskipt<br />

og að býlið sé langt til heiðar. Sumarhagar býlisins eru ágætir en jörðin verður fyrir<br />

ágangi af afréttarfé.<br />

Landamerkjabréf fyrir Daðastaði og Þjófsstaði var útbúið 6. ágúst 1887. Það<br />

var þinglesið 6. júní 1889. Þar stendur m.a.:<br />

Að utan: Úr Naustárfossi í Grafagerðishnútu, þaðan beina stefnu sunnan í<br />

Fiskhól, þaðan í vörðu á Núpabrúnum suður og upp af Lambhúshólum, svo<br />

sömu stefnu í syðri Tóugilsenda, enn sömu stefnu í syðsta Þríhyrning og<br />

síðast í fyrr nefndann Kálfhól. 24<br />

Þ. Þorsteinsson fulltrúi skrifaði undir bréfið. J. Rafnsson vegna eiganda, Jóns<br />

Sigurðssonar. Landamerkjalýsingin var samin í umboði fulltrúa Munkaþverárklausturs,<br />

sem samþykkti hana vegna Núps.<br />

Skrifað var undir landamerkjabréf Valþjófsstaða og Einarsstaða 7. apríl 1894.<br />

Bréfinu var þinglýst 16. maí 1895:<br />

Á milli téðra jarða og Arnastaða eru merkin við sjó. - Úr bjargi rétt við<br />

Naustá, þaðan í vörðu utantil á Kjalarsás, þá í Stórhól, síðan í vörðu á<br />

hálsbrún og í Skottuþúfu.<br />

...<br />

21 Skjal <strong>nr</strong>. 2 (59) a-b.<br />

22 Skjal <strong>nr</strong>. 2 (38).<br />

23 Skjal <strong>nr</strong>. 2 (17).<br />

24 Skjal <strong>nr</strong>. 2 (14) a-b.<br />

17

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!