17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

16<br />

Hinn 27. október 1832 var haldinn sáttafund-ur á Presthólum til þess að reyna<br />

að leysa úr landaþrætu bændanna á Arnarstöðum og Daðastöðum, þeirra Björns<br />

Eiríkssonar og Magnúsar Helgasonar. Þetta tókst og var niðurstaðan sú að bóndinn á<br />

Daðastöðum lofaði að beita hvorki né slá á landi sem tilheyrði Arnarstöðum. Í<br />

sáttagerðinni er síðan nefnt að Magnús hafi lofað að nýta ekki hin umdeildu<br />

landsvæði Árdalsflöt og Þverfellsbotna. Á móti kom að Björn hugðist leyfa<br />

bændunum á Daðastöðum og Þjófsstöðum að slá þar um sumarið. Einnig lofaði hann<br />

að selja Magnúsi hey. 16<br />

Vikið er að mörkum Arnarstaða og Sandfellshaga, og er örnefnið Hrauntangi<br />

nefnt, í áreiðargörð sem farin var 1845 á landamerki Þverár og Sandfellshaga. 17 Um<br />

þetta er fjallað í kaflanum um Sandfellshaga.<br />

Landamerkjabréf fyrir Arnarstaði var útbúið 12. ágúst 1887. Því var þinglýst<br />

6. júní 1889:<br />

Að sunnan: Úr Naustarfossi, ræður áin að Grafargerðishnútu, þaðan<br />

beinastefnu sunnan í Fiskhól síðan í vörðu á Núpabrún sunnan við<br />

Lambhúshóla, þaðan í suðurendan á Núpabrún sunnanvið Lambhúshóla,<br />

þaðan í syðri endan á Tóugili, svo í syðsta Þríhyrning þaðan í Kalfhól, síðan í<br />

hraunnef, sem næst er utanvið Mýrarsel.<br />

Að utan: Úr bjarginu rétt við Naustá, þaðan í vörðu utan til á Kjalarás, þaðan í<br />

Stórhól, síðan í vörðu á Hálsabrún svo í Skottuþúfu þaðan beina stefnu í<br />

hraunnef, sem er næst fyrir norðan Arnarstaðavatn, þaðan eftir sömu línu til<br />

Ormarsár, sem ræður á austurkant landa merkjum til áður umgetins hraunnefs<br />

fyrir utan Mýrarsel. Hestagöngu undir Kalfafjöllum í Arnarstaðalandi eiga<br />

Valþjófsstaðir fyrir sína gripi. 18<br />

Undir bréfið skrifaði Jón Sigurðsson. Landamerkin voru samþykkt af<br />

eigendum Einarsstaða og Valþjófsstaða, K. Benjamínsdóttur, Jóni Jónssyni, S.<br />

Rafnssyni og J. Rafnssyni, og umboðsmanni Munkaþverárklausturs, Stephan<br />

Stephensen, vegna Efrihóla og Daðastaða ásamt Þjófsstöðum. Einnig Þ. Þorsteinsson<br />

fullmektugur umboðsins.<br />

Hrauntangi er í Arnarstaðalandi á ystu nöf Rauðhólahrauns syðst, skammt<br />

norðan og austan þjóðvegar um Öxarfjarðarheiði. Þar var búið 1861-1887 og 1910-<br />

1943. 19<br />

Arnarhóll var nýbýli úr Arnarstaðajörðinni með skiptu ræktunarlandi en<br />

óskiptu beitarlandi. Þar var búið 1930-1979. 20<br />

16<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 2 (61) a-b.<br />

17<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 2 (49).<br />

18<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 2 (15) a-b.<br />

19<br />

Land og fólk, bls. 426. Ritsafn Þingeyinga II. Lýsing Þingeyjarsýslu II. Norður-Þingeyjarsýsla, bls.<br />

108.<br />

20<br />

Land og fólk, bls. 418-419.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!