17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

hraun, sem talsverð beitarafnot má hafa af, en samfellt gróðurlendi er til<br />

norðurs, víðast hvar votlent. Hin býlin í þessu hverfi voru Hrauntangi, sem<br />

tilheyrði Presthólahreppi og lengst var í byggð, og Melur, sem tilheyrði<br />

Skinnastaðahreppi. 9<br />

Jón Vilhjálmsson Hólabiskup skipaði Arnarstaði og Valþjófsstaði í Núpasveit<br />

ævinlega eign Hóladómkirkju og Hólastaðar 25. október 1430. 10<br />

Á manntalsþingi að Presthólum 25. júní 1709 las Þórarinn Einarsson upp<br />

lögfestu fyrir hálfri jörðinni Arnarstöðum og var skrifað upp á hana fyrir réttinum.<br />

Inntak lögfestunnar vantar. 11 Annað manntalsþing var haldið á Presthólum 3. maí<br />

1736. Þar var lesin upp ný lögfesta fyrir jörðinni Arnarstöðum. Hún hljóðaði svo:<br />

Hvar Jnne hann lögfester Nefndrar Jardar Tödur og Eingiar og Land allt til<br />

þeirra UmmMerkia, Mótz vid Efrehola Grasaheide, Selför vid Ormarsá austur<br />

j Mýraselzbotna umm Kalfafiöll og Griótfiöll Land, Sem Sama Lögfesta med<br />

Sier færer, med vydara, Hver upplesenn var og uppáskrifud.12<br />

Jarðabók Árna og Páls (árið 1712) segir dýrleikann 15 hundruð, útigang í betra<br />

lagi, hestagöngu í meðallagi. Einnig:<br />

Grasatekja í betra lagi, brúkast af þessrar sveitar búendum öðru hvörju eftir<br />

leyfi landsdrottins fyrir óákveðinn góðvilja. Hvannatekja og rótagröftur í<br />

betra lagi, brúkast lítt nú, hefur áður brúkast í harðindum. ...<br />

Engjar öngvar, nema það lítið sem henda má úr úthögum. Úthagarnir eru<br />

góðir og miklir, en liggja sumir í fjarska til heiðarinnar, og hefur ábúandi<br />

stundum fengið nokkurn góðvilja fyrir beit af nágrönnum, eður nokkurn<br />

heyskap í því nafni á Daðastöðum. 13<br />

Valþjófsstaðir áttu selför í Kálfafjöllum í Arnarstaðalandi samkvæmt<br />

Jarðabókinni. 14<br />

Á sáttafundi sem haldinn var í Presthólum 27. apríl 1818 leystist deila milli<br />

bændanna Guðmundar Bjarnasonar á Arnarstöðum og Guðlaugs Ásmundssonar á<br />

Daðastöðum. Sáttin fólst í því að:<br />

... nefndur Gudmundur mætte hafa Kú sina a so kalladre Dadastada Míre á<br />

samt þeira Kúm, nefnelega Gudlaugs og Eireks, hvar i mót Gudmundur lofar<br />

Gudlaugi Grasaheide frí, a medan hann se þar, og þar til frikénner Gudlaugur<br />

Gudmund, og skilia so gódmannlega sátter og sammála... 15<br />

9<br />

Eiríkur Þormóðsson, Þróun byggðar í Svalbarðshreppi í Þistilfirði. Reykjavík 1970, bls. 61.<br />

10<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 4 (46).<br />

11<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 2 (52). Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns sem gerð var 30. júlí - 1. ágúst 1712<br />

fyrir Presthólahrepp kemur fram að Þórarinn Einarsson átti hálfa Arnarstaði á móti bróður sínum<br />

Þorvaldi, sbr. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns XI, Kaupmannahöfn, 1943, bls. 326.<br />

12<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 2 (53).<br />

13<br />

Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns XI. bindi, bls. 326-327.<br />

14<br />

Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns XI. bindi, bls. 328.<br />

15<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 2 (60) a-b.<br />

15

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!