12.08.2013 Views

Myndin af Jóni forseta - Háskóli Íslands

Myndin af Jóni forseta - Háskóli Íslands

Myndin af Jóni forseta - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

9<br />

staðnum og flutti kvæði sitt sjálfur (,,Heil sit þú, hetjan góð”). Þessir karlar kunnu að halda<br />

veizlur.<br />

Vinir Jóns höfðu löngu áður h<strong>af</strong>t samband við Brynjólf Bergslien, sem áður var nefndur, og<br />

beðið hann að gera brjóstmynd <strong>af</strong> <strong>Jóni</strong> til að færa honum í <strong>af</strong>mælisveizlunni, og var<br />

hugmyndin sú, að marmaragerð myndarinnar (dagsett 1872) yrði færð Alþingi að gjöf að <strong>Jóni</strong><br />

látnum; það varð. Jón h<strong>af</strong>ði fengizt til að sitja fyrir hjá Bergslien í október 1870, og hann<br />

h<strong>af</strong>ði oft áður látið til leiðast að láta taka <strong>af</strong> sér myndir til að senda vinum sínum á Íslandi að<br />

þeirra ósk. Þannig stendur á því, að til eru ljósmyndir <strong>af</strong> <strong>Jóni</strong> á ýmsum tímum auk nokkurra<br />

olíumálverka. Eina slíka mynd lét hann mála <strong>af</strong> sér og sendi Ingibjörgu unnustu sinni heim til<br />

<strong>Íslands</strong> löngu fyrir þrítugt. Alþingismenn létu síðar mála <strong>af</strong> honum stóra olíumynd, sem<br />

hangir enn í Alþingishúsinu, en ungir námsmenn í Kaupmannahöfn létu steinprenta mynd <strong>af</strong><br />

honum, og hékk sú mynd á því nær í öllum fremri heimilum á Íslandi. 20<br />

Bergslien bjó í Kaupmannahöfn, þegar þetta var, og vann að líkneskinu <strong>af</strong> Karli Jóhanni<br />

konungi, en það var fyrsta verk sinnar tegundar í Noregi, <strong>af</strong>hjúpað 1875 framan við<br />

konungshöllina í Osló og stendur þar enn. Það var því enginn aukvisi, sem vinir Jóns fengu til<br />

að gera brjóstmyndina. Bergslien gerði einnig líkneskið <strong>af</strong> skáldinu Henrik Wergeland, sem<br />

stendur á Eidsvoldstorgi í Osló (brons, <strong>af</strong>hjúpað 1881). Líkneski hans <strong>af</strong> ævintýraskáldinu P.<br />

Chr. Asbjörnsen (sink) og leikaranum Johannes Bruun (brons) standa einnig bæði í Osló.<br />

Hann gerði einnig líkneski <strong>af</strong> Haraldi hárfagra, Ól<strong>af</strong>i helga, Sverri konungi og Hákoni góða.<br />

Nokkrar brjóstmyndir liggja einnig eftir hann, þar á meðal er marmaramynd <strong>af</strong><br />

stjórnmálamanninum Ole Gabriel Ueland, sem stendur í norska stórþinginu. Verk Bergsliens<br />

eru til sýnis meðal annars í Nasjonalgalleriet í Osló.<br />

Séra Matthías bjó hjá Bergslien part úr vetri 1870-1871 og fylgdist með brjóstmyndinni <strong>af</strong><br />

<strong>Jóni</strong> verða til. Um þetta segir Matthías í sjálfsævisögu sinni: 21<br />

„Tók ég mér síðan vist hjá vini mínum, Brynjólfi Bergslien myndasmið; h<strong>af</strong>ði ég næstum<br />

daglega verið hjá honum á vinnustofu hans um veturinn í Höfn meðan hann gerði<br />

standmyndina miklu, <strong>af</strong> Karli Johan konungi, er nú var komin til Kristjaníu; h<strong>af</strong>ði hann mjög<br />

aukið þekkingu mína á listaverkum og eins og opinberað mér nýjan fegurðar- og töfraheim.<br />

Bergslien var lítt lærður maður og h<strong>af</strong>ði lítillar menntunar notið, en hann var (eins og<br />

bróðir hans, málarinn) fæddur listamaður. <strong>Myndin</strong>a (fyrst úr leiri, en síðan úr gipsi, undir<br />

steypuna) gerði hann á listahöll Dana, Karlottuborg; skoðaði ég þar daglega listasmíði helztu<br />

snillinga Dana, en stundum Thorvaldsens eða önnur gripasöfn. Af myndasmíðum danskra<br />

meistara dáðist ég mest að listaverkas<strong>af</strong>ni Jerichaus, að Thorvaldsens-myndum fráteknum.<br />

Bergslien lauk og þá við höfuð Jóns Sigurðssonar (í marmara) og lét aðstoðarmann sinn<br />

meitla allt eftir merkilínum, en setti svo sjálfur á smiðshöggin. Einu sinni, er yfirsvipur Jóns<br />

var langt kominn hjá þeim, sem meitlaði, stóð ég og horfði á og þóttist ekki sjá hinn rétta svip<br />

hins ágæta landa vors. Kærði ég það fyrir Bergslien. „Komdu á morgun eða hinn daginn”,<br />

svaraði meistarinn. Ég kom, og þá var sálin komin! Finnst mér og síðan, að hið djúpúðga og<br />

stórmannlega höfuð Jóns <strong>forseta</strong> eftir Bergslien vera furðusmíði, sem flestum verður<br />

minnisstætt, þótt lítið skynji listaverk.<br />

Bergslien var aldavinur Íslendinga í Höfn, og hygg ég að honum h<strong>af</strong>i verið það að þakka, að<br />

námsmenn vorir í Höfn fóru að vakna til meiri og meiri meðvitundar um þýðing lista og<br />

fegurðarsmekks, þótt j<strong>af</strong>nframt beindi að þeirri stefnu starfsemi Sigurðar málara.”<br />

20 Jón Ól<strong>af</strong>sson, andlátsfrétt í Skuld, Öldin okkar 1880 (Iðunn, 1956, bls. 165).<br />

21 Matthías Jochumsson, Söguk<strong>af</strong>lar <strong>af</strong> sjálfum mér (Þorsteinn Gíslason g<strong>af</strong> út, 1922; 2. útg., Ís<strong>af</strong>old, 1959, bls.<br />

204-205).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!