17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

14<br />

5. SAGA JARÐA OG ANNARRA LANDSVÆÐA<br />

Hér verður í fyrstu greint frá elstu ritheimildum um landnám á því svæði sem til<br />

umfjöllunar er. Því næst verða raktar heimildir um landsvæði þau sem þjóðlendukrafa<br />

íslenska ríkisins í máli þessu nær til, að því leyti sem þær varða afmörkun,<br />

eignarréttindi og nýtingu. Fyrrnefndar upplýsingar fylgja að mestu efnisþáttum og<br />

síðan tímaröð. Loks er gerð grein fyrir afréttum og afréttarnotum á svæðinu almennt. 4<br />

5.1. Landnám<br />

Sturlubók og Hauksbók Landnámu eru nær samhljóða um landnám í Öxarfirði. Þær<br />

nefna landnámsmanninn Einar Þorgeirsson klaufa, dótturson Torf-Einars jarls í<br />

Orkneyjum; fór Einar til Orkneyja, en frændur hans vildu ekki taka við frændsemi<br />

hans:<br />

Þá kaupir Einarr í skipi með bræðrum tveimr, Vestmanni ok Vémundi; þeir<br />

fóru til Íslands ok sigldu fyrir norðan landit ok vestr um Sléttu í fjörðinn. Þeir<br />

settu öxi í Reistargnúp ok kölluðu því Öxarfjörð; þeir settu örn upp fyrir<br />

vestan ok kölluðu þar Arnarþúfu, en í þriðja stað settu þeir kross; þar nefndu<br />

þeir Krossás. Svá helguðu þeir sér allan Öxarfjörð. 5<br />

Í Þórðarbók/Melabók Landnámu er síðasta setningin nokkuð á annan veg:<br />

Svá helguðu þeir sér land fyrir austan Jökulsá; þá höfðu þeir numit allan<br />

Öxarfjörð. 6<br />

Örnefnin Arnarþúfa og Krossás þekkjast nú ekki en talið að Reistargnúpur sé<br />

sennilega Snartarstaðanúpur .7<br />

5.2. Arnarstaðir, Arnarhóll og Hrauntangi<br />

Í Lýsingu Þingeyjarsýslu segir m.a. um Arnarstaði og Arnarhól, sem áttu sameiginlegt<br />

land annað en tún og engi:<br />

Engjablettir eru til og frá um landið, austur við Ormarsá, í Grófunum, við<br />

Kálfafjöll, Grjótfjöll og víðar, og var hér áður oft heyjað á síðastnefndu tveim<br />

stöðum, en heyið oftast sett þar saman og ekið heim á vetrum. 8<br />

Í ritgerðinni Þróun byggðar í Svalbarðshreppi segir Eiríkur Þormóðsson:<br />

Heiðarmúli, oftast aðeins nefndur Múli, var vestan fjallgarðs syðst á<br />

Seljaheiði. Var Heiðarmúli einn í hverfi þriggja býla, sem voru í allstórum<br />

mýrarfláka, en til austurs og suðurs er sandur og melar, til vesturs allvel gróið<br />

4<br />

Þessi kafli er byggður á greinargerð Þjóðskjalasafns Íslands, sbr. skjal <strong>nr</strong>. 16. Þó hefur verið felld út<br />

eða stytt umfjöllun um heimildir sem ekki þykja hafa þýðingu fyrir úrlausn málsins.<br />

5<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 4 (65), bls. 284-285.<br />

6<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 4 (65), bls. 285 neðan máls.<br />

7<br />

Skjal <strong>nr</strong>. 4 (65), bls. 285 neðan máls.<br />

8<br />

Ritsafn Þingeyinga II. Lýsing Þingeyjarsýslu II. Norður-Þingeyjarsýsla, bls. 107.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!