17.08.2013 Views

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

Mál nr. 5/2005 - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

4. GÖGN OG GAGNAÖFLUN<br />

4.1. Inngangur<br />

Í málinu hafa verið lögð fram skjöl <strong>nr</strong>. 1-17 ásamt undirskjölum eða samtals 307<br />

skjöl, auk 21 hliðsjónargagni. Sjá nánar í fylgiskjali <strong>nr</strong>. III (skjalaskrá).<br />

Gagna var ýmist aflað af málsaðilum eða óbyggðanefnd, á grundvelli<br />

rannsóknarskyldu nefndarinnar. Gerð var leit að frumgögnum sem varpað gætu ljósi á<br />

eignar- og afnotaréttindi á svæðinu, farið á vettvang og jafnframt teknar skýrslur af<br />

málsaðilum. Verður nú gerð nánari grein fyrir hverju þessara atriða.<br />

4.2. Rannsóknarskylda óbyggðanefndar<br />

<strong>Óbyggðanefnd</strong> ber að hafa frumkvæði að því að afla heimilda og gagna um eignar- og<br />

afnotaréttindi yfir því landsvæði sem til meðferðar er og framkvæma rannsóknir og<br />

athuganir um staðreyndir og lagaatriði sem þýðingu hafa fyrir niðurstöðu í einstökum<br />

málum, sbr. 5. mgr. 10. gr. þjóðll., <strong>nr</strong>. 58/1998. Markmiðið er að tryggja sem best að<br />

rétt niðurstaða fáist um einstök álitaefni.<br />

Á vegum óbyggðanefndar fór fram kerfisbundin leit að frumgögnum,<br />

prentuðum sem óprentuðum, sem líkur voru taldar á að varpað gætu ljósi á eignar- og<br />

afnotaréttindi yfir því landsvæði sem hér er til umfjöllunar. Verkið var unnið á<br />

hlutlausan og fræðilegan hátt. Könnun einstakra skjalaflokka skiptist á milli<br />

Þjóðskjalasafns Íslands og óbyggðanefndar og grundvallast á „Yfirliti yfir frumgögn<br />

sem könnuð eru vegna rannsóknarskyldu óbyggðanefndar“. Yfirlit þetta hefur verið<br />

kynnt lögmönnum málsaðila og engar athugasemdir komið fram. Við samningu þess<br />

hefur óbyggðanefnd notið ráðgjafar Gunnars Friðriks Guðmundssonar sagnfræðings<br />

og starfsmanna Þjóðskjalasafns Íslands, Bjarkar Ingimundardóttur og Jóns Torfasonar.<br />

Fyrirsvarsmönnum aðila í máli þessu var gerð grein fyrir því að þeir hefðu<br />

óskoraðan rétt til að fá upplýsingar um tilhögun gagnaöflunar á vegum<br />

óbyggðanefndar og afrit allra gagna. Jafnframt hafði óbyggðanefnd frumkvæði að því<br />

að upplýsa lögmenn um þessi atriði. Þeir gátu jafnframt bent starfsmönnum<br />

Þjóðskjalasafns eða óbyggðanefndar á gögn sem ástæða væri til að kanna. eða afla.<br />

Rannsóknarskylda óbyggðanefndar dregur hins vegar ekki úr skyldu málsaðila til að<br />

afla og leggja fram þær heimildir og gögn sem þeir byggja rétt sinn á, sbr. 4. mgr. 10.<br />

gr. þjóðll. Lögmönnum/málsaðilum ber þannig að leggja sjálfstætt mat á gögn og<br />

gagnaöflun.<br />

Þau frumgögn sem í leitirnar komu og talið var að þýðingu hefðu voru lögð<br />

fram jafnóðum við fyrirtökur í málinu. Um nánari framkvæmd gagnaöflunar vísast til<br />

greinargerða Þjóðskjalasafns Íslands og óbyggðanefndar um þetta efni, skjöl <strong>nr</strong>. 2 og<br />

4. Um afraksturinn vísast til skjalaskrár, sjá fylgiskjal <strong>nr</strong>. III, þar sem skjöl<br />

Þjóðskjalasafns og óbyggðanefndar (þ.e. undir yfirnúmerum 2 og 4) eru flokkuð eftir<br />

efni og uppruna.<br />

11

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!