09.02.2013 Views

ELS-tíðindi - nóvember 2000

ELS-tíðindi - nóvember 2000

ELS-tíðindi - nóvember 2000

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

62 <strong>ELS</strong> <strong>tíðindi</strong> 11/<strong>2000</strong><br />

Úrskurðir í<br />

vörumerkjamálum<br />

Í <strong>nóvember</strong> <strong>2000</strong> var úrskurðað í eftirfarandi<br />

andmælamálum:<br />

Umsókn nr.: 2192/1998<br />

Dags úrskurðar: 7.11.<strong>2000</strong><br />

Umsækjandi: PIERRE FABRE DERMO-<br />

COSMETIQUE, 45, Place Abel Gance, F-<br />

92100 BOULOGNE, Frakklandi.<br />

Vörumerki: PhotoScreen (orð- og myndmerki)<br />

Flokkar: 3, 5.<br />

Andmælandi: Unilever N.V., Hollandi.<br />

Rök andmælanda: Andmælin byggð á ruglingshættu við skráð<br />

vörumerki andmælanda, PHOTO<br />

(orðmerki), nr. 85/1992.<br />

Úrskurður: Vörulíking var talin vera til staðar þar sem<br />

bæði vörumerkin ættu að auðkenna vörur<br />

sem hafi svipaðan tilgang og í mörgum<br />

tilvikum framleiði einmitt sami aðili bæði<br />

almennar snyrtivörur sem og<br />

sólarsnyrtivörur og sólarvarnir. Bent var á<br />

að í því tilviki sem hér um ræði, þá sé hluti<br />

af merki umsækjanda nákvæmlega hinn<br />

sami og merki andmælanda. Þegar merki<br />

sé þannig í heild sinni tekið upp í annað<br />

merki megi telja nokkrar líkur til þess að<br />

hætta á ruglingi geti skapast. Ekki sé þó<br />

sjálfgefið að ruglingshætta sé milli tveggja<br />

vörumerkja þó að annað merkið feli í sér hitt<br />

því líta verði á hvert mál sérstaklega og meta<br />

hvort ruglingshætta teljist vera til staðar.<br />

Tekið var fram að það sem úrslitum ráði við<br />

mat á því hvort ruglingshætta sé með<br />

vörumerkjum sé hvort heildarmynd<br />

merkjanna sé svo lík að ruglingi geti valdið.<br />

Þá var bent á að oft hafi merki að geyma<br />

tiltekinn þátt sem sé meira áberandi og hafi<br />

meiri áhrif á heildarmynd merkisins en aðrir<br />

þættir þess. Var tekið fram að merki<br />

andmælanda, PHOTO, yrði að teljast<br />

sérkennandi fyrir þær vörur sem merkinu sé<br />

ætlað að auðkenna í flokki nr. 3 þar sem það<br />

geti hvorki talist lýsandi né vísbendandi fyrir<br />

þær vörur sem um ræði. Merki umsækjanda,<br />

PhotoScreen, sé samsett úr orðunum Photo<br />

og Screen en merkinu sé ætlað að standa<br />

fyrir sólarvarnir og einhvers konar<br />

sólarsnyrtivörur í flokkum 3 og 5.<br />

Orðhlutinn Screen í merki umsækjanda verði<br />

því að teljast nokkuð lýsandi fyrir þær vörur<br />

sem merkinu sé ætlað að auðkenna og hafi<br />

því minni áhrif á heildarmynd merkisins en<br />

orðhlutinn Photo sem verði að teljast<br />

sérkennandi fyrir bæði þær vörur sem merki<br />

andmælanda og umsækjanda sé ætlað að<br />

standa fyrir. Orðhlutinn Photo sé því sterkari<br />

hluti merkisins PhotoScreen í tengslum við<br />

mat á ruglingshættu milli umræddra merkja<br />

og sá orðhluti merkis umsækjanda sé<br />

nákvæmlega sá sami og merki andmælanda.<br />

Með vísan til sjónarmiða um mat á<br />

ruglingshættu m.a. þegar annað merkið sé í<br />

heild sinni tekið upp í hitt merkið og þess<br />

að orðhlutinn Screen í merki umsækjanda<br />

verði að teljast veikur þáttur í heildarmynd<br />

merkis umsækjanda var það mat<br />

Einkaleyfastofunnar að almenningur gæti<br />

hæglega talið að um viðskiptatengsl milli<br />

aðila væri að ræða og því væri ruglingshætta<br />

með merkjunum. Því yrði að fallast á það<br />

með andmælanda að vörumerki<br />

umsækjanda, PhotoScreen (orðmerki), væri<br />

óskráningarhæft skv. 6. tl. 1. mgr. 14. gr.<br />

vörumerkjalaga nr. 45/1997 og því skyldi<br />

skráning merkisins felld úr gildi, sbr. 4. mgr.<br />

22. gr. vörumerkjalaganna, sbr. 6. tl. 1. mgr.<br />

14. gr. sömu laga.<br />

Umsókn nr.: 2547/1998<br />

Dags úrskurðar: 7.11.<strong>2000</strong><br />

Umsækjandi: Omega Farma ehf., Skútuvogi 1H, 104<br />

Reykjavík, Íslandi.<br />

Vörumerki: SEROPRAM (orðmerki)<br />

Flokkar: 5.<br />

Andmælandi: H. Lundbeck A/S, Danmörku .<br />

Rök andmælanda: Andmælin eru byggð á eldri rétti<br />

andmælanda til vörumerkisins<br />

SEROPRAM, sbr. 7. tl. 1.mgr. 14. gr. eldri<br />

vörumerkjalaga, nr. 47/1968 ásamt 7. tl.<br />

1.mgr. 14.gr. og 1. mgr. 13. gr. núgildandi<br />

vörmerkjalaga, nr. 45/1997. Andmælt er<br />

skráningu vörumerkisins SEREOPRAM<br />

(orðmerki), sbr. skráning nr. 163/1999, fyrir<br />

lyfjablöndu í flokki nr. 5.<br />

Úrskurður: Ekki var fallist fallist á frávísunarkröfu<br />

umsækjanda, þar sem vörumerkjaréttur gæti,<br />

m. a. stofnast fyrir notkun, skv. 2. tl. 1. mgr.<br />

3. gr. vörumerkjalaga nr. 45/1997. Lög nr.<br />

45/1997 tóku gildi þann 1. júní 1997, skv.<br />

67. gr. laganna. Ljóst væri því að lög<br />

47/1968 ættu hér ekki við. Bent er á að skv.<br />

7. tl. 1. mgr. 14. gr. laganna sé það skilyrði<br />

að merki sé vel þekkt hér á landi. Ekki sé<br />

gert að skilyrði að notkun slíkra merkja sé í<br />

vondri trú (male fide). í Í eldri lögum hafi<br />

grandsemi verið skilyrði hvað hina erlendu<br />

notkun snerti, gagnstætt því sem kveðið sé<br />

á um í núgildandi lögum. Bent er á að orðin<br />

„vel þekkt hér á landi“ skv. 7. tl. 1. mgr. 14.<br />

gr. vörumerkjalaganna, þýða að merkið verði<br />

að vera þekkt innan viðskiptahóps vörunnar<br />

eða þjónustunnar, þ.e. að sá hópur álíti að<br />

hún eigi sama viðskiptauppruna, sem þýði<br />

að hún komi frá sama framleiðanda,<br />

innflutningsaðila, heildsala eða smásala.<br />

Tekið fram að það sé mat Einkaleyfastofu<br />

að gögn þau er andmælandi hefði lagt fram<br />

í málinu, hefðu ekki sýnt fram á að<br />

vörumerkið SEROPRAM væri þekkt hér á<br />

landi í skilningi 7. tl. 1. mgr. 14.gr. laga nr.<br />

45/1997. Það væri því mat Einkaleyfastofu<br />

að ekki væri um ruglingshættu að ræða milli<br />

merkis andmælanda og merkis umsækjanda,<br />

í skilningi 1. mgr. 13. gr. laganna, þar sem<br />

merki andmælanda hafi hvorki verið skráð<br />

né sannanlega notað hér á landi, þá hafi<br />

andmælandi ekki lagt fram gögn er sýni fram<br />

á að vörumerki hans sé vel þekkt hér á landi.<br />

Með vísan til framangreinds fallist<br />

Einkaleyfastofan ekki á að villast megi á<br />

vörumerkinu SEROPRAM (orðmerki), nr.<br />

163/1999 og vörumerki sem hafi verið vel<br />

þekkt hér á landi á þeim tíma er umsókn var<br />

lögð inn, sbr. 7. tl. 1. mgr. 14. gr.<br />

vörumerkjalaga nr. 45/1997 og skuli<br />

skráning vörumerkisins SEROPRAM<br />

(orðmerki), nr. 163/1999, halda gildi sínu.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!