01.05.2013 Views

Leitarvæn gerð - 98-a Universala Kongreso de Esperanto

Leitarvæn gerð - 98-a Universala Kongreso de Esperanto

Leitarvæn gerð - 98-a Universala Kongreso de Esperanto

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

FORMÁLI<br />

Á landsþingi Íslenska esperantosambandsins (IEA) árið 1<strong>98</strong>9 færði Hugh Martin<br />

sambandinu að gjöf handrit sitt að esperanto-íslenskri orðabók ásamt öllum réttindum.<br />

Höfundur hafði lagt til grundvallar esperantoorðaforðann í Plena Ilustrita Vortaro <strong>de</strong><br />

<strong>Esperanto</strong> (PIV), útg. 1<strong>98</strong>7, og leitast við að skrá íslenskar þýðingar á sem stærstum<br />

hluta þess orðaforða.<br />

Allar lagfæringar og undirbúning að útgáfu orðabókarinnar hafa íslenskir esperantistar<br />

látið í té í sjálfboðavinnu.<br />

Við skipulagningu á því hvernig unnið skyldi að útgáfu bókar eftir handritinu naut<br />

esperantohreyfingin í fyrstu leiðsagnar Árna Böðvarssonar, en hann lést árið 1992.<br />

Orðabókarnefnd var sett á stofn á landsþingi IEA árið 1991 og hefur hún haft með<br />

höndum skipulagningu og umsjón með vinnu fyrir útgáfu orðabókarinnar. Nefndarmenn<br />

hafa frá upphafi verið Baldur Ragnarsson, Eysteinn Sigurðsson og Stefán Briem.<br />

Fyrsti verkþáttur var að tölvuskrá handritið og lögðu þar hönd á plóg Eysteinn Sigurðsson,<br />

Jón Hafsteinn Jónsson, Stefán Briem og Steinþór Sigurðsson. Þetta verk var auðveldað<br />

með því að útvega tölvuskrá með flettiorðum og efnisflokkun þeirra úr PIV, sem<br />

erlendir esperantistar létu góðfúslega í té.<br />

Annar verkþáttur voru lagfæringar, viðbætur og endurbætur af ýmsu tagi, og eru<br />

eftirtaldar þeirra helstar: Hermann Lundholm las yfir og bætti orðaforða í grasafræði og<br />

garðyrkju. Loftur Melberg Sigurjónsson las yfir og bætti orðaforða í biblíunni, kaþólsku,<br />

kristni og trúmálum utan kristni. Stefán Briem samræmdi orðaforða í stjörnufræði, bætti<br />

við orðaforða í upplýsingatækni og uppnýjaði heiti ríkja og þjóðerna.<br />

Þrjár prófarkir hafa verið prentaðar af orðabókinni í lausblaðaformi. Flest voru eintökin<br />

af 2. próförk (1996), en þau gafst mönnum færi á að eignast á kostnaðarverði. Nú<br />

hefur verið ákveðið að gefa orðabókina út rafrænt og opna gjaldfrjálsan aðgang að henni<br />

á Internetinu snemma árs 2011. Nokkur eintök verða einnig prentuð í lausblaðaformi<br />

með lágmarkskostnaði en ekki sett í almenna sölu.<br />

Reykjavík í mars 2011<br />

Baldur Ragnarsson Eysteinn Sigurðsson Stefán Briem

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!