17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

4.3. Vettvangsferð<br />

Haldið var af stað í vettvangsferð frá Hótel Reynihlíð að morgni mánudagsins 3. júlí<br />

2006. Veður var bjart og skyggni gott. Mættir voru lögmenn málsaðila auk<br />

óbyggðanefndar og starfsmanna nefndarinnar. Þá var með í för Hjörleifur<br />

Guttormsson náttúrufræðingur.<br />

Ekið var sem leið lá í átt að Grímsstöðum á Fjöllum þar sem fyrirhugað var að<br />

hitta fyrir staðkunnuga heimamenn. Hjörleifur Guttormsson sá um leiðsögn á leið yfir<br />

Námaskarð inn að Hólsfjöllum. Við Grímsstaði á Fjöllum var staðnæmst og upp í<br />

bifreiðina stigu Karl Sigurður Björnsson, Hafrafellstungu, Gunnlaugur Ólafsson,<br />

Víðirhóli, Björn Víkingur Björnsson, Sandfellshaga og Bragi Benediktsson,<br />

Grímsstöðum. Einnig var með í för á jeppabifreið Kjartan Einarsson, Víðirhóli. Þá var<br />

ekið sem leið lá austur fjallaslóða í átt að Haugsöræfum. Þeir Hjörleifur Guttormsson<br />

og Bragi Benediktsson sáu sameiginlega um leiðsögn. Framundan sá í<br />

Grímsstaðakarl, Grímsstaðakerlingu og Dimmafjallgarð. Ekið var yfir læk er nefnist<br />

Syðri-Vatnsleysa. Staðnæmst var við Hrafnakletta (pkt. 5 og pkt. 9) og skyggnst yfir.<br />

Bragi Benediktsson lýsti því sem fyrir augu bar. Framundan var Víðirhólsfjallgarður<br />

og Dauðagil. Haldið var af stað á ný og ekið eftir slóða sem lagður var við gerð<br />

símastrengsins. Ekið var yfir Ytri-Vatnsleysu sem rennur úr Krummagili. Þá var ekið<br />

áfram fyrir Hólskerlingu og upp Vestari-Haugsbrekku fram hjá sæluhúsi símans sem<br />

að sögn heimamanna var endurbyggt fyrir fimm árum. Opnaðist nú sýn yfir stórt<br />

svæði. Staðnæmst var upp á Haugsöldu í 700 m hæð, skyggnst yfir og myndir teknar.<br />

Framundan mátti sjá Mælifell, Kistufell, Sandhólahnjúka, Hágangana, Einbúa,<br />

Hrútafell og rætur Heljardalsfjalla. Þá var haldið til baka sömu leið niður Vestari-<br />

Haugsbrekku.<br />

Staðnæmst var á skjólgóðum stað skammt frá Kaffileysu. Að því loknu var<br />

haldið af stað á ný og ferðinni heitið norður að Langamúla sem er sameiginlegur<br />

punktur í kröfulýsingum aðila. Ekið var meðfram Fjallgarðsá í 490 m hæð samkvæmt<br />

GPS mælingu. Framundan sást vel í Bungu (967 m), hæsta fjall Norður-<br />

Þingeyjarsýslu. Hjörleifur lýsti gróðri og gróðurtegundum í sandinum og upp á<br />

fjöllunum. Þá var ekið upp með Fagradalsárgili. Vegna bilunar í bifreið var staðnæmst<br />

stutt frá slóða við landgræðslugirðingu. Lögmenn, nefndarmenn og aðrir voru<br />

selfluttir í bíl Braga meðfram landgræðslugirðingu upp á Langamúla. Fram kom að<br />

Langimúli væri rangt staðsettur í kortagrunni Landmælinga Íslands. Vel sást yfir land<br />

Hafrafellstungu. Eftir stutt hlé var haldið áfram og var nú ekið í gegnum hlið á<br />

landgræðslugirðingu og áfram norður í átt að Þórfelli. Mórilludalur og Búrfellið<br />

blöstu hér við. Karl Sigurður greindi frá því að Búrfellsheiði næði alveg suður í<br />

Hólsmynnið og norður undir Súlnafjöll. Næst var staðnæmst upp á Þórfelli þar sem<br />

vel sást yfir Hvannstaðafjallgarð, Svalbarðsnúpa, Litla-Mosfell, Stóra-Mosfell og<br />

fleiri fjöll.<br />

12

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!