10.07.2015 Views

Vínblaðið 3.tbl. 2.árg.

Vínblaðið 3.tbl. 2.árg.

Vínblaðið 3.tbl. 2.árg.

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:45 Page 1VÍNBLAÐIÐ3. tbl. 2. árg. júní / júlí 2004Vöruskrá Fjölbreytta Frakkland Sumarkokteilar Tempranillo


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:45 Page 2E F N I S Y F I R L I TFRÉTTIR 3Viljum við vodka í matvöruverslanir?Nýjar vínbúðirUmhverfisskýrsla ÁTVR 2003Vínið með grillmatnumLIFUM, LÆRUM OG NJÓTUM 4MOLAR ÚR ÝMSUM ÁTTUM 6SUMARLEGIR KOKTEILAR 7VÍNIN MEÐ GRILLINU 8FJÖLBREYTTA FRAKKLAND 10TEMPRANILLO 16NÝTT Í KJARNA 17HAGNÝTT 23<strong>Vínblaðið</strong>, <strong>3.tbl</strong>. 2. árg. júní/júlí 2004Útgefandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, ÁTVRÁbyrgðarmaður: Höskuldur Jónsson • Ritstjóri: Þórdís YngvadóttirRitstjórn: Einar Snorri Einarsson, Páll Sigurðsson, Þórdís YngvadóttirGreinar eftir Christina Heina Liman, Pál Sigurðsson, Þorra HringssonSamantekt á vöruskrá: Skúli Þ. Magnússon • Myndir:Andreas Bennwik,Gunnar Sverrisson, Sigrún Kristjánsdóttir • Hönnun: Fíton ehf. Umbrot: ÁTVRPrentun: Ísafoldarprentsmiðja.Öll verð og verðbreytingar birtast í vörulista á heimasíðu ÁTVR, www.vinbud.isÁskilinn er réttur til leiðréttinga.VÖRUSKRÁ 24Rauðvín 24Lífrænt ræktuð vín 39Hvítvín 40Rósavín 48Freyðivín 48Styrkt vín: Sérrí, Madeira, Portvín 50Rivesaltes 51Síder 51Ávaxtavín 51Kryddvín 51Aperitíf 51Sake 51Cognac 52Armagnac 52Brandí 52Calvados 53Grappa 53Viskí 53Romm 54Tekíla 54Vodka 54Gin 55Sénever 55Akvavit 55Anís 55Snafs 55Líkjör 56Bitter 57Áfengt gos 57Aðrar tegundir 58Bjór 59VÖRUR Í STAFRÓFSRÖÐ 62MÁLVERK Í VÍNBÚÐUM 82AFGREIÐSLUTÍMI VÍNBÚÐA 83


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:45 Page 3F R É T T I RNÝJAR VÍNBÚÐIRÞrjár nýjar vínbúðir líta dagsins ljós í júní.Þann 9. júní sl. var opnuð Vínbúð í Hólmavík í KaupfélagiSteingrímsfjarðar. Búðin er 100 tegunda og verður húnopin milli 17-18 alla virka daga nema föstudaga, þá er húnopin frá 16-18.Vínbúðin Höfn var flutt yfir í Esso-skálann á Vesturbraut 2þann 22. júní. Hún er í flokki 200 tegunda búða sem opiner milli 11-18 mánudaga til fimmtudaga, 11-19 föstudagaog 11-14 laugardaga.30. júní bætist 44. vínbúðin við á Kirkjubæjarklaustri.Hún verður í Skaftárskála á horni þjóðvegar eitt ogKlausturvegs. Búðin er opin milli 17 og 18 mánudaga tilfimmtudaga, en 16-18 á föstudögum og er í flokka 100tegunda vínbúða.VILJUM VIÐ VODKA Í MATVÖRUVERSLANIR?Árlega gera Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) könnuná hvar „þjóðin“ vill geta keypt létt vín og bjór. Í ár varniðurstaðan sú að 59,6% landsmanna voru fylgjandi því aðvara þessi fengist í matvöruverslunum. Fólk á aldrinum16-75 ára tók þátt í könnuninni. Í fréttabréfi SVÞ segir aðsambærileg könnun hafi verið gerð nokkrum sinnum áðurog niðurstaðan alltaf sú sama.Góður skilningur er á þeirri ósk matvörukaupmanna aðfá að selja létt vín í matvöruverslunum. Ótvírætt gæti þaðbætt hag þeirra. Hins vegar er SVÞ fullljóst að 94,3% afþví magni sem ÁTVR dreifir er létt vín og bjór. Aðeins5,7% er sterkt áfengi. Vínbúðir ÁTVR yrðu aldrei reknartil að dreifa aðeins sterku áfengi og þær myndu aldreidreifa léttu áfengi og bjór í samkeppni við einkaaðila.Spurningin á því að fjalla um hvort selja eigi áfengi, óháðstyrkleika, í almennum verslunum og leggja þar með niðurvínbúðir í núverandi mynd.Það er ekki eingöngu óraunhæf spurning sem er gagnrýniverð. Ekki síður vekur val þátttakenda í könnuninnifurðu. Öllum er ljóst að lögaldur til áfengiskaupa ogáfengisneyslu er 20 ár. Í fyrstu könnun SVÞ var hópurspurðra 20-75 ára. Næst var hópurinn 18-75 ára og nú erhópurinn 16-75 ára. Það geta allir getið sér til um, hversvegna aldurshópurinn er teygður svo langt niður í aldri,að kallað er eftir áliti ósjálfráðra unglinga. Enginn utan SVÞmyndi þó telja könnun með aldurshóp 20-75 ára annarsvegar og 16-75 ára hins vegar sambærilega.VÍNIÐ MEÐGRILLMATNUMÍ vínbúðunum var júnímánuður helgaðurvínum með grillmatnum. Gefinnvar út bæklingur í samstarfi við birgjaþar sem tæplega 100 vín sem eigasérstaklega vel með grillmat eru kynntog þau merkt sérstaklega í vínbúðum.Þá voru gefnar út grilluppskriftir á einblöðungumog grillsvuntur seldar.Fleiri slíkar kynningar eru á döfinniog viðskiptavinir vínbúða verða sennvarir við þær.UMHVERFISSKÝRSLAÁTVR 2003Umhverfisskýrsla ÁTVR 2003kom út nýlega og skýrir hún frástöðu umhverfismála hjá fyrirtækinuog tillögum að mælingumá umhverfisþáttum og úrbótum.Gert er ráð fyrir að árlegaverði gerð umhverfisskýrsla semverður hluti af árangursmælingumfyrirtækisins.Hægt er að nálgast skýrslunahjá ÁTVR á Stuðlahálsi 2 og ávinbud.is.Höskuldur JónssonForstjóri ÁTVR3


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:45 Page 4H I L D U R P E T E R S E NLIFUM, LÆRUM OG NJÓTUMLifum, lærum og njótum er nýtt slagorð ÁTVR sem endurspeglarþær nýju áherslur sem eru í bígerð hjá vínbúðunum.Tilgangurslagorðsins er að fanga athygli viðskiptavinarinsog efla hugarflug hans og gefa þeim sameiginlegasýn á það hvert fyrirtækið stefnir.Samkvæmt nýlegum könnunum kemur fjórðungurÍslendinga í vínbúðirnar einu sinni í viku og hefur létt vínum hönd jafn oft. Léttvínssala hefur aukist um rúm 60% ásíðustu fimm árum.Við teljum því að sú vínmenning semhefur þróast hér á landi að undanförnu hafi skapað jarðvegtil þess að taka skref fram á við í þjónustu vínbúðannaþar sem viðskiptavininum verður skipað í öndvegi.Í dag viljum við líta svo á að viðskiptavinir okkar komi ívínbúðirnar af því að þá langi til þess en ekki af því þeirþurfi þess og síst af öllu að þeir skammist sín fyrir það.En hver er meiningin með þessu slagorði? Það máskilja það á ýmsa vegu eins og það að lífið getur veriðheilmikil glíma en við megum ekki gleyma að staldra viðaf og til og minna okkur á að nota vel þann tíma semokkur er gefinn. Það er gott til þess að hugsa að getanotið þess sem lífið býður upp á og læra og þroskast tilþess að geta lifað lífinu lifandi. Góð vín eru yndisauki semvið skulum njóta og fara vel með eins og aðrar lífsinslystisemdir.Á sama tíma viljum við efla til muna samfélagslegaábyrgð fyrirtækisins og sýna það í verki að við styðjumvið bakið á þeim málefnum sem taka á alvarlegumafleiðingum áfengisneyslu. Ákveðið hefur verið að hefjasamstarf við Umferðastofu og Jafningjafræðslu og haldaáfram að styðja umhverfismál. Við lítum svo á að ÁTVRberi skylda sem einkasala á vegum ríkisins að draga framí dagsljósið hvernig áfengis er neytt á ábyrgan hátt svo aðumgengni við áfengi verði öllum til ánægju - og sem fæstumtil skaða.Hildur Petersen ávarpar gesti á Ársfundi ÁTVR á Hótel Nordica.HINGAÐ ERUM VIÐ KOMINÞað hefur svo sannarlega ekki verið nein stöðnun í gangihjá ÁTVR á liðnum árum.Sem dæmi um þau framfaraskref sem unnið hefur veriðað eru:•Vínbúð - er nú notað yfir verslanirnar og þar með reyntað afmá nafnið „Ríkið“.•Vínbúðir hafa verið færðar í alfaraleið svo sem í verslunarmiðstöðvar.• Samræmt og aðlaðandi útlit innréttinga er nú í flestumvínbúðum.• Vínbúðum hefur fjölgað úr 23 í 44 á 10 árum, þar afhefur vínbúðum á landsbyggðinni fjölgað um 13.• Úrval áfengistegunda í Heiðrúnu og Kringlunni eru nú2.200.• Afgreiðslutími lengdur, m.a. er opið til kl 18:00 íKringlunni og í Smáralind á laugardögum.4


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:45 Page 5L I F U M , L Æ R U M O G N J Ó T U MÞJÓNUSTAN FÆRÐ SKREFI LENGRAVið viljum gera viðskiptavini okkar ánægðari m.a. með þvíað þeim þyki gaman að versla í vínbúðunum og líti á þaðsem fræðandi upplifun.Við stefnum að því að byggja uppþjónustu okkar með þarfir hinna ólíku viðskiptavinaokkar í huga og að þjónusta vínbúðanna byggist á hvatningutil að njóta áhugaverðrar tengingar matar og vína.Fystu skref okkar til að ná þessum árangri felast í aðbjóða upp á eftirfarandi nýjungar í þjónustu:• Hafa reglulega þema í vínbúðunum. Vínin með grillmatnumer þriðja þemað sem kynnt er í vínbúðunum ásíðastliðnu hálfu ári. Um jólin vorum við með þemað -Vínin með jólamatnum - og nýlega var þemað - Salute!Ítalía.- Í júlí verðum við svo með kynningu á frönskumvínum.Það hefur komið greinilega í ljós að viðskiptavinir okkarkunna vel að meta alla ráðgjöf og ekki sakar þegar veitturer afsláttur af þeim vínum sem eru á kynningum.• Námskeið og kynningar fyrir viðskiptavini stendur til aðhalda, t.d. í tengslum við þemakynningar.• Gæðavín yfir ákveðinni upphæð verða gerð sýnileg áeinum stað.• Kælar fyrir bjór verða teknir í notkun innan skamms íKringlunni og í Smáralind.• Vínklúbbur verður stofnaður á næstunni og þá væntanlegafyrst á vefnum vinbud.is.• Óáfeng vín verða á boðstólnum í vínbúðunum.• Gjafapakkningar og umbúðir verða stórauknar.• Til þæginda fyrir viðskiptavinina verða okkar helstu vínsérfræðingarmerktir, þannig að hægt sé að ganga að þeimsem mesta kunnáttu hafa.• Sérverslun verður sett upp á vefnum vinbud.is með ennmeira úrvali en í Heiðrúnu og Kringlu.Við vonumst til að öll þessi nýbreytni í þjónustu eigi eftirað uppfylla þarfir viðskiptavina okkar í náinni framtíð. Envið hjá ÁTVR munum leggja ríka áherslu á að vera ekkisporgöngumenn væntinga viðskiptavina okkar heldurskrefi á undan þeim.Hinkrið við og hlakkið til, við vonum að ykkur muni líkasú þróun sem verður í þjónustu vínbúðanna á næstunni.Hildur PetersenStjórnarformaður ÁTVR5


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:45 Page 6MOLARÚ R Ý M S U M Á T T U MRauðvín - hvítvínHægt er að framleiða hvítvín úr grænum ogdökkum vínberjum. Rauðvín aftur á móti eraðeins hægt að framleiða úr dökkum vínberjum.Hvítvín dökkna með aldrinum - en rauðvín lýsistörlítið.Fæst vín batna með aldrinum.Skrautlegir ísmolarÞað er gaman að bera fram skautlega sumarkokteilaog hægt að skreyta þá á ýmsa vegu.Ferskir ávextir, ber og skemmtilegir ísmolar eigavel við. Hægt er að setja mintulauf eða kirsuber íísmolabox og frysta með vatninu. Molarnir kælaþá ekki aðeins drykkina heldur bragðbæta þámeð mildum og ferskum keim.Eitt og annað• Lengsta kampavínskorktappaflug sem mælst hefurverið var yfir 54 metrar.• Fleiri matarflokkar en vín eru látnir gerjast. Þar mát.d. nefna súrkál, grænt te, súkkulaði, kaffi, ost ogmargt fleira.• Veislur voru haldnar með stæl í tíð Vilhjálms IIIEnglandskonungs (1689-1702) og lét hann bjóða uppá bollu í einni veislunni. Uppskriftin samanstóð af2130 l brandí, 600 kg sítrónum, 76 l sítrónusafa og 2,5kg af negul. Þetta var allt saman sett í stóran gosbrunnog þjónar sigldu um í litlum bátum og skenktu gestumí glös.• Bjór var fyrst seldur í flöskum árið 1850 og ídósum 1935.• Það þarf að meðaltali 600 vínber í eina vínflösku.


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:45 Page 7Sumarlegir kokteilar úr smiðju Páls SigurðssonarÁ meðan beðið er eftir grillmatnumer ekki úr vegi að bæta við suðrænnistemmningu og hrista fram einhverngóðan kokteil.Romm er góður drykkur til blöndunarfyrir sumardrykki og hér másjá fáeinar uppskriftir.Gott er að eiga kokteilhristara enenn betra er að nota rafmagnsblandara- eða töfrasprota og háakönnu.Óáfengt tilbrigði við jarðarberjaDaquri:6 cl ananassafisafi úr 1 sítrónubát1 tsk flórsykur4 jarðarberSetjið allt hráefnið í blandara ásamt2-3 ísmolum og blandið vel. Strjúkiðsítrónubát eftir glasbarminum og dýfiðí sykur. Hellið drykknum í og skreytiðmeð jarðarberi.Blue Hawaiian4 cl Romm2 cl blár Curacao líkjör8 cl ananassafi4 cl kókosmjólkSetjið allt hráefnið ásamt 2-3 ísmolum íblandara og blandið vel. Hellið í longdrink glas. Skreytið með ananas ogkirsuberi.Kokteilinn má einnig laga óáfenganmeð því að sleppa romminu og notablátt Curacao síróp í staðinn fyrirlíkjörinnBanana Cow - Bananabelja2 cl ljóst romm2 cl banana líkjör2 cl rjómiHristið allt vel saman og hellið í kokteilglas.Beljan er betri ef notast er viðblandara.Óáfeng útgáfa2 cl banana síróp2 cl rjómi2 kúfaðar msk vanilluísAllt sett í blandaraJarðarberja Daquiri6 cl rommsafi úr 1/2 sítrónu1 tsk flórsykur4 jarðarberSetjið allt hráefnið í blandara ásamt 2-3 ísmolum og blandið vel. Notið stórtkokteilglas eða hvítvínsglas. Berið áglasbarminn sítrónusafa með sítrónusneiðog dýfið glasinu í sykur. Helliðdrykknum í og skreytið með jarðarberiog sítrónumelissu.Daquri má einnig búa til með bananaog þá er settur banani í drykkinn ístaðinn fyrir jarðarberin og breytir hannþá að sjálfsögðu um nafn og heitirBanana Daquri.Banana Daquiri - Bóndaútgáfan6 cl ljóst romm1 cl Countreau eða Triple Sec2 cl sítrónusafi2 cl sýrður rjómo1 cl mjólk1 tsk flórsykur1 bananiSetjið allt í blandara ásamt 2-3ísmolum og blandið vel. Notið longdrink glas eða rauðvínsglas. Ekki erráðlegt að blanda fyrir fleiri en einn íeinu af þessum drykkBlue Hawai4 cl romm2 cl blár curacao líkjör6 cl ananas líkjör1 cl sítrónusafi1 tsk sykurHristið allt vel eða notið blandara.Hellið í long drink glas og fyllið uppmeð Seven up eða Sprite.


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:45 Page 8VÍNIN MEÐ GRILLINUG R I L L R Á ÐFölskvalaus aðdáun Íslendinga á útigrilli er líklega einhversú tærasta ást sem finna má í þessari veröld. Þaðkom mér því hreint ekki á óvart að heyra um daginnað útsendari ákaflega vinsællrar tegundar af útigrillihefði gert sér sérstaka ferð til Íslands til að grennslastfyrir um það hvernig í ósköpunum stæði á því að þjóðsem ekki telur nema 300.000 hræður kaupi útigrill áhverju ári fyrir sömu upphæðir og tugmilljóna þjóðir ámeginlandi Evrópu. Hann sneri víst til baka alsæll meðheimsóknina, enda hafði hann aldrei áður séð útigrill áhverjum einustu svölum eins og er í úthverfum borgarinnar.Grillmatur er vitaskuld margvíslegur og því er hægtað velja ákaflega fjölbreytt vín til að hafa með honumenda fátt sem sameinar þann flokk nema hugsanlegaeldunaraðferðin. Í flestum tilfellum er maturinn ekkiflókinn og þvi miður er hann gjarnan full mikið kryddleginnog saltaður, sérstaklega ef hann kemur tilbúinn ílofttæmdum umbúðum stórmarkaðanna. Það er þvínauðsynlegt að velja nokkuð einföld og ekki of fínlegvín sem líka eru bragðmikil svo þau ráði við grillmatinn.Hér eru uppástungur að nokkrum vínum semættu að geta gengið með grillmatnum.FISKURGrillaður fiskur nýtur sífellt meiri vinsælda enda erhann mun léttari en kjötið og þarfnast yfirleitt styttrieldunartíma. Einföld og ávaxtarík hvítvín ganga yfirleittmjög vel með grilluðum fiski og má benda á t.d. sikileyskvín úr þrúgum eins og t.d. Grillo, Grecanico ogCattarato sem eru ákaflega heillandi og passa vel meðnánast öllum grilluðum fiski, sérstaklega hvítum fiskiog humar. Kjósi menn heldur eikaðra hvítvín er ágættað prófa Fumé Blanc úr þrúgunni Sauvignon Blanc, t.d.frá Kaliforníu eða Suður-Afríku. Með grilluðum laxi ogsjóbirtingi er létt rauðvín úr þrúgunni Pinot Noirbýsna góður kostur, bæði vín frá Búrgúnd eða þá NýjaHeiminum. Eikuð rauðvín frá Spáni, t.d. Rioja Crianza,eru líka mjög góð með hverskonar bragðmiklum ogfeitum fiski.KJÚKLINGUR EÐA KALKÚNNMeð ljósu kjöti eins og kjúkling og kalkún er nánasthægt að velja hvaða vín sem er. Þó má benda á aðbragðmikil hvítvín t.d. eikuð Chardonnay frá Chile ogÁstralíu eru mjög góð með ljósu fuglakjöti og þaðsama má segja um hvítvín eins og Semillon frá Ástralíuog Viognier frá Kaliforníu. Hvítvín frá Alsace íFrakklandi eru ákaflega góð með ljósu fuglakjöti semeldað er á austrænan hátt og þá er það sérstaklegaTokay-Pinot Gris sem er ljúffengt. Prófið einnig einfölden bragðmikil rauðvín frá Ítalíu t.d. ValpolicellaClassico eða rauðvín frá Suður-Ítalíu úr þrúgum einsog Primitivo eða Negroamaro.SVÍNAKJÖTMeð grilluðu svínakjöti er gott að hafa bragðmikilhvítvín eins og t.d. Gewurztraminer frá Alsace íFrakklandi eða Riesling frá Ástralíu. Einnig er gott aðhafa meðalþung rauðvín eins og t.d. Rioja Reserva fráSpáni eða Chianti frá Ítalíu. Merlot frá Chile eðaÁstralíu er prýðilegt með svínakjöti, sérstaklega ef8


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:45 Page 9Þ O R R I H R I N G S S O Nmeðlætið er bragðmikið og örlítið sætkennt. Þaðer líka gaman að smakka létt Shiraz-vín fráÁstralíu með grilluðu svínakjöti og ekki gleymakældu rósavíni (t.d. frá Chile) ef svínakjötið erkryddlegið.LAMBAKJÖTEf lambakjötið er tiltölulega einfalt og lítið búið aðfikta í því með marineringu eða einhverju ámótaeru meðalþung rauðvín líklega besti kosturinn. Égsting upp á einföldu rauðvíni frá Bordeaux eðaChianti Classico frá Toskana á Ítalíu. Rauðvínin fráCôtes-du-Rhône eru líka góð með grilluðu lambakjöti.Áströlsk og Suður-Afrísk rauðvín úrCabernet Sauvignon og Shiraz eru líka ákaflega góðmeð lambinu og eins Reserva og Gran Reservarauðvín frá Spáni, t.d. Rioja og Ribera Del Duero.Prófið líka rauðvín frá Chateauneuf-du-Pape íFrakklandi með grilluðu lambi.NAUTAKJÖTBesta á grillið eru t.d. t-beinsteikur eða sneiðar afprime-rib sem ekki hafa verið lagðar í kryddlög þvíþannig nýtur kjötbragðið sín til fullnustu. Með slíkrigrillsteik eru bragðmikil og þung rauðvín býsna góð,t.d. úr Shiraz-þrúgunni frá Barossa í Ástralíu eðaCabernet Sauvignon frá Kaliforniu. Chianti ClassicoReserva eða Vino Nobile di Montepulciano fráToskana á Ítalíu eru ákaflega góð með grilluðu nautakjötiog það sama má segja um flest stærri og dýrarirauðvín úr Cabernet Sauvignon, Carménere frá Chileog Malbec frá Argentínu.9


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:45 Page 10FJÖLBREYTTAFRAKKLANDÞ O R R I H R I N G S S O NEiginlega er alveg sama hvernig á málið er litið, Frakkland erupphaf og endir víngerðar á þessari jörð. Ekki er nóg með aðallar helstu gæðaþrúgurnar séu upprunnar þar heldur eru öllhelstu stílbrigði víngerðar að auki upprunnin í þessu landi. Út umallan heim reyna víngerðarmenn og -konur að líkja eftir því bestasem þar hefur orðið til við margra alda þróun.LANDIÐFrakkland er stærsta land Vestur-Evrópu og nær frá Ermasundi ínorðri til Miðjarðarhafsins í suðri. Það nær frá Atlantshafinu ívestri og á landamæri að Ítalíu, Sviss, Þýskalandi, Lúxemborg ogBelgíu í austri. Landslagið er ákaflega fjölbreytt og loftslagiðsömuleiðis þótt Frakkland sé að stærstum hluta til kaldtemprað.Við Miðjarðarhafsströndina er þó annars konar loftslag ríkjandien í öðrum landshlutum og einnig má segja að veðurfar í vínhéruðumí Austur- og Mið-Frakklandi beri væg einkenni meginlandsloftslags.SAGANEins og víðast hvar annarsstaðar í Evrópu hefur ræktun vínberjaverið stunduð í Frakklandi frá ómunatíð en í sögulegu ljósi eru þaðlíklega Rómaveldi og kirkjan sem mótað hafa víngerð í Frakklandiumfram önnur öfl. Fyrir daga Rómverja höfðu Föníkar og Grikkirsiglt vítt og breitt um Miðjarðarhafið og stofnsett nýlendurmeðfram ströndum þess, m.a. Marseille, og að sjálfsögðu stunduðuþessar þjóðir víngerð. Það var þó ekki fyrr en Rómaveldi lagðiundir sig Gallíu og héruðin sem í dag nefnast Bordeaux, Búrgúnd ogRhône (og auðvitað öll hin) að drög voru lögð að víngerð eins ogvið þekkjum hana í dag.Eftir að veldi Rómverja leið undir lok í álfunnisá kirkjan til þess að víngerð legðist ekki af og viðhélt þeirri eftirspurnog þekkingu sem aflað hafði verið. Því fer þó fjarri að víninsem þá voru gerð hafi verið eitthvað í líkingu við þau sem viðþekkjum núna en engu að síður er greinilegt að vínbændur hafa í þádaga verið framsýnir í meira lagi því í grundvallaratriðum hafa landamerkibestu héraðanna tekið litlum breytingum í aldanna rás.ÞRÚGURNARCabernet Sauvignon, Chardonnay, Pinot Noir, Merlot, Syrah,Sauvignon Blanc, Malbec, Semillon, Pinot Gris,Viognier, CabernetFranc og Pinot Blanc. Kannast einhverjir lesendur við þessarþrúgur? Að sjálfsögðu. Þær koma auðvitað allar frá Frakklandi oghafa síðan breiðst út um allan heim og eru ræktaðar jafnt í10


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:45 Page 11F J Ö L B R E Y T T A F R A K K L A N DArgentínu sem Ástralíu. Ekkert land í veröldinni getur státað afjafn fjölbreytilegum, upprunalegum gæðaþrúgum og Frakkland ogþar hafa bændur ræktað þessar þrúgur kynslóð fram af kynslóðog aflað sér ómetanlegrar þekkingar á staðbundnum eiginleikumþeirra. En hvort sem forskot franskra vínbænda er fólgið þessueða því að loftslag og jarðvegur Frakklands sé að einhverju leytibetur til þess fallinn að yrkja víngarða skal ósagt látið. Fáir bera þóá móti því að þegar vel tekst til að gera vín í Frakklandi eru þaulíklega stórkostlegustu vín sem hægt er að finna hér á jörðinni.ÁRGANGARÓvíða skipta árgangar meira máli en í Frakklandi. Loftslagið erkaldtemprað og því getur brugðið til beggja vona með hitastig,sólskinsstundir og úrkomu. Frönsk vín verða sjaldan mjögalkóhólrík og innihalda yfirleitt ekki mikið af ógerjuðum sykrinema helst uppskera afar sólríkra og heitra ára.Atur á móti eruþau gjarnan þurr og sýrurík með rismikla byggingu og hafa fínleikasem útilokað er að finna í heitari víngerðarlöndum þar semloftslag er stöðugra. Þótt árgangar skipti nú á dögum minna málien þeir gerðu fyrir hálfri öld ber Frakkland iðulega á góma þegarrætt er um sérstaka árganga, kosti þeirra og galla.SVÆÐINEins og áður sagði er Frakkland víðlent og ákaflega margbreytilegtog því eru vínin einnig ákaflega fjölbreytt.Vínrækt er stunduðnánast allsstaðar í landinu að Bretagne-skaganum og hæstu fjallstindumundanskildum. Á Montmartre-hæðinni í miðriParísarborg er m.a.s. vínrækt og sumstaðar er vínrækt á meira en70% þess lands sem ræktanlegt er. Ekki má þó gleyma því aðFrakkland er stórt og tiltölulega dreifbýlt og þar er landbúnaðurákaflega fjölbreyttur. Enda eru Frakkar þekktir fyrir margskonarlandbúnaðarvörur fyrir utan vín, s.s. osta, grænmeti, ávexti, kjötog korn.Lesendum til glöggvunar er ágætt að fara í stutta ferð um vínræktarhéruðinfrá norðri til suðurs svo menn átti sig á þeirriótrúlegu grósku og fjölbreytileika sem einkennir Frakkland.CHAMPAGNEChampagne er nyrsta gæðavínsvæðið í Frakklandi. Þar eru framleiddfreyðivín sem kennd eru við héraðið og kallast upp á íslenskukampavín. Þau eru gerð með því að koma af stað seinni gerjuní flöskunni og er sú aðferð fyrirmynd annara freyðivína semgerð eru út um allan heim. Aðferðin er bæði flókin og tíma- ogplássfrek og því eru kampavín aldrei neitt sérstaklega ódýr.Eftirspurnin er þó næg enda er fátt skemmtilegra en að skála íkampavíni við hátíðleg tækifæri. Þrjár tegundir af þrúgum eruaðallega notaðar við gerð kampavína; Chardonnay, Pinot Noir ogPinot Meunier.ALSACEÍ Alsace gætir þýskra áhrifa enda liggur héraðið að Rínarfljótinuog íbúar tala þýskuskotna mállýsku. Þrátt fyrir að vera nokkuðnorðarlega er þessi hluti af Frakklandi einn sá þurrasti og sólríkastiog þótt oft vori seint þá eru haustin jafnan löng og heit. ÍAlsace eru nánast eingöngu gerð hvítvín sem eru þekkt fyrir aðvera ilmrík, þurr og bragðmikil og ganga vel með bragðmiklum ognokkuð þungum mat, bæði kjöti og fiski. Helstu þrúgurnar eruRiesling, Pinot Gris, Gewurztraminer, Muscat, Silvaner og PinotBlanc. Þarna eru einnig gerð ákaflega góð sætvín sem ýmist kallastVendanges Tardives (sein uppskera) eða Selection des GrainsNobles (úrval af eðalþrúgum). Vín frá bestu svæðunum bera jafnanskilgreininguna Grand Cru (stóryrki).BOURGOGNEHeitir á íslensku Búrgúnd og talið er að þjóðflokkur fráBorgundarhólmi í Eystrasalti hafi sest þar að á 4. öld og boriðnafnið með sér. Þar eru gerð bæði hvít, rauð og freyðandi vín ogsum þeirra eru einhver eftirsóttustu vín heims. Nyrsti hlutinnheitir Chablis og þar eru gerð ákaflega glæsileg og jarðbundinhvítvín úr Chardonnay-þrúgunni. Miðhlutinn er líklega þekktastihluti svæðisins og skiptist í Côte des Nuits og Côte du Beauneog saman kallast þau Côte d’Or eða Gullströndin, enda eru mörgvín þaðan jafnvirði þyngdar sinnar í gulli. Þar eru gerð bæði hvítog rauð vín og eru þau flest kennd við þorpin og víngarðana semþau koma frá, t.d. Beaune, Pommard, Montrachet og Vosne-Romané. Bestu vínin kallast Premier Cru (fyrsta yrki) og GrandCru (stóryrki). Hvítvínin eru að langstærstum hluta gerð úrChardonnay og rauðvínin úr Pinot Noir.Sunnan við Gullströndina eru nokkuð stór svæði sem kallastCôte Chalonnais og Mâcon og þar eru gerð hvít og rauð vín úrsömu þrúgum þótt þau þyki sjaldnast eins glæsileg. Þekktast erlíklega vínið Pouilly-Fuissé sem kennt er við samnefnt þorp.Næst þegar þið smakkið Chardonnay-vín frá Ástralíu, Suður-Afríku eða Chile skuluð þið minnast þess að víngerðarmennirnireru að reyna að líkja eftir hinum stórkostlegu Búrgúndarvínumsem fáir deila um að séu einhver bestu í heiminum.BEAUJOLAISBeaujolais telst reyndar til Búrgúndar en er töluvert sunnar ogþar eru eingöngu gerð rauðvín úr þrúgu sem kallast Gamay.Þetta eru að jafnaði létt og blómleg vín sem fara vel með grófumog einföldum sveitamat en bestu vínin koma frá nokkrumþorpum sem vínin eru kennd við, s.s. Moulin-á-Vent, Fleurie,Morgon og Saint Amour. Beaujolais Nouveau er þó líklega þekktastaafurð héraðsins en það er í raun fyrsta vín haustsins og máhefja sölu á því þriðja fimmtudaginn í nóvember ár hvert. Þessi11


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:45 Page 12Þ O R R I H R I N G S S O Nvín eru gerjuð með ákveðinni aðferð sem gerir þau mjög ávaxtaríkog tannínlítil svo nauðsynlegt er að meðhöndla þau eins oghvítvín og kæla þau niður fyrir neyslu.LOIREFljótið Loire rennur um sveitir norðurhluta Mið-Frakklands fráBúrgúnd í austri og til Atlantshafsins í vestri og kallast á íslenskuLeirufljót.Við bakka þess eru ákaflega fjölbreytt vínræktarhéruðog þrúgurnar sem notaðar eru að sama skapi mjög fjölbreyttar.Austast og innst í landinu eru þorpin Sancerre og Pouilly-Fumée.Þar eru búin til þurr og snörp hvítvín úr þrúgunni SauvignonBlanc og eru þau fyrirmynd vína úr þessari þrúgu sem gerð eruum allan heim. Um miðhluta Leiru eru gerð hvítvín úr þrúgunniChenin Blanc sem ýmist eru þurr eða sæt. Þessa þrúgu má, einsog flestar franskar þrúgur, finna um allan heim, t.d. í Suður-Afríkuog Kaliforníu, en vínin þaðan verða sjaldnast eins ljúffeng og fráFrakklandi. Þar er einnig ræktuð rauða þrúgan Cabernet Francog úr henni koma létt rósavín og þurr og sýrumikil rauðvín semþví miður eru lítt kunn hér á landi. Af öðrum rauðum þrúgumsem notaðar eru má nefna Gamay og Pinot Noir. Við ósaLeirufljótsins er svo svæði þar sem gerð eru snörp og skemmtileghvítvín úr þrúgunni Muscadet og þau bestu eru þroskuð meðgerbotnfallinu sem gefur þeim aukna dýpt og kallast Sur Lie.RHÔNERónardalurinn er stórt svæði og kennt við fljótið Rhône semrennur frá norðri til suðurs, á upptök sín í Sviss og rennur til sjávarí Miðjarðarhafið skammt frá Marseille. Eðlilega þegar um svostórt svæði er að ræða eru vínin fjölbreytt og þrúgurnar ákaflegamargar. Í grófum dráttum má skipta Rónardalnum í tvo hluta;þann nyrðri og þann syðri. Í norðurhlutanum ræður hin rauðaþrúga Syrah ríkjum en þetta er sama þrúgan og Ástralir kallaShiraz. Í Frakklandi eru vín úr þessari þrúgu jafnan þurrari ogsýrumeiri en hjá andfætlingum okkar. Þekktustu svæðin eruCôte-Rôtie (bakaða ströndin) og Hermitage sem hefur stundumverið kallað karlmannlegasta vín Frakklands. Þetta eru bragðmikilog tannísk vín sem geta geymst og þroskast áratugumsaman. Þaðan er hvíta þrúgan Viognier einnig upprunnin en húner ákaflega sérstök og hefur verið að breiðast út um heiminn ásíðasta áratug. Hvergi er hún þó eins mjúk og blómleg og í hlíðinnivið þorpið Condrieu.Í suðurhluta Rónardalsins er landslag töluvert ólíkt og áhrifafrá Miðjarðarhafinu gætir í ríkara mæli. Þar eru aðallega gerðrauðvín og til þess ræktaðar fjöldi þrúga en þær þekktustu erulíklega Syrah, Grenache, Mourvédre, Cinsault og Carignan aukannarra. Ekki má heldur gleyma því að Frakkar drekka mikið afrósavínum í sumarhitunum og eru þau að jafnaði gerð úr sömuþrúgum. Kunnasta svæðið er án efa Chateauneuf-du-Pape, lítiðþorp sunnan við Orange og kennt við hina nýju páfahöll en á 14.öld hafði páfinn aðsetur sitt í Avignon og þurfti hirð hans að sjálfsögðumikið magn af víni. Meðfram öllu Rónarfljótinu eru gerðvín sem kallast Côte du Rhône og geta verið úr öllum ofangreindumþrúgum og jafnvel fleirum. Þetta geta ýmist verið einföldeða flókin vín en að jafnaði eru þau betri sem kallast Côtesdu Rhône Villages og kennd eru við eitt þeirra fjölmörgu þorpasem standa við fljótið. Dæmi um slík vín eru t.d. Rasteau ogCairanne.BORDEAUXBordeaux er stærsta einstaka vínhérað Frakklands og þá um leiðalls heimsins og væri Bordeaux sjálfstætt ríki væri það í 10-12sæti yfir mestu framleiðslulöndin. Þar eru gerð allskyns vín enfrægust hljóta að teljast rauðvínin frá Médoc og Libourne. ÍBordeaux eiga þrúgur eins og Cabernet Sauvignon, Merlot,Malbec og Carménere sér uppruna og til viðbótar þeim eruræktaðar þrúgur eins og Cabernet Franc og Petit Verdot.Bordeaux er þekktast fyrir sjattóin, Chateau, en svo kallastvíngerðarhúsin í Bordeaux og í beinni þýðingu mætti nefna þauhallir þótt þau séu það í fæstum tilfellum. Af einstökum sjattóummætti nefna Latour, Mouton Rothchild, Margaux, Cheval Blanc,Ausone, Cos d’Estournel, Montrose og svo má lengi telja endaskipta víngerðarhúsin í Bordeaux þúsundum.Venjan er að skiptaBordeaux gróflega í vinstri og hægri bakka og þá eru það fljótinGaronne og Dordogne sem skipta löndum og renna svo samanvið borgina Bordeaux og kallast eftir það Gironde. Á vinstribakkanumer heimavöllur þrúgunnar og kunnustu svæðin þar eruCabernet Sauvignon og Médoc og Graves. Þau skiptast einnigniður í fleiri smærri svæði eins og t.d. Pauillac, St. Éstephe ogPessac Léognan. Á hægri bakkanum eru Pomerol og Saint Emilionán efa kunnustu svæðin auk fjölda annarra sem of langt væri aðtelja upp hér. Á þessum slóðum er mun meira um þrúgurnarMerlot og Cabernet Franc enda er bæði loftslag og jarðvegurólíkt því sem gerist í Médoc. Á milli ánna er víðáttumikið svæðisem kallast Entre-Deux-Mers og þar er mikið ræktað af þurrumhvítvínum úr þrúgunum Sauvignon Blanc og Sémillon auk rauðravína sem kallast þá einfaldlega Bordeaux. Bordeaux er ekki síðurþekkt fyrir sætu hvítvínin frá svæðunum í kringum Sauternes enþar eru skilyrði til sætvínsgerðar óvíða betri og eðalmyglanBotritys Cinerea gjörn að setjast á hinar hvítu þrúgur sem ræktaðareru þarna.LANGUEDOC-ROUSSILLON OG PROVENCEVið Miðjarðarhafsströnd Frakklands eru víðáttumikil vínræktarhéruðog vel mætti segja að það svæði væri svar Frakklandsvið Nýja Heiminum. Languedoc-Roussillon er feikistórt og skiptistí mörg smærri svæði en samanlagt er framleitt meira magn af12


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:45 Page 13


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:45 Page 14Þ O R R I H R I N G S S O NPýreneafjöllin eru gerð frábær vín, bæði rauð og hvít, úr þrúgumeins og Gros og Petit Manseng.víni þar en víðast hvar annarsstaðar á jörðinni. Þar eru bæði gerðvín sem falla undir gæðavínsskilgreiningar og eins önnur sem teljasteinfaldlega til borðvína. Skilin þar á milli ráðast venjulega afþví hvaða þrúgur eru notaðar við víngerðina en ekki gæði vínsinsí sjálfu sér. Mest er gert af rauðum vínum og rósavínum og til þessnotaðar hefðbundnar þrúgur sem upprunnar eru við vestanvertMiðjarðarhafið og á Spáni eins og Syrah, Grenache, Cinsault,Mourvédre og Carignan en þar er einnig mikið ræktað af þrúgumsem koma frá öðrum svæðum Frakklands svo sem CabernetSauvignon, Chardonnay, Pinot Noir, Merlot og Sauvignon Blanc. Áþessum slóðum er löng hefð fyrir að gera styrkt vín sem kallastVin Doux Naturels (náttúrulega sæt vín) úr þrúgum eins ogGrenache og Muscat og má þar nefna Banyuls og Rivesaltes.ÖNNUR SVÆÐIEins og áður sagði gríðarlega mikil vínrækt stunduð um alltFrakkland og það væri óðs manns æði að telja öll vínin þaðan uppenda eru mörg þeirra nánast óþekkt hér á landi. Til gamans mábenda á nokkur svæði sem lesendur ættu að prófa ef þeir fá tækifæritil. Uppi í Alpafjöllunum í Jura og Savoie eru gerð skemmtileghvítvín úr margskonar þrúgum, m.a. Savignin og Roussette.Fyrir sunnan Bordeaux eru stór, ókönnuð svæði fyrir forvitnaÍslendinga og þar eru gerð ákaflega mörg skemmtileg vín, t.d. hiðtanníska og grófa Madiran úr þrúgunni Tannat og viðFRÖNSK VÍN OG MATUREkkert land í veröldinni hefur haft eins mikil áhrif á matargerðnútímamanna eins og sú franska og hvergi í heiminum er vín jafnsamofið matnum og þar. Hver sýsla og hvert vínræktarhéraðstáta af bæði vínum og sérstökum réttum sem hvergi eru betrien einmitt þar og hafa þróast í aldanna rás með hliðsjón af hvertöðru. Í Frakklandi eru framleiddir fleiri ostar en venjulegurmaður getur haft tölu á og þar er grænmeti og kyn húsdýra fjölbreyttaraen hjá öðrum þjóðum. Einsleitni og stöðlun er eitur íaugum Frakka og það endurspeglast í vínum þeirra og mat endanægir varla meðalævi til að kanna þá fjársjóði til hlítar. Því erufrönsk vín að jafnaði mörgum sinnum hepplegri fylginautur meðmat en hin ofsprittuðu, ofeikuðu, sultuðu og grófu Nýjaheimsvínsem venjulega valta yfir matinn sem þau eiga einmitt að styðjavið.Til að átta sig á fjölbreytninni og þeim möguleikum sem frönskvín veita neytendum er gott að renna snöggt í gegnum vínræktarhéruðinog benda á með hverskonar mat vínin þaðan eru heppileg.Þetta er þó alltaf mjög teygjanlegt og auðvitað láta mennsmekk sinn ráða, fyrst og fremst.CHAMPAGNEKampavín eru auðvitað frábær ein og sér við öll tækifæri en hafilesendur ekki prófað að drekka kampavín með mat ættu þeir aðgera það hið fyrsta. Kampavín er nefnilega hægt að drekka meðöllum mat, að súkkulaði hugsanlega undanskildu. Prófið t.d. bleiktkampavín með villibráð.ALSACEHvítvínin frá Alsace eru einhverjir bestu fylginautar matar semhægt er að finna, bæði með fiski og kjöti. Þau eru ótrúlega fjölhæfog fátt er t.d. betra með hefðbundum íslenskum jólamat enTokay-Pinot Gris eða Riesling frá Alsace. Þau eru einnigframúrskarandi með súrsætum mat og hinni léttu og bragðmiklumatreiðslu sem kennd er við fjúsjón, eða sambræðslu. Þessi víneru einnig sérlega góð með fjölda mjúkra osta.BOURGOGNERauðvínin frá Búrgúnd eru einstaklega góð með nautasteik,alifuglum og léttri villibráð. Léttustu vínin eru líka feikilega góðmeð feitum fiski svo sem lax og túnfiski. Hvítvínin frá Búrgúnderu eitt það besta sem hægt er að hafa með bragðmiklum fiskréttumog mjúkum ostum. Klassísk samsetning er að velja Chablismeð humri og hörpudiski og hvítvínin frá Gullströndinni meðlaxi, feitum flatfiskum og kjúkling.14


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:45 Page 15F J Ö L B R E Y T T A F R A K K L A N DBEAUJOLAISBeaujolais er gott með svínakjöti, kjúkling, pottréttum, unnumkjötvörum, kæfum og innmat, svo sem lifur og nýrum og ekki erþað síður gott með steiktum fiski. Beaujolais er líka bestarauðvínið sem hægt er að hafa með hvítmygluostum svo semCamembert og Brie. Hvernig væri að prófa næst Beaujolais meðblóðmör og lifrarpylsu?LOIRESancerre og Pouilly-Fumé eru ákaflega góð vín með geitaosti,grænmetisréttum, mögrum fiskréttum og skelfiski. Rauðvínin fráLoire eru spennandi með margskonar mat, bæði fiski og kjöti, ogmá t.d. benda á kálfakjöt, svínakjöt og bragðmikla fiskrétti.Muscadet er klassískt með hvítum og léttum fiskréttum ogskelfiski, t.d. krækling.RHÔNERauðvínin frá norðurhlutanum eru frábær með nautakjöti og íslenskrivillibráð og þau léttari með lambakjöti. Það sama má segjaum vínin frá Chateauneuf-du-Pape en venjuleg Côtes-du-Rhônerauðvín eru góð með öllum hversdagsmat, harðari ostum, pottrétt-um,pasta, tómatkenndum sósum og öllu kjöti. Hvítvín fráCondrieu eru sérlega góð með feitum réttum, kjúkling og villisveppum.Prófið líka rósavínin frá Provence með fiskisúpu oggrillmat.BORDEAUXEinföld rauðvín frá Bordeaux eru góð hversdagsvín og ganga meðflestum hversdagsmat en með betri rauðvínunum er gott aðborða lamba- og nautakjöt, villibráð og harða osta eins og Gouda.Hvítvínin er góð með mögrum og meðalfeitum fiskréttum,bökum og ljósu kjöti. Sætu hvítvínin er stórkostleg meðávaxtabökum, gæsalifur (foie gras) og blámygluostum.LANGUEDOC-ROUSSILLONFlest vínin eru frekar gróf og einföld og henta því fremur meðhversdagsmat, pottréttum og pasta. Þau sem hafa flóknari og betribyggingu ganga vel með rauðu kjöti og inn á milli má finnastórkostleg vín sem jafnast á við góð rauðvín frá Bordeaux.Annars er erfiðara að alhæfa um vín frá þessum slóðum þar semmörg þeirra líkjast vínum frá öðrum héruðum.15


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:45 Page 16Þ R Ú G U P O R T R E T TRioja einkennist af vanillubragði. En það eruekki eiginleikar tempranilló þrúgunnar.Aftur á móti elskar hún eikartunnur- og erelskuð af (næstum) öllum!TEMPRANILLOSTOLT SPÁNARTexti: Christina Heinä Liman. Myndskreyting: Andreas BennwikLauslega þýtt: Páll SigurðssonÁður birt í Bolaget, nr.1. janúar 2004, Fréttablaði Systembolaget.Birt með góðfúslegu leyfi Systembolaget í SvíþjóðHæ, þú ert glaðlegur...-Gracias! Ég verð aldrei súr hvað sem á gengur. Það mákannski mætti segja það minn helsta „ókost“.Ókost? Það hljómar undarlega ?- Si, það finnst mér! En ekki vínsérfræðingum. „Of lítil sýra“,segja þeir og fitja upp á nefið.En venjulegir vínunnendur dá þig.- Það er vegna þess að ég er svo mjúkur! Og þar við bætisteldheitt og órjúfanlegt samband mitt við amerísku eikina semhefur varað alla tíð frá því er Cristóbal Colon kom heim frálas Americas með eikartunnur. Næstum nýheflað tré, fullt afvanillu! Við elskum hvort annað, como amantes!Hefur nafnið eitthvað með skaphita að gera? Þú virkar í góðu jafnvægi.- Ha, ha, af uppruna mínum mætti ráða að ég væri blóðheitur.En temp þýðir að vera snemma á ferðinni, ég verð fljótt sólbrúnnog þroskast snemma, - ekki mañjana eins og til dæmisCabernet Sauvignon.En fyrst þú ert svona kátur og þægilegur í umgengni, hvernig stendurá því að þú ert ekki útbreiddari á Spáni?- Svo mætti halda, en í raun er ég er úti um allt en bara undiröðrum nöfnum. Ull de llebre, cencibel, tinto de toro- það eralltsaman ég, í dulargervi – eins og Zorro, comprende?Þá kannt þú bæði baskamál og katalónsku.- Í Rioja baskamál, í Penedes katalónsku. Ég skil einnigportúgölsku. Ég er dulbúinn sem tinta roriz í göfugu portvíni.Þú hefur jafnvel ferðast til Argentínu. Þar ættir þú að vera eins ogheima hjá þér?- Magnífico! Svalt,þurrt og sólríkt á daginn - og allir tala spænsku!Er tungumálið svona mikilvægt?- Mucho, mér þykir gott að skilja það sem sagt er áður en éger skorinn, marinn, gerjaður og pressaður. Allra mikilvægaster að heyra español í vínkjallaranum þegar ég ligg og þroskastí mínum elskuðu eikartunnum - til að verða stórkostlegt granreserva.Og nú horfa ástralskir víngerðarmenn hungruðum augum á þig,eða svo er sagt. Gætir þú þrifist þar?- Si y no, Ástralarnir eru vinalegir jafnvel þó málið sé erfitt.Þeir taka vel á móti evrópskum þrúgum. En ég mun saknastórlæti nautaatsins - „kengúrubox“ með fullri virðingu.....!Temparnillo í stuttu máliLitur: Ung eru vínin oft nokkuð dökk en með aldrinum verða þauljósrauð eða tígulsteinsrauð.Ilmur: Þar sem tempranillo er látin þroskast á amerískri eik hefurvínið oft nokkuð áberandi vanilluilm. Að auki má finna rauð ber ogkryddjurtir. Í eldri vínum finnst oft leður og þurrkaðir ávextir.Bragð: Sama og í ilmi. Bragðið er oft mjúkt, ekki sýrurík, mild,krydduð og safarík er oftast bragðtýpan fyrir tempranillo, undanskilineru þó vín frá Ribera del Duero sem eru tannísk og kraftmikil.Ræktuð: Ein mest ræktaða þrúga Spánar; aðallega í Rioja, Riberadel Duero og Valdepeñas. Finnst annarstaðar í Argentínu og Mexíkóen einnig í Portúgal og Ástralía er byrjuð að rækta hana.Passar með: Grilluðu og steiktu kjöti, gjarnan jurtakrydduðu eða barasem selskapsvín.16


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:45 Page 17NÝTT Í KJARNAR A U Ð V Í NHér eru kynntar nýjar tegundir sem komu í kjarna í maí og júní.Angove’s Long Row Cabernet Sauv.EJXNafngiftin kemur frá hinum löngu Nanayavíngörðum Angove´s í Suður-Ástralíu. Vínið erframleitt úr 97% Cabernet Sauvignon og 3%Shiraz sem eru ræktaðar í Padthaway ogWrattonbully. Vínið hefur verið geymt á eikartunnumí 15 mánuði.Megineinkenni:Rautt. Höfugt, ferskt, mjúkt með krydduðumberjakeim.Familia Lucchese Nerod´Avola/Cabernet SauvignonJXVínið kemur frá Sikileyska vínfyrirtækinu Calatrasisem var stofnað 1980. Vínið er framleitt úr Nerod´Avola (80%) og Cabernet Sauvignon (20%)þrúgum sem eru ræktaðar á Sikiley. 15% af víninuhefur verið geymt á eikartunnum í 3 mánuði.Megineinkenni:Rautt. Höfugt og mjúkt með berjakeim.Árgangur: 2002Uppruni:Suður ÁstralíaFramleiðandi: Angove's Pty Ltd.Magn og vínandi: 750 ml 14%Kjörtími og kjörhiti: 16-18°CBerjategund: Cabernet SauvignonVörunúmer: 03034Verð: 1150Árgangur: 2001Uppruni:Ítalía, SikileyFramleiðandi: Accademia del SoleMagn og vínandi: 750 ml 13,5%Kjörtími og kjörhiti: 16-18°CBerjategund: Nero d’Avola/Cabernet SauvignonVörunúmer: 03964Verð: 1090Cellier Yvecourt Bordeaux DMXÞetta vín er framleitt úr 60% Merlot, 20%Cabernet Sauvignon og 20% Cabernet Francþrúgum sem eru ræktaðar í Bordeaux. Víniðhefur verið geymt á stáltönkum. Þægilegt vín íalla staði og á vel við grillað eða steikt kjöt ogosta.Megineinkenni:Rautt. Frekar létt, með keim af rauðum berjumog grænni papriku.Angove´s Long Row Shiraz EHXÞetta vín er framleitt eingöngu úr Shiraz þrúgunnisem er ræktuð í hinum löngu Nanaya víngörðumAngove´s í Suður-Ástralíu og á ögn kaldara svæði,Limestone Coast. Vínið hefur verið geymt áeikartunnum í 12 mánuði.Megineinkenni: Rautt. Kröftugt, ferskt, sýruríkt,með grösugum berjakeimUppruni:Frakkland, BordeauxFramleiðandi: Cellier YvecourtMagn og vínandi: 3000 ml 12%Kjörtími og kjörhiti: 16-18°CBerjategund: Merlot, Cabernet Sauvignon, Cabernet FrancVörunúmer: 05573Verð: 3490Árgangur: 2002Uppruni:Suður ÁstralíaFramleiðandi: Angove'sMagn og vínandi: 750 ml 14%Kjörtími og kjörhiti: 16-18°CBerjategund: ShirazVörunúmer: 07851Verð: 115017


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:45 Page 18R A U Ð V Í NFamilia Morella EFJLXÞetta vín kemur úr Sikileysku Calatrasi víngerðinni.Í Púglíu á Ítalíu ræður Calatrasi yfir 300 hekturumvíngarða og þar er árlega ræktuð yfir 3000tonn af þrúgum sem eru pressaðar eftir uppskeruog ekið með til Sikileyjar. Framleitt úrSangiovese (55%) og Negroamaro (45%) þrúgum.Hluti vínsins hefur verið geymdur á litlum eikartunnumí 9 mánuði.Megineinkenni: Dökkfjólurautt. Kröftugt ogmjúkt með karamellu-, eikar- og berjakeim.Stamt eftirbragðTerralis Shiraz / Malbec DMXVín sem er blanda af tveimur þrúgutegundum.Frábær kostur með og án matar, verið bara vissum að félagsskapurinn sé góður! Hver þrúgutegunder látin gerjast í sitt hvoru lagi og geymd ístáltönkum. Þær vega hvor aðra upp í mjögskemmtilegu jafnvægi í angan, bragði og lit.Megineinkenni: Dökkrautt. Þungt, með bökuðumávaxtakeim. Stamt.Árgangur: 2002Uppruni:Ítalía, PugliaFramleiðandi: Accedemia del SoleMagn og vínandi: 750 ml 14%Kjörtími og kjörhiti: 16-18°CBerjategund: Negromaro og SangioveseVörunúmer: 08002Verð: 1090Árgangur: 2002Uppruni:Argentína, MendozaFramleiðandi: Trivento Bodegas y VinedosMagn og vínandi: 3000 ml 12,5%Kjörtími og kjörhiti: Eftir opnun 4-6 vikur - 16-17°Berjategund: Syrah, MalbecVörunúmer: 08201Verð: 3120Ernest & Julio Gallo Sierra ValleyCabernet Sauvignon DJOXVín frá Gallo hafa verið feykivinsæl á Íslandi umárabil. Sierra Valley er ný lína. Þrúgurnar koma úrCentral Valley í Kaliforníu en dalurinn liggur viðrætur hins goðsagnakennda Sierra Nevada fjallgarðs.Þar er heitt á daginn en kólnar mjög á nóttunni.Hentar vel til að framleiða ávaxtarík og frísklegvín. Meðalfylling, berjaríkur ávöxtur, mild krydd.Megineinkenni: Dökkrautt. Höfugt og mjúkt meðsætum bökuðum ávexti og römmu eftirbragði.Tommasi Ripasso 2001 EHYLitur: Rúbínrauður. Ilmur: Fágaður, margslunginn ogglæsilegur. Bragð: Miðlungs fylling, með góðumávexti og krydduðum rúsínukeim. Gengur vel meðt.d. lambakjöti, kálfakjöti, nautakjöti, gæs og önd.Þetta er mjög gott ostavín og þá sérstaklega meðhörðum ostum. Tommasi Ripasso er þekkt undirnafninu „Baby Amarone“ vegna þess að þurrkuðumamarone þrúgunum er bætt í tunnurnar og gefaþær hið sérstæða bragð.Megineinkenni: Dökkrautt. Bragðmikið, þétt ogsýruríkt með grösugum og krydduðum keim.Árgangur: 2002 Árgangur: 2001Uppruni:Bandaríkin, Kalifornía, Central ValleyUppruni:Ítalía,Veneto,ValpolicellFramleiðandi: Ernest & Julio GalloFramleiðandi: Tommasi ViticoltoriMagn og vínandi: 3000 ml. 14%Magn og vínandi: 750 ml 13%Kjörtími og kjörhiti: Eftir opnun 4-6 vikur – 16-18°Kjörtími og kjörhiti: 16-20°CBerjategund: Cabernet SauvignonBerjategund: Corvina, Rondinella og MolinaraVörunúmer: 05238Vörunúmer: 04148Verð: 3490Verð: 1690Góiya Shiraz Pinotage DMXValið bestu kaupin á vínum frá Suður Afríku íDecanter Top Wines 2003. Þetta er blanda afShiraz og hinni einstöku SuðurAfríku þrúguPinotage. Fáguð blanda, dökkur og dimmur litur.Angar af þéttum, sætum og sólbökuðum ávexti.Í bragði er vínið ávaxtaríkt, með þroskuðumberjum og framandi kryddi. Hentar vel meðpasta, pítsum, svínakjöti, lambi og sjófugli.Megineinkenni:Rautt. Höfugt með bökuðum keim.Arabesque Merlot DIMXÞægilegt vín til neyslu. Flauelsmjúkt, nokkuðbragðmikið með vott af brómberjum, jafnvelrifsberjum, kryddi og örlitlum tón af kaffi.Hentar vel með grilluðu kjöti, lambi og svínakjöti,mildum pastaréttum og mjúkum ostum.Vín sem gott er að dreypa á eitt og sér eðasem fordrykkur.Megineinkenni: Ljósrautt. Meðalfylling, miltmeð léttum jarðarberjakeim.Árgangur: 2002Uppruni:Suður Afríka, Olifants RiverFramleiðandi: GóiyaMagn og vínandi: 750ml, 14%Berjategund: SyrahVörunúmer: 04817Verð: 1240Uppruni:Frakkland Languedoc Roussillon, OcFramleiðandi: Jeanjean / LCFMagn og vínandi: 3000 ml, 12,5%Vörunúmer: 04863Verð: 329018


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:45 Page 19R A U Ð V Í NBanfi Chianti D.O.C.G. DFMXRúbínrautt með fjólulituðum blæ, angan af írisblómumog fjólum. Fínlegt, ferskt og flauelsmjúktbragð. Miðlungs langt eftirbragð. Fer vel með mildumkjötréttum og mjúkum ostum.Megineinkenni:Rautt. Meðalfylling með beiskum ávaxtakeim.Canaletto Primitivo DEFJXVínekrur: Primitivo þrúgurnar eru valdar frá vínekrumnálægt Sava og Salento í suður Puglia.Canaletto Primitivo hefur djúpan, rauðan lit, meðbjartri berja- og ávaxtaangan. Í bragði er víniðríkulegt, kryddað, bragðmikið með þroskuðumávöxtum og löngu flauelsmjúku eftirbragði.Vín ífrábæru jafnvægi. Hentar vel með grilluðu svínakjöti,kjúkling og lambi, kjötforréttum og pastaréttumog er einnig mjög gott eitt og sér.Megineinkenni: Dökkrautt. Höfugt, mjúkt meðkrydduðum berja og eikarkeim.Árgangur: 2002Uppruni:Ítalía,Toskana, ChiantiFramleiðandi: Banfi S.r.l.Magn og vínandi: 750 ml 12%Berjategund: SangioveseVörunúmer: 05073Verð: 1290Árgangur: 2001Uppruni:Ítalía, Puglia.Framleiðandi: Casa Girelli S.p.a.Magn og vínandi: 750 ml 13,5%Berjategund: PrimitivoVörunúmer: 05149Verð: 1240Canaletto Montepulciano DEFJXVínekrur: Montepulciano þrúgurnar eru ræktaðar íhéraðinu L´Aquilla í Abruzzo á mið-Ítalíu.Fjólurauður litur. Sérlega gott ítalskt rauðvín, fangardásamlega angan og öflugan karakter Abruzzosvæðisins. Nokkuð mikið kryddað, t.d pipar, mjúktannín, kirsuber í bragði og góð fylling. Ljúffengt ogvel rúnnað vín með langt eftirbragð. Fer vel meðgrilluðu nauti og lambi, blönduðum kjötréttum oggrænmeti, Carpachio og kröftugum ostum.Megineinkenni: Dökkrautt. Bragðmikið, mjúkt ogkryddað með sætu berjabragði. Létt stemma íendann.Banfi Centine EFLXRúbínrautt að lit með fjörlegum blæ, í angan erCentine ákaft, líflegt og kryddað.Toskana karakterSangiovese fer frábærlega með CabernetSauvignon og Merlot blöndu.Aðgengilegt ogmjúkt í bragði, þægilegt drykkjarvín sem hentarvel með nautakjöti, mildri villibráð, lambi ogmjúkum ostum.Megineinkenni: Dökkrautt. Bragðmikið, ferskt meðbökuðum ávexti og þéttum eikarkeim. Létttannín.Árgangur: 2001Uppruni:Ítalía Abruzzo.Framleiðandi: Casa Girelli S.p.a.Magn og vínandi: 750 ml 13%Berjategund: MontepulcianoVörunúmer: 05150Verð: 1190Árgangur: 1997Uppruni:Ítalía,ToskanaFramleiðandi: Banfi S.r.l.Magn og vínandi: 750 ml 12,5%Berjategund: MontepulcianoVörunúmer: 08013Verð: 1290Arabesque Merlot DMXÞægilegt vín til neyslu. Flauelsmjúkt, nokkuðbragðmikið með vott af brómberjum, jafnvel rifsberjum,kryddi og örlitlum tón af kaffi.Hentar vel með grilluðu kjöti, lambi og svínakjöti,mildum pastaréttum og mjúkum ostum. Vín semgott er að dreypa á eitt og sér eða nota semfordrykkMegineinkenni:Rautt. Meðalfylling. Keimur af rauðum ávöxtum,nokkuð stamt.Badiola DFMXToskana vín úr smiðju Fonterutoli fjölskyldunnarog kemur frá hjarta Chianti svæðisins í Toskana.Vínið er unnið úr þremur þrúgutegundum,Sangiovese, Cabernet Sauvignon og Merlot.Víninfrá Fonterutoli hafa hlotið góðar viðtökur áÍslandi og var Castello di Fonterutoli valið vínársins af Morgunblaðinu.Megineinkenni:Fjólurautt. Bragðmikið með ávaxta- og eikarkeim.Létt stemma.Árgangur: 2002Uppruni:Frakkland Languedoc Roussillon, L'HeraultFramleiðandi: JeanjeanMagn og vínandi: 750 ml 13%Berjategund: MerlotVörunúmer: 09025Verð: 1040Árgangur: 2001Uppruni:Ítalía,ToskanaFramleiðandi: MazzeiMagn og vínandi: 750 ml 13%Berjategund: Sangiovese, Cabernet Sauvignon, MerlotVörunúmer: 04735Verð: 139019


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:45 Page 20R A U Ð V Í N / F R E Y Ð I V Í NMorgante Nero d'Avola EFLYSikileyjarvín frá bræðrum sem framleiða baratvö vín og gera það vel. Þrúgan er Nero d´Avolaog er einkenni rauðvína frá Sikiley. Flottmatarvín og mjög góð viðbót í vínflóruna.Megineinkenni:Dökkrautt. Bragðmikið, mjúkt, kryddað, grösugtog berjaríkt.Drostdy-Hof Cape Red DFJXFyrstu vín Drostdy-Hof komu á markað 1973og var lagt upp með það að leiðarljósi að bjóðavínunnendum uppá vönduð blönduð vín semmætti treysta, vín sem héldust stöðug frá ári tilárs og þyrftu ekki langa geymslu fyrir neyslu.Allthefur þetta gengið eftir og þykja Drostdy-Hofvín Suður-Afríku til sóma á alþjóðamarkaði,sérstaklega ef borin eru saman verð og gæði.Megineinkenni: Fjólublátt. Höfugt, sýruríkt, meðberjakeim. Létt stemma.Árgangur: 2002Árgangur: 2003Uppruni:Ítalía, SikileyUppruni:Western Cape - Suður AfríkaFramleiðandi: Morgante S.R.L.Framleiðandi: Drostdy WinesMagn og vínandi: 750 mll 13%Magn og vínandi: 750ml 13,5%Berjategund: Nero d'AvolaBerjategund: Cabernet Sauvignon50%, Merlot 50%.Vörunúmer: 08210 Kjörtími og kjörhiti: 16-18°Verð: 1390Vörunúmer: 08769Verð: 990Pasqua Korae EFHLVínframleiðandinn Pasqua er vel þekktur áÍslandi enda lengi átt vín í sölu í vínbúðumÁTVR. Þetta vín er úr Corvina þrúgunni semer mikið notuð í Veneto á norður Ítalíu m.a. íhin frægu Amarone vín sem vel flestir þekkja,afar vel gert og þægilegt vín.Megineinkenni:Dökkfjólurautt. Meðalfylling, heitur ogkryddaður ávaxtakeimur.Lagunilla Reserva EFHLRioja eins og hann gerist bestur. Mikil fylling ogdjúpur angan, flauelsmjúkt eftirbragð.Töluverðursveitakeimur m.a. vegna 3 ára þroskunar á eikartunnumog 12 mánuða í stálámum. Þrúgusamsetninginer 70% Tempranillo, 20% Garnacha & 10%Mochuelo/Graciano blanda sem gerir vínið flókiðen aðgengilegt í senn. Frábært vín með grilluðukjöti. Eikin og kryddið vinna með grillbragðinu ogávöxturinn í víninu kallar kjötbragðið fram.Megineinkenni: Ljósryðrautt. Meðalfylling, fínlegtmeð ávaxtablönduÁrgangur: 2002Uppruni:Ítalía,Veronese,VenetoFramleiðandi: Pasqua Vigneti e Cantine SpaMagn og vínandi: 750 ml 12,5%Berjategund: CorvinaVörunúmer: 08967Verð: 990Árgangur: 1999Uppruni:Spánn, RiojaFramleiðandi: Pasqua Vigneti e Cantine SpaMagn og vínandi: 750 ml 12,5%Berjategund: Garnacha,TempranilloVörunúmer: 08597Verð: 1390Freixenet Cordon Negro BrutaboxLétt Cava, mest selda freyðivín heims vegnamikils frískleika. Nú einnig fáanlegt í hentugum200ml flöskum. Hreint og frísklegt bragðmeð fínlegu, löngu bragði í lokin.Megineinkenni: Gulgrænt. Frekar létt, frísklegtog þurrt með skógarberjakeim.Marques de Monistrol Reserva SemiSeco aoxSítrónugulur og tær litur, með miklum, ferskumog sætum ávaxtailmi. Mikill en yfirvegaður sæturávöxtur í bragði, mjög ferskt og passlega sætt.Þessi Cava er frábær einn og sér, og hentarsérstaklega vel sem fordrykkur eða úti á heitumsumardegi. Passar einnig með sterkkrydduðummat, t.d. rækjum í chili eða hörpuskel í hvítlaukog svörtum pipar.Megineinkenni: Gult. Frekar létt, hálfsætt, milt ogfínlegt.Uppruni:Spánn, Katalónía, CavaFramleiðandi: FreixenetMagn og vínandi: 3x200 ml = 600 ml 11,5%Kjörtími og kjörhiti: 6-7°CVörunúmer: 00533Verð: 990Uppruni:Framleiðandi:Spánn, CavaMarques de Monistrol S.A.Magn og vínandi: 750 ml 11,5%Berjategund: Viura, Xarel.lo, ParelladaKjörtími og kjörhiti: 6°CVörunúmer: 04635Verð: 89020


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 21H V Í T V Í NPlaneta La Segreta Bianco CDXFyrirtækið Planeta á Sikiley er að margra matiáhugaverðasti framleiðandinn á Sikiley í dag. LaSegreta er unnið úr fimm þrúgum, Grecanico,Chardonnay,Viognier, Sauvignon Blanc og Fiano.Þrúgurnar koma af tveimur svæðum á Sikiley,Menfi og Sambuca di Sicilia.Megineinkenni: Gult. Ilmríkt, bragðmikið og mjúktmeð hnetu- og ferskjukeim.J.P. Chenet Blanc de Blancs BCXYndislegt hvítvín frá Suður-Frakklandi semgert er úr þrúgunum Chardonnay, Colombardog Ugni blanc. Ljóst á lit með grænumtón. Ilmurinn er opinn og hreinn, örlar einnigá appelsínu og hvítum blómum. Meðalbragðmikið,ávaxtaríkt og frísklegt með sítrusávextiog perur í öndvegi. Upplagt sem fordrykkureða eitt og sér en einnig með mat eins ogfisk eða salati og smáréttum.Megineinkenni: Strágult. Létt, með frískri sýruog ávaxtakeim.Árgangur: 2003Uppruni:Ítalía, SikileyFramleiðandi: Planeta s.a.s.Magn og vínandi: 750 ml 13%Berjategund: Grecanico, ChardonnayVörunúmer: 04707Verð: 1290Uppruni:Frakkland, Cotes de GascogneFramleiðandi: J.P. ChenetMagn og vínandi: 3000 ml 11,5%Berjategund: Chardonnay, Colombard og Ugni BlancKjörtími og kjörhiti: Eftir opnun um 6 vikur, 8-10°CVörunúmer: 04753Verð: 3120Two Oceans Sauvignon Blanc ABCXTwo Oceans eru aðgengileg og fersk vín fráSuður-Afríku á mjög góðu verði. Óvenjulegt erað kassavín séu jafn frambærileg.Two Oceansvínin draga nafn sitt af stóru höfunum tveimur,Indlandshafi og Atlantshafi. Þrúgurnar koma frávínekrum við strandlengju Góðrarvonarhöfða enþar er loftslagið ekki ósvipað og því sem þekkistvið Miðjarðarhafið. Opið og aðgengilegt vín.Megineinkenni: Fölgult. Frekar létt, þurrt og fersktmeð grösugum ávexti.Rene Barbier Blanco Seco ABCXRene Barbier er staðsett í Penedes í Kataloníu áSpáni, skammt frá Barcelona. Þetta er létt ogfrísklegt hvítvín með temmilegu áfengisinnihaldi,11,5%. Blærinn er fölgulur með fínlegumgrænum tónum. Epli og ananas með sítrus tónumí bragði. Frísklegt hvítvín á sólpallinn í sumar.Megineinkenni: Fölgrænt. Létt og þurrt meðferskri sýru og léttum ávaxtakeim.Árgangur: 2003Uppruni:Suður-Afríka,Western CapeFramleiðandi: DistellMagn og vínandi: 3000 m 12%Kjörtími og kjörhiti: Eftir opnun 4-6 vikurBerjategund: Sauvignon BlancVörunúmer: 05236Verð: 3090Uppruni:Framleiðandi:Spánn, Katalónía, PenedesRene Barbier S.A.Magn og vínandi: 3000 ml 11,5%Kjörtími og kjörhiti: 6-8°CVörunúmer: 07053Verð: 2990Casillero Del Diablo ChardonnayBCDIXSkærgult. Mjög aðlaðandi ilmur með öflugum ananasog smjöráferð. Bragð: Eins og af suðrænum ávöxtum.Ferskt, snarpt en fágað. Langt og gott eftirbragðmeð þéttri byggingu. Ræður við fjölbreyttan mat,ekki síst grillaðan, allt fiskmeti og þá sérstaklega laxog silung. Ljúffengt með kjúklingi og svínakjöti.„Kjallari djöfulsins“ hefur farið siguför um heiminnog sérstaklega slegið í gegn í Skandinaviu.Megineinkenni: Gulgrænt. Kröftugt, þétt meðsnarpri sýru og eikar- og ávaxtakeim.Arabesque Chardonnay CDIXFrískandi sólskinsvín, nokkuð ávaxtaríkt, meðgóðum undirtón af melónu og ananas. Létt oglíflegt vín sem hentar vel við flest tækifæri.Milt og þægilegt. Gott eitt og sér og fer velmeð mildum sjávarréttum, salötum og kjúklingapasta.Ekta vín til að dreypa á úti á palliog sem fordrykkjarvín.Megineinkenni: Ljósgult. Bragðmikið meðléttum ávexti.Árgangur: 2001Uppruni:Chile, Central dalur,Framleiðandi: Concha y ToroMagn og vínandi: 750 ml 13,5%Berjategund: ChardonnayVörunúmer: 05996Verð: 1250Uppruni:Frakkland, Languedoc Roussillon, OcFramleiðandi: Jeanjean / LCFMagn og vínandi: 3000 ml 12%Berjategund: ChardonnayVörunúmer: 09024Verð: 329021


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 22B R A N D Í / G I N / Á F E N G T G O SRemy Martin VSOPRemy Martin notar eingöngu ber frá GrandeChampagne og Petite Champagne í Cognachéraðinu í Frakklandi. Koníakið angar af blómumeins og rósum og fjólum, hefur keim af ávöxtum,aprikósum og perum. Remy Martin er einnigeimað með hýðinu til þess að gefa meira bragðog geymt í 8 ár á limousin eikartunnum. Blandaner afar mjúk með langt eftirbragð.Megineinkenni: Gulgrænt. Fínlegt með sætumtunnu- og ávaxtakeim.Frapin NapoleonFrapin fjölskyldan getur rakið sögu sína í Cognachéraði allt aftur til 13. aldar. Frapin er staðsett íhjarta Cognac og er öll uppskera fyrirtækisinsvottuð sem Grande Champagne Cognac. FrapinNapoleon er úr 15-20 ára gamalli blöndu. Núnafáanlegt fyrir Íslandsmarkað í hentugum 50 clplastpelum sem eru tilvaldir í veiðiferðina eðahestaferðalagið.Megineinkenni: Gullinbrúnt. Fínlegt og ilmríkt meðsætum keim af tunnu og þurrkuðum ávöxtum.Árgangur: 2002Uppruni:Fakkland, CognacFramleiðandi: Cls Remy CointreauMagn og vínandi: 1000 ml 40%Vörunúmer: 04663Verð: 6690Uppruni:Frakkland, Cognac, Grande ChampagneFramleiðandi: P. FrapinMagn og vínandi: 500 ml 40%Vörunúmer: 05605Verð: 3690Gordon's GinAlexander Gordon hóf framleiðslu á Gordonsgini í London árið 1769 og enn í dag er samauppskriftin notuð til að gæði og bragð haldistalltaf eins. Bragðmikið en milt með einiberja ogsítruskeimPassoa Diablo Mandarin & GuaranaPassoa Diablo Mandarin er unnið úr ástríðuávaxtarlíkjörnumPassoa. Drykkurinn hefurfrískandi mandarínubragð með votti af Guarana.Framandi og vandaður drykkur.Megineinkenni: Appelsínugult. Sætt ávaxtabragð.Megineinkenni: Frísklegt sítrus og einiberjabragð.Árgangur: 2002Uppruni:Stóra BretlandFramleiðandi: Tanqueray Gordon & Co.Magn og vínandi: 500 ml 40%Vörunúmer: 08449Verð: 2210Uppruni:FrakklandFramleiðandi: CLS Remy CointreauMagn og vínandi: 275ml 5,4%Vörunúmer: 03633Verð: 28022


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 23H A G N Ý T TMatartáknin í VínblaðinuNotuð eru tákn sem gefa til kynna hvaða matur geti passað við tiltekin vín.acbideFordrykkir, smáréttirFiskurSkelfiskurGrænmetisréttirLjóst kjöt/svínakjötNautakjötfhjklmLambakjötVillibráðGrillað kjötAusturlenskur maturOstarPasta/PítsanoxyæÁbætisréttirSólpallavínTilbúið til að drekkaTilbúið að drekka, en má geymaBatnar við geymsluNotað með leyfi AS Vinmonopolet NoregiÞjónusta til allra landsmannaÁfengi er selt á sama verði til allra landsmanna,óháð því hvar þeir búa. Þeir sem búalengra en 25 km frá vínbúð geta fengið vínsent heim sér að kostnaðarlausu.Skýringar á vöruskrá:Tegundir sem eru merktar R eru íreynslusölu og fást aðeins íHeiðrúnu og Kringlunni. •R erunýjar vörur í reynslusölu.Endurvinnslan.isEndurvinnslan og Sorpa borga 9 krónur fyrirallar einnota drykkjarumbúðir. Það á jafnt viðum allar vínflöskur og bjórflöskur sem gosflöskurog dósir. Móttökustaðir eru víða oghægt er að leita nánari upplýsinga umstaðsetningu þeirra úti um allt land áheimasíðu Endurvinnslunnar:www.endurvinnslan.is.Hitastig vínaFreyðivín: 4-10°CHvítvín: 5-13°CRósavín: 5-7°CRauðvín: 12-20°CStyrkt vín: 8-18°CVenjulegur ísskápshiti er í kringum3-5°C og kælir vín um 4°C á klst.Óopnuð flaska hitnar um 4-5°C ástofuborði á klst.


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 24VÖRUSKRÁ GILDIR TIL31. JÚLÍR A U Ð V Í NRauðvín eru gerjuð úr dökkum vínþrúgum. Styrkur vínanda er oftast á bilinu 11 til 14%Tegundir sem eru merktar R eru í reynslusölu og fást aðeins í Heiðrúnu og Kringlunni. •R eru nýjar vörur í reynslusölu.v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðArgentínaArgentína er eitt mesta vínframleiðsluland heims.Helstu þrúgur eru Malbec og Cabernet Sauvignon.R 05378 Graffigna Malbec 750 ml 13% 990San Juan: Dökkfjólurautt. Ilmríkt. Bragðmikið, berjaríkt með léttristemmu. DEFMYR 03457 Santa Ana Bonarda-Malbec Reservado 700 ml 13% 99008201 Terralis Shiraz - Malbec kassavín 3000 ml 13,5% 3120Dökkrautt. Þungt, með bökuðum ávaxtakeim. Stamt. DMXMendoza08201 Terralis Shiraz - Malbec kassavín 3000 ml 13,5% 3120Dökkrautt. Þungt, með bökuðum ávaxtakeim. Stamt. DMX05093 Alamos Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1290Fjólublátt. Ilmríkt, eikar og berjailmur. Bragðmikið, þétt,nokkuð tannískt bragð. EJYR 05095 Alamos Malbec 750 ml 13,5% 1290Dökkfjólurautt. Höfugt með léttri eik, berjaríkt. DEFJXR 05334 Alta Vista Bonarda 750 ml 13,5% 1360R 05926 Alta Vista Malbec 750 ml 13,5% 1450Fjólublátt. Bragðmikið, mjúkt, berjaríkt með lyngkeim. FJMXYR 05232 Alto Agrelo Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1390R 05357 Argento Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1190Fjólublátt. Bragðmikið og þétt, með krydduðu berjabragði. DFMXR 05358 Argento Malbec 750 ml 13% 1190Fjólublátt. Bragðmikið og berjaríkt. Ungt. DMXR 05409 Astica Cabernet Sauvignon kassavín 3000 ml 13,5% 349007347 Balbi Malbec Shiraz 750 ml 13% 1090Rautt. Meðalfylling, léttkryddað ávaxtabragð, ferskt. DIJMXR 05088 Catena Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1590Dökkfjólurautt. Bragðmikið, með löngu eikarbragði, fínlegt.EFLYR 05087 Catena Malbec 750 ml 14% 1590Fjólublátt. Bragðmikið með kaffi- eikarkeim. Fínlegt. DEYR 05080 Dona Paula Malbec 750 ml 14,5% 1480Lujan de Cuyo: Dökkrautt. Þungt, kryddað og grösugt. EY07348 Etchart Rio de Plata Malbec 750 ml 12,5% 1090Ljósrautt. Meðalfylling, ferskt með ávaxtakeim. DLMX07918 Finca Flichman Syrah 750 ml 14,5% 1150Dökkfjólublátt. Baragðmikið, stamt, með eik, ávöxtur og karamella. EFYR 04273 Finca Santa Maria Malbec 750 ml 12,5% 1290R 05076 Los Cardos Malbec 750 ml 14% 1190Lujan de Cuyo: Fjólurautt. Höfugt, berjaríkt með nokkurri remmu.DEMXR 05077 Los Cardos Merlot 750 ml 14% 1190Tupungato: Dökkfjólurautt. Höfugt, með kryddaðan ávöxt ogeikarkeim. Rammt eftirbragð.R 05078 Los Cardos Syrah 750 ml 14% 1190Lujan de Cuyo08108 Lurton Mendoza Cabernet Sauvignon 750 ml 12,5% 1150Frekar létt, berjaríkt og kryddað. DEFJR 08730 Martins Andino Malbec-Bonarda 750 ml 13,5% 890R 08581 Martins Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1190R 08583 Martins Tempranillo 750 ml 14,5% 1090R 08233 Reserva de Perón Bonarda 750 ml 12,5% 1190R 08232 Reserva de Perón Malbec 750 ml 12,5% 1190Rautt. Meðalfylling, mjúkt með léttkrydduðu ávaxtabragði.DJMXR 03990 Santa Ana Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 119007562 Santa Ana Cabernet Sauvignon Cepas Privadas 750 ml 13,5% 1280Dökkfjólurautt. Þungt, berjaríkt og eikað. Ungt. ELZ07675 Santa Ana Malbec Special Reserve 750 ml 13,5% 1290Fjólurautt. Bragðmikið, mjúkt, ávaxtaríkt með berjakeim. EFLXR 04764 Santa Ana Merlot 187 ml 13,5% 34004262 Santa Julia Tempranillo 750 ml 13% 1250Dökkfjólurautt. Meðalfylling, létt stemma með eikar-, krydd- ogkaffikeim. EFLYR 05448 Terrazas Alto Cabernet Sauvignon 750 ml 13,6% 1390Fjólurautt. Ilmríkt. Bragðmikið, berjaríkt og kryddað. FHJYR 05449 Terrazas Alto Malbec 750 ml 13,5% 1390Fjólurautt. Ilmríkt. Braðmikið, berjaríkt með eikarkeim. DFJMY03047 Trapiche Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 950Fjólurautt. Þungt, mjúkt, stamt með fíngerðum berjakeim. EFLYR 05604 Trapiche Malbec 750 ml 13% 95007992 Trapiche Malbec Oak Cask 750 ml 13,5% 1190Dökkrautt. Höfugt með eikar og kryddkeim. EFLXR 03955 Trapiche Pinot Noir Oak Cask 750 ml 13,5% 1190R 04851 Trivento Bonarda 750 ml 13% 104007033 Trivento Reserve Cabernet Malbec 750 ml 13,5% 1190Höfugt, mjúkt, ávaxtaríkt, með eikarkeim. Létt stemma. EFLX07035 Trivento Sangiovese 750 ml 13,5% 960Rautt. Þungt og þétt, nokkuð rammt. EX07036 Trivento Syrah 750 ml 12,5% 990Meðalfylling, með léttkrydduðum lyng- og útihúsakeim. DFMX24


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 25R A U Ð V Í Nv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðAusturríki•R 02052 Lenz Moser Blauer Zweigelt 750 ml 12,5% 1140Neusiedlersee•R 05689 Lenz Moser Neckenmarkt Blaufrankisch 750 ml 13% 1240MittelburgenlandÁstralíaÁströlsk vín eru oft mjúk og ávaxtarík. Helstu rauðu þrúgurnar eru Shirazog Cabernet Sauvignon08471 Barramundi Cabernet Merlot kassavín 3000 ml 13% 3390Rautt. Meðalfylling mjúkt og ávaxtaríkt. EFJMOX02064 Black Opal Cabernet Merlot 750 ml 12,5% 1190Fjólurautt, meðalfylling, mjúkt og berjaríkt með léttri stemmu.EFJMXR 04750 De Bortoli Deen Petit Verdot 750 ml 13% 1460R 06778 De Bortoli Deen Vat 1 Durif 750 ml 13% 1460R 06781 De Bortoli Deen Vat 8 Shiraz 750 ml 13% 146006779 De Bortoli Deen Vat 9 Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1390Dökkrautt. Kröftugt, mjúkt, berjaríkt með kryddkeim. EFJLXR 04223 Garnet Point Shiraz Cabernet 750 ml 13,5% 1190Rautt. Mjúkt, kryddað og ávaxtaríkt með léttri stemmu.DEJLMXR 05264 Hanwood Estate Shiraz 750 ml 13,5% 1290Dökkfjólublátt. Kröftugt, mjúkt með eik og léttri stemmu.Kryddað með sætum ávexti. EFHLY02219 Hardy’s Nottage Hill Cabernet Sauvignon Shiraz 750 ml 13% 1390Dökkrautt, meðalfylling, með krydduðum keim. EMX06460 Hardys Stamps Shiraz Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1090Dökkfjólurautt. Ilmríkt með vanillu og karamellukeim. Mjúkt meðsætu berjabragði. DJMXR 07352 Jacob’s Creek Grenache Shiraz 750 ml 14% 1190Ryðrautt. Bragðmikið, með sultuðum kryddkeim. FJKLY•R 05693 Jacob’s Creek Merlot 750 ml 14% 119003412 Jacob’s Creek Shiraz Cabernet 750 ml 13% 1130Rautt. Meðalfylling, ferskt og mjúkt með berja og karamellukeim.DEIJKMXR 05261 Jacob’s Creek Shiraz Cabernet 187 ml 13,5% 351Fjólurautt. Frísklegt, meðalfylling með kryddaðri eik og berjakeim.DEIMXR 05515 Kangaroo Ridge Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 990R 05499 Kangaroo Ridge Shiraz 750 ml 14% 990Fjólurautt. Ilmríkt. Höfugt, berjaríkt, létt stemma. EFJMX06488 Lindemans Bin 45 Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1290Dökkrauður. Meðalfylling, mjúkt, berjaríkt með blómlegumeikarkeim og léttu kryddi. DFJLXY01222 Lindemans Bin 50 Shiraz 750 ml 13,5% 1290Dökkfjólublátt. Höfugt, þykkt og mjúkt með karamellukeim.DEFJLX00183 Lindemans Cawarra Shiraz Cabernet 750 ml 13,5% 1090Höfugt, mjúkt, berjaríkt með karamellukeim. DFHKMOX•R 05714 Nottage Hill Merlot 750 ml 13,5% 139008032 Penfolds Koonunga Hill ShirazCabernet Sauvignon 375 ml 13,5% 790Dökkrautt. Bragðmikið, þétt og berjaríkt með grösugum kryddkeim.EFJLX08025 Penfolds Rawson’s Retreat Shiraz Cabernet 750 ml 14,5% 1190Dökkfjólublátt. Höfugt, mjúkt, berjaríkt. EJMX07945 Peter Lehmann Weighbridge Shiraz 750 ml 14% 1260Höfugt, mjúkt og berjaríkt með karamellukeim. Nokkuð rammt.EMX•R 05699 Quarry Hill Shiraz 750 ml 13,5% 1190Ljósrautt. Meðalfylling með ferskum rauðum berjakeim. Létt kryddað.DFMX07117 Rosemount Cabernet Merlot 750 ml 13,5% 1290Fjólurautt. Höfugt, mjúkt, berjaríkt. EFJLX03496 Rosemount Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1390Dimmfjólurautt. Bragðmikið, ferskt, ávaxtaríkt, með berja ogkryddkeim. Nokkur stemma. EFJLY07122 Rosemount Merlot 750 ml 14% 1390Dökkfjólurautt. Höfugt, grösugt með bökuðum ávexti. EFHJX03495 Rosemount Shiraz 750 ml 14% 1390Dimmfjólurautt. Kröftugt, með mjúku berjabragði. Nokkur stemma.EFJLY01620 Rosemount Shiraz Cabernet 750 ml 13,5% 1190Dökkfjólublátt. Höfugt, mjúkt og berjaríkt. DMX•R 05954 Rosemount Shiraz Mataro Grenache 750 ml 13,5% 115007561 Salisbury Cabernet Sauvignon 750 ml 12,5% 990Mjúkt og berjaríkt. CDIJMR 08785 Wyndham Bin 555 Shiraz 750 ml 14% 1490R 05128 Yellow Tail Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1320Dökkrautt. Meðalfylling, mjúkt með sæt krydduðum berjakeim.FJMXR 05130 Yellow Tail Merlot 750 ml 13,5% 1320Dökkrautt. Höfugt, kryddað, með sætu ávaxtabragði. Létt stemma.FJMXR 05131 Yellow Tail Shiraz 750 ml 13,5% 1320Fjólurautt. Meðalfylling, með sætum berjakeim. JMXQueenslandR 08579 Sirromet Vineyard Selection Cabernet Merlot 750 ml 13% 1490Suður ÁstralíaHelsta hérað Ástralíu, Mjúk, ávaxtarík og bragðmikilvín, einkum úr Shiraz og Cabernet04409 Angove’s Bear Crossing Cabernet SauvignonMerlot 750 ml 14% 1090Fjólurautt. Meðalfylling, ferskt berjabragð. DMX03034 Angove’s Long Row Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1150Rautt. Höfugt, ferskt, mjúkt með krydduðum berjakeim. EJX07851 Angove’s Long Row Shiraz 750 ml 14% 1150Rautt. Kröftugt, ferskt, sýruríkt, með grösugum berjakeim. EHX07863 Angove’s Sarnia Farm PadthawayCabernet Sauvignon 750 ml 13% 1390Padthaway: Ryðrautt. Bragðmikið með sultuðum og krydduðumávaxtakeim. EFJMX07848 Angove’s Stonegate Cabernet Siraz 750 ml 14% 970Rautt. Meðalfylling, milt með sætum ávaxtakeim. EJLX04732 Boomerang Bay Cabernet Shiraz 750 ml 13,5% 990Rautt. Meðalfylling, mjúkt, með sætum ávexti. DFJOXR 07081 Chateau Reynella Shiraz 750 ml 14% 2670McLaren ValeR 05260 Jacob’s Creek Reserve Shiraz 750 ml 13,5% 1690Dökkrautt. Kröftugt, berjaríkt og kryddað, með nokkuri stemmu.EFHJLYR 05628 Kay Brothers Block 6 Shiraz 750 ml 14,1% 5090McLaren ValeR 05627 Kay Brothers Hillside Shiraz 750 ml 14,1% 4190McLaren Vale04705 Lindemans Reserve Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1350Dökkfjólurautt. Þungt, ávaxtaríkt og kryddað, með kraftmiklueftirbragði. EFJY08291 Lindemans Reserve Shiraz 750 ml 14% 1350Dökkfjólublátt. Þungt, þétt og berjaríkt. Kryddað. EFJLYR 00184 Lindemans St. George Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 3050Coonawarra: Ávaxtaríkt, eikað. Þungt, stamt og hrjúft. EHLR 02384 Penfolds Cabernet Sauvignon Bin 707 750 ml 13,5% 578000185 Penfolds Koonunga Hill Shiraz Cabernet 750 ml 13,5% 1390Höfugt, mjúkt, krækiber, með mintu og karamellu. EFHLY07760 Peter Lehmann Clancy’s 750 ml 14% 1670Dökkrautt. Bragðmikið, kryddað, með grösugum jarðarkeim.EFJLXYR 05249 Peter Lehmann Wildcard Shiraz 750 ml 14% 1190Dökkrautt. Höfugt, anís, minta, þétt ber og karamella. DFLY25


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 26R A U Ð V Í Nv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð07893 Rosemount GSM 750 ml 14,5% 1990McLaren Vale: Þungt og eikað með sultuðum ávexti, kryddað.EFHLY07938 Rosemount Traditional 750 ml 13,5% 1890McLaren Vale: Dökkrautt. Þungt, sýruríkt með grösugum ogkrydduðum keim. EFLY02065 Wolf Blass Presidents SelectionCabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1990Bragðmikið, kryddað og berjaríkt. Sýruríkt. EHR 02060 Wolf Blass Presidents Selection Shiraz 750 ml 14% 2100Þungt, eikað og kryddað, góður ávöxtur. EFHJL01973 Wolf Blass Red Label Shiraz Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1320Dökkfjólurautt. Ilmríkt. Kröftugt, mjúkt með grösugum kryddkeim.EFJLX03770 Wolf Blass Shiraz 750 ml 13% 1360Fjólublátt. Bragðmikið, þétt og berjaríkt með kryddkeim.DEFJMY02057 Wolf Blass Yellow Label Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1390Bragðmikið, þétt, kryddað og berjaríkt. EFJLSuður Ástralía - BarossaR 02683 Grant Burge Filsell 750 ml 14% 1790R 07143 Grant Burge Hillcot Merlot 750 ml 13,5% 186007769 Peter Lehmann Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1560Dökkrautt. Bragðmikið, þétt með krydduðum eikarkeim.Létt stemma. EFJLYR 05246 Peter Lehmann Grenache 187 ml 14% 393Ljósrautt. Mjúkt en höfugt, með indverskum kryddkeim.Nokkur remma. EFKXR 08790 Peter Lehmann Grenache Shiraz 750 ml 14% 149007359 Peter Lehmann GSM 750 ml 14% 1440Rautt. Höfugt, með ávaxta og kryddkeim. DFLXY08788 Peter Lehmann Mentor 750 ml 14% 2890Dökkrautt. Þungt með keim af mintu og karamellu. Kryddað ogmargslungið. EFHLYZR 05247 Peter Lehmann Merlot 750 ml 14,5% 1690Dökkrautt. Kröftugt, mjúkt, þétt, með krydduðum ávaxtakeim.EFJLY07360 Peter Lehmann Shiraz 750 ml 14% 1490Höfugt, mjúkt, með léttri stemmu. Kryddað. EFHJYR 08793 Peter Lehmann Stonewell Shiraz 750 ml 14% 3390Dökkrautt. Kröftugt, kryddað með eikar, kakó og ávaxtakeim. Langt.EFHLYZR 05248 Peter Lehmann The Futures Shiraz 750 ml 14% 1790Dökkrautt. Ilmríkt, þungt, mjúkt, þétt með mintu og eikarkeim.EFHJLYVestur ÁstralíaR 04717 Palandri Cabernet Merlot 750 ml 14% 1990Margaret RiverR 04718 Palandri Shiraz 750 ml 14,5% 1990Margaret RiverR 04720 Palandri Solora Shiraz 750 ml 14% 1290Viktoría•R 07548 Brown Brothers Everton 750 ml 13,5% 1360R 04752 Gulf Station Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1690Yarra ValleyR 04637 Gulf Station Pinot Noir 750 ml 13% 1790Yarra ValleyR 08091 Gulf Station Shiraz 750 ml 13% 1690Yarra ValleyR 05155 Oakridge Estate Cabernet Sauvignon Merlot 750 ml 13,5% 1590Ryðrautt. Bragðmikið, með krydduðum, sultuðum jarðarkeim.Þroskað. EFLXR 06782 Windy Peak Cabernet Shiraz Merlot 750 ml 13% 1590R 06783 Windy Peak Pinot Noir 750 ml 13% 1590BandaríkinKaliforníaVinsælasta vínræktarríki Bandaríkjanna. Flestar þrúgurdafna vel, helstar eru Cabernet Sauvignon og Zinfandel07006 Beringer Merlot 750 ml 13,5% 1490Rautt. Höfugt, mjúkt með fínlega kryddaðri eik, karamellu ogávaxtakeim. DEFKY01777 Beringer Zinfandel 750 ml 13,5% 1590Ávaxtaríkt og kryddað. Bragðmikið. EH00194 Blossom Hill 750 ml 13% 1090Höfugt, mjúkt og berjaríkt. DJMOX07876 Carlo Rossi California Red 1500 ml 12% 1590Létt og ávaxtaríkt. DM07939 Carlo Rossi California Red 750 ml 12% 890Létt, hálfþurrt, ferskt og berjaríkt. ADIMOXR 05545 Clay Station Shiraz 750 ml 13,5% 1690Lodi•R 07060 Coppola Rosso 750 ml 13,5% 1790•R 05701 Cutler Creek Shiraz Cabernet 750 ml 13,5% 1090Rautt. Höfugt með ferskum ávaxta og eikarkeim. Létt stemma.FLMX03619 Cypress Merlot 750 ml 13% 1390Dökkrautt. Bragðmikið, mjúkt með sætum berjakeim.EFJLMXR 06400 Delicato Merlot 750 ml 13,5% 1290R 06401 Delicato Shiraz 750 ml 13,5% 129000125 Ernest & Julio Gallo Ruby Cabernet 750 ml 13,5% 990Meðalfylling, mjúkt og berjaríkt. BDIJKO05238 Ernest & Julio Gallo Sierra ValleyCabernet Sauv. kassavín 3000 ml 13,5% 3490Dökkrautt. Höfugt og mjúkt með sætum bökuðum ávexti ogrömmu eftirbragði. DJOXR 05932 Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Cabernet Sauv. 750 ml 14% 1090Fjólurautt. Höfugt, mjúkt, berjaríkt með sætum keim. DEFJX07924 Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Zinfandel 750 ml 14% 1090Rautt. Höfugt, mjúkt með sætum ávaxtakeim. EFJLMX01818 Fetzer Eagle Peak Merlot 750 ml 13,5% 1190Rautt. Höfugt, mjúkt, ávaxtaríkt með léttum eikarkeim.FJMNX06438 Fetzer Valley Oaks Zinfandel 750 ml 13,5% 1390Mjúkt, berjaríkt með sætum keim. EFJL•R 05619 Francis Coppola Diamond Merlot 750 ml 13,5% 2230•R 07059 Francis Coppola Diamond Zinfandel 750 ml 13,5% 224004211 Garnet Point Zinfandel Barbera 750 ml 14% 1190Ljósfjólublátt. Höfugt með berjakeim. MX•R 06363 Ironstone Cabernet Franc 750 ml 13,5% 1490•R 04221 Ironstone Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1490•R 06375 Ironstone Merlot 750 ml 14% 1490•R 06339 Ironstone Shiraz 750 ml 13,5% 1490•R 06360 Ironstone Zinfandel 750 ml 14,5% 1490R 07990 Kendall-Jackson Collage Zinfandel Shiraz 750 ml 13,5% 129007969 Landiras Californian Red kassavín 3000 ml 12,5% 3380Dökkrautt. Meðalfylling, mjúkt með sultuðum keim. DEMX08722 Painter Bridge Zinfandel-Shiraz 750 ml 13% 1190Fjólurautt. Meðalfylling, berjaríkt, með sultuðum kryddkeim.DFLX07582 Parsons Creek Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 990Höfugt, þétt og kryddað með eikarkeim. EFHLYR 00189 Paul Masson Burgundy 1000 ml 12,5% 1320Létt og þurrt.R 04232 Redwood Creek Cabernet 750 ml 13,5% 139004166 Rivercrest Ruby Cabernet kassavín 3000 ml 13% 3290Dökkfjólurautt. Meðalfylling, með sæt krydduðum jarðar- ogberjakeim. MOXR 02394 Robert Mondavi Private SelectionCabernet Sauv. 750 ml 13,5% 1690Höfugt, stamt, fínlegt með mildum ávaxta og eikarkeim. EFLY26


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 27R A U Ð V Í Nv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð05032 Stone Cellars Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1190Rautt. Ilmríkt. Meðalfylling, mjúkt með krydduðum eikarkeim.DFJX05033 Stone Cellars Merlot 750 ml 13,5% 1130Dökkrautt. Höfugt, mjúkt, ávaxtaríkt og kryddað. EFHJLX03966 Stone Cellars Zinfandel 750 ml 13,5% 1190Dökkrautt. Bragðmikið með kydduðum og sætum berjakeim.EFJLX•R 06405 Stonehedge Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 119007734 Sutter Home Cabernet Sauvignon 187 ml 12,5% 350Meðalfylling, mjúkt og berjaríkt. DJMOX07931 Turning Leaf Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1190Fjólurautt. Mjúkt og höfugt, berjaríkt. DEFJLMXR 07345 Turning Leaf Merlot 750 ml 13,5% 1190Ljósrautt. Höfugt, mjúkt með sætum keim. FJMX04197 Turning Leaf Zinfandel 750 ml 14% 1190Fjólurautt. Ilmríkt. Bragðmikið, berjaríkt með kryddkeim.Létt stemma. EFJLXR 05315 Western Cellars Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 116003828 Woodbridge Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1190Rautt. Bragðmikið, ávaxtaríkt með grösugum kryddkeim. DFLXR 08896 Woodbridge Cherokee Station 750 ml 14% 1190R 08899 Woodbridge Syrah 750 ml 14% 1190Kalifornía - Central Coast07587 Cypress Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1290Dökkrautt. Höfugt, mjúkt, ávaxtaríkt með léttri stemmu ogeikarkeim. CDEFJLY•R 05770 Firestone Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1590•R 05769 Firestone Merlot 750 ml 13,5% 1590Kalifornía - Central Coast - Paso RoblersR 08720 J. Lohr Hilltop Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 3390Paso RoblesR 05343 J. Lohr Paso Robles Merlot 750 ml 13,5% 1690Paso Robles: Rautt. Kröftugt, mjúkt, með eikar og kryddkeim.EFJLYR 08023 J. Lohr Seven Oaks Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1780Paso Robles: Rífleg meðalfylling, nokkuð stamt, með mildumeikar- og ávaxtakeim.R 08717 J. Lohr South Ridge Syrah 750 ml 13,5% 1690Paso RoblesKalifornía - North Coast00153 Beringer Napa Valley Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1990Napa Valley: Bragðmikið með berja- ávaxta- og eikarkeim. Stamt. EHR 05486 Chateau St. Jean Cinq CépagesCabernet Sauvignon 750 ml 14,4% 5990Sonoma County: Dimmfjólurautt. Kröftugt, ávaxtaríktmeð fínlegum eikarkeim. Margslungið, stamt. EFLYR 05509 Chateau St. Jean Merlot 750 ml 14,2% 2450Sonoma County: Dökkrautt. Höfugt, þétt með berja og eikarkeim.EFLXR 04242 Ernest & Julio Gallo Coastal Vineyards Cabernet S. 750 ml 14% 1590Dimmrautt. Kröftugt, stamt, með þéttri jörð, ávexti og tóbakskeim.EFHLY02453 Ernest & Julio Gallo Sonoma Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1590Sonoma County: Dimmrautt, þungt, þétt, mjúkt ogkryddað. EFHLX04231 Ernest & Julio Gallo Sonoma County Merlot 750 ml 14% 1690Sonoma County: Djúprautt. Höfugt, nokkuð tannískt.Berjaríkt með eikar, krydd og sýrópskeim. EFJLYR 04252 Rancho Zabaco Zinfandel 750 ml 14% 1790Sonoma County: Fjólurautt. Kröftugt, með berja- og kryddkeim.EFJLYR 04809 Rodney Strong Cabernet Sauvignon 750 ml 13,8% 1890Sonoma County: Dökkrautt. Höfugt, berjaríkt, með sætkrydduðumeikarkeim. Stamt.R 09022 Rodney Strong Knotty Vines Zinfandel 750 ml 15% 1790Sonoma CountyR 09023 Rodney Strong Merlot 750 ml 13,8% 1890Alexander Valley: Rautt. Bragðmikið, mjúkt, berjaríkt, með eikarkeim.DEFXR 04251 William Hill Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 2090Napa Valley: Rauðbrúnt. Ilmríkt. Bragðmikið, með fínlegumberjakeim. Létt stemma. EFJLYWashingtonR 02795 Chateau Ste. Michelle Merlot 750 ml 13,5% 1840R 05132 Chateau Ste. Michelle Syrah 750 ml 13,5% 1540Columbia Valley02788 Columbia Crest Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1790Columbia Valley: Dökkrautt. Bragðmikið með þroskuðumkryddkeim, eik og ávexti. EHLY02792 Columbia Crest Estate Merlot 750 ml 13% 1990Columbia Valley: Bragðmikið, stamt, ungt. ELR 05086 Columbia Crest Grand Estates Syrah 750 ml 13,5% 1640Columbia Valley02789 Columbia Crest Merlot 750 ml 13% 1790Columbia Valley: Brúnrautt. Bragðmikið, þroskað meðsultuðum ávaxta og kryddkeim. FJLX04872 Snoqualmie Cabernet Merlot 750 ml 13% 1490Columbia Valley: Meðalfylling, mjúkt, með eikar- og karamellukeim.EFJLYR 04813 Stimson Merlot 750 ml 13,5% 1240Rautt. Ilmríkt. Höfugt með vanillu og karamellukeim. FJXBúlgaríaR 08913 Domaine Boyar Merlot 750 ml 12,5% 980ChileMjúk, þróttmikil og ávaxtarík vín, einkum úr Cabernet og Merlot.Helstu ræktunarsvæði eru í grennd við Santiago•R 05678 1865 Carmenére Reserva 750 ml 13,5% 1580•R 06174 35 South Cabernet Sauvignon kassavín 3000 ml 13,5% 3750•R 05686 35 South Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1170Curico•R 05688 35 South Merlot 750 ml 13,5% 1170Curico•R 06173 35 South Shiraz kassavín 3000 ml 14% 3750•R 05687 35 South Shiraz 750 ml 13,5% 1170CuricoR 05349 Baron Philippe de Rothschild Carmenere Reserva 750 ml 14% 1390Rapel: Dökkrautt. Þungt, berjaríkt, kryddað, með eikarkeim. EFX04283 Caliterra Merlot 750 ml 14,5% 1090Þungt, með krydd- og útihúsakeim. Létt stemma. EX04091 Canepa Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 990Colchagua: Fjólurautt. Höfugt, ferskt, ávaxtaríkt, með mjúku tanníni.FJLX00154 Canepa Private Reserve Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1490Curico: Höfugt, stamt og sýruríkt með léttum eikar og kryddkeim.ELMY03322 Canepa Private Reserve Merlot 750 ml 13,5% 1490San Fernando: Dökkrautt. Höfugt, grösugt, kryddað með sólberjakeim.EFHY06342 Carmen Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1090Höfugt og mjúkt með léttkrydduðu berjabragði. FJLX06343 Carmen Cabernet Sauvignon Reserve 750 ml 13,5% 1490Maipo: Ryðrautt. Bragðmikið, eikað með ávaxta og kryddkeim.EFHJY27


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 28R A U Ð V Í Nv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðR 08823 Carmen Carmenere 750 ml 13,5% 1090Rapel: Dökkrautt. Höfugt, mjúkt með sólberja-, lyng- og paprikukeim.DEFJX06346 Carmen Merlot 750 ml 14% 1090Dökkrautt. Höfugt, mjúkt, kryddað með rifsberjakeim og mjúkumtannínum. DEFJLMY06347 Carmen Merlot Reserve 750 ml 14% 1490Rapel: Dimmrautt. Þungt og stamt með keim af lakkrís. EHLZR 04859 Carmen Reserve Carmenere-Cabernet 750 ml 13,5% 1490Maipo•R 06227 Carmen Reserve Syrah 750 ml 14% 159007720 Carmen Reserve Syrah Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1490Maipo: Dökkrautt. Kröftugt, kryddað, nokkuð stamt. EFHLY08810 Carta Vieja Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 990Maule: Fjólurautt. Meðalfylling. Berjabragð. DMXR 04747 Carta Vieja Merlot 750 ml 12,5% 990Maule: Fjólurautt. Bragðmikið með mjúkum sólberja- ogpaprikukeim. Létt stemma. EFJLXR 04665 Casa Lapastolle Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1330RapelR 08255 Casa Lapostolle Cabernet SauvignonCuvee Alexandre 750 ml 14% 1890Colchagua: Þungt, kryddað og jarðbundið, nokkuð stamt. EHLYR 04674 Casa Lapostolle Merlot 750 ml 14% 1330Dökkfjólurautt. Ilmríkt. Kröftugt, tannískt, með þéttum ávexti- ogeikarkeim. EHLY04672 Casa Lapostolle Merlot Cuvee Alexandre 750 ml 14% 1990Colchagua: Dimmfjólurautt. Kröftugt, þétt ávaxtaríkt, eikað, tannískt.Margslugnið. EHYZ06997 Casillero del Diablo Cabernet Sauv. 750 ml 13,5% 1250Maipo: Dimmrautt. Bragðmikið, þétt, sólbakað með grösugumberjakeim. EHJLYR 07268 Casillero del Diablo Cabernet Sauvignon 375 ml 13,5% 690Dökkrautt. Kröftugt, þétt, stamt, kryddaður keimur, dökk ber oggrösugur skógarbotn. FLXR 05938 Casillero del Diablo Merlot 750 ml 13,5% 1250Rapel: Dökkfjólurautt. Bragðmikið, berjaríkt, kryddað, nokkuð stamt.EFJYR 05179 Casona Cabernet Sauvignon kassavín 3000 ml 12,5% 3490•R 05680 Castillo de Molina Carmenere Reserva 750 ml 13,5% 1370Curico03251 Castillo de Molina Merlot Reserva 750 ml 14% 1300Lontue: Rautt. Höfugt, með mjúkum ávaxtakeim. Grösugt.EFJLY05939 Castillo de Molina Reserva Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1300Lontue: Dökkrautt. Þungt, kryddað með þéttum berjakeim.EFHLYZ04105 Concha y Toro FronteraCabernet Sauvignon kassavín 3000 ml 13% 3490Rautt. Meðalfylling, mjúkt með berja- og jarðarkeim. DFJX02994 Concha y Toro Sunrise Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 990Dökkfjólurautt. Höfugt, mjúkt, þétt, með krydduðum lyng- ogberjakeim. EFJLXR 08315 Concha y Toro Sunrise Cabernet Sauvignon 187 ml 13,5% 29607001 Concha y Toro Sunrise Merlot 750 ml 13,5% 990Dökkfjólurautt. Höfugt, berjaríkt með grösugum kryddkeim. EFLXR 04286 Cono Sur Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 990Rapel: Bragðmikið, með eikar-, berja- og gúmmíkeim. Nokkuðtannískt. EFLYR 08983 De Martino Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1230MaipoR 08986 De Martino Cabernet SauvignonReserva de Familia 750 ml 13,5% 2760MaipoR 08982 De Martino Carmenere 750 ml 13,5% 1260MaipoR 08987 De Martino Carmenere Reserva de Familia 750 ml 14% 2800MaipoR 08985 De Martino Malbec Prima Reserva 750 ml 14% 1460Maule: Dökkfjólurautt. Kröftugt, mjúkt með djúpum berja ogkryddkeim. Nokkur stemma. EFHJLXR 08984 De Martino Merlot Prima Reserva 750 ml 14% 1450MaipoR 05216 Frontera Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 950Dökkfjólublátt. Meðalfylling, mjúkt, berja- og ávaxtaríkt.Létt stemma. DJMX04778 Gato Negro Cabernet Sauvignon kassavín 3000 ml 12% 3440Rautt. Meðalfylling, mjúkt, með grösugum kryddkeim. DJMX03252 Gato Negro Cabernet Sauvignon 750 ml 12% 980Rautt. Bragðmikið, þétt, kryddað með léttum berjakeim. EFJX04285 Gato Negro Merlot 750 ml 13% 980Meðalfylling, léttur berjakeimur. DFIMXR 04628 Isla Negra Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1260RapelR 04627 Isla Negra Merlot 750 ml 13,5% 1260Rapel: Dökkfjólurautt. Meðalfylling, með sólbökuðum berjakeim,létt stemma. DMXR 09035 La Capitana Cabernet Sauvignon Barrel Reserve 750 ml 14% 1390Rapel: Dökkfjólurautt. Höfugt, berjaríkt, með sólberja- ogminntukeim. Stamt. EHLXR 09027 La Capitana Merlot Barrel Reserve 750 ml 13,5% 1390Rapel: Dökkfjólurautt. Bragðmikið, stamt, berjarítk með grösugumkryddkeim. EFMX04284 La Joya Cabernet Sauvignon Reserve 750 ml 13% 1260Colchagua: Rífleg meðalfylling, berjaríkt og kryddað, sýruríkt.EFJLXR 05624 La Joya Syrah Reserve 750 ml 13,5% 1290Colchagua: Dökkfjólurautt. Bragðmikið, þétt, berjaríkt, meðhratstemmu. EFHYR 09031 La Palma Chilena Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1190RapelR 09033 La Palma Chilena Cabernet Sauvignon Merlot 750 ml 13,5% 1190RapelR 09032 La Palma Chilena Merlot 750 ml 13,5% 1190Rapel07211 Le Cep Chilean Cabernet Sauvignon kassavín3000 ml 12,5% 3390Ryðrautt. Meðalfylling, sultað með berjakeim. FMX08451 Marques de Casa Concha Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1590Puente Alto: Dökkrautt. Kröftugt, með þéttri eik og berjabragði.01216 Miguel Torres Santa Digna Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1290Curico: Höfugt, mjúkt með berja og kryddkeim. EFJX07199 Miguel Torres Santa Digna Cabernet Sauvignon 375 ml 13,5% 690Curico: Höfugt, með krydduðu berjabragði. Létt stemma.FJLX00213 Montes Alpha Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1590Santa Cruz: Dökkfjólurautt. Kröftugt og tannískt, með krydduðumberja- og eikarkeim. EFYZR 08792 Montes Alpha M 750 ml 14% 4390Santa CruzR 03408 Montes Alpha Merlot 750 ml 14,5% 1590Curico: Meðalfylling, kryddað og stamt.06941 Montes Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1190Curico: Dökkfjólublátt. Kröftugt, mjúkt og tannískt, með þykkumberjum. Eik. EFHYR 05269 Montes Cabernet Sauvignon CarmenereLimited Sel. 750 ml 14% 1190Colchagua: Fjólurautt. Fínlega eikað, meðalfylling. Kröftug fínlegtberjabragð. EFHLYR 04276 Montes Malbec Reserve Oak Aged 750 ml 13,5% 1190Colchagua: Dökkfjólurautt. Höfugt, fínlegt eikað, berjaríkt.EFHLY04031 Montes Merlot 750 ml 13,5% 1190Curico: Dökkfjólurautt. Höfugt, mjúkt með berjahrat og ávaxtakeim.Stamt. DFLYR 05268 Montes Pinot Noir Oak Aged 750 ml 14,5% 1290Casablanca: Rautt. Ilmríkt. Þungt, kryddað, grösugt, með mjúkumberjakeim. EHLYR 05026 MontGras Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1190Colchagua: Dökkrautt. Bragðmikið, með þéttum ávexti.Nokkuð stamt. DEFJLYR 05097 MontGras Merlot 750 ml 14% 1190Colchagua: Fjólurautt. Höfugt með mjúku krydduðu ekar- ogberjabragði. Nokkur remma. DEFJLY28


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 29R A U Ð V Í Nv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðR 05099 MontGras Reserva Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1340ColchaguaR 05098 MontGras Reserva Merlot 750 ml 14% 1340Colchagua: Fjólurautt. Kröftugt með þéttri eik og ávexti. EFHLYR 05101 MontGras Reserva Quatro 750 ml 14% 1540Colchagua: Dökkrautt. Kröftugt, tanískt með þéttu berjabragði.R 05103 MontGras Reserve Cabernet Sauvignon Syrah 750 ml 13,5% 1340ColchaguaR 05548 Morandé Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1190R 05547 Morandé Syrah 750 ml 13,5% 1190R 04811 Oro de Chile Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1240•R 05697 Pukara Cabernet Sauvignon kassavín 3000 ml 12,5% 3590Dökkrautt. Meðalfylling, rauð paprika, þétt með grösugu berjabragði.DEFMX•R 07350 San Pedro Cabo de Hornos 750 ml 13% 2900Curico•R 05700 Santa Babera Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1090Rautt. Meðalfylling, mjúkt og tannískt, með paprikukeim. DJMXR 00211 Santa Carolina Cabernet Sauvignon Reservado 750 ml 13,5% 1050Colchagua: Höfugt, berjaríkt með léttri stemmu. EFLY08101 Santa Carolina Merlot 750 ml 13,5% 990Rapel: Dökkrautt. Höfugt, kryddað með grösugum ávaxta- ogberjakeim. EFJYR 05469 Santa Digna Merlot 750 ml 13,5% 1290Curico08061 Santa Ema Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1080Maipo: Fjólublátt. Meðalfylling, þétt með sólberjakeim. CDFMXR 05314 Santa Ema Carmenere 750 ml 13,5% 1190Maipo: Dökkfjólurautt. Ilmríkt. Meðalfylling, mjúkt, kryddað meðsólberjakeim. FJLXYR 05188 Santa Helena Gran Vino kassavín 3000 ml 13% 3690R 05202 Santa Helena Gran Vino Cabernet Merlot 750 ml 13% 1070R 05195 Santa Helena Gran Vino Cabernet Sauvignon 187 ml 13% 320Dökkfjólurautt. Bragðmikið, þétt berjabragð með léttri stemmuDFMXR 05200 Santa Helena Gran Vino Cabernet Sauvignon 375 ml 13% 590R 05199 Santa Helena Gran Vino Shiraz 750 ml 13,5% 1090Dökkfjólurautt. Meðalfylling, kryddað með dökkum berjakeim.EFHJLXR 05192 Santa Helena Reserva Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1490Dökkrautt. Bragðmikið með mildri eik og ávexti. Ilmríkt.EFHJLXR 05201 Santa Helena Siglo de Oro Carmenere Malbec 750 ml 13,5% 1270Dökkrautt. Bragðmikið, kryddað, með kaffibauna og berjakeim.Létt stemma. EFJLXR 05191 Santa Helena Siglo de Oro Merlot 750 ml 13,5% 1270Dökkfjólurautt. Meðalfylling, kryddað með berjakeim. DFJMXR 07947 Santa Ines Carmenere Reserva Legado de Armida 750 ml 14% 1460MaipoR 00230 Santa Ines Legado de ArmidaCabernet Sauvignon Res 750 ml 14,5% 1460Maipo: Dimmfjólublátt. Þungt, berjaríkt og hratkennt, stamt ogrammt. EHLZR 08391 Santa Ines Legado de Armida Reserva Merlot 750 ml 14% 146007124 Santa Rita 120 Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1090Dökkfjólurautt. Þungt, með bökuðum berja- eikar og kryddkeim.EHJLYR 05568 Santa Rita 120 Cabernet Sauvignon 187 ml 14% 345R 05569 Santa Rita 120 Carmenere 750 ml 14% 1090Rapel07125 Santa Rita 120 Merlot 750 ml 14% 1090Rapel: Dökkfjólurautt. Bragðmikið, mjúkt með bökuðumsólberjakeim. Létt stemma. EFJLX01224 Santa Rita Cabernet Sauvignon Reserva 750 ml 13,5% 1390Maipo: Dökkrautt. Ilmríkt. Kröftugt, þétt með eikar og sólberjakeim.EFHLYR 05570 Santa Rita Reserva Cabernet Sauvignon 375 ml 14% 890MaipoR 05571 Santa Rita Reserva Carmenere 750 ml 14,5% 1390Rapel05411 Siete Soles Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 890Fjólublátt. Bragðmikið, ungt og berjaríkt. DFMXR 05471 Takun Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 990AconcaguaR 05472 Takun Carmenere 750 ml 13,5% 1090Colchagua05412 Terra Andina Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 970Rautt. Meðalfylling, höfugt, mjúkt með berjabragði.Létt stemma. EFX•R 05629 Terra Andina Shiraz 750 ml 13,5% 990•R 05704 Torreon de Paredes Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1260Rapel: Dökkfjólurautt. Höfugt, þétt, stamt með mintu ogberjakeim. EFXR 05180 Undurraga Cabernet Sauvignon 750 ml 12,5% 1190ColchaguaR 04282 Undurraga Cabernet Sauvignon Reserva 750 ml 13% 1590MaipoR 05176 Undurraga Founder’s Collection 750 ml 12,5% 2290MaipoR 05184 Undurraga Merlot 750 ml 12,5% 1190ColchaguaR 05181 Undurraga Merlot Reserva 750 ml 13% 1590MaipoR 05177 Undurraga Pinot Noir Reserva 750 ml 13,5% 1590Maipo00212 Villamontes Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 990Dökkrautt. Ilmríkt. Höfugt, létt tannín, fínn ávaxta og eikarkeimur.DEFJXFrakkland•R 05705 Baron Georges 1000 ml 12% 129000091 Cavalier de France 750 ml 11% 840Létt, ferskt, með ávaxtakeim. DMX00074 Cavalier Royal 750 ml 11,5% 890Meðalfylling, ferskt, með mildum ávexti. XR 05143 Chateau Combrillac 750 ml 13% 2030BergeracR 05141 Chateau Les Barthes 750 ml 12% 1230BergeracR 05204 Grand Vernaux 187 ml 12% 330R 05205 Grand Vernaux 250 ml 12% 419R 05206 Grand Vernaux 375 ml 12% 650R 05207 Grand Vernaux 750 ml 12% 1090Ljósrautt. Létt og mjúkt. CDFLXR 05142 La Source de Fongrenier 750 ml 12% 1450BergeracR 05115 Labouré-Roi Comte Labouré 750 ml 11,5% 96002498 Moreau Rouge 750 ml 12% 830Meðalfylling, ferskt með léttum ávexti. DMXR 00073 Pere Patriarche 750 ml 12% 990Meðalfylling, hálfþurrt með sultuðum ávextakeim. DMXBordeauxUpprunastaður Cabernet Sauvignon og Merlot. Þekkt fyrirrauðvín, einkum „Chateau“ vín frá frægum búgörðum.R 05426 Baron de Lestac Bordeaux 750 ml 12% 1320Dökkrautt. Meðalfylling, þétt með eikarkeim og léttum ávexti.DELX07074 Barton & Guestier 1725 750 ml 12% 1220Meðalfylling, milt, kryddað, með eikarkeim. DFLY00026 Beau Rivage 750 ml 12% 1090Ljósrautt. Létt, með krydduðum jarðar- og eikarkeim. DMXR 04384 Calvet Reserve 750 ml 12% 1190Dökkfjólurautt. Ilmríkt. Meðalfylling, mjúkt með krydduðumeikarkeim. EFLY29


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 30R A U Ð V Í Nv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðR 05351 Calvet XF 750 ml 12% 1090Dökkfjólurautt. Ilmríkt. Bragðmikið með krydd, kaffi ogberjahratskeim. DEFXR 04191 Cap Royal Bordeaux Supérieur 750 ml 12,5% 1290Dökkrautt. Ilmríkt. Meðalfyllng, mjúkt með eikar, krydd og kaffikeim.EFLXYR 04657 Cellier Yvecourt 750 ml 12% 990Fjólurautt, meðalfylling með sólbökuðum berjakeim, létt stemma05573 Cellier Yvecourt Bordeaux kassavín 3000 ml 12% 3490Rautt. Frekar létt, með keim af rauðum berjum og grænni papriku.DMX03528 Chateau Anniche 375 ml 12% 590Tæp meðalfylling, léttgrösugur kryddkeimur. F02839 Chateau Anniche Premieres Cotes du Bordeaux 750 ml 12% 1050Premieres Cotes du Bordeaux: Meðalfylling, léttkrydduð eik,tannískt. FLX06910 Chateau Bonnet 750 ml 12% 1190Frekar létt, milt með fínlegum ávaxta- og jarðarkeim. EFY06468 Chateau Cadillac-Branda 750 ml 12% 1290Rautt, meðalfylling, ferskt með sveita og jarðarkeim. DFLY00033 Chateau de Rions 750 ml 12% 1180Premieres Cotes du Bordeaux: Meðalfylling, mikiðeikarbragð. FL07599 Chateau de Rions Special Reserve 750 ml 12,5% 1580Premieres Cotes du Bordeaux: Meðalfylling, krydduð eik.Nokkuð stamt. EFLY06358 Chateau de Seguin 750 ml 12,5% 1350Dökkfjólurautt. Ilmríkt. Meðalfylling, berjaríkt með léttum kryddkeim.EFLX•R 06191 Chateau du Pin 750 ml 12% 990R 08495 Chateau Grand Monteil 750 ml 12,5% 1280Fjólurautt. Meðalfylling með léttum berjakeim. EFLMXYR 05947 Chateau Jonqueyres 750 ml 12,5% 1560Berjaríkt, með léttri stemmu. DFIMR 04699 Chateau Moulin Eyquem 750 ml 12,5% 1260Cotes de Bourg: Rautt. Meðalfylling, milt með léttum ávexti ogjarðarberjakeim. DFMXR 09013 Cuvée Carl Cru Exceptionnel 750 ml 12,5% 2490R 03832 Domaine de Cheval Blanc 750 ml 12% 1300Rautt. Létt, sýruríkt, með léttum berjaávexti. CDMX08827 Höfðingi 750 ml 11,5% 1090Létt og milt með léttri stemmu. DXR 07270 Les Comtes de Jonqueyres 750 ml 12% 1270Ryðrautt. Meðalfylling, með soðnum ávaxtakeim. Nokkur stemma.FMX04054 Malesan 375 ml 12% 690Fjólurautt. Frekar létt, með börkuðum eikarkeim og rauðum ávexti.Nokkuð stamt. FMX00043 Malesan 750 ml 12% 1190Meðalfylling, léttur ávöxtur með eikarkeim. DFL03403 Michel Lynch 750 ml 12,5% 1190Meðalfylling¸ sýrumikið með kryddkeim. FL•R 08148 Mission St.Vincent 750 ml 12% 118000039 Mouton Cadet 750 ml 12% 1290Tæp meðalfylling. Ávaxtaríkt, kryddað bragð. ADFLR 05135 Sirius 750 ml 12,5% 1190Dökkrautt. Meðalfylling með mildum eikarkeim. DFXBordeaux - GravesVín úr Cabernet Sauvignon, Merlot og Cabernet Franc00046 Chateau Coucheroy 750 ml 12,5% 1390Pessac-Leognan: Meðalfylling, kryddað berjabragð með eikarkeim. Létt stemma.EFLY02391 Chateau de Rochemorin 750 ml 12,5% 1790Pessac-Leognan: Meðalfylling, mikil eik og tóbakskeimur. Nokkuð stamt.EFHLR 03834 Chateau Haut-Baillan 750 ml 12% 1550Fjólurautt. Meðalfylling með mjúkum ávexti. DEFLMYBordeaux - LibournaisVín úr Merlot og Cabernet Franc00006 Bichot Saint-Emilion 750 ml 12% 1400Frekar létt, berjabragð. DX04079 Chateau de Barbe Blanche 750 ml 12,5% 1590Lussac-Saint-Emilion: Meðalfylling, milt, með soðnumjarðarberjakeim. DFMXR 07283 Chateau Haut-Brisson 750 ml 12,5% 3240Þétt, kryddað með kaffi og eikarkeim.Tannískt. EFHLZ07207 Chateau Pichon 750 ml 12,5% 1440Lussac-Saint-Emilion: Létt og milt. ADLBordeaux - MedocCabernet Sauvignon er helsta þrúgan og einnig Merlotog Cabernet FrancR 05425 Baron de Lestac Reserve 750 ml 12,5% 1700Dökkfjólurautt. Bragðmikið, stamt með eikar og berjakeim. EFY•R 02231 Chateau Beau Site 750 ml 12,5% 2390Saint-Estephe: Meðalfylling, mjúkt, kryddað bragð með kaffieik.06356 Chateau Cantemerle 750 ml 12,5% 2990Haut-Medoc: Meðalfylling, ilmríkt með jarðar-, krydd- og eikarkeim.Létt stemma. EFLYR 03411 Chateau Cantenac Brown 750 ml 13% 3780R 03835 Chateau du Cartillon 750 ml 12,5% 1920Haut-Medoc: Rautt. Bragðmikið. Kryddað og jarðbundið meðléttri stemmu. EFLYR 04702 Chateau Lanessan 750 ml 12,5% 2130Haut-MedocR 04693 Chateau Les Hauts de Pontet 750 ml 13% 2420PauillacR 04388 Chateau Plagnac 750 ml 12,5% 1990BourgogneEinkum frægt fyrir rauðvín úr Pinot Noir þrúgunni04389 Bouchard Aine Cuvee Signature 750 ml 12,5% 1460Fölrautt. Meðalfylling, sýruríkt með léttum kryddkeim. ELR 05275 Joseph Faiveley Bourgogne 750 ml 12,5% 1490Fölrautt. Frekar létt, grösugt, með eikarkeim. Létt stemma.DEFLXR 05560 Labouré-Roi Collection Bourgogne RougePinot Noir 750 ml 12,5% 1590Ljósrautt. Meðalfylling, sýruríkt með jarðarberjakeim og léttristemmu. DIX00121 Laforet Bourgogne Pinot Noir 750 ml 12,5% 1490Ljósrautt, meðalfylling. Kryddað og grösugt. DEFLYR 05208 Noémie Vernaux Bourgogne HautesCotes de Beaune 750 ml 12,5% 1490Fölrautt. Frekar létt, grösugt, með fínlegum jarðarkeim. Ferskt.EFLXYR 05211 Noémie Vernaux Bourgogne HautesCotes de Nuits 750 ml 12,5% 1590Fölrautt. Frekar létt, berjaríkt með grösugum keim. DFLXR 05209 Noémie Vernaux Hautes-Cotes de Beaune 375 ml 12,5% 850Fölrautt. Frekar létt, grösugt, með fínlegum jarðarkeim. Ferskt.EFLXY05175 Vaucher Bourgogne Rouge 750 ml 12,5% 1190Ljósrautt, meðalfylling, nokkuð sýruríkt. DXBourgogne - BeaujolaisFersk, ávaxtarík vín gerð úr Gamay08112 Georges Duboeuf Beaujolais-Villages 750 ml 12,5% 1250Fjólublátt. Frekar létt, ferskt með sætum ávaxtakeim. DIMX02500 J. Moreau Beaujolais-Villages 750 ml 12,5% 1090Ryðrautt. Meðalfylling, með þroskuðum berja og sultukeim.BCDFX30


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 31R A U Ð V Í Nv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðR 05213 Pisse-Dru Beaujolais 375 ml 12% 739Ljósrautt. Létt, með mildum ávexti. BCDXR 05212 Pisse-Dru Beaujolais 750 ml 12% 1290Ljósrautt. Létt, með mildum ávexti. BCDXR 05214 Pisse-Dru Brouilly 750 ml 13% 1590Ljósrautt. Frekar létt, með daufum jarðarberjakeim. BCDXR 05215 Pisse-Dru Morgon 750 ml 13% 1490Ljósrautt. Meðalfylling, með léttum krydd og berjakeim. BCDXBourgogne - Cote de Beaune01613 Joseph Drouhin Cote de Beaune 750 ml 12,5% 1990Tæp meðafylling¸ berjaríkt og blómlegt. CDE05781 Joseph Drouhin Cote de Beaune-Villages 750 ml 13% 179008989 Labouré-Roi Beaune Premier Cru 750 ml 12,5% 2290Ljósrautt. Meðalfylling, fínlegt með krydduðum ávaxtakeim. DELYBourgogne - Cote de NuitsR 07292 Jaffelin Vosne-Romanee 750 ml 13% 3130R 05210 Noémie Vernaux Hautes-Cotes de Nuits 375 ml 12,5% 870Fölrautt. Frekar létt, berjaríkt með grösugum keim. DFLXKorsíkaR 04797 Domaine de Barbarossa 750 ml 12% 150004029 Terra Vecchia kassavín 3000 ml 12% 3290La Ile de Beaute: Rautt. Frekar létt með léttri stemmu og ávaxta ogjarðkeim. DFXLanguedoc-RoussillonVín de Pays d’Oc koma héðan04863 Arabesque Merlot kassavín 3000 ml 12,5% 3290Ljósrautt. Meðalfylling, milt með léttum jarðarberjakeim. DIMX09025 Arabesque Merlot 750 ml 12,5% 1040Rautt. Meðalfylling. Keimur af rauðum ávöxtum,nokkuð stamt. DMXR 05133 Arabesque Syrah kassavín 3000 ml 12% 3290R 09026 Arabesque Syrah 750 ml 12% 990Dimmrautt. Ilmríkt, meðalfylling með ferskumjarðakeim. EFJLXR 05633 Armoni Coteaux du Languedoc 3000 ml 13% 3580•R 05747 Art de Vivre 750 ml 12,5% 1500Cotes du RoussillonR 04852 Baron Philippe de Rothschild Syrah 750 ml 12,5% 1150Dökkrautt. Meðalfylling, ferskt með grösugum berjakeim.DFIMX02555 Baron Philippe Merlot 750 ml 13,5% 990Dökkrautt. Bragðmikið með sultðum berjakeim. EFJLX04359 Barton & Guestier Cabernet Sauvignon 750 ml 12,5% 990Berjaríkt, stamt og sýrumikið. DLMX07847 Chateau Laval Costieres de Nimes 750 ml 12,5% 890Costieres de Nimes: Ryðrautt. Meðalfylling með sultuðum kryddog ávaxtakeim. DFLMX03586 Chateau Saint Nicolas Cotes du Roussillon 750 ml 12,5% 890Cotes du Roussillon: Fjólurautt. Ilmríkt. Meðalfylling, berjaríktmeð mjúkum grösugum keim. DFJLXR 04795 Domaine Sainte Agathe 750 ml 12,5% 1320Val de Montferrand: Dökkfjólurautt. Meðalfylling, mjúkt, meðrauðum berjakeim. DMX04107 Drink & Eat Naut kassavín 2000 ml 13% 2290Höfugt, léttur ávöxtur, létt stemma. DMXR 05240 Esprit de Gaubert Duo Rouge kassavín 3000 ml 12% 3190R 05278 Fat Bastard Syrah 750 ml 12,5% 1190Dökkfjólurautt. Meðalfylling, með léttum ávexti. Létt stemma. DFX02021 Fortant de France Cabernet Sauvignon 750 ml 12,5% 990Dökkrautt. Meðalfylling, mjúkt með létt krydduðum berjakeim.DFLMXR 05001 Fortant de France Merlot 187 ml 12,5% 276Fjólurautt. Ilmríkt, meðalfylling með blómlegum keim. DFMX01799 Fortant de France Merlot 750 ml 12,5% 990Rautt. Meðalfylling, mjúkt með grösugum berjakeim. DFXR 05630 Grand Veneur Merlot 3000 ml 13% 346008563 J.P. Chenet Cabernet Syrah kassavín 3000 ml 12% 3190Ljósrautt. Létt. DMX05503 J.P. Chenet Cabernet Syrah 250 ml 12% 350Fjólurautt. Frekar létt, með létt krydduðum berjakeim. DFMX07974 J.P. Chenet Cabernet Syrah 750 ml 12% 970Rautt. Ilmríkt. Meðalfylling með sætum berjakeim. DMX04754 J.P. Chenet Merlot kassavín 3000 ml 12,5% 3410Dökkrautt. Meðalfylling, berjaríkt og grösugt. DFJMXR 07975 J.P. Chenet Merlot 750 ml 12,5% 1020Rautt. Meðalfylling, ávaxtaríkt með léttum kryddkeim. DFMX04997 J.P. Chenet Merlot Cabernet 750 ml 12,5% 1090Dökkfjólurautt. Meðalfylling, piprað, fast í byggingu og rauðurávöxtur. DMX00096 Jean-Claude Pepin Herault kassavín 3000 ml 11,5% 2890Tæp meðalfylling, létt með ávaxtakeim. AJ00097 Jean-Claude Pepin Herault kassavín 5000 ml 11,5% 4690Tæp meðalfylling, létt með ávaxtakeim. ADJM04128 JF Lurton Les Bateaux Syrah 750 ml 12,5% 990Meðalfylling, berjaríkt. FL00098 Le Cep Merlot kassavín 3000 ml 12,5% 3190Frekar létt, með nokkurri beiskju og mildum ilm. AFJ04122 Le Cep Or Syrah Rouge kassavín 3000 ml 12,5% 3270Meðalfylling, sultað berjabragð. MX00103 Le Piat d’Or 750 ml 12% 920Meðalfylling, ferskt, með léttum ávexti. DMOX07849 Leon Galhaud Merlot Cabernet Sauvignon 750 ml 12% 890Rautt. Meðalfylling, ferskt með grösugum krydd og ávaxtakeim.DIKMX03848 Les 7 Soeurs Merlot 750 ml 12,5% 1060Dökkrautt. Meðalfylling, þétt, kryddað. Nokkur stemma.FJLMXR 05136 Les Corioles 750 ml 13% 1150Corbieres: Dökkrautt. Bragðmikið og tannískt, með krydduðumávexti og rjómakendri áferð. EJLXR 05535 Les Ormes de Cambras Cabernet Sauvignon 750 ml 12,5% 1190R 05536 Les Ormes de Cambras Merlot 750 ml 12,5% 1190R 05362 Oc Cuvée 178 Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1150R 05365 Oc Cuvée 178 Merlot kassavín 3000 ml 13,5% 3690R 05364 Oc Cuvée 178 Merlot 750 ml 13% 1150R 08690 Paul Beaudet Cabernet Sauvignon 750 ml 12,5% 1190R 05222 Paul Beaudet Merlot 750 ml 12,5% 1190R 08697 Paul Beaudet Syrah 750 ml 12,5% 1190R 05257 Pinossino 750 ml 12,5% 1090Fjólurautt. Ilmríkt. Meðalfylling, grösugt, með léttri stemmu.CDFLYR 05416 Pujol Cotes du Roussillon Domainede la Rourede 750 ml 12,5% 1190Cotes du Roussillon: Dökkfjólurautt. Meðalfylling, berjaríkt meðgrösugum keim. Nokkur stemma. EFHLXR 03858 Pujol Cotes du Roussillon Futs de Chene 750 ml 13% 1690Cotes du RoussillonR 03863 Pujol Cotes du Roussillon La Montadella 750 ml 13% 1970Cotes du Roussillon: Dökkfjólurautt. Ilmríkt. Bragðmikið meðdjúpum berja og kryddkeim. Nokkur stemma. EFHLX04120 Stowells Vin de Pays du Gard kassavín 3000 ml 12% 3290Létt, milt, ferskt. DMO08109 Stowells Vin de Pays du Gard 750 ml 11,5% 950Frekar létt, sýruríkt, með sultuðum ávexti. MXR 05527 Terrasses d’Azur Cabernet Sauvignon 750 ml 12,5% 1080R 05558 Terrasses d’Azur Merlot 750 ml 12,5% 108004108 Vin de Pays de L’ Aude kassavín 3000 ml 11% 2790Ryðrautt. Létt, þroskað. MXR 05424 Virginie Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1340R 05422 Virginie Merlot 750 ml 13% 1330R 05423 Virginie Syrah 750 ml 12,5% 130002965 Wild Pig Red 750 ml 12,5% 950Frekar létt, með léttum ávexti og kryddi. DIM31


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 32R A U Ð V Í Nv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðRhoneHelstu þrúgur eru Grenache, Syrah, Mouverdre ogCinsault. Oft krydduð og kraftmikil vín.R 05163 Cellier des Dauphins Cotes du Rhone kassavín3000 ml 12,5% 3990Ljósrautt. Meðalfylling með sætum berjakeim. DIMXR 05158 Cellier des Dauphins Cotes du Rhone 750 ml 12,5% 1190Ljósrautt. Meðalfylling með sætum berjakeim. DIMXR 05161 Cellier des Dauphins Cotes du Rhone 250 ml 13% 440Ljósrautt. Meðalfylling með sætum berjakeim. DIMXR 05251 E. Guigal Crozes-Hermitage 750 ml 12,5% 1990Fjólurautt. Ilmríkt. Meðalfylling, með krydduðum sveitakeim.EFJLYR 05250 E. Guigal Gigondas 750 ml 13,5% 2390Rautt. Höfugt, kryddað, grösugt, með sultuðum keim. Mjúk stemma.EFLYR 05225 Gabriel Liogier Coteaux du Tricastin La Ferette 750 ml 12,5% 1090Rautt. Ilmríkt. Meðalfylling, ferskt, kryddað með berjakeim.DFLMX06423 Guigal Cotes-du-Rhone 750 ml 13% 1440Bragðmikið, þétt, með léttri stemmu. Kryddað og grösugt.DEFLY06393 La Font de L’Orme Cotes du Luberon 750 ml 12,5% 990Létt, berjabragð. DMX06409 La Vieille Ferme Cotes-du-Ventoux 750 ml 12,5% 1190Dökkrautt. Meðalfylling, mjúkt með léttri stemmu. FLYR 05164 Les Dorinnes Cotes du Rhone 750 ml 13,5% 1590Fjólurautt. Bragðmikið, með krydd og jarðarkeim. Margslungið.EFHJXYR 09028 Les Moirets Cotes du Rhone 750 ml 13,5% 119008607 Louis Bernard Cotes du Rhone-Villages 750 ml 13% 1190Ljósrautt. Meðalfylling, ferskt með ávaxta og jarðaberjakeim.Létt stemma. DIMXR 05676 Montalcour Cotes du Rhone 750 ml 12,5% 120007491 Vaucher Cotes du Rhone 750 ml 12,5% 960Ljósrautt. Meðalfylling með fínlegum, grösugum jarðarkeim.DFLMX00107 Vin de Pays de Vaucluse kassavín 5000 ml 12% 4980Létt og kryddað.Rhone - Chateauneuf-du-PapeKröftug vín úr mörgum þrúgum. Sú helsta er GrenacheR 04810 Clos de L’Oratoire des Papes 750 ml 14% 2490R 05636 Jean Lafitte Chateauneuf-du-Pape 750 ml 13% 282000077 La Fiole-du-Pape 750 ml 13,5% 2350Þungt með bökuðum, krydd og jarðarkeim og nokkuð stamt.EFJLY00175 M. Chapoutier Chateauneuf-du-PapeLa Bernardine 750 ml 14% 2540Bragðmikið, grösugt og kryddað. Mjúkt og þétt, tannískt. EHLGrikkland00227 Kouros Nemea 750 ml 12% 1290Meðalfylling¸ mjúkt¸ með grösugum ávaxtakeim. DÍtalíaR 05354 Canti Cuvée Rosso 750 ml 12% 1090R 04640 Cielo Merlot 1500 ml 11,5% 198008747 Cielo Merlot 750 ml 11,5% 950Ljósrautt. Ilmríkt, létt, sultað með sætkrydduðum keim. CDXR 03396 Della Casa Rosso 750 ml 11,5% 1190R 07176 Gioioso Rosso Frizzante 750 ml 10% 99004407 Luna di Luna Merlot Cabernet 750 ml 12% 1130Dökkrautt. Meðalfylling, með mjúkum berja og kryddkeim.EFJLX07866 Maestro Merlot Cabernet 750 ml 12,5% 1270Rautt. Meðalfylling, létt stemma, berjaríkt, grösugt og kryddað.DEFMXR 07995 Masi Modello delle Venezie 750 ml 12% 1180Fjólurautt. Frekar létt, milt og berjaríkt. CDEMX07154 Pasqua Cabernet Merlot Venezie kassavín 3000 ml 12% 3290Létt, með krydduðu berjabragði. FM01868 Pasqua Cabernet-Merlot delle Venezie 750 ml 12% 990Rautt. Frekar létt, sýruríkt. Grösugt með léttum krydd- ogjarðarkeim. DELX00162 Pasqua Merlot delle Venezie 1500 ml 11,5% 1550Fjólurautt. Létt, ferskt, með fríksum ávexti. DIMXR 05522 Plenum 750 ml 12,5% 3290R 08616 Raffaello Rosso 250 ml 11,5% 262R 07810 Rocca Rosso Rubino 2000 ml 10,5% 169008426 Rocca Sangiovese Rubicone kassavín 3000 ml 11% 2690Létt og sýruríkt. IMXAbruzzo05150 Canaletto Montepulciano 750 ml 13% 1190Dökkrautt. Bragðmikið, mjúkt og kryddað með sætu berjabragði.Létt stemma í endan. DEFJX04402 Citra Montepulciano d’Abruzzo 750 ml 13% 1090Dökkfjólurautt. Ilmríkt. Bragðmikið, mjúkt með ferskum kryddkeim.EFILXCampania07773 Feudi di San Gregorio Rubrato 750 ml 13% 1470Dökkrautt. Bragðmikið með grösugum berjakeim. Nokkuð stamt.EFLYEmilia-RomagnaR 09007 Abbazia Lambrusco Rosso 750 ml 8,5% 780Ljósfjólurautt. Létt, hálfsætt, lágfreyðandi. MOX03194 Bolla Sangiovese di Romagna 750 ml 12,5% 1190Meðalfylling, léttur ávöxtur. DIMO•R 05789 Brusa Lambrusco Secco 750 ml 10,5% 84004398 La Berta Olmatello Sangiovese di RomagnaSup. Ris. 750 ml 13% 1890Bragðmikið og stamt. Kryddað með sveitakeim. EHLYR 04843 Riobello Lambrusco 1500 ml 8,5% 138000165 Riunite Lambrusco 1500 ml 8% 1390Létt, hálfsætt og ávaxtaríkt. Lítið eitt freyðandi. AJ00164 Riunite Lambrusco 750 ml 8% 790Létt, hálfsætt og ávaxtaríkt, lítið eitt freyðandi. AMOXLazioR 04767 Falesco Montiano 750 ml 13,5% 3290LombardiaR 02872 Dino Torti Castelrotto Bonarda 750 ml 12,5% 1290Oltrepo Pavese: Dimmrautt. Bragðmikið, beiskt með hratkeim. CELX02870 Torti Oltrepo Pavese Pinot Nero 750 ml 14% 1660Oltrepo Pavese: Ryðrautt. Höfugt með fínlegum sultuðum og þroskuðumkeim. EFLMY32


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 33R A U Ð V Í Nv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðMarcheR 05289 Castel Sole Rosso Piceno 750 ml 12% 1190Rautt. Meðalfylling, ferskt með grösugum berjakeim. EFMX03792 Cumera Sangiovese kassavín 3000 ml 12,5% 3330Rautt. Frekar létt með krydduðum keim. DFIMX07972 Danzante Sangiovese delle Marche 750 ml 12,5% 1150Meðalfylling, með léttum kryddkeim. Sýruríkt. EFXPiemonteR 05329 Arbest Barbera d’Asti Superiore 750 ml 13,5% 1990Rautt. Höfugt, sýruríkt með grösugum ávaxtakeim. EFLMXR 05114 Balbi Soprani Barbaresco 750 ml 13,5% 2300R 05113 Balbi Soprani Barbera d’Asti 750 ml 13% 1430Ljósrautt. Frekar létt, með mildum ávexti. DMOXR 05111 Balbi Soprani La Baudria Barbera d’Asti 750 ml 13,5% 1810R 05110 Balbi Soprani Nebbiolo d’Alba 750 ml 13% 1630Ryðrautt. Meðalfylling, sýruríkt með sveitakeim. MX02627 Fontanafredda Barbera d’Alba 750 ml 12,5% 1320Ilmríkt, grösugt og kryddað. Sýruríkt með léttri stemmu. DEIMR 03142 Gaja Barolo Sperss 750 ml 13,5% 16900R 03785 La Court Barbera d’Asti 750 ml 13,5% 3870Dökkrautt. Kröftugt með fínlega krydduðum eikar og ávaxtakeim.EFLY04418 La Spinona Dolcetto d’Alba Vigna Qualin 750 ml 12,5% 1390Meðalfylling, sýruríkt, keimur af grænmeti og baunum. DMXR 05671 Le Vigne Sandrone Barolo 750 ml 14% 6900R 05321 Libera Barbera d’Asti 750 ml 13,5% 1690•R 06743 Marchesi Spinola Grignolino 750 ml 12% 1260•R 05433 Michele Chiarlo Airone 750 ml 13,5% 2010Monferrato08045 Monchiero Barolo Riserva Montanello 750 ml 13,5% 2590Rauðbrúnt. Bragðmikið, þroskað. Ferskt, nokkur stemma. EHLYR 05327 Stradivario Barbera d’Asti 750 ml 13,5% 3690R 07184 Toso Barbera d’Asti 750 ml 12,5% 1140Ljósrautt. Frekar létt og sýururíkt með plómukeim. MX07187 Toso Piemonte Bonarda 750 ml 12% 1070Fjólurautt. Ilmríkt. Frekar létt, ávaxtaríkt með fersku kolsýrubiti.DIMXPuglia07307 A Mano Primitivo 750 ml 13,5% 1090Mjúkt, þétt og berjaríkt. FJLMR 05414 Allora Primitivo 750 ml 14% 1390R 05288 Barocco Rosso del Salento 750 ml 12% 119005149 Canaletto Primitivo 750 ml 13,5% 1240Dökkrautt. Höfugt, mjúkt með krydduðum berja og eikarkeim.DEFJXR 04641 Cielo Primitivo 750 ml 13,5% 127008002 Familia Morella Puglia Sangiovese & Negroamaro 750 ml 13,5% 1090Dökkfjólurautt. Kröftugt og mjúkt með karamellu- eikar- ogberjakeim. Stamt eftirbragð. FHJXR 08915 Giordano Merlot Primitivo 750 ml 13% 1230R 05313 Giordano Sangiovese 750 ml 12% 1220Rautt. Meðalfylling. Milt með sætum ávexti og krydduðumjarðarkeim. DJMXR 04743 Graditello Puglia Sangiovese Rosso kassavín 3000 ml 11,5% 3180R 04741 Pasqua Lapaccio 750 ml 13,5% 109005956 Pasqua Primitivo Salento 750 ml 13,5% 1090Dökkrautt. Ilmríkt. Bragðmikið með mjúkum kryddkeim. EFLY•R 07305 Promessa Negroamaro 750 ml 13,5% 115005886 Promessa Rosso Salento 750 ml 13,5% 990Bragðmikið, kryddað, nokkuð stamt. DFI07811 Rocca Rosso Salento 750 ml 13% 890Meðalfylling, mjúkt, kryddað og ávaxtaríkt. DEJMO•R 08226 Terre dei Solari Sangiovese 750 ml 12,5% 1190•R 06739 Torrebianco Salento Primitivo 750 ml 13% 1280R 04429 Vinarte Rosso Puglia 750 ml 11,5% 790SardiníaR 05298 Sella & Mosca Cannonau di Sardegna 750 ml 12,5% 1260R 05304 Sella & Mosca Tanca Farra’ 750 ml 12,5% 1840Alghero: Ryðrautt. Ilmríkt. Meðalfylling, mjúkt með þroskuðumávaxtakeim. EFJLYSikiley04644 Accademia del Sole Nero d’AvolaCabernet Sauvignon kassavín 3000 ml 13,5% 3990Fjólurautt. Bragðmikið. Mildur ávöxtur, stamt í lokin. DFMXR 04773 Altavilla della Corte 750 ml 14% 1490Dökkfjólurautt. Kröftugt, þétt og stammt, með krydduðum , berja ogjarðarkeim. EFHYR 04772 Camelot 750 ml 15% 3590R 04818 Canti Merlot Sangiovese 750 ml 13% 1290Fjólurautt. Meðalfylling, með frísklegri stemmu og sætum ávexti.DFMXR 05153 Casa Girelli Virtuoso Syrah 750 ml 13,5% 1590R 05319 Cent’Are Nero d’Avola 375 ml 13% 790Fjólurautt. Meðalfylling, kryddað með sellerí lakkrískeim.Létt stemma. DIXR 08933 Cent’Are Nero d’Avola 750 ml 13% 1390Fjólurautt. Meðalfylling, kryddað með sellerí lakkrískeim.Létt stemma. DIXR 08901 Curatolo Sicilia 750 ml 12,5% 1090R 05105 Donnafugata Sedara 750 ml 13,5% 1390R 08935 Duca di Castelmonte Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1590Delia Nivolelli: Ryðrautt. Ilmríkt. Höfugt, mjúkt með þroskuðumkryddkeim. EFJLYR 05316 Duca di Castelmonte Gorgo Tondo 750 ml 13,5% 1590Dökkrautt. Höfugt, mjúkt með léttri sýru og léttum berjakeim.DLMXR 05317 Duca di Castelmonte Syrah 750 ml 13,5% 1590Dökkrautt. Kröftugt, kryddað og berjaríkt með nokkurri stemmuog remmu í eftirbragði. EHMYR 08971 Era Nero d’Avola 750 ml 12,5% 1090Fjólurautt. Höfugt, mjúkt og berjaríkt, með léttri stemmu.DFJMX03964 Familia Lucchese Nero d’AvolaCabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1090Rautt. Höfugt og mjúkt með berjakeim. JXR 05173 Feudo Arancio Nero d’Avola 750 ml 13,5% 1190Dökkfjólurautt. Höfugt, mjúkt og berjaríkt. DEMXR 08934 Fiorile 750 ml 12,5% 1190R 04771 Harmonium Nero d’Avola 750 ml 15% 2790R 08528 L’Arazzo Nero d’Avola Merlot 750 ml 13% 1090Fjólurautt. Meðalfylling, nokkuð stamt með krydduðumberjakeim. DFMX07311 Mezzogiorno Nero d’Avola 750 ml 13% 990Rautt. Meðalfylling, kryddað og grösugt ávaxtabragð. DEFMXR 05166 Montalto Cabernet Syrah 750 ml 13,5% 1490R 07933 Montalto Nero d’Avola 750 ml 13% 1290Fjólurautt. Meðalfylling, kryddað með ávaxta- og eikarkeim.DEFMYR 06168 Montalto Nero d’Avola Sangiovese kassavín 3000 ml 13% 3790R 05167 Montalto Syrah Sangiovese 750 ml 13% 139008210 Morgante Nero d’Avola 750 ml 13% 1390Dökkrautt. Bragðmikið, mjúkt, kryddað, grösugt og berjaríkt.EFLYR 05389 Planeta Burdese 750 ml 15% 249007667 Planeta La Segreta 750 ml 14% 1290Dökkfjólurautt. Ilmríkt. Höfugt, ferskt með grösugum berjakeim.EFJLXR 04770 Santagostino Baglio Soria 750 ml 14,5% 179008003 Terre di Ginestra Nero d’Avola 750 ml 14% 1390Dökkfjólublátt. Þungt, með þéttum krydd- og berjakeim.EFLMXY•R 06773 Torrebianco Nero d’Avola 750 ml 12,5% 1180R 05154 Tresa Nivuro 750 ml 13% 147033


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 34R A U Ð V Í Nv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðToskanaSangiovese er mikilvægasta þrúgan í Toskana, einnigágæt skilyrði fyrir Cabernet Sauvignon04735 Badiola 750 ml 13% 1390Fjólurautt. Bragðmikið með ávaxta og eikarkeim. Létt stemma.DFMX08013 Banfi Centine 750 ml 12,5% 1290Dökkrautt. Bragðmikið, ferskt með bökuðum ávexti og þéttumeikarkeim. Létt tannín. EFLXR 02506 Banfi Col di Sasso 750 ml 12,5% 1190Rautt. Meðalfylling, með berjakeim. Sýruríkt. FLMXR 05517 Dievole Broccato 750 ml 13% 2970R 05518 Dievole Rinascimento 750 ml 12,5% 1580Dökkrautt. Bragðmikið, ferskt og stamt með sólbökuðum ávaxa- ogeikarkeim. ELY07984 Frescobaldi Pater Sangiovese 750 ml 12,5% 1190Meðalfylling, mjúkt en sýruríkt. Ilmríkt og kryddað. EJLX07754 Gabbiano Rosso di Toscana 750 ml 12% 990Ljósrautt. Meðalfylling, milt með léttum ávexti. DIMXR 06463 Isole e Olena Cepparello 750 ml 13,5% 3260Rautt. Kröftugt, með djúpum krydduðum og grösugum ávexti.EFHLY06668 Ricasoli Formulae 750 ml 13% 1290Meðalfylling, ilmríkt, með grösugum og blómlegum kryddkeim.EFJLY00157 Santa Cristina 375 ml 12,5% 640Dökkfjólurautt. Meðalfylling, berjaríkt með léttri stemmu.DFJLMX00156 Santa Cristina 750 ml 12,5% 1140Meðalfylling, berjaríkt. DIM08441 Villa Puccini Toscana 750 ml 12,5% 1090Rautt. Meðalfylling, með mildum ávexti og eikarkeim. DEMXToskana-ChiantiR 07315 Antinori Chianti Classico Tenute Marche 750 ml 13% 239005073 Banfi Chianti 750 ml 12% 1290Rautt. Meðalflylling með beiskum ávaxtakeim. DFMXR 05074 Banfi Chianti Classico 750 ml 13% 1480R 05075 Banfi Chianti Classico Riserva 750 ml 13% 1690R 07236 Brolio Chianti Classico 375 ml 13,5% 880Kröftugt, þétt og grösugt. Stamt. EHL00172 Brolio Chianti Classico 750 ml 13,5% 1790Fjólurautt. Bragðmikið, ferskt, létt stemma. Kryddað meðgrösugum keim. ELY04733 Castello di Fonterutoli Chianti Classico 750 ml 13,5% 2950Dimmrautt. Kröftugt, þétt, tannískt, með krydduðum eikarkeim.EFHYZR 05519 Dievole Chianti Classico 750 ml 13% 2180Dökkrautt. Kröftugt, þétt og stamt, með krydduðu berjabragði.DEFMYR 05521 Dievole Novecento Riserva 750 ml 13,5% 2970Dökkrautt. Kröftugt, tanískt með þroskuðum ávexti og fínlegumeikarkeim. EHLY04731 Fonterutoli Chianti Classico 750 ml 13,5% 1750Dimmrautt. Bragðmikið, tanískt. Ungt. EFHLZ03334 Gabbiano Chianti Classico 750 ml 12,5% 1390Meðalfylling, kryddað og bakað. Létt stemma. DEMXR 08419 Giordano Chianti Vespertino 750 ml 12,5% 1340Ljósryðrautt. Meðalfylling, milt með fínlegum ávexti ogsúkkulaðikeim. DELX03441 Isole e Olena Chianti Classico 750 ml 13% 1650Rautt. Meðalfylling með mildri eik og fínlegum berjakeim.DEFLY03385 Piccini Chianti 750 ml 12% 990Rautt. Frekar létt, ferskt. DMXR 03607 Piccini Chianti Classico Solco 750 ml 12,5% 1390R 04775 Rietine Chianti Classico 750 ml 13% 159000167 Ruffino Chianti Classico Riserva Ducale 750 ml 13% 1790Rífleg meðalfylling, kryddaður ávöxtur með léttri eik. Létt stemma.DEFL08241 Ruffino Chianti Classico Riserva Ducale Riserva 750 ml 13% 2360Dökkrautt. Bragðmikið, þétt með krydduðum jarðarkeim. EFLYR 04823 Sensi Chianti 1500 ml 12% 2370Ljósrautt. Frekar létt, með léttum ávexti. DMXR 04825 Sensi Chianti 750 ml 12% 1380Ljósrautt. Frekar létt, með léttum ávexti. DMXR 04824 Sensi Chianti Riserva 750 ml 12,5% 1470Dökkrautt. Ilmríkt. Meðalfylling með jarðarkeim. EFHLY03406 Villa Antinori 750 ml 13% 1590Dökkryðrautt. Bragðmikið, mjúkt, kryddað með léttri stemmu.EFJLYToskana-MontalcinoR 05442 Castello Banfi Brunello di Montalcino 375 ml 13% 1640Dökkrautt. Bragðmikið, tannískt með jarðar og hratkeim. EFLYR 02504 Castello Banfi Colvecchio Syrah 750 ml 13% 1980R 05066 Castello Banfi Cum Laude 750 ml 13% 1840Dökkfjólurautt. Bragðmikið með eikarkeim, fínlegum ávexti ogléttu kryddi. EFLYR 05072 Castello Banfi Mandrielle 750 ml 13% 1830R 05067 Castello Banfi Poggio alle Mura 750 ml 13% 3190Dökkrautt. Bragðmikið, þétt og tannískt með kryddum og bökuðumávaxtakeim. EFHLYR 05068 Castello Banfi Rosso di Montalcino 750 ml 12,5% 1790R 02536 Castello Banfi Summus 750 ml 13% 3750Dökkrautt. Bragðmikið, þétt með berja og kryddkeim.Tannískt.EHLYZR 05071 Castello Banfi Tavernelle 750 ml 13% 1890Toskana-MontepulcianoR 04412 Fassati Salarco Riserva 750 ml 13% 2640Dökkryðrautt. Bragðmikið, fínlegt með mjúkum tannínum. EFLY04416 Poliziano Rosso di Montepulciano 750 ml 13,5% 1390Fjólurautt. Höfugt, fínleg eik og piprað með léttri stemmu. EHLYR 06542 Poliziano Vino Nobile di Montepulciano 750 ml 13,5% 2100Trentino-Alto AdigeR 04408 Concilio Merlot 750 ml 12% 1150R 05669 Foradori Granato 750 ml 13% 3690R 05668 Foradori Teroldego Rotalino 750 ml 12,5% 179005958 Mezzacorona Trentino Merlot 750 ml 13% 1090Milt og ávaxtaríkt, með léttri stemmu. DEIMUmbriaR 04774 Falesco Vitiano 750 ml 12,5% 1390Dökkrautt. Bragðmikið, með þéttum ávexti og eikarkeim. DEFY•R 03185 Lungarotti Il Vessillo 750 ml 12,5% 1880•R 02327 Lungarotti Rubesco 750 ml 12% 1390Meðalfylling, stamt með kryddkeim.•R 03183 Lungarotti Rubesco Riserva Vigna Monticchio 750 ml 12,5% 2660Torgiano•R 03184 Lungarotti San Giorgio 750 ml 12,5% 2550Veneto07959 Allegrini La Grola 750 ml 13,5% 2240Dökkfjólurautt. Kröftugt, stamt, með sultuðu berjabragði. Ungt.EHYR 05383 Allegrini La Poja 750 ml 14,5% 5250R 08665 Colli Euganei Merlot 1500 ml 12% 1890R 05291 Corte Agnella Corvina 750 ml 13% 1490Fjólurautt. Frekar létt, ferskt, með léttri stemmu ogberjabragði. DMXR 03391 Il Brolo Merlot 750 ml 12% 119000177 Masi Campofiorin 750 ml 13% 1490Ryðrautt. Bragðmikið, stamt, með þroskuðum ávaxta ogjarðarkeim. ELX34


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 35R A U Ð V Í Nv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð04145 Paoni Colli Euganei Merlot 750 ml 12% 990Fjólurautt. Meðalfylling, mjúkt, berjaríkt með sveitakeim.EFJLX08967 Pasqua Korae 750 ml 12,5% 990Dökkfjólurautt. Meðalfylling, heitur og kryddaður ávaxtakeimur.EFHLR 08863 Tommasi Crearo 750 ml 13,5% 1730Dökkrautt. Ilmríkt með mikilli eik. Kröftugt, þétt ávaxtabragð.EFHLY04146 Tommasi Le Prunée Merlot 750 ml 12,5% 1350Dökkfjólurautt. Meðalfylling með mjúkum berja og jarðarkeim.EFIMYR 03681 Villa Girardi Bardolino Classico 750 ml 12% 1250R 05284 Villa Rocca Merlot 750 ml 11,5% 1190Veneto - ValpolicellaR 05382 Allegrini Amarone 750 ml 15% 489007923 Allegrini Valpolicella Classico 750 ml 12,5% 1350Dökkrautt. Ilmríkt. Meðalfylling, ferskt og berjaríkt. EFLY02220 Bolla Valpolicella Classico Le Poiane 750 ml 13,5% 1490Dökkrautt. Bragðmikið, nokkuð stamt, með ávaxta og eikarkeim.EFLY03181 Boscaini Valpolicella Classico San Ciriaco 750 ml 12% 1290Meðalfylling, mildur, kryddaður ávöxtur með léttri stemmu.Fínlegt. DEYR 04729 Corte Giara Valpolicella Pagus 750 ml 12,5% 1250R 05296 Giuseppe Campagnola Valpolicella Classico 750 ml 12% 1290Ljósrautt. Frekar létt, ferskt, með fínlegum berjakeim. DILMYR 05292 Le Bine Valpolicella Classico 750 ml 13% 1490Dökkrautt. Bragðmikið, stamt, með eikar blönduðum berjakeim.EFLMXY07806 Le Ragose Valpolicella Classico Superiore 750 ml 12,5% 1590Bragðmikið, kryddað með reyktum keim. DEFLX06969 Masi Valpolicella Classico 750 ml 12% 1190Rautt. Frekar létt, milt, ferskt, með ávaxtakeim. DMOX02843 Pasqua Valpolicella Classico 375 ml 12% 550Rautt. Meðalfylling, keimur af rauðum berjum og með léttrisýrustemmu. DFMX02845 Sagramoso Valpolicella 750 ml 12,5% 1090Ávaxtaríkt, kjötmikið og nokkuð stamt. Góð sýra. EHL02401 Tommasi Amarone della Valpolicella Classico 750 ml 15% 2890Dökkrautt. Þungt, með sultuðum ávaxtakeim. EHLY04148 Tommasi Ripasso 750 ml 13% 1690Dökkrautt. Bragðmikið, þétt og sýruríkt með grösugum ogkrydduðum keim. EHY02404 Tommasi Valpolicella Rafael 750 ml 12,5% 1390Rautt. Meðalfylling, ferskt með fínlegan kryddaðan ávöxt.DEILXR 03682 Villa Girardi Valpolicella Cl. Bure Alto Ripasso 750 ml 12,5% 1600R 03680 Villa Girardi Valpolicella Classico 750 ml 12% 1260KanadaMarokkó07797 Atlas Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 950Meðalfylling, berjaríkt, tannískt. DEF07967 L’Excellence de Bonassia 750 ml 13% 1190Rautt. Bragðmikið, með mjúkri stemmu. Mild eik og ávöxtur.DEFJLMYMexíkó06348 Casa Madero Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1490Bragðmikið, með grösugum eikar og jarðarkeim. Margslungið.EHJLY07370 L.A. Cetto Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1400Bragðmikið, þétt, kryddað, með tóbakskeim. Ilmríkt. EFILPortúgalR 03146 Duque de Viseu 750 ml 12,5% 1390Bragðmikið, með bökuðum ávexti. ACDFHLR 05228 Espiga kassavín 3000 ml 12% 3490R 05233 Eximius kassavín 2000 ml 11,5% 2390R 05234 Eximius 750 ml 11,5% 99003147 Grao Vasco 750 ml 12% 1090Frekar létt, sýruríkt, með krydduðum ávexti. DMX07908 J.P.Tinto 750 ml 13% 990Meðalfylling, með ferskum ávexti og krydduðum og bökuðumjarðarkeim. FLMX04201 Primavera Bairrada Reserva 750 ml 12,5% 950Rautt. Meðalfylling, ferskt með léttri stemmu og mildumútihúsakeim. DEX04200 Primavera Dao Reserva 750 ml 12,5% 930Fjólurautt. Bragmikið, mjúkt bragð með fínlega krydduðum ávextiog léttri stemmu. FJKXR 05227 Quinta da Espiga 750 ml 12% 1090SlóveníaR 05395 Bagueri Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1730R 05394 Bagueri Merlot 750 ml 12,5% 1690R 07914 Quercus Cabernet Sauvignon 750 ml 11,6% 1280Dökkfjólurautt. Bragðmikið, stamt og sýruríkt með tunnukeim.EFLXR 07951 Quercus Merlot 375 ml 12% 630Fjólurautt. Frekar létt, með berjakeim. DMXOntarioR 05403 Pelee Island Cabernet 750 ml 12,5% 1390R 05404 Pelee Island Cabernet Franc 750 ml 13% 1570R 05405 Pelee Island Gamay Noir Zweigelt 750 ml 13% 1550R 05402 Pelee Island Pinot Noir 750 ml 13,5% 160035


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 36R A U Ð V Í Nv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðSpánnR 05438 Bach Vino de Mesa kassavín 3000 ml 12,5% 3450Rautt. Meðalfylling, ferskt með berjakeim. DFMX04109 Los Llanos kassavín 3000 ml 13% 3390Meðalfylling, berjaríkt. DMXAragonR 08459 Barón de Lajoyosa Gran Reserva 750 ml 12,5% 1490Carinena: Rautt. Bragðmikið, mjúkt með grösugum berjakeim.EFJLYR 06591 Vinas del Vero Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1370Somontano: Dökkfjólurautt. Kröftugt, með miklum eikar ogávaxtakeim.Tannískt. EHLZ07325 Vinas del Vero Somontano Gran Vos Reser 750 ml 13,5% 1890Somontano: Dökkrautt. Kröftugt, með súkkulaði og tóbakskeim.Stamt. EFHLYR 03928 Vinas del Vero Tinto 750 ml 12% 1050SomontanoCastilla La ManchaR 05690 Solaz kassavín 3000 ml 13,5% 3590Dökkrautt. Höfugt, létt kryddað. DMX04967 Altozano Crianza 750 ml 13% 990Dökkrautt. Bragðmikið, með sultuðum ávaxtakeim. Nokkuð tannískt.EFJLXYR 08175 Barceló 750 ml 12,5% 1190Rautt. Meðalfylling, ferskt með léttri eik og ávaxtabragði.Nokkuð stamt. DFILXY07842 Castillo de Almansa Reserva 750 ml 13,5% 990Almansa: Dökkfjólurautt. Ilmríkt. Höfugt, berjaríkt, þétt áferð,nokkuð tannískt. EFLXYR 08878 Condesa de Leganza Crianza 750 ml 13% 1090R 08877 Condesa de Leganza Reserva 750 ml 12,5% 1290R 05552 Diego de Almagro Crianza 750 ml 13% 1140ValdepenasR 05554 Diego de Almagro Gran Reserva 750 ml 13% 1690ValdepenasR 05553 Diego de Almagro Reserva 750 ml 13% 1460ValdepenasR 05140 Finca Antigua Cabernet 750 ml 13,5% 1220R 05138 Finca Antigua Crianza 750 ml 13% 1260R 05139 Finca Antigua Tempranillo 750 ml 13% 1220R 03982 Lacre Azul 750 ml 12% 109005979 Los Llanos Valdepenas Gran Reserva 750 ml 12,5% 1140Valdepenas: Rautt. Frekar létt, milt, með eikar og ávaxtakeim.CDEFJLMY05980 Los Llanos Valdepenas Reserva 750 ml 12,5% 990Valdepenas: Ljósrautt. léttur ilmur, mild eik og mildur bakaðurávöxtur, sultað. DFLOXR 05282 Maximo Tempranillo 750 ml 12,5% 990Rautt. Meðalfylling, kryddað, með grösugum ávaxtakeim og léttri eik.DKMXR 05235 Maximo TempranilloCabernet Sauvignon kassavín 3000 ml 13,5% 3690Fjólurautt. Höfugt, létt með berja- ávexti. DMX07321 Pata Negra Valdapenas Gran Reserva 750 ml 12,5% 1190Valdepenas: Berjaríkt, og eikað. Góður ávöxtur.R 08180 Rebeca 750 ml 12,5% 1190Rautt. Höfugt, ferskt með létt krydduðum jarðarkeim. EFLYR 08170 Sol de Castilla Crianza en Barrica 750 ml 12% 109008052 Solaz 750 ml 13% 990Bragðmikið, kryddað og grösugt. Berjaríkt. EFJYR 04119 Stowells Tempranillo kassavín 3000 ml 12% 3390R 05083 Vina Albali Crianza 750 ml 13% 1090ValdepenasR 04171 Vina Albali Gran Reserva 750 ml 13% 1290Valdepenas: Rautt. Meðalfylling, ferskt, mjúkt og berjaríkt.DEFJLMYR 04172 Vina Albali Reserva 750 ml 13% 1190ValdepenasR 05550 Vinum Clasic Cabernet - Merlot 750 ml 12% 960Castilla y Leon03041 Bodegas Hijos de Alberto Gutierrez kassavín5000 ml 12,5% 4890Meðalfylling, milt, grösugt og kryddað. CDFJMR 03980 Castillo del Rio 750 ml 13,5% 1390Toro: Rautt. Bragðmikið, stamt og kryddað með vanillu ogkakókeim. EFLYR 05266 Museum Crianza 750 ml 13,5% 1390Cigales: Rautt. Höfugt, kryddað, grösugt, með eikarkeim. EFLYR 05267 Museum Real Reserva 750 ml 13,5% 1690Cigales: Fjólurautt. Kröftugt, stammt, kryddað, eikað meðþéttum ávexti. Ungt. EHLXY03035 Pucela 750 ml 12,5% 890Rautt. Meðalfylling með sætkrydduðum ávaxtakeim. EKLXR 04174 Riscal 1860 Tempranillo 750 ml 13,5% 1290Dökkrautt. Bragðmikið, þétt, með krydduðum og bökuðumávexti. FJXR 03981 Valdeví 750 ml 13,5% 1390Toro: Dökkfjólurautt. Höfugt, kryddað, stamt. EFLXR 07323 Vega Bravia 750 ml 12,5% 1420Castilla - Ribera del DueroKröftug og stöm vín gerð úr Tempranillo (Tinto Fino)Eldast vel.R 05081 Altos de Tamaron 750 ml 13% 1240R 07970 Condado de Haza Crianza 750 ml 13% 1690Dimmfjólurautt. Bragðmikið. Grösugt, berjaríkt og tannískt. EHYR 05549 Condado de Oriza 750 ml 13% 1440R 07739 Pesquera Crianza 750 ml 13% 1990R 03983 Senorio de Valderrama Crianza 750 ml 13% 1590R 07779 Teófilo Reyes Ribera del Duero Crianza 750 ml 13,5% 2390R 08198 Vina Mayor Crianza 750 ml 13% 1570Fjólurautt. Bragðmikið. Kryddað með grösugum útihúsakeim. Stamt.Extremadura06515 Monasterio de Tentudia 750 ml 12,5% 1270Meðalfylling, ferskt, með léttri stemmu. CDFIMXKatalóníaR 04660 Castell del Remei Gotim Bru 750 ml 13% 1390Costers del Segre07885 Conde de Caralt 750 ml 12,5% 690Meðalfylling,milt með léttum ávexti. DIMXR 05974 De Muller Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1340Tarragona: Rautt. Bragðmikið, kryddað og grösugt með nokkurristemmu og jarðarkeim. EFHJLY06724 Raimat Abadia 750 ml 13% 1190Costers del Segre: Rautt. Meðalfylling, fínlegur ávaxta- ogeikarkeimur. EFJLY02996 Raimat Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1390Costers del Segre: Kröftugt, með miklu eikarbragði. Kryddað.EFHLYR 04198 Raimat Tempranillo 750 ml 12,5% 1390Costers del Segre: Dökkrautt. Kröftugt með djúpum ávexti.Kryddaður sveitakeimur.Tannískt. EFHLY06642 Torres Coronas 750 ml 13% 1190Dökkfjólurautt. Bragðmikið með mjúku berjabragði. DMX02229 Torres Gran Sangre de Toro 750 ml 13,5% 1290Dökkfjólurautt. Höfugt með pipar- og kirsuberjakeim. DFJMR 04350 Torres Sangre de Toro 187 ml 13,5% 345R 05623 Torres Sangre de Toro 750 ml 13,5% 119036


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 37R A U Ð V Í Nv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðKatalónía - Penedes02998 Bach Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1090Bragðmikið með sultuðum eikarkeim. Stamt. EFHLY05973 Bach Merlot 750 ml 12,5% 1090Rautt. Bragðmikið með margslungnum kaffi og jarðarkeim. EHLYR 07338 Mas Codina Cabernet Sauvignon Crianza 750 ml 13% 1690Dökkrautt. Bragðmikið, þétt, tannískt,kryddað með eikar ogávaxtakeim. EHLY07911 Rene Barbier Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 790Þungt, stamt, með keim af rauðum ávöxtum. ELZ07052 Rene Barbier Tinto Anejo kassavín 3000 ml 12,5% 3290Meðalfylling, með léttum kryddkeim og stemmu. CDIMO07337 Segura Viudas Penedes Reserva 750 ml 13% 1190Dökkrautt. Meðalfylling, létt stemma með grösugum keim.EFHJLXR 06852 Torres Atrium Merlot 750 ml 13% 1590Dökkrautt. Bragðmikið, með krydduðum berjakeim. Létt stemma.DFJMX00116 Torres Gran Coronas Reserva 750 ml 13,5% 1490Dökkrautt. Bragðmikið, með þéttu krydd-, jarðar- og eikarbragði.EFHLYMurciaR 05121 Casa de La Ermita 750 ml 13,5% 1590JumillaR 09020 Castano Monastrell 750 ml 14% 1090Yecla: Dökkrauðfjólublátt. Þungt og berjaríkt. Ungt. DELY•R 05593 Condestable Reserva 750 ml 13% 990JumillaR 05120 Monasterio de Santa Ana 750 ml 13,5% 1090JumillaNavarraR 07737 Guelbenzu Evo 750 ml 14% 1890Dimmrautt. Kröftugt, mjúkt með þéttum krydd og tóbakskeim.EHLY00136 Las Campanas Crianza 750 ml 12,5% 1090Rautt. Meðalfylling, með léttum ávaxtakeim. Stamt. DMXR 05428 Vina Sardasol Crianza Tempranillo 750 ml 12,5% 1650Dökkrautt. Meðalfylling, stammt, með krydduðum eikar- og berjakeim.DFMXR 05427 Vina Sardasol Tempranillo 750 ml 13% 1140Dökkfjólurautt. Ilmríkt. Bragðmikið, með mjúkum grösugum ávexti.EFLYRiojaHelstu þrúgur eru Temparnillo og Garnacha.Oft ákveðin og mild vín með áberandi eik og eldast vel.R 05611 Allende 750 ml 13% 2190Dökkfjólurautt. Bragðmikið, þétt með lyng og ávaxtakeim. EHYR 05252 Baron de Ley Finca Monasterio 750 ml 13,5% 2190Dökkrautt. Kröftugt, berjaríkt, kryddað með stemmu. EHLXYR 05253 Baron de Ley Gran Reserva 750 ml 13% 2090Ryðrautt. Bragðmikið, þroskað með sveita og kryddkeim.EFHLXYR 05254 Baron de Ley Reserva 750 ml 13% 1490Ryðrautt. Ilmríkt. Meðalflylling, ferskt, millt og fínlegt. EFLYR 02347 Baron de Ona Reserva 750 ml 13% 180007731 Beronia Crianza 750 ml 12,5% 1090Ljósrautt. Meðalfylling með léttri stemmu og ávaxtakeim.DFLXYR 00144 Beronia Gran Reserva 750 ml 13% 1990Frekar létt, milt og þroskað með viðarkeim. FL00148 Beronia Reserva 750 ml 12,5% 1390Ryðrautt. Meðalfylling, þroskaður grösugur keimur. DFXR 04180 Campillo Gran Reserva Especial 750 ml 12,5% 3190R 04181 Campillo Reserva Especial 750 ml 13% 2880R 03985 Campo Burgo Crianza 750 ml 12,5% 1390Ljósrautt. Meðalfylling, milt með krydduðum grænmetistón.07624 Campo Viejo Gran Reserva 750 ml 12,5% 1690Ljósryðrautt. Ilmríkt. Meðalfylling, með ferskum og fínlegum eikarogávaxtakeim. EFLY00135 Campo Viejo Reserva 750 ml 12,5% 1350Meðalfylling, fínleg eik, berjaríkt. Léttkryddað. EFJKLR 08197 Castillo Rioja 750 ml 12,5% 1290Rautt. Meðalfylling, með léttum ávaxta- og kryddkeim. DMX07113 Conde de Valdemar Reserva 750 ml 13% 1470Meðalfylling, eik og sultaður ávöxtur. CFLN08258 Conde de Valdimar Crianza 750 ml 13% 1290Rautt. Bragðmikið, létt tannískt með grösgum eikarkeim. EFLY05802 Coto de Imaz Gran Reserva 750 ml 13% 1850Ryðrautt. Ilmríkt. Meðalfylling, með þroskuðum krydd og eikarkeim.DEFY05978 Coto de Imaz Reserva 750 ml 13% 1390Ryðrautt. Meðalfylling með fínlega krydduðum eikar- og ávaxtakeim.EFJLR 04115 Don Jacobo Crianza 750 ml 12,5% 1190Rautt. Meðalfylling, með léttum eikar og ávaxtakeim. CDEY05977 El Coto Crianza 750 ml 12,5% 1090Rautt. Frekar létt, berjaríkt með mildum ávaxta og eikarkeim.CDMY00122 Faustino I Gran Reserva 750 ml 13% 1990Bragðmikið, stamt og eikað. Nokkuð þroskað. EFHL02227 Faustino I Gran Reserva 1982 750 ml 12,5% 4190Ryðrautt. Meðalfylling, milt með þroskuðum keim. Fínlegt. EFLY04175 Faustino V Reserva 750 ml 13% 1490Þungt og grösugt. ELY06437 Faustino VII 750 ml 12,5% 1090Meðalfylling, með krydduðum ávaxtakeim. DFJLMX•R 07332 Finca Valpiedra Reserva 750 ml 13,5% 1980Meðalfylling, með bökuðum ávaxtakeim. Stamt. MR 08610 Lagunilla 750 ml 12,5% 105008604 Lagunilla Crianza 750 ml 12,5% 1090Ljósrautt. Frekar létt með eikarkeim. Nokkuð stamt. DMYR 08594 Lagunilla Gran Reserva 750 ml 12,5% 1790Ryðrautt. Ferskt létt, sýruríkt með léttum ávexti. DMX08597 Lagunilla Reserva 750 ml 12,5% 1390Ljósryðrautt. Meðalfylling, fínlegt með ávaxtablöndu FLY•R 07894 Lan Reserva 750 ml 13% 1820Meðalfylling, milt með mildum eikarkeim. EFJY06331 Lorinon Crianza 750 ml 12,5% 1090Berjaríkt og eikað, með kókoskeim. Ferskur ávöxtur. DFLR 06332 Lorinon Reserva 750 ml 13% 1390Dökkrautt. Kröftugt, með keim af dökkum berjum. Eikað meðberjahratkeim.R 02935 Marques de Arienzo Crianza 750 ml 13% 1090Ryðrautt. Meðalfylling, ferskt með létt krydduðum ávaxta ogsveitakeim. EFJLMY00124 Marques de Arienzo Gran Reserva 750 ml 13% 1750Ryðrautt. Bragðmikið, með þroskuðum jarðar, eikar og ávaxtakeim.Nokkuð stammt. EFLY00123 Marques de Arienzo Reserva 750 ml 13% 1390Frekar þungt með eikarkeim. Þroskaður ávöxtur. EFJL04179 Marques de Caceres Crianza VendimiaSeleccionada 750 ml 12,5% 1290Rautt. Frekar létt, ferskt með mildu berjabragði. Létt stemma.DIMXR 03984 Marques de Campo Nuble Crianza 750 ml 13% 1490Ljósrautt. Meðalfylling, grænmetiskeimur. MXR 00118 Marques de Riscal Reserva 750 ml 13% 1690Dökkrautt. Meðalfylling með mjúkum ávexti og mildum berjakeim.Létt tannín. ELX00133 Montecillo Crianza 750 ml 12,5% 1090Meðalfylling, stamt, með grösugum ávaxtakeim. CDIM00137 Montecillo Gran Reserva 750 ml 13% 1790Ryðrautt. Meðalfylling, grösugt, með þroskuðum ávaxtakeim.Nokkuð stamt. EFY37


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 38R A U Ð V Í Nv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð08111 Montecillo Reserva 750 ml 12,5% 1430Meðalfylling, með eikarbragði. FLR 05447 Ramirez de La Piscina Crianza 750 ml 13% 1510Rautt. Meðalfylling, milt og mjúkt með eikar- og ávaxtakeim.BDFXR 05446 Ramirez de La Piscina Reserva 750 ml 12,5% 1890Ryðbrúnt. Meðalfylling, Þétt og ilmríkt með fínlega krydduðumávaxta og kaffikeim. Feitt eftirbragð. EFJLYR 05390 Rioja Vega Crianza 750 ml 13% 1090Rautt. Meðalfylling, með léttum ávexti. Létt stemma. DMXR 05281 Roda II Reserva 750 ml 13% 2490Dökkrautt. Bragðmikið með mikilli eik og þéttum ávexti. EFLY07845 Vallemayor Crianza 750 ml 13% 1090Meðalfylling, þroskað með sultu og kryddkeim. CDFXR 07896 Vina Lanciano Reserva 750 ml 13% 284007846 Vina Valoria 750 ml 13% 990Rautt. Ilmríkt. Meðalfylling, ferskt með ávaxtabragði. DIMXValencia07841 Castillo Montroy Valencia Reserva 750 ml 13% 890Rautt. Frekar létt, milt ávaxtabragð og létt eik. DFIMXR 05332 Gandia Mil Aromas Garnacha 750 ml 13% 1190Utiel-Requena: Dökkfjólurautt. Meðalfylling, berjaríkt meðléttri stemmu. DFXR 05219 Hoya de Cadenas Reserva 750 ml 12,5% 1290Utiel-RequenaR 05594 Vega de Moriz Tempranillo 3000 ml 12,5% 3290Suður AfríkaBragðmikil og mjúk vín. Helstu þrúgur eru Cabernet Sauvignon og Pinotage.R 05632 African Sky Cirrus 750 ml 13% 1070R 05563 Boland Kelder Cabernet Sauvignon 750 ml 14,5% 1450PaarlR 05561 Boland Kelder Merlot 750 ml 14,5% 1450PaarlR 04581 Boland Kelder Pinotage 750 ml 14,5% 1450PaarlR 05562 Boland Kelder Pinotage Cinsaut 750 ml 14,5% 1450PaarlR 05564 Boland Kelder Shiraz 750 ml 14,5% 1450Paarl08859 Bon Courage Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1190Robertson: Dökkrautt. Ilmríkt. Bragðmikið, með grösugum,jarðar og ávaxtakeim. Margslungið. EFLY07756 Bon Courage Cabernet Sauvignon Shiraz 750 ml 13,5% 1090Robertson: Dökkrautt. Höfugt, kryddað og grösugt, með eikarog sveitakeim. FHLY08860 Bon Courage Shiraz 750 ml 13,5% 1190Robertson: Dökkfjólurautt. Ilmrítk. Kröftugt með mjúkumberjakeim. EFJLX08769 Drostdy Hof Cape Red 750 ml 13,5% 990Fjólublátt. Höfugt, sýruríkt, með berjakeim. Létt stemma. DFJX06414 Drostdy-Hof Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1090Dökkrautt. Bragðmikið, kryddað, með sveit og jarðarkeim.EFHJLX04861 Drostdy-Hof Cape Red kassavín 3000 ml 13,5% 3440Dökkrautt. Höfugt, mjúkt krydd, dökkur ávöxtur, létt stemma.EFJXR 07762 Drostdy-Hof Cape Red 187 ml 13% 32006416 Drostdy-Hof Merlot 750 ml 14% 1090Ryðrautt. Höfugt, með grösugum jarðarkeim. Létt stemma. EFXR 05988 Edonia Ruby Cabernet 750 ml 14% 1370Bragðmikið, stamt með krydduðum eikar-og berjakeim. FL06316 Fleur du Cap Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1260Coastal Region: Dökkryðrautt. Ilmríkt. Bragðmikið, kryddað meðþroskuðum berjakeim. EFLX06318 Fleur du Cap Merlot 750 ml 14% 1260Coastal Region: Dökkrautt. Höfugt, berjaríkt með jarðar- ogtóbakskeim. EFHXR 05557 Glen Carlou Grand Classique 750 ml 14% 2280PaarlR 05556 Glen Carlou Syrah 750 ml 15% 2630Paarl04817 Góiya Shiraz Pinotage 750 ml 14% 1240Olifants River: Rautt. Höfugt með bökuðum keim. DMXR 05864 Guardian Peak Shiraz 750 ml 15% 1450Dökkfjólurautt. Höfugt, mjúkt, með krydduðu berjabragði. DJXR 08837 Hill & Dale Cabernet Sauvignon Shiraz 750 ml 14,5% 1190Stellenbosch: Rautt. Ilmríkt. Þungt, berjaríkt með léttri stemmu.DEFLY07719 Kumala Cabernet Sauvignon Shiraz 750 ml 13,5% 990Fjólublátt. Bragðmikið, berjaríkt með léttum kryddkeim. DMYR 08070 KWV Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 129000219 KWV Roodeberg 750 ml 14% 1390Rautt. Þungt, berjaríkt, með krydd og eikarbragði. EFHJLXR 08549 Libertas Cabernet Sauvignon 750 ml 12,5% 99008062 Long Mountain Cabernet Sauvignon 750 ml 12,5% 1090Rautt. Meðalfylling, krydd og jörð í bragði, ferskt. DFXR 05308 Moreson Pinotage 750 ml 14,5% 1790Coastal RegionR 06179 Namaqua kassavín 3000 ml 14% 389000176 Nederburg Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1090Paarl: Bragðmikið, berjaríkt, kryddað með jarðar- og eikarkeim.EFJL07590 Nederburg Cabernet Sauvignon Merlot 750 ml 13,5% 1090Kröftugt, berjaríkt, eikað, nokkuð tannískt. EFHJLR 08677 Pearly Bay Dry Red kassavín 3000 ml 14% 3190R 05309 Pine Hurst Cabernet Sauvignon 750 ml 14,5% 1590Coastal RegionR 05307 Pine Hurst Cabernet Sauvignon Merlot 750 ml 14,5% 1390Coastal RegionR 05986 Plaisir de Merle Cabernet Sauvignon 750 ml 14,5% 1690Paarl: Dimmrautt. Þungt, þétt og tannískt. Ungt. ELZR 05297 Rain Dance Pinotage Ruby Cabernet 750 ml 14% 1050Olifants River: Rautt. Ilmríkt. Bragðmikið, með jarðarkeim.Létt tannín. FJX08064 Robert’s Rock Cabernet Sauvignon Merlot 750 ml 13% 990Rautt. Höfugt, þétt og snarpt, berjaríkt, með eikar- og jarðarkeim.DFHLY•R 05707 Robertson Winery Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1190Robertson•R 07607 Robertson Winery Cabernet Sauvignon kassavín3000 ml 13,5% 3690•R 05708 Robertson Winery Merlot 750 ml 13,5% 1190Robertson•R 00220 Rust en Vrede 750 ml 14,3% 2930Stellenbosch: Dökkrautt. Höfugt, stamt, kryddað með jarðar ogávaxtakeim. EHLYR 07774 Spice Route Andrew’s Hope 750 ml 13,5% 1490Coastal Region: Meðalfylling, kryddað og mjúkt. EJL09038 Tabiso Shiraz kassavín 3000 ml 14% 3490Dökkfjólurautt. Höfugt með dökkum kryddtónum. JMX05413 Table Mountain Cabernet Sauvignon / Merlot 750 ml 13,5% 950Rautt. Meðalfylling, mjúkt með jarðbundnum ávaxtakeim.DFJMX06411 Two Oceans Cabernet Sauvignon Merlot 750 ml 13,5% 990Meðalfylling. Berjaríkt og mjúkt. DFIJMR 05280 Two Oceans Cabernet Sauvignon Merlot 187 ml 13% 292Dökkrautt. Þétt, hratkent berjabragð. X05237 Two Oceans Shiraz kassavín 3000 ml 13,5% 3390Dökkfjólurautt. Meðalfylling, með krydduðum jarðarkeim ogbökuðum ávexti. DJMXR 08836 Two Oceans Shiraz 750 ml 13,5% 1050Dökkfjólurautt. Kröftugt, mjúkt, með krydduðum jarðarkeim.EFJLX08552 Zonnebloem Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1190Stellenbosch: Dökkrauðbrúnt. Kröftugt, grösugt með þroskuðumkeim. Létt stemma. EFLX38


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 39R A U Ð V Í Nv.nr. heiti ml, % verðTúnisR 04261 Familia Simonetti Syrah 750 ml 13,5% 1190Fjólublátt. Kröftugt. Eikað og kryddað með berjakeim. DELXUngverjalandR 06119 Boglári Barrique Cabernet Sauvignon 750 ml 12% 1630R 06155 Lellei Cabernet Sauvignon 750 ml 12% 1190R 06117 Lellei Merlot 750 ml 12% 1160R 04629 Riverview Cabernet Sauvignon 750 ml 12,5% 1140R 04630 Riverview Kekfranos Merlot 750 ml 13% 1140LÍFRÆNT RÆKTUÐ VÍNNr. Heiti VerðRauðvín05647 Bonterra Shiraz Carignane Sangiovese 175003792 Cumera Sangiovese 293004797 Domaine de Barbarossa 150004795 Domaine Sainte Agathe 132005332 Gandia Mil Aromas Garnacha 119005416 Pujol Cotes du Roussillon Domaine de la Rourede 119000116 Torres Gran Coronas Reserva 1490Hvítvín05648 Bonterra Chardonnay Sauvignon Blanc Muscat 169004794 Chateau Jarr 142004793 Domaine de Coulée Chardonnay 145006021 Mezzacorona Trentino Chardonnay 1020Rósavín04796 Domaine de Barbarossa 1500Freyðivín04798 Jean Pierre Fleury Brut 3620Styrkt vín05491 Pujol Muscat de Rivesaltes 249039


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 40H V Í T V Í NHvítvín eru gerjuð úr safa ljósra vínþrúga. Styrkleiki vínanda er yfirleitt á bilinu 8-14%v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðArgentínaR 03451 Santa Ana Chenin-Ugni Blanc Reservado 700 ml 13% 990MendozaR 05094 Alamos Chardonnay 750 ml 13,5% 1290Gulgrænt. Meðalfylling, ferskt, fínlegt með ávaxtablöndum eikarkeim.BCDYR 04322 Alto Agrelo Chardonnay 750 ml 12,5% 1290R 05356 Argento Chardonnay 750 ml 13% 1190Ljósgult. Meðalfylling, með léttri eik og ávaxtakeim. BCDXR 05089 Catena Cardonnay 750 ml 13,5% 1590Ljósgulgrænt. Höfugt, mjúkt með þéttum eikar- og ávaxtakeim.BCDFXYR 05079 Dona Paula Chardonnay 750 ml 14% 1440Ljósgult. Höfugt með ristaðri eik, vanillu keimur. DYR 07244 Etchart Rio de Plata Chardonnay 750 ml 13% 1190Meðalfylling, þurrt, mjúkt með léttri eik og ávexti. ABCDIXR 04321 Finca Santa Maria Chardonnay 750 ml 13,5% 1290R 05231 Finca Santa Maria Torrontes 750 ml 13% 1290R 04765 Santa Ana Chardonnay 187 ml 13,5% 340R 07674 Santa Ana Chardonnay Cepas Privadas 750 ml 13,5% 1390Ljósgult. Höfugt, þurrt með ristuðum eikarkeim. CDX07563 Santa Ana Chardonnay Chenin Blanc 750 ml 13% 1170Fölgult. Höfugt, ferskt með ávaxtakeim. ABCX08200 Terralis Chardonnay - Chenin kassavín 3000 ml 12% 2840Ljósgult. Meðalfylling, hálfþurrt, með ávaxtakeim. ABCXR 05450 Terrazas Alto Chardonnay 750 ml 13% 1390Gult. Bragðmikið, þurrt með eikarkeim. BIXR 03046 Trapiche Chardonnay 750 ml 13% 950BCDM07031 Trivento Chardonnay 750 ml 13% 990Ljósgult. Ilmríkt. Meðalfylling, ferskt, ávaxtaríkt með eikarkeim.ABCDX07037 Trivento Viognier 750 ml 13% 990Gult. Ilmríkt. Höfugt með létt krydduðum ávaxtakeim. CDKXAusturríkiAusturríki er frægt fyrir sæt hvítvín, en þar eru einnig gerð þurr, fersk vín.Mikilvægar þrúgur eru Gruner Veltliner og Riesling.R 05417 Brundlmayer Ried Kaferberg Gruner Veltliner 750 ml 14% 276000374 Storch Spätlese 750 ml 11,5% 1000Burgenland: Frekar létt, hálfsætt. KX06946 Storch Welschriesling Trocken 750 ml 12% 980Burgenland: Fölgult. Frekar létt, þurrt og snarpt. ABXÁstralíaMjúk vín og ávaxtarík, mest úr Chardonnay.04103 Aldridge Chardonnay 750 ml 13% 990Fölgrænt. Meðalfylling, þurrt með léttum ávaxtakeim og eikarvotti.BCX07712 Barramundi Semillon Chardonnay kassavín 3000 ml 13% 3290Ávaxtaríkt og ferskt.07899 Black Opal Chardonnay 750 ml 13% 1190Ljósgult. Þurrt og kröftugt með ávaxta, eikar og hnetukeim. CDXR 06784 De Bortoli Deen Vat 7 Chardonnay 750 ml 14% 1490R 05265 Hanwood Estate Chardonnay 750 ml 13,5% 1290Ljósgult. Þétt, með mjúkri eik, góður ávöxtur. BCDFMXYR 02205 Hardys Nottage Hill Chardonnay 750 ml 13,5% 1290Ávaxtaríkt, bragðmikið og ferskt. BCD05771 Jacob’s Creek Chardonnay 750 ml 12,5% 1090Ljósgult. Bragðmikið, þurrt og ávaxtaríkt. BCDXR 03413 Jacob’s Creek Dry-Riesling 750 ml 11,5% 1090Ljósgrænt, þurrt, ferskt, með góðum ávexti og olíuvotti. ABCY•R 05692 Jacob’s Creek Semillon Chardonnay 750 ml 11% 990R 05258 Jacob’s Creek Semillon Chardonnay 187 ml 11% 292Ljósgulgrænt. Létt, með léttum púðurkeim. Þurrt og ferskt. ABCXR 05508 Kangaroo Ridge Chardonnay 750 ml 13% 990Fölgrængult. Frekar létt, þurrt mðe fínlegum ávexti. BCX05893 Lindemans Bin 65 Chardonnay 375 ml 13,5% 690Höfugt, þurrt, ferskt og ávaxtaríkt með eikarkeim. CDIX00368 Lindemans Cawarra Colombard Chardonnay 750 ml 12,5% 990Meðalfylling, þurrt, ferskt og ávaxtaríkt, með eikarkeim. BCDIX00363 Lindemans Chardonnay Bin 65 750 ml 13,5% 1290Ljósgult. Höfugt, þurrt, með ávaxta-, hnetu- og eikarkeim. CDIXR 00369 Penfolds Koonunga Hill Chardonnay 750 ml 14% 1390Meðalfylling, þurrt, ávaxtaríkt með eikarkeim. CDFMR 05387 Penfolds Koonunga Hill Chardonnay 375 ml 14% 75007204 Penfolds Rawson’s Retreat Semillon Chardonnay 750 ml 13,5% 1090Ljósgult. Bragðmikið, þurrt og ferskt, með jarðefnakeim. ABCXR 07944 Peter Lehmann Weighbridge Chardonnay 750 ml 13% 119004142 Rosemount Chardonnay 750 ml 13,5% 1380Meðalfylling, þurrt, mjúkt og ferskt, ávaxtaríkt með léttu biti.CDIX07118 Rosemount GTR 750 ml 11% 1090Ljósgult. Létt, hálfsætt með ávaxtakeim og léttu biti. KOX01629 Rosemount Semillon Chardonnay 750 ml 13,5% 1160Meðalfylling, þurrt og ferskt með grösugum ávexti. ABCIX07201 Salisbury Chardonnay 750 ml 14% 960Meðalfylling, ferskt með eikarkeim. ACR 05129 Yellow Tail Chardonnay 750 ml 13,5% 1320Gult. Ilmríkt. Bragðmikið, með ávaxta, korn og eikarkeim. CDKXSuður-Ástralía04391 Angove’s Chardonnay Bear Crossing 750 ml 13,5% 1090Gulgrænt. Þurrt og höfugt, sýruríkt með þroskuðum ávexti. CDIXR 03036 Angove’s Long Row Chardonnay 750 ml 13,5% 1090Gult, Höfugt, mjúkt, þurrt með eikar og ávaxtakeim. CDXR 04739 Boomerang Bay Colombard Chardonnay 750 ml 12,5% 990R 05418 Grant Burge Thorn Eden Valley Riesling 750 ml 12,5% 1250Eden ValleyR 04512 Jacob’s Creek Reserve Chardonnay 750 ml 13,5% 1590Gult. Bragðmikið en mjúkt. Mikil eik og ávöxtur. DYR 04704 Lindemans Reserve Chardonnay 750 ml 13,5% 135006723 Oxford Landing Chardonnay 750 ml 13,5% 1290Grængult. Bragðmikið, þurrt, með eikar og ávaxtarkeim. BCDMX07406 Peter Lehmann Barossa Semillon 750 ml 12% 1290Barossa Valley: Meðalfylling, þurrt, ávaxtaríkt ABCDIXR 05243 Peter Lehmann Botrytis Semillon 375 ml 11,5% 1390Barossa Valley: Dökkgult, þykkt og sætt með kröftugum sýruríkumávexti og keim af rabbarbarasultu. NXR 07409 Peter Lehmann Chardonnay 750 ml 13,5% 1390Barossa ValleyR 05244 Peter Lehmann Chenin Blanc 187 ml 12% 393Barossa Valley: Ljósgulgrænt. Frekar létt, frískt og sýruríkt meðferskum ávexti og keim af grænum eplum. ABCYR 05245 Peter Lehmann Wildcard Chardonnay 750 ml 13% 1090Gulgrænt. Bragðmikið, mjúkt og þétt með grösugrum keim.BCDIX•R 01974 Wolf Blass Chardonnay 750 ml 13% 136040


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 41H V Í T V Í Nv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðViktoríaR 04636 Gulf Station Chardonnay 750 ml 13,5% 1790Yarra ValleyR 05123 Oakridge Estate Chardonnay 750 ml 13,5% 1570Gult. Bragðmikið með kröftugum, ristuðum eikarkeim. CDXVestur-ÁstralíaR 04716 Palandri Chardonnay 750 ml 13,5% 1990Great Southern & Margaret RiverR 04719 Palandri Solora Chardonnay 750 ml 13,5% 1190BandaríkinKalifornía00419 Beringer Sauvignon Blanc 750 ml 13,5% 1290Fölgrænt. Ilmríkt. Bragðmikið, eikað með smjörkenndum ávaxtakeim.CDFX00386 Blossom Hill 750 ml 13% 1090Meðalfylling, hálfsætt, með hrísgrjónakeim. AOX06708 Carlo Rossi California White 1500 ml 10,5% 1590Létt, hálfþurrt, með mildum ávextakeim AIMO07940 Carlo Rossi California White 750 ml 10,5% 890Frekar létt, hálfþurrt. AR 05546 Clay Station Viognier 750 ml 13% 1690Lodi•R 07056 Coppola Bianco 750 ml 13% 179007234 Cypress Chardonnay 750 ml 13,5% 1390Grængult. Ilmríkt. Höfugt og mjúkt með feitum ávexti og vanillukeim.CDIJXR 06399 Delicato Chardonnay 750 ml 13,5% 129003569 Ernest & Julio Gallo Colombard 750 ml 11,5% 960Fölgult. Létt, hálfþurrt með ávaxtakeim. AOXR 05239 Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Chardonnaykassavín 3000 ml 13,5% 3590Fölgrænt. Meðalfylling, þurrt og sýruríkt með krydduðum ávexti. DX01894 Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Chardonnay 750 ml 13,5% 1090Ljósgrænt. Höfugt, þurrt og sýruríkt. Ávaxtaríkt. CDMXR 04533 Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Chenin Blanc 750 ml 11,5% 990Ljóst, þurrt, með léttum ávexti og léttri lifrapylsu. ABCX•R 05620 Francis Coppola Diamond Chardonnay 750 ml 13,5% 223004542 Garnet Point Chardonnay 750 ml 13% 1090Fölgult. Bragðmikið, þurrt, mjúkt. Grösugur ávaxtakeimur. CDFX•R 06376 Ironstone Chardonnay 750 ml 13,5% 1490R 07997 Kendall-Jackson Collage Semillon Chardonnay 750 ml 13,5% 1290R 07968 Landiras Californian White kassavín 3000 ml 12% 364008721 Painter Bridge Chardonnay 750 ml 13% 1190Ljósgulgrænt. Meðalfylling, mjúkt, fínlegt, mjög ávaxtaríkt, með mildrivanillu. CDMOXR 07560 Parsons Creek Chardonnay 750 ml 13,5% 990R 00380 Paul Masson California Chablis 1500 ml 11,5% 1790R 05262 Redwood Creek Chardonnay 750 ml 13,5% 1390Ljósgult. Mild eik, léttur ávöxtur, þurrt og ferskt. BCDXR 04862 Rivercrest Colombard Chardonnay kassavín 3000 ml 12% 3290•R 06489 Stonehedge Chardonnay 750 ml 13,5% 119007735 Sutter Home Chardonnay 187 ml 13% 350Ljósgult. Meðalfylling með léttum ávexti og hrísgrjónakeim. BCIX04196 Turning Leaf Chardonnay 750 ml 13,5% 1190Ljósgult. Höfugt, mjúkt með eikarkeim. DIXR 04557 Turning Leaf Sauvignon Blanc 750 ml 12,5% 1190Fölgult. Þurrt, milt mðe krydduðum keim. ABCDIXR 05498 Western Cellars Colombard Chardonnay 750 ml 12% 105003829 Woodbridge Chardonnay 750 ml 14% 1190Þungt, þurrt, með léttgrösugum keim. DIXR 08897 Woodbridge Cherokee Station 750 ml 11,5% 1190Kalifornía - Central Coast•R 05772 Firestone Chardonnay 750 ml 13,5% 1570R 05345 J. Lohr Arroyo Vista Chardonnay 750 ml 14,5% 2390Arroyo Seco: Gult. Höfugt, mjúkt, eikað með ávaxtakeim. CDFX07880 J. Lohr Riverstone Chardonnay 750 ml 13,5% 1690Monterey County: Þurrt, meðalfylling með eikarkeim. CDMKalifornía - North Coast00384 Beringer Napa Valley Chardonnay 750 ml 13,5% 1690Napa Valley: Gult. Bragðmikið, þétt, ferskt með ávaxta og eikarkeim.BCDX01783 Beringer Napa Valley Fume Blanc 750 ml 13,5% 1440Napa Valley: Grængult. Bragðmikið, þurrt, með mildum ávaxtar ogeikarkeim. BCDMX08118 Clos du Bois Chardonnay 750 ml 13,5% 1490Sonoma County: Höfugt. Þurrt, ávaxtaríkt með reyktri eik ogsmjörkeim. CDYR 04535 Ernest & Julio Gallo Coastal Vineyards Chardonnay 750 ml 14% 1590Gult. Kröftugt, snarpt, mjúkt og ávaxtaríkt með reyktumeikarkeim. DY02454 Ernest & Julio Gallo Sonoma County Chardonnay 750 ml 14% 1590Sonoma County: Kröftugt, þurrt og ferskt, ávaxtaríkt meðristaðri eik. CDFXR 09021 Rodney Strong Chardonnay 750 ml 13,8% 1690Sonoma CountyWashingtonR 05441 Chateau Ste. Michelle Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1490Columbia Valley: Ljósgult. Meðalfylling, ferskt, með léttumeikarkeim og frískum ávexti. ABCX04873 Snoqualmie Chenin Blanc 750 ml 12,5% 1400Columbia Valley: Fölgult. Meðalfylling, hálfsætt með ananaskeim.KOXR 04864 Stimson Chardonnay 750 ml 13,5% 1240ChileR 05353 Baron Philippe de Rothschild Reserva Chardonnay 750 ml 13% 1340Casablanca02629 Caliterra Chardonnay 750 ml 13,5% 1190Fölgult. Bragðmikið, þurrt, með ávaxtakeim. CDY00385 Canepa Private Reserve Chardonnay 750 ml 13% 1290Rancagua: Gult. Bragðmikið, þurrt með eikar- og asparskeim. DX04084 Canepa Sauvignon Blanc 750 ml 13,5% 990Cachapoal: Þurrt, ilmríkt og grösugt. Ferskt. ABCI06344 Carmen Chardonnay 750 ml 13,5% 1090Ljósgult. Höfugt, þurrt, grösugur ávöxtur. BCDIXR 08478 Carmen Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1090R 08811 Carta Vieja Chardonnay 750 ml 13,5% 990MauleR 05371 Carta Vieja Sauvignon Blanc 750 ml 12% 990MauleR 05107 Casa Lapostolle Chardonnay 750 ml 14% 1370Casablanca: Gulgrænt. Höfugt, þurrt með eikar og asparskeim.CIXR 05021 Casillero del Diablo Chardonnay 375 ml 13,5% 593Casablanca: Ljósgult. Meðalfylling, mjúkt og ávaxtaríkt meðeikarkeim. BCDX03248 Castillo de Molina Reserva Chardonnay 750 ml 13,5% 1230Lontue: Ljósgult. Höfugt, þurrt og ferskt. Ávaxtaríkt með eikarkeim.CDY41


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 42H V Í T V Í Nv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðR 03249 Castillo de Molina Sauvignon Blanc Fume 750 ml 13,5% 1200LontueR 04481 Concha y Toro Amelia Chardonnay 750 ml 13,5% 2250Casablanca: Gulgrænt. Höfugt, þurrt, þétt með eikar og ávaxtakeim.Margslungið. CDIY05996 Concha y Toro Casillero del Diablo Chardonnay 750 ml 13,5% 1250Aconcagua: Gulgrænt. Kröftugt, þétt með snarpri sýru og eikar- ogávaxtakeim. BCDIX05875 Concha y Toro Frontera Chardonnay kassavín 3000 ml 13% 3390Ljósgult. Meðalfylling, þurrt og ferskt með ávaxtakeim. ABCDX06987 Concha y Toro Sunrise Chardonnay 750 ml 13% 990Meðalfylling, þurrt með léttum ávexti. ABCIR 08310 Concha y Toro Sunrise Chardonnay 187 ml 13% 296R 08978 De Martino Chardonnay Prima Reserva 750 ml 13,5% 1350MaipoR 08976 De Martino Chardonnay Reserva de Familia 750 ml 14% 2680CasablancaR 08977 De Martino Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1230R 08981 De Martino Viognier 750 ml 13,5% 1400ColchaguaR 05217 Frontera Chardonnay 750 ml 13% 950Fölgult. Meðalafylling, þurrt, ferskt, með léttum ávaxtakeim. BCX•R 05679 Gato Blanco Chardonnay 750 ml 13% 960R 03250 Gato Blanco Sauvignon Blanc 750 ml 12,5% 890Frekar létt¸ þurrt og ferskt. ABCR 09036 La Capitana Chardonnay Barrel Reserve 750 ml 13,5% 1390RapelR 09034 La Palma Chilena Chardonnay 750 ml 13,5% 1190RapelR 07980 La Playa Chardonnay 750 ml 12,8% 1230Maipo02206 Miguel Torres Santa Digna Sauvignon Blanc 750 ml 13,5% 1190Curico: Ljósgult. Meðalfylling, ferskt, með léttum ávaxtakeim.BCIXY06520 Montes Alpha Chardonnay 750 ml 14,5% 1590Casablanca: Þungt, þurrt og ferskt með þéttri eik og löngu bragði.DIJM00390 Montes Chardonnay Reserve 750 ml 14% 1160Curico: Höfugt, þurrt með þéttu eikar- og ávaxtabragði. DIX04458 Montes Sauvignon Blanc Reserve 750 ml 13,5% 1090Curico: Þurrt, höfugt, ilmríkt og grösugt. ABCDIR 05100 MontGras Chardonnay 750 ml 14% 1300ColchaguaR 05102 MontGras Reserva Chardonnay 750 ml 14% 1340ColchaguaR 05618 Morandé Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1190R 08231 Oro de Chile Chardonnay 750 ml 13% 1240•R 05698 Pukara Chardonnay kassavín 3000 ml 12% 3490Fölgult. Frekar létt, þurrt og sýruríkt með léttum hnetukeim. BCX04475 Santa Carolina Chardonnay 750 ml 14% 990Rapel: Meðalfylling, þurrt, ferskt með léttum ávexti- og eikarkeim.BCDIMR 00388 Santa Carolina Chardonnay Reservado 750 ml 13,5% 1050Rapel: Höfugt, ávaxtaríkt, með eikarkeim. DMXR 05898 Santa Digna Sauvignon Blanc 375 ml 13% 695CuricoR 05189 Santa Helena Gran Vino Sauvignon Blanc kassavín3000 ml 13% 3690R 05194 Santa Helena Gran Vino Sauvignon Blanc 187 ml 12,5% 320Fölgult. Meðalfylling, þurrt, sýruríkt, með léttum rifskeim. ABXR 05196 Santa Helena Gran Vino Sauvignon Blanc 375 ml 12,5% 590R 05197 Santa Helena Gran Vino Sauvinon Blanc 750 ml 12,5% 1070Fölgult. Þurrt með meðalfyllingu, frískur stikkilsberjailmur. ABCIXR 05193 Santa Helena Reserva Chardonnay 750 ml 14% 1490Casablanca: Fölgrænt, þétt ristuð eik, kryddað, þurrt og sýruríkt.DFJXR 05198 Santa Helena Siglo de Oro Sauvignon Blanc 750 ml 12,5% 1240R 04799 Santa Ines Chardonnay ReservaLegado de Armida 750 ml 13,5% 1460MaipoR 05998 Santa Ines Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1250Maipo: Létt, þurrt, grösugt. CI04465 Santa Rita 120 Chardonnay 750 ml 14,5% 1090Fölgult. Höfugt. Þurrt, ferskt og sýruríkt með grösugum keim.ABCIXR 01235 Santa Rita 120 Sauvignon Blanc 750 ml 13,5% 1090Lontue: Höfugt, þurrt og ferskt, grösugt. BCIXR 05639 Santa Rita 120 Sauvignon Blanc 187 ml 13,5% 355•R 07127 Santa Rita Chardonnay Reserva 750 ml 14% 1390Casablanca: Höfugt, mjúkt og þétt, ávaxtaríkt, með brenndumeikarkeim. CDIXR 02652 Santa Rita Medalla Real Chardonnay 750 ml 14,5% 1690Casablanca: Frekar bragðmikið¸ eikar- og ávaxtakeimur. CDFR 05410 Siete Soles Chardonnay 750 ml 14% 900R 05476 Takun Chardonnay 750 ml 14% 990Curico05415 Terra Andina Chardonnay 750 ml 13% 970Ljósgulgrænt. Meðalfylling, ferskt, með léttri eik og snörpum ávexti.ACDFX•R 03437 Torreon de Paredes Chardonnay 750 ml 13% 1260Rapel: Ljósgult. Meðalfylling, ferskt með léttan ávöxt og reyktaneikarkeim. BCYR 05186 Undurraga Chardonnay 750 ml 12,5% 1190MaipoR 04468 Undurraga Chardonnay Reserva 750 ml 13,7% 1590MaipoR 05178 Undurraga Gewurztraminer 750 ml 13,5% 1290MaipoR 05185 Undurraga Sauvignon Blanc 750 ml 12,5% 1190LontueR 05270 Villa Montes Chardonnay 750 ml 13,5% 990Curico: Gult. Höfugt með krydduðum ávaxtakeim. CDX00389 Villamontes Sauvignon Blanc 750 ml 13% 990Curico: Ljósgulgrænt. Meðalfylling, þurrt og ferskt, með grösugumberjakeim. ABCIXFrakkland04753 J.P. Chenet Blanc de Blancs kassavín 3000 ml 11,5% 3120Strágult. Létt, með frískri sýru og ávaxtakeim. BCX00302 Le Piat d’Or 750 ml 11% 890Létt, hálfsætt ávaxtaríkt. AKOX00299 Lion d’Or 1500 ml 11% 1590Létt, hálfþurrt, með perukeim. ACX04870 Terra Sana 750 ml 12,5% 1080Ljósgult. Meðalfylling, þurrt og ferskt. Ilmríkt með berjakeim. ABCDYAlsaceEinkum þurr hvítvín úr Riesling, Gewurtztraminer, PinotGris og fleiri þrúgum.R 08147 Dietrich Gewurztraminer Reserve 750 ml 13,5% 1290Gult. Bragðmikið, hálfþurrt, kryddað og blómlegt. CKLY03038 Dietrich Riesling Reserve 750 ml 12% 990Ljósgult. Meðalfylling, ferskt, með blómlegum ávaxtakeim.BCDIXY07844 Dietrich Tokay Pinot Gris Reserve 750 ml 13% 1290Kröftugt, þurrt og ferskt með kryddkeim. CDIYR 00284 Dopff & Irion Gewurztraminer 375 ml 13,5% 880Meðalfylling, höfugt, blómlegt og kryddað FL06196 Dopff & Irion Gewurztraminer 750 ml 13% 1550Gulgrænt. Meðalfylling, kryddað og blómlegt. Ilmríkt. CDKLY•R 02338 Dopff & Irion Gewurztraminer Les Sorcieres 750 ml 13% 2190Mjúkt, hálfþurrt, ilmríkt og blómlegt. BCDKL•R 02323 Dopff & Irion Riesling Vendange Tardive 375 ml 12% 2390Sætt, fínlegt og fágað.R 01625 Gentil Hugel 750 ml 12% 1260Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt og blómlegt. BCX42


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 43H V Í T V Í Nv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðR 07108 Hugel Cuvée Les Amours Pinot Blanc 750 ml 12% 1360Fölgrænt. Frekar létt, þurrt, ferskt með ávaxtakeim. ABCX00290 Hugel Gewurztraminer 750 ml 13% 1590Ljósgulgrænt. Bragðmikið, þurrt, kryddað og blómlegt. CDFKY00287 Hugel Riesling 750 ml 11,5% 1440Fölgrænt. Meðalfylling, þurrt, ferskt með súrsætum ávaxta ogsteinefnakeim. BCDIY03067 Pfaffenheim Gewurztraminer 750 ml 13,5% 1350Gult. Höfugt, mjúkt og ilmríkt. með blóma- og kryddkeim.DFKLYR 03623 Pfaffenheim Riesling 750 ml 12,5% 139003075 Pfaffenheim Special Fruits de Mer 750 ml 12% 1050Ljósgult. Meðalfylling, þurrt og milt með ávaxtakeim. ABCXR 00294 Pfaffenheim Steinert Riesling 750 ml 12,5% 1950R 03066 Pfaffenheim Tokay Pinot Gris 750 ml 13,5% 139003555 Pfaffenheim Tokay Pinot Gris Reserve 750 ml 13,5% 1590Meðalfylling, hálfþurrt, mjúkt með krydduðum og blómlegum keim.JKL02042 Rene Mure Gewurztraminer Cote de Rouffach 750 ml 13,5% 1490Meðalfylling¸ kryddað, ilmr. með sætum keim. K00410 Rene Mure Pinot Gris Cote de Rouffach 750 ml 12,5% 1590Gult. Ilmríkt. Þurrt og bragðmikið með blómlegum ávaxtakeim.BCDIX02528 Willm Gewurztraminer 750 ml 13% 1290Ljósgult. Bragðmikið, hálfþurrt. Ilmríkt með blómlegum kryddkeim.KLOY07039 Willm Pinot Gris 750 ml 12,5% 1290Fölgult. Ilmríkt. Meðalfylling, ferskt, grösugt og ávaxtaríkt.Mjúkt. CDIYR 07040 Willm Riesling 750 ml 12% 1190BergeracR 05147 Chateau Haut-Theulet 750 ml 13,5% 2340MonbazillacR 06001 Sanxet Millenium Monbazillac 750 ml 13,5% 1440Monbazillac: Sætt og þungt. LNXBordeauxÞurr og sæt hvítvín úr Semillon og Sauvignon.R 05437 Baron de Lestac 750 ml 12% 1360R 07075 Barton & Guestier 1725 Reserve 750 ml 12% 129000250 Beau Rivage 375 ml 12% 590Þurrt með léttgrösugum keim. C00249 Beau Rivage 750 ml 12% 980Frekar létt, þurrt, með léttum ávexti. ABCXR 05849 Calvet Reserve 750 ml 12% 1090Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, með léttum ávaxtakeim. ABCXR 05352 Calvet XF 750 ml 11,5% 1090Fölgult. Frekar létt, þurrt með berjakeim. BCXR 04173 Cap Royal Bordeaux 750 ml 12,5% 129002828 Chateau Anniche 750 ml 12% 1050Þurrt, ferskt með grösugum ávaxtakeim. ABC00257 Chateau Bonnet 750 ml 12% 1190Entre Deux Mers: Þurrt, milt og ávaxtaríkt. Ilmríkt. ABCO00247 Chateau de Rions 750 ml 12% 1180Fölgrænt. Meðalfylling, þurrt, ferskt með grösugum berjakeim.ABCXR 04794 Chateau Jarr 750 ml 11,5% 142000251 Mouton Cadet 750 ml 12% 1190Frekar létt, þurrt, ferskt. ABCXR 05134 Sirius 750 ml 12% 1190Bordeaux - GravesR 05848 Chateau de Rochemorin 750 ml 12,5% 1390Pessac-Leognan: Þurrt, með fínlegri eik og ávaxtakeim. ABCDYBordeaux - SauternesR 06015 Chateau Haut-Bergeron 750 ml 14% 3310Sætt, bragðmikið, ilmríkt. LNBourgogneUpprunastaður Chardonnay, þurr hvítvín, einnig Aligoteþrúgan.06327 Bouchard Aine Bourgogne ChardonnayVendangeurs 750 ml 13% 1290Ljósgrænt. Meðalfylling, þurrt með ávaxtakeim. ABCIYR 05276 Georges Faiveley Bourgogne 750 ml 12,5% 1390Ljósgult. Þurrt, meðalfylling með krydduðum eikarkeim. BCDYR 00354 Joseph Drouhin Laforet Chardonnay 750 ml 13% 1390R 05559 Labouré-Roi Collection BourgogneBlanc Chardonnay 750 ml 12,5% 1500Ljósgulgrænt. Meðalfylling, ferskt með fínlegan og grösugan ávöxt.ABCYBourgogne - ChablisR 03162 Domaine Laroche Chablis Grand Cru Blanchots 750 ml 13% 449002337 Domaine Laroche Chablis Saint-MartinVieilles Vig. 750 ml 12,5% 1790Fölgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt, með mildum ogfínlegum ávaxtakeim. BCY02490 J. Moreau Chablis 750 ml 12,5% 1460Gulgrænt. Meðalfylling, þurrt, ávaxtaríkt. Ungt. BCDYR 05651 Jean Lafitte Chablis 750 ml 12,5% 189000412 La Chablisienne Chablis LC 750 ml 12,5% 1490Fölgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt og ávaxtaríkt. ABCYR 07379 La Chablisienne Chablis Premier Cru 750 ml 13% 219000411 La Chablisienne Chablis Vieilles Vignes 750 ml 12,5% 1590Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt og fínlegt. ABCY06927 La Chablisienne Petit Chablis 750 ml 12,5% 1360Ljósgult. Meðalfylling, þurrt og ferskt. ABCR 04840 Labouré-Roi Petit Chablis 750 ml 12% 146003161 Laroche Chablis 750 ml 12,5% 1590Fölgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt og ávaxtaríkt. BCYR 02336 Laroche Chablis Cuvee Premiere 750 ml 12,5% 244003382 Vaucher Chablis 750 ml 12% 1290Ljósgult. Frekar létt, þurrt og sýruríkt. BCXR 04480 William Fevre Chablis Champs Royaux 750 ml 12,5% 1800Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt, með margslungnum ávaxta- ogsteinefnakeim. ABCYR 04526 William Fevre Chablis Grand Cru Les Clos 750 ml 13% 5010R 04511 William Fevre Chablis Prem. Cru Montée deTonnerre 750 ml 13% 2960R 04446 William Fevre Sauvignon de Saint-Bris 750 ml 12% 1450Bourgogne - Cote Chalonnaise•R 05756 Francois d’ Allaines Bourgogne Cote Chalonnaise 750 ml 12% 1600Bourgogne - Cote de BeauneR 05493 Francois D’Allaines Chassagne-MontrachetPremier C 750 ml 12,5% 4470Gult. Ilmríkt. Meðalfylling, ferskt með fínlegum ávaxta og eikarkeim.BCDYR 05494 Francois D’Allaines Saint-Aubin 1er Cru enRemilly 750 ml 13% 3990Gult. Bragðmikið með létt krydduðum ávaxta og eikarkeim.BCDFYBourgogne - Macon00265 Bouchard Aine Pouilly-Fuissé 750 ml 13% 1790Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt, grösugt með ávaxta ogsmjörkeim. BCYR 05256 Bouchard Aine Saint-Veran 750 ml 13% 1490Ljósgult. Þurrt og ferskt, með góðum létteikuðum ávaxtakeim. AXR 08166 Francois d’Allaines Macon La Roche Vineuse 750 ml 13% 1660Meðalfylling, þurrt, milt með léttristuðum eikarkeim. ABCXR 04841 Labouré-Roi Pouilly-Fuissé 750 ml 13% 220043


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 44H V Í T V Í Nv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðLanguedoc-Roussillon09024 Arabesque Chardonnay kassavín 3000 ml 12% 3290Ljósgult. Bragðmikið með léttum ávexti. CDIXR 00356 Arabesque Chardonnay 750 ml 12,5% 990Þurrt og létt.03238 Baron Philippe Le Cadet Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1090Gult. Meðalfylling, þurrt, milt, með jarðarkeim. CDMXR 05644 Barton & Guestier Chardonnay 750 ml 12,5% 990R 04793 Domaine de Coulée Chardonnay 750 ml 12,5% 1450R 05279 Fat Bastard Chardonnay 750 ml 12,5% 1190Ljósgult, meðalfylling, þurrt, ferskt. ABXR 05896 Fortant de France Chardonnay 187 ml 12,5% 276R 08893 French Connection Chardonnay Reserve 750 ml 13,5% 1290R 05504 J.P. Chenet Blanc de Blancs 250 ml 11,5% 390R 07976 J.P. Chenet Blanc Moelleux 750 ml 11% 99000301 JCP Herault Blanc kassavín 3000 ml 11,5% 2890Hálfþurrt¸ mjög létt bragð.04077 JCP Herault Blanc kassavín 5000 ml 11,5% 4650Hálfþurrt, mjög létt bragð.04970 JF Lurton Les Fumees Blanches 750 ml 12,5% 990Þurrt, ferskt með mildum ávaxtakeim. BCDIMO07208 Le Cep Chardonnay kassavín 3000 ml 12,5% 3290Létt og þurrt. CR 05385 Les Fumees Blanches kassavín 3000 ml 12,5% 3790R 05540 Les Ormes de Cambras Sauvignon 750 ml 12% 1190R 05360 Oc Cuvée 178 Chardonnay 750 ml 12,5% 1150R 05223 Paul Beaudet Sauvignon 750 ml 12,5% 119000303 Piat Chardonnay 750 ml 13,5% 1090Höfugt, þurrt, ferskt, ávaxtaríkt. BDIXR 05538 Terrasses d’Azur Chardonnay 750 ml 12,5% 1080R 05539 Terrasses d’Azur Sauvignon Blanc 750 ml 12% 1080R 05879 Vin de Pays de L’ Aude Blanc kassavín 3000 ml 11,5% 2790R 05421 Virginie Chardonnay 750 ml 13% 1440•R 05420 Virginie Sauvignon Blanc 750 ml 12% 1280Loire03208 B&G Muscadet de Serve et Maine 750 ml 11,5% 1090Fölgrænt. Létt, þurrt snarpt. ABCXR 03210 B&G Sancerre 750 ml 12% 177003211 Barton & Guestier Vouvray 750 ml 11,5% 1290Fölgult. Frekar létt, en bragðmikið. Hálfsætt, ferskt. CKY00276 Chateau de Cléray Muscadet Sevre et Maine sur Lie 750 ml 12% 1260Þurrt og snarpt. ABC•R 06359 Chateau de Sancerre 750 ml 12,5% 1650Þurrt, ferskt, grösugt. ABC00405 Franck Millet Sancerre 750 ml 12,5% 1590Ljósgult. Ilmríkt. Meðalfylling, sýruríkt, með ferskum rifsberjakeim. ABCX07386 J. Moreau Muscadet Sevre et Maine 750 ml 12% 990Létt, þurrt og sýruríkt. CR 08479 Kiwi Cuveé Sauvignon Blanc 750 ml 12% 990RhoneR 05159 Cellier des Dauphins Cotes du Rhone 250 ml 12,5% 440R 05162 Cellier des Dauphins Cotes du Rhone 750 ml 12,5% 1190Fölt. Létt og þurrt. BCXR 05160 Les Dorinnes Cotes du Rhone 750 ml 13% 1590Strágult. Hunangsblönduð sítrus- og ávaxtalykt. Þurrt og fínlegt.BCIKXGrikkland00434 Kouros Patras 750 ml 12% 1090Þurrt, ferskt, létt. Þroskað. IMXR 04658 Kourtaki Retsina 750 ml 11,5% 850ÍtalíaR 02207 Bolla Pinot Grigio 750 ml 12% 1090Ljósgult. Meðalfylling, sýruríkt. BCXR 05355 Canti Cuvée Bianco 750 ml 12% 1090R 08746 Cielo Chardonnay 750 ml 11,5% 990Fölgult. Létt, þurrt með ávaxtakeim.R 04639 Cielo Pinot Bianco 1500 ml 11,5% 1980R 05070 Cielo Pinot Bianco Chardonnay Frizzante 750 ml 10,5% 890Fölt, létt, ferskt, snarpt með biti. AOXR 04730 Corte Giara Chardonnay 750 ml 13% 1250R 03395 Della Casa Bianco 750 ml 11,5% 119000305 Le Cep Italian Chardonnay kassavín 3000 ml 11,5% 2990Þurrt og létt.R 07865 Maestro Chardonnay Pinot Grigio 750 ml 12,5% 1330Ljósgult. Meðalfylling, þurrt með ávaxtakeim. BCXR 05567 Masi Masianco 750 ml 13% 1400R 07994 Masi Modello delle Venezie 750 ml 12% 99002048 Pasqua Chardonnay delle Venezie 750 ml 12% 890Frekar létt, þurrt, með suðrænum ávaxtakeim. ABCDX07155 Pasqua Chardonnay Venezie kassavín 3000 ml 12% 3290Ljósgult. Frekar létt og þurrt. ABCX00358 Pasqua Pinot Grigio delle Venezie La Rovere 1500 ml 11,5% 1690Fölgult. Létt og þurrt. ABCOXR 08615 Raffaello Bianco 250 ml 11% 26200422 Riunite Bianco 750 ml 8% 790Hálfsætt¸ létt bragð. AFriuli-VeneziaR 03958 Campanile Pinot Grigio 750 ml 12,5% 1190Grave del Friuli: Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, sýruríkt, meðpúðurkeim. ABCIX00360 Valle Colli Orientali del Friuli Pinot Grigio 750 ml 13% 1490Colli Orientali del Friuli: Ljósgult. Bragðmikið, þurrt og snarptmeð krydduðum keim. CDMXMarche04661 Casal di Serra Verdicchio dei Castelli di Jesi 750 ml 13,5% 1350Castelli di Jesi: Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, milt með fínlegum keim.BCDXR 04865 Fazi Battaglia Verdicchio dei Castelli di Jesi 375 ml 12% 620Castelli di JesiR 05811 Fazi Battaglia Verdicchio dei Castelli di Jesi T. 750 ml 12% 1090Castelli di Jesi Classico: Ljósgult. Frekar létt, þurrt og ferskt.BCXR 05826 Fazi-Battaglia Le Moie 750 ml 12,5% 1350Castelli di Jesi Classico: Ljósgult. Meðalfylling, milt meðþroskuðum keim. Fínlegt. BCXYR 05827 Fazi-Battaglia San Sisto 750 ml 13,5% 1590Castelli di Jesi Classico: Gult. Meðalfylling, þurrt, snarpt ogfínlegt með þroskuðum tunnukeim. ABCDXYR 05311 Le Cantinette Verdicchio Castelli de Jesi 750 ml 12% 1190Castelli di Jesi: Ljósgult. Meðalfylling. þurrt og ferskt með súrumávexti. BCDX44


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 45H V Í T V Í Nv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðPiemonteR 05328 Alteserre 750 ml 13,5% 1990R 05112 Balbi Soprani Gavi 750 ml 11,5% 1300Gavi: Fölgult. Létt og þurrt með baunalykt. DMXR 05467 Bava Moscato d’Asti 750 ml 5,5% 1110R 05312 Giordano Moscato 750 ml 5,5% 66707659 La Zerba Gavi Terrarossa 750 ml 12% 1510Gavi: Frekar létt, þurrt og snarpt, með ferskum ávaxtakeim. ABC07662 Marrone Moscato d’Asti 750 ml 5,5% 790Létt, sætt og ávaxtaríkt. NPugliaR 04742 Graditello Valle d’Itria Verdeca Bianco kassavín 3000 ml 11% 3180R 04738 Pasqua Torrebianca 750 ml 13% 990SardiníaR 05300 Sella & Mosca Vermentino di Sardegna 750 ml 11,5% 1150SikileyR 04768 Alcamo Bianco 750 ml 13% 1290Alcamo: Gult. Meðalfylling, þurrt með grænum ávexti. CDIXR 05318 Cent’Are Inzolia Chardonnay 375 ml 13% 790Gult. Bragðmikið, hálfþurrt, ávaxtaríkt, með grösugum keim.BCDXR 08936 Cent’Are Inzolia-Chardonnay 750 ml 13% 1390R 05106 Donnafugata Anthilia 750 ml 13% 1350R 05174 Feudo Arancio Grillo 750 ml 13,5% 1190R 08937 Fiorile Grecanico 750 ml 12,5% 1190Fölgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt, með mildum ávaxtakeim.R 06167 Montalto Cataratto Chardonnay kassavín 3000 ml 13% 3690R 05165 Montalto Grecanico Chardonnay 750 ml 13% 1290R 04706 Planeta Alastro 750 ml 13% 145004707 Planeta La Segreta Bianco 750 ml 13% 1290Gult. Ilmríkt, bragðmikið og mjúkt með hnetu og ferskjukeim. CDXR 04769 Santagostino Baglio Soria 750 ml 14% 1790ToskanaR 05065 Banfi Fumaio 750 ml 12% 119002510 Banfi Le Rime Chardonnay & Pinot Grigo 750 ml 12% 1190Ljósgult. Meðalfylling, hálfþurrt, ferskt og ávaxtaríkt. ACMOXR 05273 Capsula Viola 750 ml 12% 990Fölgult, þurrt og létt, með léttum ávexti. ABCXR 05041 Castello Banfi Florus 500 ml 14% 1690Montalcino: Sætt og þétt með hunangskendum múskatkeim. NYR 02123 Castello Banfi Fontanelle Chardonnay 750 ml 13% 1690Gulgrænt. Ilmríkt. Meðalfylling, þurrt, ávaxtaríkt með ristuðumeikarkeim. BCDXYR 05064 Castello Banfi Serena 750 ml 13% 1690Sant’Antimo•R 03216 Libaio Chardonnay 750 ml 12% 1120Ljósgult. Meðalfylling, þurrt með ávaxtakeim. BDX•R 08242 Solatia 750 ml 14% 2150Gult. Höfugt, þurrt, þétt með létt krydduðum ávexti og ristaðri eik.BCDFX00361 Villa Antinori 750 ml 12,5% 1090Fölgult. Frekar létt, þurrt og snarpt. ABCOXTrentino-Alto AdigeR 05152 Casa Girelli Virtuoso Chardonnay 750 ml 13% 1590Ljósgult. Meðalfylling, með margslungnum ávaxtakeim. BCIXR 04469 Concilio Chardonnay 750 ml 12,5% 115006021 Mezzacorona Trentino Chardonnay 750 ml 12,5% 1020Ljósgulgrænt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með ávaxtakeim.ABCOXR 08953 Tommasi La Rosse Pinot Grigio 750 ml 12% 1290Valdadige: Fölgult. Ilmríkt og fínlegt. Frekar létt, þurrt meðfínlegum ávexti. ABCXR 05819 Tommasi Santa Cecilia Chardonnay 750 ml 12% 1250ValdadigeUmbria06503 Antinori Orvieto Classico Campogrande 750 ml 12% 990Ljósgult. Frekar létt, ferskt og þurrt með frískum ávaxtakeim.ABIOX•R 03311 Bigi Orvieto Classico 750 ml 12,5% 990Ljósgult, þurrt og létt. ABIXR 03186 Lungarotti Torre di Giano 750 ml 12% 1330TorgianoR 05897 Lungarotti Torre di Giano 375 ml 12% 760Torgiano00433 Ricasoli Orvieto Classico Pian del Gelso 750 ml 12% 1150Létt og þurrt. CVenetoR 05148 Canaletto Pinot Grigio Garganega 750 ml 12% 1190R 04819 Canti Chardonnay Pinot Grigio 750 ml 13% 1240Ljósgult. Meðalfylling, þurrt milt með ananaskeim. CDIOXR 08664 Colli Euganei Bianco 1500 ml 12% 1890R 06178 Paoni Colli Euganei Bianco 750 ml 12% 990Veneto - SoaveR 06028 AstroLabio Soave 375 ml 11,5% 500R 05293 Campagnola Soave Classico 750 ml 12% 1190Fölgult. Frekar létt, með mildum ávaxtakeim. ABCXR 05294 Le Bine Soave Classico 750 ml 12,5% 1390Ljósgult. Meðalfylling, ferskt með ávaxtakeim. ABCXR 07394 Masi Soave Levarie 750 ml 12% 109002836 Pasqua Soave Classico 375 ml 12% 470Þurrt og ferskt, með léttum ávexti. CIXR 04112 Pieropan Calvarino 750 ml 12,5% 1850R 04096 Pieropan La Rocca 750 ml 12,5% 219002403 Tommasi Soave Le Volpare 750 ml 12% 1190Ljósgult. Meðalfylling, þurrt og ferskt með léttum en mjúkumávaxtakeim. ABCXKanadaOntarioR 05400 Pelee Island Chardonnay 750 ml 13% 1490R 05401 Pelee Island Gewurztraminer 750 ml 13% 1530R 05407 Pelee Island Late Harvest Vidal 750 ml 10,5% 1380R 05399 Pelee Island Pinot Gris 750 ml 11,5% 1450R 05406 Pelee Island Vidal Icewine 375 ml 9% 2920Nýja SjálandÞekktast fyrir fersk og ávaxtarík Sauvignon. Einnig prýðileg Chardonnayog Riesling.08742 Babich Semillon Chardonnay 750 ml 12,5% 1090East Coast: Meðalfylling, þurrt, ferskt, ilmríkt og ávaxtaríkt.ABCDIXMarlborough•R 06205 Babich Riesling 750 ml 12% 1350R 08744 Babich Sauvignon Blanc 750 ml 13% 147008776 Cloudy Bay Sauvignon Blanc 750 ml 13,5% 1990Fölgrænt. Ferskt þurrt, ilmríkt með grænum rifsberjakeim og aspars.ABCDY02659 Montana Marlborough Sauvignon 750 ml 12,5% 1290Ljósgult. Þurrt, ferskt, rifsber og aspars ABCX45


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 46H V Í T V Í Nv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð00394 Stoneleigh Chardonnay 750 ml 13,5% 1390Þurrt, ávaxtaríkt, með eikarkeim. BCD00393 Stoneleigh Riesling 750 ml 13% 1390Gulgrænt. Bragðmikið, ferskt, með þéttum olíu- og rabarbarakeimog reyktum tón. BCDFY00395 Stoneleigh Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1390Fölgult. Bragðmikið, þurrt, ferskt, grösugt. ABCXR 07946 Villa Maria Riesling Private Bin 750 ml 12,5% 1740R 07948 Villa Maria Sauvignon Blanc Private Bin 750 ml 13,5% 177000348 Torres Gran Vina Sol Chardonnay 750 ml 13% 1290Penedes: Kröftugt, þurrt og mjúkt með mildri eik og ávexti.BCDX00346 Torres San Valentin 375 ml 10,5% 560Fölgult, létt, ferskt og ávaxtaríkt. Ilmríkt. ACIOX00349 Torres Vina Esmeralda 750 ml 11% 1090Penedes: Fölgult. Frekar létt, ferskt og ilmríkt. Ávaxtaríkt meðblómlegum keim. ABCXR 06848 Torres Vina Sol 750 ml 11,5% 990Penedes: Létt, þurrt og ferskt.NavarraR 05272 Palacio de La Vega 750 ml 13,5% 1090Portúgal08624 Casal Garcia Vinho Verde 750 ml 9% 1040Ljósgult, lágfreyðandi. Létt, ferskt, þurrt. AX03148 Grao Vasco 750 ml 12% 990Þurrt og létt. CIMR 05396 Bagueri Chardonnay 750 ml 13% 1690R 05397 Bagueri Sauvignon 750 ml 13% 1690R 07912 Quercus Rebula 750 ml 11,5% 1090Gult. Frekar létt og sýrumikið. BCXR 07950 Quercus Tokaj 375 ml 12,5% 630Ljósgult. Meðalfylling, þurrt og ferskt með eplakeim. BCX07913 Quercus Tokaj 750 ml 12,5% 1190Þurrt, frekar bragðmikið, fínlegt. ABCDIXSpánn03030 Bodegas Alberto Gutierrez kassavín 5000 ml 12,5% 4890Þurrt og létt. CAndalúsíaR 03987 Vina Montegil 750 ml 12% 1390Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, grösugt, með áberandi sérríkeim. AIXYCastilla La ManchaR 08879 Condesa de Leganza Viura 750 ml 12% 990R 08171 Sol de Castilla Blanco Joven 750 ml 12,5% 1090R 05551 Vinum Clasic Airen 750 ml 11,5% 960Castilla y Leon03044 Pucela Viura Sauvignon Blanc 750 ml 12,5% 890Fölgrænt. Meðalfylling, þurrt og ferskt. ABCXGalisíaR 02348 Lagar de Cervera Albarino 750 ml 12% 1800Rias BaixasR 03986 Lagar Maior Albarino 750 ml 12,5% 1750Rias Baixas: Dökkgult. Meðalfylling, ávaxtaríkt, með grösugum keim.BCMXKatalóníaR 07724 Clos Torribas Blanc de Blancs 750 ml 10,5% 760PenedesR 08611 Marques de Monistrol Chardonnay 750 ml 13% 1000Penedes02997 Raimat Chardonnay 750 ml 13% 1190Costers del Segre: Fölgrænt. Frekar létt, þurrt með ferskumávexti. BCX07053 Rene Barbier kassavín 3000 ml 11,5% 2990Penedes: Fölgrænt. Létt og þurrt með ferskri sýru og léttumávaxtakeim. ABCXRiojaR 05610 Allende 750 ml 13,5% 214006032 El Coto 750 ml 12% 890Þurrt, létt, ferskt. ABC05839 Faustino V Fermentado en Barrica 750 ml 12% 1150Létt, þurrt, ferskt með eikarkeim. ABCXR 05836 Lorinon Fermentacion en Barrica 750 ml 13% 1290Meðalfylling, þurrt, með léttum rabarbarakeim. ABCX00351 Montecillo 750 ml 12% 890Meðalfylling, þurrt, með olíukeim. ABCXSuður AfríkaR 05631 African Sky Cumulus Chenin Blanc 750 ml 12,5% 950R 05566 Boland Kelder Chardonnay 750 ml 14% 1320PaarlR 05565 Boland Kelder Sauvignon Blanc 750 ml 14% 1320Paarl07799 Bon Courage Chardonnay 750 ml 13,5% 1090Robertson: Gult. Kröftugt, þurrt, með ávaxta og eikarkeim.BCDX07757 Bon Courage Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1090Robertson: Fölgult. Milt, frískt með léttum rifs- og mintukeim.ABCIXR 06415 Drostdy-Hof Chardonnay 750 ml 12,5% 990Ljósgult. Meðalfylling, milt með léttum ávexti. BCDXR 06418 Drostdy-Hof Sauvignon Blanc 750 ml 12,5% 990Fölgult. Bragmikið, þurrt, sýruríkt með grösugum. Aspars- ogrifskeim. ABCX04860 Drostdy-Hof Steen kassavín 3000 ml 12% 3190Fölgrænt. Hálfþurrt. ABCIOXR 07763 Drostdy-Hof Steen 187 ml 12,5% 29205000 Fairview Sauvignon Blanc 750 ml 13,5% 1250Coastal Region: Höfugt. Þurrt og ilmríkt, grösugt með berja- oghnetukeim. ABCFIY06317 Fleur du Cap Chardonnay 750 ml 13,5% 1190Coastal Region: Höfugt, þurrt og mjúkt með mildri eik og ávexti.DIMR 05555 Glen Carlou Chardonnay 750 ml 14% 1920PaarlR 05602 Golden Kaan Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1190R 04816 Góiya Chardonnay Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1090Olifants RiverR 08838 Hill & Dale Chardonnay 750 ml 13,5% 1090Stellenbosch: Ljósgult. Meðalfylling, þurrt. BCDX03699 Kumala Chenin Blanc Chardonnay 750 ml 12,5% 950Fölgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt, með krydd og ávaxtarkeim.CDIXR 05386 Kumala Sauvignon Blanc Colombard 750 ml 11,5% 950R 00421 KWV Chenin Blanc 750 ml 12,5% 99003405 Long Mountain Chardonnay 750 ml 13,5% 1090Ljósgult. Höfugt, þurrt, ferskt með léttum ávaxtakeim. DX46


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 47H V Í T V Í Nv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðR 05306 Moreson Premium Chardonnay 750 ml 14,5% 1690Franschoek00355 Nederburg Chardonnay 750 ml 13,5% 1090Ljósgult. Bragðmikið, ferskt, eikað með mjúku ávaxtabragði. DFY05868 Pearly Bay Dry kassavín 3000 ml 13% 2990Meðalfylling, ferskt, léttur ávöxtur. ACDIMX04489 Robert’s Rock Chenin Blanc Chardonnay 750 ml 13,5% 990Ljósgulgrænt. Meðalfylling, þurrt og ferskt, ávaxtaríkt. ABCX•R 05709 Robertson Winery Chardonnay 750 ml 13,5% 1140Robertson•R 07608 Robertson Winery Chardonnay kassavín 3000 ml 13% 3490•R 05706 Robertson Winery Sauvignon Blanc 750 ml 12,5% 1090RobertsonR 04492 Stellenzicht Sauvignon Blanc 750 ml 14,5% 1290Stellenbosch: Ljósgult. Meðalfylling, milt en ferskt, meðrifsberjum. ABCX05870 Stowells Chenin Blanc kassavín 3000 ml 13% 3390Meðalfylling, þurrt, mjúkt með melónu- og perukeim. BCXR 05122 Tabiso Chardonnay kassavín 3000 ml 14,5% 3790Ljósgult. Höfugt með peru og léttum ryk og kakókeim. CDLXR 06412 Two Oceans Chardonnay 750 ml 13,5% 950Gulgrænt. Höfugt, mjúkt. BDJMX05236 Two Oceans Sauvignon Blanc kassavín 3000 ml 11,5% 3090Fölgult. Frekar létt, þurrt og ferskt með grösugum ávexti. ABCX06413 Two Oceans Sauvignon Blanc 750 ml 12% 890Fölgult. Meðalfylling, þurrt með rifsberjakeim. ABCIXR 05283 Two Oceans Sauvignon Blanc 187 ml 12% 261Ungverjaland01950 György-Villa Etyeki Chardonnay 750 ml 12% 1190Meðalfylling, þurrt, með léttum ávexti. ABCIR 06118 Lellei Sauvignon Blanc 750 ml 12% 1100R 08889 Riverview Chardonnay Pinot Grigio 750 ml 13% 1140•R 07801 Chateau Dereszla Tokaji Aszu 5 Puttonyos 500 ml 12% 2070Þungt, sætt og sýruríkt, með kandís- og hnetukeim. NYÞýskalandÞýsk hvítvín eru oft létt og hálfsæt.Baden03059 Deinhard Pinot Gris 750 ml 12,5% 950Fölgult. Frekar létt, þurrt með léttum ávaxtakeim. CIX00324 Green Gold 750 ml 9% 790Fölgult. Létt, hálfsætt, með ávaxtabragði. AOX00312 Landenberg Graacher HimmelreichRiesling Spätlese 750 ml 8,5% 1190Létt, hálfsætt, ferskt og milt. AKOY06619 Mosel Gold Riesling kassavín 3000 ml 8,5% 2990Fölgrænt. Hálfsætt, létt. KOX04854 Moselland Avantgarde Riesling Lieblich 750 ml 9,5% 1290Fölgult. Létt, hálfsætt, ferskt með eplakeim. AOXR 04855 Moselland Mahlzeit Riesling Trocken 750 ml 11,5% 1190R 03997 Moselland Riesling Spatlese 750 ml 7,5% 840Létt og hálfsætt.•R 07213 Relax Riesling kassavín 3000 ml 10% 3190Nahe02432 Rhine Lady Liebfraumilch 750 ml 8,5% 690Fölgrænt. Létt, hálfsætt. KOXPfalzR 04287 Carl Reh Pinot Grigio 750 ml 12% 890Rheingau00334 Frankhof Hochheimer Daubhaus Riesling Kabinett 750 ml 9% 890Fölgrænt. Létt, hálfsætt, ferskt. AOX08840 Guntrum Hochheimer DaubhausRiesling Kabinett 750 ml 12% 890Fölgult. Frekar létt, hálfsætt, sýruríkt. Ávaxtaríkt. ABCKOYRheinhessenR 00337 Black Tower Rivaner 750 ml 10,5% 890Fölgult. Hálfsætt, létt ferskt og ávaxtaríkt. KOX06321 Blue Nun 750 ml 8,5% 890Létt, hálfsætt, ávaxtaríkt. O03058 Deinhard Riesling 750 ml 12% 990Fölgrænt. Frekar létt, þurrt með snörpum ávaxtakeim. ABCX05869 Guntrum Riesling kassavín 3000 ml 8,5% 2790Fölgult. Frekar létt, hálfsætt. ADKX00414 Guntrum Riesling Royal Blue 750 ml 8,5% 790Fölgrænt. Létt, hálfsætt. KOX06455 Guntrum Scheurebe Kabinett 750 ml 8,5% 890Fölgrænt. Létt, ferskt, hálfsætt með ávaxtakeim. KOX06456 Guntrum Spatlese 750 ml 8,5% 890Meðalfylling, hálfsætt, með olíu- og ávaxtakeim. OR 05667 Keller Dalsheimer Hubacker Riesling Auslese 750 ml 7,5% 2790Ljósgrænt. Hunangskenndur ilmur. Sætt og ferskt, fínlegt. NOYR 05665 Keller Dalsheimer Hubacker Riesling Spatlese 750 ml 8,5% 1890R 05666 Keller Dalsheimer Hubacker RieslingSpatlese Gold 750 ml 7,5% 2690R 05663 Keller Riesling - von der Fels 750 ml 12% 1990R 06620 Rhine Lady kassavín 3000 ml 8,5% 2990Mosel-Saar-Ruwer07836 Ars Vitis Riesling 750 ml 8,5% 1140Fölgult. Létt, hálfsætt, ferskt og ávaxtríkt. AKOX03056 Deinhard Green Label Riesling 750 ml 9% 790Ilmríkt, hálfsætt, létt með olíukeim. ACI03872 Dr. Loosen Riesling 750 ml 9,5% 890Fölgult. Létt, hálfsætt með ferskum ávaxtakeim. AKOY03435 Dr. Loosen Wehlener SonnenuhrRiesling Kabinett 750 ml 7,5% 1350Hálfsætt, ávaxtríkt með léttum olíukeim. Sýruríkt. KO00311 Ellerer Engelströpfchen 750 ml 8,5% 890Ljósgrængult. Létt, hálfsætt með ferskum ávexti. AKOXR 07573 Fantasy Riesling 750 ml 8,5% 74008098 Green Gold kassavín 3000 ml 9% 2990Létt, hálfsætt. O47


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 48R Ó S A V Í N / F R E Y Ð I V Í Nv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðBLUSH06707 Carlo Rossi California Rose 1500 ml 9,5% 1350Bandaríkin: Létt, hálfsætt. OX06706 Carlo Rossi California Rose 750 ml 9,5% 770Bandaríkin: Ljósgulbleikt. Hálfsætt, með léttum ávaxtakeim. O08723 Cypress White Zinfandel 750 ml 10,5% 990Bandaríkin: Ljósbleikt. Hálfsæt með ávaxta og brjóstsykurskeim. O06970 Riunite Blush 1500 ml 7% 1350Ítalía: Ljósbleikt. Hálfsætt, snarpt og léttfreyðandi. O00470 Riunite Blush Bianco 750 ml 7% 770Ítalía: Ljósgulbleikt. Hálfsætt, snarpt og léttfreyðandi meðblómlegum ilmi. ORÓSAVÍNYfirleitt úr dökkum vínþrúgum.06501 Antinori Cipresseto 750 ml 11,5% 990Ítalía,Toskana: Frekar létt, þurrt og snarpt. CDIMXR 04642 Cielo Pinot Rosa Frizzante 750 ml 10,5% 990Ítalía•R 05758 Collioure Pordavall 500 ml 14% 1390Frakkland•R 06402 Delicato White Zinfandel 750 ml 10% 990Bandaríkin•R 05635 Dievole Rosato Toscano Sangiovese 750 ml 12% 1680ÍtalíaR 04796 Domaine de Barbarossa 750 ml 12,5% 1500Frakkland, KorsíkaR 08682 Faustino V Rosado 750 ml 13% 1190Spánn02568 Georges Duboeuf Fleur de Rosé 750 ml 12% 1090Frakkland: Létt með berjabragði.•R 07977 J.P. Chenet Cinsault Rose 750 ml 12% 1060Frakkland00444 Jean-Claude Pepin Rosé kassavín 3000 ml 11,5% 2980Frakkland: Þurrt og létt bragð. ADR 04439 Lambrusco Emilia Rosé 750 ml 8% 690Ítalía: Ljósgulbleikt. Hálfþurrt, léttfreyðandi með blómlegumkeim. ABIOR 06152 Lellei Merlot Rosé 750 ml 12% 1080Ungverjaland00456 Mateus 1500 ml 11% 1690Portúgal: Létt, hálfþurrt, milt. IX00454 Mateus 750 ml 11% 990Portúgal: Létt, hálfþurrt, milt. IX00455 Mateus 375 ml 11% 590Portúgal: Létt, hálfþurrt, milt. IX06851 Miguel Torres Santa DignaCabernet Sauvignon Rose 750 ml 14% 1190Chile: Ljósfjólurautt. Höfugt, ferskt með fínlegum krydd- ogberjakeim. ACDFXR 05408 Pelee Island Cabernet Franc Icewine 375 ml 9% 3850Kanada, Pelee Island07051 Rene Barbier Rosado kassavín 3000 ml 12% 2990Spánn: Frekar létt, þurrt og sýruríkt með léttum ávexti.R 05572 Santa Rita Cabernet Sauvignon Rose 750 ml 14,5% 1090ChileR 05652 Virginie Rosé de Syrah 750 ml 12,5% 1210FrakklandFREYÐIVÍNFreyðivín er vín sem inniheldur kolsýru. Alkahólstyrkleikiyfirleitt minni í sætum vínumR 09006 Abbazia Blu & Blu Moscato 750 ml 7% 770Ítalía: Fölgult. Létt, ferskt, sætt og ávaxtaríkt. ANOXR 09009 Abbazia Malvasia Rose 750 ml 7% 790ÍtalíaR 06893 Amore Magico Brut 750 ml 11,5% 1090ÍtalíaR 05398 Bagueri Contesse 1500 ml 11,5% 3280SlóveníaR 04638 Brujelo Marzemino 750 ml 10,5% 880Ítalía: Ljósrautt. Frekar létt og hálf sætt með fínlega krydduðumávexti. AOX07165 Burti La Rose Célébration Dolce 750 ml 9,5% 970Ítalía: Gult. Frekar létt, sætt, ferskt og ávaxtaríkt. ANXR 07424 Burti Marmo Vino Spumante Brut 750 ml 11,5% 1320ÍtalíaR 07423 Burti Radica Vino Spumante Dolce 750 ml 9,5% 1210ÍtalíaR 04005 Ca’ Rubiano Collezione Novecento Bianco Brut 750 ml 11,5% 1170Ítalía ABOR 08689 Cinzano Prosecco 750 ml 11% 1190ÍtalíaR 05478 Cristalino Brut 750 ml 11,5% 1180SpánnR 04751 De Bortoli Emeri Sparkling Durif 750 ml 12,5% 1450Ástralía•R 05525 Gancia Brachetto d’Acqui 750 ml 6,5% 890ÍtalíaR 05526 Gancia Prosecco Extra Dry 750 ml 11% 1060ÍtalíaR 06050 Hartenberger Cremant d’Alsace Blanc de Blancs 750 ml 12% 1490Frakkland00510 Henkell Trocken 750 ml 11,5% 990Þýskaland: Hálfþurrt og frekar létt. Fersk sýra og ávöxtur.04037 Jacob’s Creek Chardonnay Pinot Noir Brut 750 ml 12% 1130Ástralía: Þurrt, ferskt, með léttum ávexti. ABCDYR 00493 Kriter Demi Sec 750 ml 11,5% 1240Frakkland: Hálfsætt með meðalfyllingu. Milt.Opinn kjötkenndur ilmur. Ferskt eftirbragð.R 05468 Malvasia di Castelnuovo Don Bosco 750 ml 7% 1250Ítalía00538 Maschio Prosecco di Coneglioni 750 ml 11% 1090Ítalía: Hálfþurrt, létt og frísklegt bragð.R 04807 Riflessi Malvasia Rose 750 ml 7% 880Ítalía: Ljósfjólublátt. Létt og sætt. ANOXR 05190 Riondo Oro Excelsa 750 ml 7% 980ÍtalíaR 05305 S. Orsola Dolce 750 ml 7,5% 693Ítalía00526 Santero Moscato Spumante 750 ml 6,5% 550Ítalía: Frekar sætt bragð, með múskatkeim.R 04734 Villa Jolanda Rosso Imperiale 750 ml 7% 750ÍtalíaChampagne00528 Bollinger Brut Special Cuvee 750 ml 12% 3390Þurrt og létt, með frísklegu bragði. Margslungið.R 01749 Bollinger Grande Année 750 ml 12% 5890Ferskt, fínlegt og ávaxtaríkt bragð.R 01748 Bollinger RD Extra Brut 750 ml 12% 6990•R 02744 Bollinger Special Cuvee Brut 375 ml 12% 1890R 05337 Drappier Brut 375 ml 12% 161000482 Gosset Brut Excellence 750 ml 12% 2590Þurrt, ferskt og sýruríkt, með ávaxtaríkum ilm.R 04781 Jacquesson Cuvée 728 Brut 750 ml 12% 298048


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 49F R E Y Ð I V Í Nv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðR 04780 Jacquesson Perfection Brut Rose 750 ml 12% 2990R 04798 Jean Pierre Fleury Brut 750 ml 12% 3620R 05299 Lanson Black Label Brut 750 ml 12,5% 2640R 05302 Lanson Ivory Label Demi-Sec 750 ml 12,5% 264000477 Moet & Chandon Brut Imperial 750 ml 12% 2690Þurrt og frekar létt fínlegt bragð. Ferskt.00476 Mumm Cordon Rouge Brut 750 ml 12% 2790Frekar létt og fínlegt.R 05172 Mumm Cordon Rouge Brut 200 ml 12% 99000475 Mumm Demi-Sec 750 ml 12% 2790Frekar sætt og ávaxtaríkt. N07770 Piper-Heidsieck Brut 750 ml 12% 3490Frekar létt, þurrt, ferskt og fínlegt.R 04691 Pol Roge Brut Rose 750 ml 12% 359000543 Pol Roger Brut 750 ml 12% 2790Þurrt, frekar létt, ferskt.R 04690 Pol Roger Brut Chardonnay 750 ml 12% 3980R 03536 Ruinart Brut Rosé 750 ml 12,5% 437000479 Veuve Clicquot Ponsardin Brut 750 ml 12% 2890Þurrt og fremur létt. Góður ávöxtur og fersk sýra, meðnokkrum fínleika.Ítalía - Piemonte - AstiR 09008 Abbazia Asti 750 ml 7,5% 880Ljósgult. Létt, fersk, sætt og ávaxtaríkt. ANOX•R 03306 Bosca Asti 750 ml 7,5% 750R 05359 Canti Asti 750 ml 7% 990R 08674 Cinzano Asti 750 ml 7% 990R 08683 Cinzano Asti 200 ml 7% 33800498 Gancia Asti 750 ml 7,5% 760Sætt, en létt og ávaxtaríkt. Mjög ilmríkt.00502 Martini Asti 750 ml 7% 790Sætt bragð, létt og ferskt. Mjög ávaxtaríkt, með miklummúskatkeim.R 04748 Perlino Asti 750 ml 7,5% 840Gult. Létt, hálfsætt með keim af gulum eplum. OX00501 Riccadonna Asti 750 ml 7% 880Sætt og fremur létt, ávaxtaríkt bragð. Ilmríkt.R 04806 Riflessi Asti 750 ml 7,5% 88007496 Santero Asti 750 ml 7,5% 650Sætt, ferskt og ávaxtaríkt.Spánn - CavaR 06943 Castell de Vilarnau Brut Rosado 750 ml 12% 1040Þurrt og snarpt bragð.00527 Castell de Vilarnau Demi-Sec 750 ml 11,5% 990Hálfþurrt, frekar létt bragð.00514 Codorniu Clasico Semi-Seco 750 ml 11,5% 990Hálfsætt, meðalfylling, með ágætum ávexti.R 02991 Codorniu Cuvee Raventos Brut 750 ml 11,5% 129008043 Faustino Martinez Semi-Seco 750 ml 11,5% 1090Létt, hálfsætt, ávaxtaríkt.05028 Freixenet Brut Nature 750 ml 11,5% 1090Þurrt, sýruríkt, með eplakeim. AY07593 Freixenet Brut Rosé 750 ml 12% 990Meðalfylling, milt og ferskt. CDIM00517 Freixenet Carta Nevada Semi-Seco 750 ml 11,5% 890Hálfsætt, með meðalfyllingu. Milt. Nokkuð þungur keimur.08678 Freixenet Cordon Negro Brut 750 ml 11,5% 960Fölgrænt. Létt, ferskt og þurrt með eplakeim. ABCX00533 Freixenet Cordon Negro Brut 3x200 ml 600 ml 11,5% 990Gulgrænt. Frekar létt, frísklegt og þurrt með skógarberjakeim.ABOX00516 Freixenet Cordon Negro Seco 750 ml 11,5% 960Hálfsætt, fremur létt, með nokkra mýkt og þægilegan ávöxt.R 08614 Marques de Monistrol Reserva Brut 750 ml 11,5% 99004635 Marques de Monistrol Reserva Semi Seco 750 ml 11,5% 890Gult. Frekar létt, hálfsætt, milt og fínlegt. AOX06553 Segura Viudas Brut Reserva 750 ml 12% 1090Þurrt og sýruríkt.06051 Segura Viudas Seco 750 ml 11,5% 990Létt, hálfþurrt bragð, ferskt og fínlegt.49


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 50S T Y R K T V Í Nv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðSÉRRÍDökkt00601 Gonzalez Byass Elegante Cream 750 ml 17% 1590Frekar sætt, en ferskt, með meðalfyllingu. Púðursykurskeimur.00577 Harveys Bristol Cream 750 ml 17,5% 1890Sætt og frekar bragðmikið. Þétt og mjúk áferð, með keim af brúnubrauði. Langt eftirbragð.00597 Osborne Rich Golden 750 ml 15% 1490Sætt, með miðlungsfyllingu. Dæmigert.•R 00604 Valdespino Rich Cream 750 ml 17,5% 1670Ljóst00591 Croft Pale Cream 750 ml 17,5% 1890Frekar sætt, meðalbragðmikið, mjúkt.R 03989 Garvey Cream 750 ml 17% 1990R 03988 Garvey Fino San Patricio 750 ml 15% 1880R 05224 Garvey Fino San Patricio 375 ml 15% 99000570 Gonzalez Byass Tio Pepe Fino 750 ml 15% 1830Þurrt, ferskt og fíngert með keim af gulum eplum.00581 John Harvey Isis 750 ml 17,5% 1830Hálfsætt, ferskt bragð, með söltum keim. Minnir á fino.08159 Lustau Jarana Fino 375 ml 15,5% 890Þurrt, létt og snarpt, með söltum eplakeim. AR 08454 Marismeno Fino 750 ml 16% 1790Ljósgult, þurrt og ferskt, ilmríkt með eplakeim. A•R 05615 Valdespino Fino Dry 750 ml 15% 2040•R 05614 Valdespino Pale Cream 750 ml 17,5% 1850Miðlungs08044 Dry Sack Medium Dry 750 ml 15% 1490Hálfsætt, frekar létt með karamellukeim.00580 Harveys Club Classic Medium Dry 750 ml 17,5% 1790Hálfsætt bragð. Meðalfylling. Keimur af brenndum sykri.R 08455 NPU Amontillado 750 ml 18% 1990Þurrt, ilmríkt, með karamellu og hnetukeim.00600 Osborne Medium 750 ml 15% 1490Hálfsætt og frekar létt braðg, með mildum keim.•R 05616 Valdespino Amontillado 750 ml 17,5% 1670MADEIRAR 04708 Henriques & Henriques Bual 10 ára 750 ml 20% 345004048 Henriques & Henriques Madeira Medium Rich 750 ml 19% 2110Frekar sætt, með karamellukeim.R 04710 Henriques & Henriques Malmsey 10 ára 750 ml 20% 3450R 04709 Henriques & Henriques Malmsey 15 ára 750 ml 20% 4080MARSALAR 05320 Pellegrino Marsala Fine Ruby 750 ml 18% 2190Dökkrautt. Sætt berjabragð.PORTVÍNHvítt08034 Croft Fine White 1000 ml 20% 2850Meðalfylling,fínlegt ávaxtabragð, nokkuð stamt.04042 Graham’s Fine White 750 ml 19% 2190Sætt, þungt.00547 Hunt’s Exquisite Old White 750 ml 19,5% 2190Frekar sætt, meðalfylling, með lykt af þurrkuðum ávöxtum.Örlítið oxaður keimur.08370 Rozes White Port 750 ml 20% 1990Gullið, sætt og þungt, með appelsínukeim.Rautt00550 Cockburn’s Special Reserve 750 ml 20% 2190Sætt og frekar bragðmikið. Langt og margslungið bragð.Alldjúpur ilmur, dæmigerður.R 08710 Ferreira LBV 375 ml 20,5% 1360R 01752 Fonseca Vintage Port 1985 750 ml 20,5% 866000557 Graham’s LBV 750 ml 20% 2590Bragðmikið og sætt með miklu berjabragði. Kryddað.00546 Hunt’s Ruby 750 ml 19,5% 2190Nokkuð sætt og kröftugt bragð, með oxuðum keim.00554 Noval LBV 750 ml 19,5% 2890Sætt og bragðmikið.00568 Osborne LBV 750 ml 19,5% 2390Sætt og bragðmikið með berjabragði.06198 Osborne Ruby 750 ml 19,5% 2090Sætt, mjúkt, berjaríkt.R 07808 Porto Barros Vintage Character 750 ml 20% 245008410 Rozes LBV 750 ml 20% 2290Dimmrautt, þétt, sætt og langt. Ungt.08368 Rozes Ruby Port 750 ml 20% 1990Sætt, berjaríkt og stamt.00553 Sandeman’s Old Invalid 750 ml 19% 2150Allsætt og nokkuð góð fylling. Nokkur ávöxtur og krydd.08161 Taylor’s LBV 375 ml 20% 1190Kröftugt, berjaríkt með nokkurri stemmu. Sætt.Tunnuþroskað03077 Cruz Tawny 750 ml 19% 2190Sætt með sýróps- og púðursykursbragði.02584 Ferreira Tawny 750 ml 19,5% 2190Ljósryðrautt. Milt, sætt með léttu berjabragði.00556 Graham’s Tawny 10 ára 750 ml 20% 2990Sætt og frekar bragðmikið. Sýróps- og karamellukeimur.Mjög ilmríkt.06524 Osborne Tawny 750 ml 19,5% 2090Sætt með meðalfyllingu.R 07807 Porto Barros 20 ára 750 ml 20% 4180R 07809 Porto Barros Colheita 750 ml 20% 344008369 Rozes Tawny Port 750 ml 20% 1990Sætt, kröftugt.03567 Sandeman’s Fine Tawny 1000 ml 20% 2990Sætt með meðalfyllingu.06573 Taylor’s 10 ára Tawny 750 ml 20% 3170Frekar létt, fínlegt bragð með sýrópskeim.R 04045 Warre’s Otima 10 ára Tawny 500 ml 20% 2140Sætt og mjúkt með sýrópskeim.MOSCATEL•R 05740 Torres Moscatel 500 ml 15% 149050


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 51S T Y R K T V Í N / Á V A X T A V Í Nv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðRIVESALTESR 05491 Pujol Muscat de Rivesaltes 750 ml 16% 2490Fölgult. Hálfsætt með keim af múskat og þurrkuðum ávöxtum.LNYR 05489 Pujol Rivesaltes Blanc 750 ml 15,5% 2990Dökkgullið. Sætt mðe aprikósu og karamellukeim. LNYR 05490 Pujol Rivesaltes Hors d’Age 750 ml 16% 2990Brúngullið. Sætt með bökuðum sultukeim. LNYR 05492 Pujol Rivesaltes Vintage 750 ml 15,5% 2520Ryðrautt. Hálfsætt með þurrkuðum berja og kryddkeim. LNYSÍDERSíder er gerjaður úr eplasafa. Alkóhólstyrkur sjaldan yfir 6%.03711 Kopparberg Apple 330 ml 4,5% 199Sætur með léttu eplabragði.01183 Kopparberg Päron Cider 330 ml 4,5% 198Sætur og léttur með mildu perubragði.06940 Kopparbergs Pear dós 500 ml 4,5% 264Sætur og léttur með mildu perubragði.08015 Kopperberg Apple dós 500 ml 4,5% 264Frískur, hálfsætur.R 04626 Xider Cactus/Lime 330 ml 4,5% 181R 04786 Xider Mandarin/Chili 330 ml 4,5% 181ÁVAXTAVÍN08010 Kvöldsól 750 ml 12% 1790Dökkfjólurautt. Hálfsætt, bragðmikið, með krydd og berjahratskeim. LNXÁVAXTABLÖNDURR 04195 Beautiful Fruit Fragola 200 ml 5% 22407160 Beautiful Fruit Frutti di Bosco 750 ml 7% 940Hálfsætt, létt og ferskt með berjabragði.R 04194 Beautiful Fruit Frutti di Bosco 200 ml 7% 249R 04202 Beautiful Fruit Pesca 200 ml 5% 224R 04259 Beautiful Fruit Sangria 200 ml 7% 249R 06052 Bianco Fragola 750 ml 7% 940Sætt, létt með ávaxta og jarðarberjakeim.01192 Cafe de Paris Blancs de Fruits Fruits des Bois 750 ml 6,7% 890Frekar sætt með léttu ávaxtabragði og berjakeim.04036 Fresita 750 ml 7,9% 890Fölrautt með jarðarberjatæjum. Hálfsætt, ferskt með jarðarberjakeim. AO08786 Fresita 187 ml 7,9% 239Fölrautt. Hálfsætt með jarðarberjabragði. AOXR 08804 Fresita 375 ml 7,9% 490Fölrautt með jarðarberjatæjum. Hálfsætt, ferskt með jarðarberjakeim. AO01133 Kirsberry 750 ml 14,8% 1590Sætt með kirsuberjabragði.08544 Super Cider Ice Cactus/Lime 330 ml 4,5% 235Létt og sætt.KRYDDVÍNKryddvín eru gerð úr rauðvínum og hvítvínum, bragðbætt með ýmsumkryddum og jurtum, oft sæt og styrkt.Sangría07161 Burti Beautiful Fruit Sangria 750 ml 7% 940Lágfreyðandi, sætt með ávaxtabragði.07171 Dona Carmen Sangria 1500 ml 7% 1360Létt og hálfsætt með krydduðu ávaxtabragði.VermútR 00634 Cinzano Rosso 1000 ml 15% 177008911 Dubonnet Rouge 1000 ml 14,8% 2090Sætt, með sítrus og kryddkeim.00628 Martini Bianco 1000 ml 15% 1690Fölt. Mjög sætur og mjúkur með léttkrydduðum vanillukeim. Nokkurbeiskja.00631 Martini Bianco 500 ml 14,9% 890Fölt. Mjög sætur og mjúkur með léttkrydduðum vanillukeim.Nokkur beiskja.00624 Martini Extra Dry 1000 ml 15% 1690Ljósgulur. Hálfþurrt, kryddað með hnetukeim og fínlegt eftirbragð.00627 Martini Extra Dry 500 ml 14,9% 890Hálfþurrt, frekar létt, kryddað bragð, með nokkurri beiskju.00633 Martini Rose 1000 ml 14,9% 1690Ljósrauður. Sætur með lettum ávexti. Nokkur beiskja.00620 Martini Rosso 500 ml 14,9% 890Gullinbrúnn, Kryddað, sætur, mjúkur með kryddgraskeim.00621 Martini Rosso 1000 ml 14,9% 1690Gullinbrúnn, Kryddað, sætur, mjúkur með kryddgraskeim.R 00646 Stock Bianco 750 ml 14,5% 1160Sætt, milt, blómlegt og kryddað.APERITÍF01184 Alizé 700 ml 16% 1890Frekar sætt með miklum ávaxtakeim.R 08658 Alizé Gold Passion 200 ml 16% 65503930 Alizé Red Passion 700 ml 16% 1890Sætur, ferskur og mildur með ávaxta- og kókosbragði.R 08660 Alizé Red Passion 200 ml 16% 655R 08686 Cinzano Limetto 1000 ml 14,8% 1770R 08685 Cinzano Orancio 1000 ml 15% 177001200 Lejay-Lagoute Kir Royal 750 ml 12% 1590Frekar sætt og ferskt, með miklu sólberjabragði og ilm.Blanda freyðivíns og líkjörs.Pineau des Charentes07026 Chateau Bellevue Pineau des Charentes Blanc 750 ml 17% 1790Brúngullið. Sætt með keim af möndlum og þurrkuðum ávöxtum.SAKESake er gerjað úr hrísgrjónum. Yfirleitt 14-15%. Þjóðardrykkur Japana.02079 Gekkeikan Sake 750 ml 14,6% 1890Japan: Frekar létt og hálfþurrt.51


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 52C O G N A C / A R M A G N A C / B R A N D Ív.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðCOGNAC07482 A de Fussigny VSOP Ebony Blend 700 ml 40% 3890Kröftugt og mjúkt, með kryddkeim.02097 Camus Napoleon 700 ml 40% 6390Bragðmikið með eikarkeim. Langt eftirbragð.00662 Camus VS 700 ml 40% 3690Frekar létt og mjúkt bragð.00663 Camus VS 350 ml 40% 1990Frekar létt og mjúkt bragð.00664 Camus VS 500 ml 40% 2740Frekar létt og mjúkt bragð.00659 Camus VSOP 700 ml 40% 4490Meðalfylling, fínlegt og margslungið.00660 Camus VSOP 350 ml 40% 2290Meðalfylling, fínlegt og margslungið.07644 Camus VSOP 500 ml 40% 3150Nokkuð bragðmikið, mjúkt með vanillukeim.00657 Camus XO 700 ml 40% 8490Bragðmikið með þéttu og kröftugu bragði.R 01907 Courvoisier Napoleon 700 ml 40% 6900Fine Champagne: Milt, frekar létt bragð og fínlegt.03357 Courvoisier VSOP Exclusif 700 ml 40% 4390Brúngullið. Meðalfylling, fínlegt, sætuvottur, þurrt.R 06065 Dobbe The Count XO 700 ml 40% 7260Bragðmikið og þungt.R 04749 Francois Voyer Napoleon 700 ml 40% 6160Grande ChampagneR 08474 Francois Voyer VSOP 700 ml 40% 4290Grande ChampagneR 08475 Francois Voyer XO 700 ml 40% 7990Grande Champagne00691 Frapin VIP XO 700 ml 40% 8490Grande Champagne: Gullinbrúnt. Þétt mjúkt og bragðmikið.00685 Frapin VSOP 500 ml 40% 2990Grande Champagne: Brúngullið, þétt, mjúkt.05605 Frapin Napoleon 500 ml 40% 3690Grande Champagne: Gullinbrúnt. Fínlegt og ilmríkt með sætumkeim af tunnu og þurrkuðum ávöxtum.00680 Frapin VS 500 ml 40% 2690Gullið, mjúkt og fínlegt með grösugum keim.R 05187 Frapin VS Luxe 700 ml 40% 3890Grande Champagne00686 Frapin VSOP Cuvée Rare 700 ml 40% 4390Grande Champagne: Gulbrúnt. Þétt, eikar og karamellubragð.03741 Hennessy VS 700 ml 40% 4010Mjúkt, með leðurkeim.00672 Hennessy VSOP 700 ml 40% 4610Bragðmikið, mjúkt og þétt, með djúpum ilmi og karamellukeim.Langt eftirbragð.R 02983 Hennessy XO 700 ml 40% 10190R 04834 Hine Antique XO 700 ml 40% 8190Fine ChampagneR 04835 Hine Rare VSOP 700 ml 40% 4490Fine ChampagneR 05514 Jenssen XO 700 ml 40% 11250Grande ChampagneR 07905 Larsen Napoleon 700 ml 40% 5530Bragðmikið og frekar mjúkt.00697 Larsen VS 700 ml 40% 3690Gullið. Meðalfylling, þétt með sætum ávaxta og vanillukeim.R 05451 Meukow Extra 700 ml 40% 14680R 05350 Meukow Napoleon 700 ml 40% 5530R 06088 Meukow VS 700 ml 40% 402000706 Meukow VSOP 700 ml 40% 4380Frekar létt bragð, með grösugum keim.R 07538 Meukow VSOP 500 ml 40% 2760Frekar létt.R 06192 Meukow XO 700 ml 40% 7740Bragðmikið, milt og margslungið.01709 Otard Napoleon 700 ml 40% 6490Gulbrúnt, þétt og mjúkt með krydduðum tunnukeim.04074 Otard VS 700 ml 40% 3990Gulbrúnt. Mjúkt með sætum og grösugum keim.00693 Otard VSOP 700 ml 40% 4360Meðalfylling, mjúkt og fínlegt.00694 Otard VSOP 350 ml 40% 2240Brúngullið. Meðalfylling, með keim af þurrkuðum blómum,ávöxtum og súkkulaði.R 03331 Otard VSOP 1000 ml 40% 6490R 03701 Polignac VS 700 ml 40% 3420R 09041 Polignac VS 500 ml 40% 2590R 04857 Polignac VSOP 500 ml 40% 265007956 Polignac VSOP 700 ml 40% 3870Meðalfylling, fínlegur ávaxtakeimur.07955 Polignac XO Royal 700 ml 40% 6990Brúngult. Þétt og mjúkt, með kröftugu eikar, vanillu, döðlu ogkaramellukeim.00677 Remy Martin VSOP 700 ml 40% 4790Fine Champagne: Frekar létt bragð, margslungið.04663 Remy Martin VSOP 1000 ml 40% 6690Gulgrænt. Fínlegt með sætum tunnu og ávaxtakeim.R 02282 Remy Martin XO 350 ml 40% 5250Þétt og kröftugt, með sítrus, eik og karamellu. Mjúkt.00679 Remy Martin XO 700 ml 40% 8890Bragðmikið, mjúkt og margslungið.ARMAGNAC•R 05730 Baron de Sigognac Armagnac 1939 500 ml 40% 18990•R 05729 Baron de Sigognac Armagnac 1944 500 ml 40% 1399006296 Baron de Sigognac Bas Armagnac VSOP 700 ml 40% 3990Bas-Armagnac: Kröftugt bragð, fínlegt og kryddað.•R 05723 Baron de Sigognac Bas-Armagnac 1949 500 ml 40% 12990•R 05727 Baron de Sigognac Bas-Armagnac 1959 500 ml 40% 8990•R 05726 Baron de Sigognac Bas-Armagnac 1964 500 ml 40% 10990•R 05724 Baron de Sigognac Bas-Armagnac 1974 500 ml 40% 599002278 Cles des Ducs Napoleon 700 ml 40% 4820Meðalfylling með sætuvotti og karamellukeim.BRANDÍ03160 Carlos I 700 ml 40% 3900Spánn, Jerez: Brúngullið. Bragðmikið, með sætum keim. Karamellu ogmokkakeimur.00712 Cortel Napoleon VSOP 700 ml 40% 2950Frakkland: Milt bragð og ilmur.06092 Laine Napoleon 700 ml 36% 2690Frakkland: Meðalfylling, þurrkaðir ávextir.06691 Major Brandy 700 ml 36% 2790Frakkland: Fremur létt bragð með sætuvotti. Lyktin er nokkuðágeng og hrá.00713 Marie Brizard XO Brandy 700 ml 40% 3260Frakkland: Frekar bragðmikið með sætum keim.04082 St. Remy Napoleon 500 ml 40% 2290Frakkland: Gulbrúnt, mjúkt með sætum tón og grösugumkaramellukeim.R 06983 Torres 10 700 ml 38% 3440SpánnR 04675 Torres 20 Imperial 700 ml 40% 4660Spánn52


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 53C A L V A D O S / G R A P P A / V I S K Ív.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðCALVADOSR 01141 Boulard Calvados Grand Solage 700 ml 40% 3790Eplabrandí. Bragðmikið með mjúkri áferð. Ilmur af eplum ogörlitlu leðri. Alllangt eftirbragð.•R 07218 Boulard Calvados Millesimé 700 ml 43% 8840•R 02318 Boulard Calvados XO 700 ml 40% 5880•R 03381 Boulard Calvados XO 500 ml 40% 3990Meðalfylling¸ mjúkt¸ eplabragð.•R 05721 Boulard Grande Fine Calvados 500 ml 40% 299001185 Henry-Gerard Calvados VSOP 700 ml 40% 3790Eplabrandí.GRAPPA05044 Grappa Nonino 1000 ml 41% 4690Kröftugt, bragðmikið. Sætuvottur.EAU-DE-VIE•R 03566 Dopff & Irion Poire Williams 700 ml 45% 4490R 03120 J & B Rare 1000 ml 40% 5140R 00732 Johnnie Walker Black Label 12 ára 700 ml 40% 3830Gullið. Meðalfylling, þétt og mjúkt með leður og karamellukeim.R 00735 Johnnie Walker Red Label 700 ml 40% 3250Gullið. Meðalfylling með grösugum leður og vanillukeim.07261 Johnnie Walker Red Label 500 ml 40% 2470Frekar bragðmikið með leðurkeim.R 07434 King Robert II 700 ml 40% 3130R 00758 Long John 700 ml 40% 3050Gullið. Frekar létt, með leður og vanillukeim.R 05634 Old Smuggler 700 ml 40% 2990R 08042 Old St.Andrews 5 ára 700 ml 40% 3390Frekar létt, grösugt.•R 00811 Rob Roy 700 ml 40% 3160R 05481 Scottish Collie 700 ml 40% 322000772 Scottish Leader 700 ml 40% 3090Frekar létt en snarpt. Lykt af leðri og örlítil vanilla og reykturkeimur.00773 Scottish Leader 350 ml 40% 1720Frekar létt en snarpt. Lykt af leðri og örlítil vanilla og reykturkeimur.04440 Scottish Leader 500 ml 40% 2210Ljósgult. Milt og mjúkt með sætum vanillukeim.R 04441 Scottish Leader 1000 ml 40% 438000763 The Famous Grouse 700 ml 40% 3390Meðalfylling, leður, reykur og malt. Dæmigert.00764 The Famous Grouse 350 ml 40% 1820Meðalfylling, leður, reykur og malt. Dæmigert.02263 The Famous Grouse 1000 ml 40% 4780Þétt og milt með vanillutónum, korn og leðurkeim.VISKÍSkotland00748 Ballantine’s 12 ára 700 ml 40% 3990Allmikil fylling í bragði. Nokkuð kröftugur ilmur.00749 Ballantine’s 12 ára 375 ml 40% 2190Frekar létt, milt.R 05170 Ballantines Finest 1000 ml 40% 469000745 Ballantine’s Finest 700 ml 40% 3290Frekar létt, með mildu bragði og góðum sætukeim.00746 Ballantine’s Finest 350 ml 40% 1790Frekar létt, með mildu bragði og góðum sætukeim.00741 Bell’s 700 ml 40% 3220Frekar létt bragð og ilmur.R 04779 Bell’s 500 ml 40% 2510R 05379 Black Bottle 700 ml 40% 3350R 05380 Black Bottle 10 ára 700 ml 40% 410000770 Chivas Regal 12 ára 700 ml 40% 3990Frekar bragðmikið, með mildu bragð og keim af leðri og vanillu. Langt.02258 Chivas Regal 12 ára 1000 ml 40% 5550Bragðmikið¸ leður¸ malt og reykur.08844 Chivas Regal 12 ára 500 ml 40% 2950Gullið, með leður, malti, kakó og jarðarkeim.R 05104 Chivas Regal 18 ára 700 ml 40% 598007249 Grant’s 500 ml 43% 2590Allgóð fylling, með sætu og maltbragði. Reyktur keimur.R 06176 Grants Family Reserve 1000 ml 43% 509000752 Grant’s Family Reserve 700 ml 40% 3390Allgóð fylling, með sætu og maltbragði. Reyktur keimur.00737 Haig’s Dimple 15 ára 700 ml 40% 4310Frekar bragðmikið, en mjúkt, með löngu eftirbragði. Mikill ilmur afmalti og leðri.02357 Hankey Bannister 700 ml 40% 2990Milt og þétt með leðurkeim.Skotland - malt06102 Aberlour 10 ára 700 ml 40% 3990Highland: Bragðmikið, kryddað, með grösugum leðukeim.R 07500 Ballantine’s Pure Malt 12 ára 700 ml 40% 4850R 07004 Balvenie 12 ára Doublewood 700 ml 43% 5750HighlandR 01692 Balvenie Founders Reserve 10 ára 700 ml 43% 5590Highland: Gullið. Bragðmikið. þétt með súkkulaði, vanillu ogtunnukeim.•R 01972 Bowmore 12 ára Malt 700 ml 40% 4380Islay•R 02722 Bowmore Legend Malt 700 ml 40% 3940IslayR 00762 Bunnahabhain 12 ára 700 ml 40% 4880IslayR 05625 Glen Grant 700 ml 40% 3390Highland: Fölgulur. Létt, milt, með sætukeim, leðri og grösugumkeim.•R 06745 Glendronach 15 ára 700 ml 40% 4950Highland00755 Glenfiddich 700 ml 40% 4190Highland: Fremur létt bragð, grösugt, langt eftirbragð. Ilmríkt, meðvott af eplalykt.08725 Glenfiddich 500 ml 43% 3190Highland: Mjúkt, létt, með grösugum vanillukeim.R 06177 Glenfiddich 12 ára Special Reserve 1000 ml 43% 5990HighlandR 07439 Hedges & Butler Special Pure Malt 700 ml 40% 375002253 Highland Park 12 ára Malt 1000 ml 43% 6660Orkney: Gullið. Ilmríkt, kröftugt, þétt með mó og kryddkeim.00792 Laphroaig 10 ára 700 ml 40% 4200Islay: Kraftmikið, reykt og kryddað, með leðurkeim.R 04651 Macleod’s Highland 8 ára 700 ml 40% 5080HighlandR 04648 Macleod’s Island 8 ára 700 ml 40% 5080R 04652 Macleod’s Islay 8 ára 700 ml 40% 5080Islay53


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 54R O M M / T E K Í L A / V O D K Av.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðR 04649 Macleod’s Lowland 8 ára 700 ml 40% 5080LowlandR 04650 Macleod’s Speyside 8 ára 700 ml 40% 5080HighlandR 04248 Scapa 12 ára 700 ml 40% 4850Orkney00744 The Glenlivet 12 ára 700 ml 40% 4290Highland: Rífleg meðalfylling með reyktum keim.Írland02101 Black Bush 700 ml 40% 3490Tæp meðalfylling, milt með grösugum kornkeim.00779 Jameson 700 ml 40% 3270Tæp meðalfylling, vanillukeimur.00780 Jameson 350 ml 40% 1730Tæp meðalfylling, vanillukeimur.04437 Jameson 1000 ml 40% 4490Ilmríkt með vanillu og leðri. Milt.05884 Jameson 500 ml 40% 2390Milt með létt sætum vanillukeim.R 08975 Kilbeggan 1000 ml 40% 466000791 Tullamore Dew 700 ml 40% 3190Létt og milt bragð. Ilmríkt.Bandaríkin05793 Jack Daniels 350 ml 40% 179009005 Jack Daniel’s 700 ml 40% 3490Gullið. Ilmríkt með tunnu og vanillukeim.04443 Jack Daniel’s Old No. 7 375 ml 43% 1890Bragðmikið. Hvasst með eikar- og kornkeim.00795 Jim Beam Bourbon 700 ml 40% 3330Fylling í tæpu meðallagi, nokkuð hvasst í lokin. Mikil tunnulykt ogkornkeimur.00800 Seagram’s 7 Crown 750 ml 40% 3340Meðalfylling, nokkuð hvasst bragð. Mikil eikarlykt.ROMMHvíttR 04836 Angostura 3 ára White Rum 700 ml 40% 3060Trinidad og TobagoR 04736 Appleton White 700 ml 37,5% 3150Jamaíka00969 Bacardi Carta Blanca 700 ml 37,5% 3090Púertó Ríkó: Meðalfylling, sætur keimur í bragði, vottur af vanillu.00970 Bacardi Carta Blanca 350 ml 37,5% 1590Púertó Ríkó: Létt bragð með sætukeim.R 05431 El Dorado White 700 ml 37,5% 3180GuyanaR 05617 Havana Club Anejo Blanco 500 ml 37,5% 2190Kúba: Tært, hreint, þurrt með sætuvotti, sítruskeim.02094 Havana Club Anejo Blanco 700 ml 37,5% 2990Kúba: Létt, milt.07012 Serralles DonQ Cristal 700 ml 37,5% 3390Púertó Ríkó: Létt og milt.LjóstR 04838 Angostura 5 ára Gold Rum 700 ml 40% 3300Trinidad og Tobago00973 Bacardi Oro 700 ml 37,5% 3190Barbados: Meðalfylling í bragði, sætur keimur og nokkurt eikarbragð.00989 Havana Club Anejo Reserva 700 ml 40% 3190Kúba: Frekar bragðmikið með sætum keim.00978 Ronrico Gold 700 ml 40% 3220Púertó Ríkó: Meðalfylling, mikið tunnubragð, nokkuð hvasst.DökktR 04760 Angostura 1824 12 ára 700 ml 40% 6650Trinidad og TobagoR 04761 Angostura 1919 8 ára 700 ml 40% 4280Trinidad og TobagoR 04837 Angostura 5 ára Old Dark Rum 700 ml 40% 3300Trinidad og TobagoR 04737 Appleton Special 700 ml 40% 3150Jamaíka00974 Bacardi Black 700 ml 37,5% 3170Bandaríkin: Bragðmikið með kandískeim.00981 Captain Morgan Black Label 700 ml 40% 3390Jamaíka: Dökkt. Bragðmikið og mjúkt með vægum sætukeim.04763 DonQ Grand Anejo 700 ml 40% 5450Púertó RíkóR 05429 El Dorado 5 ára 700 ml 40% 5380GuyanaR 05430 El Dorado Dark 700 ml 37,5% 3180GuyanaR 05432 El Dorado Gold 700 ml 37,5% 3510Guyana02096 Havana Club Anejo 7 Anos 700 ml 40% 3390Kúba: Meðalfylling, sýrópskeimur.•R 02823 Negrita 700 ml 37,5% 2870FrakklandTEKÍLA01156 Sauza Gold 700 ml 38% 3430Kröftugt bragð, með votti af eik, nokkuð hvasst. Sætu- ogeikarkeimur. Langt eftirbragð.01155 Sauza Silver 700 ml 38% 3390Reyktur keimur í bragði, nokkuð hvasst, með lítið eitt blómlegrilykt, en hrárri.07882 Sierra Gold 700 ml 38% 3380Meðalfylling, dæmigert.04315 Sierra Silver 700 ml 38% 3340Frekar létt og milt.VODKA00901 Absolut 700 ml 40% 2990Svíþjóð04532 Absolut 1000 ml 40% 4290SvíþjóðR 03859 Bismarck Vodka 1000 ml 40% 4300Þýskaland06748 Boru 700 ml 37,5% 2850Írland00893 Borzoi 500 ml 40% 2040Stóra Bretland00863 Eldurís 1000 ml 40% 3990Ísland06580 Eldurís 750 ml 37,5% 2880Ísland07485 Eldurís 500 ml 40% 2220Ísland00862 Eldurís 750 ml 40% 2990Ísland00877 Finlandia 1000 ml 37,5% 3890Finnland00881 Finlandia 700 ml 37,5% 2890Finnland54


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 55SÉNEVER /GIN / AKVAVIT / ANÍS / SNAFSv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð00885 Finlandia 500 ml 40% 2140Finnland•R 05339 Jelzin Vodka 700 ml 37,5% 2780Frakkland00874 Koskenkorva 700 ml 37,5% 2690Finnland00875 Koskenkorva 350 ml 37,5% 1390Finnland08030 Koskenkorva 500 ml 40% 2060Finnland•R 05675 O2 Sparkling Premium Vodka 700 ml 40% 3310Stóra Bretland00870 Pölstar Rauður 700 ml 37,5% 2810Ísland: Hreinn og mildur.R 05324 Skyy Vodka 1000 ml 40% 4770Bandaríkin00887 Smirnoff 500 ml 40% 2140BandaríkinR 05084 Smirnoff 350 ml 40% 1650Stóra Bretland06194 Smirnoff 1000 ml 37,5% 3880Stóra Bretland06195 Smirnoff 700 ml 37,5% 2880Stóra BretlandR 02646 Smirnoff Blue 1000 ml 50% 5440Stóra Bretland03690 Stolichnaya 700 ml 37,5% 2850Rússland00865 Tindavodka 700 ml 37,5% 2590Ísland00867 Tindavodka 1000 ml 37,5% 3610ÍslandR 00915 Ursus Vodka 700 ml 40% 2990Holland: Létt, milt, hreint.R 06109 Znaps Vodka 700 ml 37,5% 2720SvíþjóðSÉNEVER00956 Jonge Bols 1000 ml 35% 4220HollandR 00957 Bokma Frische 1000 ml 38% 4390Holland02037 Bols Zeer Oude Genever 1000 ml 35% 3990Holland: Fölgrænt. Korn og einiberjakeimur.04815 De Kuyper Jonge 700 ml 35% 2690Holland: Milt með korn- og gerkeim.07504 Bombay Sapphire 1000 ml 47% 5690Stóra Bretland: Tært. Kröftugt og margslungið, með krydduðueiniberja og sítruskeim.•R 05340 Churchill London Dry Gin 700 ml 37,5% 2960Stóra Bretland00943 Dillon Gin 1000 ml 40% 3990Ísland: Frekar bragðmikið, en milt með miklu einiberjabragði.Anís- og sítruskeimur.00921 Gordon’s 700 ml 37,5% 2970Stóra Bretland: Einiberjabragð.00922 Gordon’s 350 ml 37,5% 1580Stóra Bretland: Einiberjabragð.07260 Gordon’s 1000 ml 37,5% 4160Stóra Bretland: Einiberjabragð.08449 Gordon’s Gin 500 ml 40% 2210Stóra Bretland: Frísklegt sítrus og einiberjabragð.R 08867 Grant’s Dry Gin 700 ml 37,5% 2990Stóra BretlandR 07449 King Robert II Gin 700 ml 37,5% 2860Stóra BretlandR 07450 London Hill 700 ml 40% 3340Stóra Bretland04689 Seagram’s Extra Dry 700 ml 40% 2990Bandaríkin00927 Tanqueray 700 ml 47% 3590Stóra Bretland: Bragðmikið en milt einiberja- og sprittbragð.AKVAVIT00840 Aalborg Akvavit Jubilæums 700 ml 42% 3330Danmörk: Bragðmikið, með appelsínu- og kúmenbragði.00841 Aalborg Akvavit Jubilæums 350 ml 42% 1770Danmörk: Bragðmikið, með appelsínu- og kúmenbragði.00829 Brennivín 700 ml 40% 3010Ísland: Kúmenbrennivín. Nokkuð bragðmikið.06569 Brennivín 500 ml 37,5% 2000Ísland00831 Brennivín 500 ml 40% 2140Ísland: Kúmenbrennivín. Nokkuð bragðmikið.00830 Brennivín 1000 ml 40% 4170Ísland: Kúmenbrennivín. Nokkuð bragðmikið.ANÍS03129 12 Ouzo 700 ml 38% 3190Grikkland: Anísdrykkur¸ hálfþurr.GIN00929 Beefeater 350 ml 40% 1590Stóra Bretland: Bragðmikið, nokkur sætukeimur, hvasst í lokin.Ilmur af einberjum og selleríi.00930 Beefeater 700 ml 40% 2990Stóra Bretland: Bragðmikið, nokkur sætukeimur, hvasst í lokin.Ilmur af einberjum og selleríi.04027 Beefeater 1000 ml 40% 4190Stóra Bretland: Tært, milt, með einiberja og sítruskeim.04527 Beefeater 500 ml 40% 2290Stóra Bretland: Milt með einiberjum, sítrusávexti og hvönn.00945 Bombay Sapphire 700 ml 40% 3590Stóra Bretland: Hvönn¸ einiber og sítróna.SNAFS00902 Absolut Citron 700 ml 40% 3190Svíþjóð: Meðalfylling, með miklum sítrónukeim. Mikið sprittbragð.R 04530 Absolut Citron 1000 ml 40% 4660SvíþjóðR 03165 Absolut Kurant 700 ml 40% 3290Svíþjóð: Létt berjabragð.R 05622 Absolut Vanilia 1000 ml 40% 4660Svíþjóð04250 Bacardi Limón 700 ml 35% 3070Bandaríkin: Léttur, hálfþurr og mildur með sítrónubragði.06996 Bacardi Limón 350 ml 35% 1580Bandaríkin: Hálfþurr sítrónusnafs.55


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 56L Í K J Ö Rv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð00825 Eldurís Citrus 1000 ml 40% 3990Ísland: Sítrónubragð.00847 Finlandia Cranberry 500 ml 40% 2190Finnland: Trönuberjasnafs.07656 Finlandia Vodka Cranberry 700 ml 40% 2990Finnland: Trönuberjasnafs.07657 Finlandia Vodka Lime 700 ml 40% 2990Finnland: Frísklegt læmbragð.R 05322 Skyy Citrus 1000 ml 35% 4220BandaríkinLÍKJÖRÁvaxtalíkjör•R 01043 Bols Creme de Bananes 500 ml 17% 1770HollandR 01056 Bols Pisang Ambon 500 ml 21% 1840Holland: ÁvaxtalíkjörR 01696 Joseph Cartron Parfait Amour 500 ml 25% 1810Frakkland: Blandaður ávaxtalíkjör. Blár.R 02754 Joseph Cartron Pisang 500 ml 21% 1770Frakkland: Skærgrænn. Ávaxtalíkjör með bananakeim.03712 Passoa 1000 ml 20% 3150Frakkland: Líkjör úr ástríðuávexti.05776 Passoa 500 ml 20% 1590Frakkland: Líkjör úr ástríðuávexti.01037 Southern Comfort 700 ml 35% 3250Bandaríkin: Gullinbrúnn. Kryddaður með appelsínukeim. Skarpur, ekki svosætur.R 04887 Southern Comfort 350 ml 35% 1650Bandaríkin: Gullinn. Sætt og mjúkt með appelsínu og vanillukeim.Berjalíkjör•R 08105 Bols Creme de Cassis 500 ml 17% 1770Holland: Mjög sætt, sólberjalíkjör.R 04901 Bols Strawberry 500 ml 17% 1680Holland02433 Cartron Creme de Cassis de Bourgogne 500 ml 15% 1240Frakkland: Sólberjalíkjör.03899 De Kuyper Creme de Cassis 500 ml 15% 1190Holland: Sólberjalíkjör.•R 06630 Nannerl Eiffelturn 200 ml 15% 990AusturríkiEplalíkjör01147 Berentzen Apfel Korn 700 ml 20% 1990Þýskaland: Eplalíkjör.08696 Berentzen Apfel Korn 1000 ml 20% 2690Þýskaland: Gulur. Sætur með fersku eplabragði.03023 De Kuyper Apple Schnapps 700 ml 20% 1890Holland: Eplalíkjör.R 08817 Lindauer Apfel 1000 ml 18% 2670Holland•R 04268 Schönauer Apfel 1000 ml 21% 2900Þýskaland07681 Teichenne Apple Schnapps 700 ml 20% 1850Spánn: Þykkur, sætur, með epla og möndlubragði.Ferskjulíkjör01074 Archers 700 ml 23% 2100Stóra Bretland: Ferskjulíkjör.01148 Berentzen Peach Schnapps 700 ml 20% 1990Þýskaland: Sætur ferskjulíkjör.05600 Bols Apricot Brandy 500 ml 24% 1590Holland: Gilltur. Sætur, með apíkósu og möndlukeim. N01061 De Kuyper Peachtree 700 ml 20% 1990Holland: Ferskjulíkjör.R 01738 Feigling 30x20 ml 600 ml 20% 3240Þýskaland: Tært, hálfsætt með peru- og ferskjukeim.R 07009 Joseph Cartron Creme de Pechede Vigne de Bourgogn 500 ml 18% 1700FrakklandSítruslíkjör01055 Bols Blue Curacao 500 ml 21% 1690Holland: Blár. Appelsínulíkjör.01007 Cointreau 500 ml 40% 2690Frakkland: Appelsínulíkjör.04894 Cointreau 1000 ml 40% 5110Frakkland: Appelsínulíkjör.Tær.R 04755 Dobbé Orange Liquor 750 ml 40% 4150Frakkland00999 Grand Marnier Cordon Rouge 500 ml 40% 2910Frakkland: Appelsínu- og koníakslíkjör.04895 Grand Marnier Cordon Rouge 700 ml 40% 3900Frakkland: Sætt, þykkt, mjúkt, fínlegt með hunangskenndumappelsínukeim.•R 04897 Grand Marnier Cordon Rouge 1000 ml 40% 5400Frakkland07879 Grand Marnier Cuvee Louis-Alexandre 700 ml 40% 4580Frakkland: Appelsínu og koníakslíkjör.R 01743 Joseph Cartron Curacao Bleu 500 ml 25% 1810FrakklandR 05373 Joseph Cartron Triple Sec 500 ml 40% 2430FrakklandR 05145 Mandarine Napoleon 500 ml 38% 2670BelgíaR 05301 Mandarine Napoléon 1000 ml 38% 5120BelgíaR 05330 Mandarine Napoléon 700 ml 38% 3690BelgíaBaunalíkjör - Kaffi02979 Kahlua 500 ml 20% 1790Mexíkó: Dökkbrúnn kaffilíkjör. Þykkur og sætur með kaffi ogvanillukeim.08657 Tia Maria 500 ml 20% 1790Jamaíka: Kaffilíkjör.Baunalíkjör - KakóR 01700 Joseph Cartron Cacao 500 ml 25% 1850Frakkland: Kakólíkjör. Dökkbrúnn, sætur.Hnetulíkjör - Kókos01015 Malibu 500 ml 21% 1590Stóra Bretland: Kókoslíkjör.01016 Malibu 1000 ml 21% 2990Stóra Bretland: Kókoslíkjör.Hnetulíkjör - MöndluR 08828 Amanda 500 ml 18% 1760Frakkland: Möndlulíkjör. Ferskur, með kryddkeim.01067 Amaretto Disaronno 500 ml 28% 1990Ítalía: Möndlulíkjör.•R 02332 Bols Amaretto 500 ml 24% 1880Holland: Möndlulíkjör.04808 Luxardo Amaretto di Saschira 375 ml 28% 1490ÍtalíaKryddlíkjör07610 Becherovka 500 ml 38% 2320Tékkland: Nokkuð beiskur grasa- og kryddlíkjör.00993 D.O.M. Bénédictine 500 ml 40% 2490Frakkland: Krydd- og grasalíkjör.56


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 57L Í K J Ö R / B I T T E R / Á F E N G T G O Sv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð01018 Drambuie 500 ml 40% 2590Stóra Bretland: Krydd- og grasalíkjör.05924 Galliano 500 ml 30% 2330Ítalía: Krydd- og grasalíkjör.Vanillubragð.01020 Irish Mist 500 ml 35% 2290Írland: Viskílíkjör.04902 Licor 43 500 ml 31% 2390Spánn: Mjög sætur og þykkur með vanillukeim.Kryddlíkjör - Anís04885 Casoni Sambuca 1814 700 ml 40% 3100Ítalía: Aníslíkjör. Mjög sætur og þykkur.01064 Romana Sambuca 700 ml 40% 3510Ítalía: Aníslíkjör.Kryddlíkjör - Mintu•R 05719 Bols Peppermint - hvítur 500 ml 24% 1640Holland04724 Bols Peppermint grænn 500 ml 24% 1590HollandR 01739 Joseph Cartron Peppermint 500 ml 21% 1610Frakkland: Grænn. Piparmintulíkjör.Kryddlíkjör - VanillaR 05376 Joseph Cartron Vanille 500 ml 20% 1800FrakklandR 05599 Meukow VS Vanilla 700 ml 30% 3960FrakklandRjómalíkjörR 06599 Amarula Cream 1000 ml 17% 3210Suður-Afríka03017 Amarula Cream 700 ml 17% 2090Suður-Afríka: Rjómalíkjör. Kakó og ávaxtabragð.06224 Amarula Cream 350 ml 17% 1090Suður-Afríka: Rjómalíkjör. Kakó og ávaxtabragð.01024 Bailey’s 700 ml 17% 2080Írland: Viskírjómalíkjör. Kakóbragð.06986 Bailey’s 1000 ml 17% 2960Írland: Viskírjómalíkjör. Kakóbragð.R 08049 Brogans 700 ml 17% 1980Írland: Mjúkur og sætur.01021 Carolans Irish Cream 500 ml 17% 1390Írland: Viskírjómalíkjör. Kakóbragð.06229 Country Lane 700 ml 17% 1790Holland08284 Tia Lusso 700 ml 17% 2100Stóra Bretland: Ljósbrúnn. Sætur og mjúkur, með kaffikeim.08562 Wild African Cream 750 ml 17% 2220Suður-Afríka: Rjómabrúnt. Sætt með súkkulaðikeim.Rjómalíkjör - Karamellu07216 De Kuyper Butterscotch Caramel 500 ml 15% 1190Holland: Karamellulíkjör.07753 Dooley’s Toffee 700 ml 17% 1990Þýskaland: Rjómakaramellulíkjör.R 05374 Joseph Cartron Caramel 500 ml 18% 1640Frakkland07730 Teichenné Butterscotch Schnapps 700 ml 20% 1790Spánn: Smjörkaramellulíkjör.BITTER01118 Campari Bitter 1000 ml 21% 2990Ítalía: Frekar sætur og mjúkur, bragðmikill. Beiskt, kryddað bragð.01119 Campari Bitter 700 ml 21% 2190Ítalía: Frekar sætur og mjúkur, bragðmikill. Beiskt, kryddað bragð.R 06829 Fernet Branca 500 ml 40% 3090Ítalía01112 Gammel Dansk 700 ml 38% 3160Danmörk: Nokkuð bragðmikill, hálfþurr, með löngu eftirbragði. Ilmur af kryddiog grösum.01113 Gammel Dansk 350 ml 38% 1690Danmörk: Nokkuð bragðmikill, hálfþurr, með löngu eftirbragði. Ilmur af kryddiog grösum.01114 Gammel Dansk 1000 ml 38% 4430Danmörk: Nokkuð bragðmikill, hálfþurr, með löngu eftirbragði. Ilmur af kryddiog grösum.01109 Jagermeister 700 ml 35% 3100Þýskaland: Kryddbitter.01110 Jagermeister 350 ml 35% 1680Þýskaland: Kryddbitter.R 07256 Jagermeister 1000 ml 35% 4400Þýskaland: Dökkbrúnn. Sætur og mjúkur með krydduðum keim og beiskueftirbragði.08021 Martini Bitter 1000 ml 21% 2390Ítalía: Sætt, kröftugt og beiskt bragð, með löngu eftirbragði.R 01636 Swarte Magen 700 ml 32% 2720ÞýskalandÁFENGT GOS04688 Bacardi Breezer Lemon 275 ml 5% 290Bandaríkin04684 Bacardi Breezer Lime 275 ml 5% 290Bandaríkin: Létt, hálfsætt með limekeim.04686 Bacardi Breezer Orange 275 ml 5% 290Stóra Bretland04685 Bacardi Breezer Pineapple 275 ml 5% 290Bandaríkin: Léttur ananasdrykkur. Hálfsætt.05369 Bacardi Breezer Watermelon 275 ml 5% 290Stóra Bretland: Hálfsætt, ferskt með melónu og ávaxtakeim.R 09014 Campari Mixx 275 ml 5% 316ÍtalíaR 03309 Caribbean Kick Pineapple 275 ml 4% 199Stóra BretlandR 06990 Caribbean Twist Orange 275 ml 5,4% 279Stóra BretlandR 04633 Caribbean Twist Pina Colada 700 ml 5,4% 693Stóra Bretland08760 Caribbean Twist Pina Colada 275 ml 5,4% 279Stóra Bretland: Gráleitt. Sætt með kókosbragði.08761 Caribbean Twist Tropical Watermelon 275 ml 5,4% 279Stóra Bretland: Rauðbleikt. Sætt ávaxtabragð, blómlegt.R 08573 Cruiser Blueberry 275 ml 5% 289Stóra BretlandR 08571 Cruiser Guava 275 ml 5% 289Stóra BretlandR 08569 Cruiser Ice 275 ml 5% 289Stóra BretlandR 08572 Cruiser Strawberry 275 ml 5% 289Stóra BretlandR 06976 Dr.Thirsty’s Bali 275 ml 5% 237Stóra Bretland: Sætur ávaxtadrykkur.08160 Kulov Ice 275 ml 5,5% 224Stóra Bretland: Hálfsætt, með sítrónubragði.57


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 58BJÓRBLÖNDUR/ KRYDDROMM/ LÉTTVODKA / AÐRAR TEGUNDIRv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð08251 Passoa Diablo Cactus & Ginger 275 ml 5,4% 280Frakkland: Skær ljósrautt, létt, hálfsætt með ávaxtabragði.03633 Passoa Diablo Mandarin & Guarana 275 ml 5,4% 280Frakkland: Appelsínugult. Sætt ávaxtabragð.R 04632 Red Sqare White Ice 700 ml 5% 693Stóra BretlandR 08781 Red Square Cranberry 275 ml 5,% 279Stóra BretlandR 03307 Savanna Orange 275 ml 4% 199Stóra Bretland03714 Smirnoff Black Ice 275 ml 5% 290Stóra Bretland: Glært, ferskt hálfsætt með sítrónukeim.04445 Smirnoff Ice 275 ml 5% 290Stóra Bretland: Hálfsætt, ferskt með sítrónubragði.•R 03308 Verdi Spumante 187 ml 5% 178Ítalía09065 WKD Vodka Blue 275 ml 5% 294Stóra Bretland03880 WKD Vodka Ice 330 ml 5,5% 319Stóra Bretland: Hálfsætt, með sítrónukeim.03991 Woody’s Mexican Lime 275 ml 4% 270Írland08341 Woody’s Pink Grapefruit 275 ml 4% 270Írland08438 Woody’s Strawberry Lemon 275 ml 4% 270Stóra Bretland: Sætt með sítrónu- og jarðarberjabragði.R 06674 Z 275 ml 5% 237Stóra Bretland: Sætur með appelsínukeim.BJÓRBLÖNDURAÐRAR TEGUNDIR01211 Campari Soda 5x98 ml 490 ml 10% 810Ítalía: Frekar sætt bragð, meðalfylling, með beiskum kryddkeim.R 03565 Captain Morgan Parrot Bay 750 ml 24% 2290Púertó Ríkó: Sætt með kókosbragði.R 05495 Hot Irishman Superior Irish Coffee 700 ml 22% 3240Írland01175 Hot n’Sweet 700 ml 32% 3190Danmörk: Sætt, með lakkrís- og anísbragði.03972 Hot n’Sweet 500 ml 32% 2290Danmörk: Sætt með anísbragði.R 05335 Hpnotiq 375 ml 17% 1350FrakklandR 05336 Hpnotiq 750 ml 17% 2590Frakkland01154 Kveldúlfur 700 ml 27% 2580Ísland: Sætur, með sterku anís- og lakkrísbragði.R 04904 Mickey Finn’s Sour Apple & Moonshine 500 ml 15% 1660ÍrlandR 04869 Mickey Finn’s Sour Raspberry & Moonshine 500 ml 15% 1660ÍrlandR 04907 Mickey Finn’s Spiked Cranberry & Orange 500 ml 20% 1660ÍrlandR 04886 Mickey Finn’s Spiked Sour Pineapple & Moonshine 500 ml 20% 1660ÍrlandR 04518 Stroh „40“ 1000 ml 40% 4790AusturríkiR 03749 Ursus Roter 700 ml 21% 1660Holland: Sætt með berjabragði.R 06147 Znaps Black Jack 700 ml 25% 2310Svíþjóð04726 Froc Brazil 330 ml 5% 198Danmörk: Gráleitur. Sætur, með sítrónu og vanillukeim.04728 Froc Ice 330 ml 5,6% 198Danmörk: Gráleitur. Sætt, með kolsýru og sítrónukeim.KRYDDROMMR 03465 Admiral Nelson Spiced Rum 750 ml 35% 2830Bandaríkin01161 Captain Morgan Spiced Rum 750 ml 35% 3090Púertó Ríkó: Meðalfylling. Sætur keimur af vanillu og kryddi.01162 Captain Morgan Spiced Rum 375 ml 35% 1590Bandaríkin: Meðalfylling. Sætur keimur af vanillu og kryddi.04519 Captain Morgan Spiced Rum 1000 ml 35% 4040Púertó Ríkó: Brúngullið, með vanillu- romm og tunnukeim.LÉTTVODKA01151 Jöklakrap 700 ml 32% 2470Ísland: Milt bragð, með sætuvotti.01152 Jöklakrap 1000 ml 32% 3260Ísland: Milt bragð, með sætuvotti.58


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 59B J Ó Rv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðLAGERLjós04937 Amstel 330 ml 5% 155Holland: Meðalfylling, mjúkur með lítilli beiskju.01514 Amstel dós 500 ml 5% 198Holland: Meðalfylling, mjúkur með lítilli beiskju.•R 01523 Amsterdam Mariner dós 330 ml 4,7% 150Holland•R 06315 Amsterdam Mariner dós 500 ml 4,7% 184Holland: Ljósgullinn. Meðalfylling, með fínlegum korn ogávaxtakeim. Meðalbeiskja.R 04829 Asahi 330 ml 5% 221TékklandR 05333 Bavaria 330 ml 5% 148Holland06696 Bavaria dós 500 ml 5% 155Holland: Ljósgullinn. Meðalfylling, þétt og langt bragð. Lítil beiskja.03600 Beck’s 330 ml 5% 158Þýskaland: Frekar léttur, lítil beiskja.05049 Beck’s 500 ml 5% 220Þýskaland01545 Beck’s dós 330 ml 5% 147Þýskaland: Frekar léttur, lítil beiskja.01547 Beck’s dós 500 ml 5% 207Þýskaland: Frekar léttur, lítil beiskja.09015 Beck’s Gold 330 ml 4,9% 165Þýskaland: Gulur. Frekar léttur, mjúkur og ferskur.•R 06249 Bergedorf dós 500 ml 4,2% 154Þýskaland05048 Bitburger 330 ml 4,7% 160Þýskaland: Gulur. Bragðmikill, mjúkur, með nokkurri beiskju.R 05483 Bitburger 500 ml 4,7% 243Þýskaland: Gullinn. Frekar bragðmikill, nokkur beiskja.05047 Bitburger dós 500 ml 4,7% 210Þýskaland: Gulur. Ferskur með nokkuri beiskju.01434 Bud Ice dós 473 ml 5,5% 219Bandaríkin: Ljósgullinn. Meðalfylling mjúkur með sætum ávexti.Lítil beiskja.04858 Bud Ice 330 ml 5% 169Bandaríkin: Gulur, léttur og mildur.01433 Budweiser dós 473 ml 4,7% 189Bandaríkin: Léttur, ferskur með lítilli beiskju.03584 Budweiser Budvar 330 ml 5% 162Tékkland: Meðalfylling, nokkur beiskja.05541 Budweiser Budvar 500 ml 5% 215Tékkland: Ljósgult. Meðalfylling, ferskt, með léttumeikarkeim og frískum ávexti.07709 Budweiser Budvar dós 500 ml 5% 205Tékkland: Meðalfylling, nokkur beiskja.03598 Carlsberg 330 ml 4,6% 164Ísland: Frekar léttur og mjúkur.04875 Carlsberg 500 ml 4,6% 218Ísland: Léttur og frískur. Lítil beiskja.01543 Carlsberg dós 500 ml 4,5% 199Ísland: Frekar léttur og mjúkur.06952 Carlsberg dós 330 ml 4,5% 151Ísland: Frekar léttur og mjúkur.04951 Ceres Royal dós 330 ml 5,7% 139Danmörk: Gulur. Meðalfylling, mjúkur.07250 Ceres Royal dós 500 ml 5,7% 196Danmörk: Gullinn. Meðalfylling, mjúkur með nokkurri remmu.03625 Corona 330 ml 4,5% 170Mexíkó: Frekar léttur, lítil beiskja.03602 DAB 500 ml 5% 198Þýskaland: Tæp meðalfylling, lítil beiskja.01561 DAB dós 500 ml 5% 198Þýskaland: Tæp meðalfylling, lítil beiskja.08117 Egils Gull 330 ml 5% 155Ísland: Meðalfylling, nokkuð beiskur.01448 Egils Gull dós 500 ml 5% 194Ísland: Frekar léttur og frískur, nokkur beiskja.R 05606 Egils Pilsner 330 ml 4,5% 136Ísland09037 Egils Pilsner dós 500 ml 4,5% 153Ísland: Gulur. Léttur, ferskur með nokkurri beiskju.•R 05696 Egils Pilsner 500 ml 4,5% 161Ísland: Dökkgullinn. Frekar léttur, ferskur, með lítilli beiskju.R 05035 Estrella Damm 330 ml 5,4% 176Spánn: Frekar léttur, nokkur beiskja.R 05036 Estrella Damm dós 500 ml 5,4% 209Spánn04943 Faxe Premium 330 ml 5% 129Danmörk: Meðalfylling, maltkeimur, nokkuð beiskur.07898 Faxe Premium dós 500 ml 4,6% 159Danmörk08014 Faxe Premium dós 330 ml 4,6% 119Danmörk: Tæp meðalfylling, lítil beiskja.08533 Faxe Premium dós 1000 ml 5% 359Danmörk: Gullin, frekar léttur,ferskur með kryddkeim.03596 Foster’s 330 ml 4,5% 160Stóra Bretland: Léttur, lítil beiskja.01540 Foster’s dós 500 ml 4,5% 198Stóra Bretland: Léttur, nokkur beiskja.03593 Grolsch 330 ml 5% 169Holland: Fremur mildur með lítilli beiskju.01520 Grolsch dós 500 ml 4,5% 194Holland: Fremur mildur með lítilli beiskju.•R 05712 Grolsch dós 330 ml 5% 161Holland•R 03274 Grolsch kútur 5000 ml 5% 2290Holland03592 Heineken 330 ml 5% 170Holland: Meðalfylling, lítil beiskja.04944 Heineken 650 ml 5% 287Holland: Meðalfylling, lítil beiskja.01510 Heineken dós 500 ml 5% 219Holland: Meðalfylling, lítil beiskja.04950 Heineken dós 330 ml 5% 160Holland: Meðalfylling, nokkur beiskja.03601 Holsten 330 ml 5% 149Þýskaland: Léttur með lítilli beiskju.01554 Holsten dós 500 ml 5% 197Þýskaland: Tæp meðalfylling, lítil beiskja.R 04787 Holsten Premium 660 ml 5% 279Þýskaland03802 Holsten Premium kútur 5000 ml 5% 1950Þýskaland: Léttur og ferskur með lítilli beiskju.05052 Jever Pilsener dós 500 ml 4,9% 208Þýskaland: Gulur. Bragðmikill og beiskur.R 03647 Krombacher dós 500 ml 4,7% 215Þýskaland05501 Krombacher kútur 5000 ml 4,7% 2290Þýskaland: Meðalfylling, mjúkur, með léttri beiskju.R 04940 Krombacher Pils 500 ml 4,7% 230Þýskaland: Frekar léttur, lítil beiskja.07217 Kronenbourg dós 500 ml 4,5% 179Frakkland: Léttur og ferskur, lítil beiskja.08116 Kronenbourg 1664 330 ml 5% 179Frakkland: Meðalfylling, nokkuð beiskur.08143 Kronenbourg 1664 dós 500 ml 5% 210Frakkland: Gullinn. Meðalfylling með nokkurri beiskju.•R 05711 Krusovice Imperial 500 ml 5% 239TékklandR 05511 Krusovice Imperial dós 500 ml 5% 199Tékkland: Gulur. Meðalfylling með nokkurri beiskju.59


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 60B J Ó Rv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð•R 01468 Löwenbrau dós 500 ml 5% 199Þýskaland: Gullinn. Þéttur í munni. Meðalfylling, lítil beiskja.01471 Löwenbrau Original 330 ml 5% 149Þýskaland: Gulur. Meðalfylling, mjúkur, þéttur.05008 Löwenbrau Original dós 330 ml 5,% 139Þýskaland: Gulur. Frekar léttur með nokkurri mýkt. Lítil beiskja.02968 Miller Genuine Draft 330 ml 4,7% 159Bandaríkin: Ferskur, lítil beiskja.01504 Miller Genuine Draft dós 500 ml 4,7% 196Bandaríkin: Ferskur, lítil beiskja.R 05435 Primus 250 ml 5% 167Belgía: Gulur. Bragðmikill, mjúkur með ristuðum keim.R 05436 Primus dós 500 ml 5% 212Belgía: Gullinn. Meðalfylling, ferskur með sætum beiskjukeim.03606 Prins Kristian 330 ml 5% 159Danmörk: Gullinn. Meðalfylling, ferskur með humlakeim. Lítil beiskja.01529 San Miguel 1000 ml 4,5% 378Spánn: Gulur, feskur, léttur.05156 San Miguel dós 500 ml 4,5% 197Spánn: Gulur, ferskur, léttur.R 05050 Sapporo 330 ml 4,7% 184Japan04015 Spegils dós 500 ml 4,6% 166Ísland: Mjög léttur, lítil beiskja.01851 Stella Artois 330 ml 5,2% 194Belgía: Frekar létt bragð, nokkur beiskja.08036 Stella Artois 660 ml 5% 359Belgía: Meðalfylling. Nokkuð beiskur.05051 Thor Pilsner dós 330 ml 4,6% 109Danmörk: Gulur. Frekar léttur, lítil beiskja.05323 Thule 500 ml 5% 210Ísland: Léttur, lítil beiskja.05091 Thule 330 ml 5% 155Ísland: Gulur, frekar léttur, ferskur, lítil beiskja.01499 Thule dós 500 ml 5% 197Ísland: Léttur, lítil beiskja.R 04192 Tiger 640 ml 5% 324Singapúr05060 Tiger 330 ml 5% 184Singapúr: Gulur. Mildur og ferskur. Lítil beiskja.06640 Tiger dós 500 ml 5% 232Singapúr: Léttur og mildur, lítil beiskja.R 08554 Tsingtao 660 ml 4,5% 319Kína01441 Tuborg dós 500 ml 4,5% 169Ísland: Meðalfylling, lítil beiskja.04574 Tuborg Gold 330 ml 5,5% 165Danmörk: Meðalfylling, ferskur, humlaður með nokkurri beiskju.04573 Tuborg Gold dós 500 ml 5,5% 197Danmörk: Frekar léttur, létt humlabragð. Lítil beiskja.03585 Tuborg Grön 330 ml 4,5% 159Ísland: Léttur, lítil beiskja.07892 Tuborg Grön 500 ml 4,5% 198Ísland: Gulur. Meðalfylling, létt beiskja.01442 Tuborg Grön dós 330 ml 4,5% 151Ísland: Ljósgullinn. Meðalfylling, með fínlegum kornkeim. Lítil beiskja.03588 Víking 330 ml 5,6% 166Ísland: Frekar léttur, lítil beiskja.01484 Víking dós 500 ml 5,6% 216Ísland: Frekar léttur, lítil beiskja.01485 Víking dós 330 ml 5,6% 159Ísland: Frekar léttur, lítil beiskja.R 04028 Víking Lager 330 ml 4,6% 149Ísland01503 Víking Lager dós 500 ml 4,6% 166ÍslandR 08317 Warsteiner 500 ml 4,7% 255ÞýskalandR 08318 Warsteiner 330 ml 4,7% 163ÞýskalandR 06202 Warsteiner dós 500 ml 4,7% 241ÞýskalandR 08316 Warsteiner dós 330 ml 4,7% 154ÞýskalandR 05229 Zipfer Original dós 500 ml 5,4% 215Austurríki: Gulur, meðalfylling, létt maltaður.R 05230 Zipfer Original 330 ml 5,4% 178AusturríkiDökkur02033 Faxe Amber dós 500 ml 4,6% 169Danmörk: Gulbrúnn, meðalfylling, nokkur beiskja.01512 Heineken Special Dark 355 ml 5% 174Holland: Meðalfylling, þéttur og örlítið kryddaður.R 05480 Jever Dark 330 ml 4,9% 147ÞýskalandR 05512 Krusovice Cerné dós 500 ml 3,8% 179Tékkland: Dökkbrúnn. Bragðmikill, ristaður með möltuðumlakkrískeim.R 05513 Krusovice Cerné 330 ml 3,8% 148Tékkland: Dökkbrúnn. Bragðmikll, með lakkrískeim. Lítil beiskja.08142 Thor Classic dós 330 ml 4,6% 109Danmörk: Millidökkur. Nokkuð beiskur með maltkeim.Sterkur•R 07226 Amsterdam Navigator dós 500 ml 8,4% 350Holland: Bragðmikill og mjúkur.01597 Bear dós 330 ml 7,5% 212Danmörk: Léttur, mjúkur nokkur beiskja.03875 Bear dós 500 ml 7,5% 297Danmörk: Gullinn. Kröftugt, þéttur, hálfsætur. Meðalbeiskja.01461 Carlsberg Elephant dós 330 ml 7,2% 210Danmörk: Meðalfylling, mjúkur og nokkur beiskja.01445 Egils Sterkur dós 500 ml 6,2% 239Ísland: Höfugur og nokkuð beiskur.07953 Faxe 10% dós 500 ml 10% 399Danmörk: Þungur, lítil beiskja.07729 Faxe Extra Strong dós 1000 ml 10% 809Danmörk: Gulur. Bragðmikill, þéttur, nokkur remma.07902 Faxe Festbock dós 500 ml 7,7% 299Danmörk: Dökkur¸ bragðmikill og mjúkur.04842 Faxe Strong dós 500 ml 8,4% 339Danmörk: Gullinn. Kröftugur, beiskur, nokkur sæta.01556 Holsten Festbock dós 500 ml 7% 294Þýskaland: Brúnn, meðalfylling.08100 Holsten Maibock dós 500 ml 7% 280Þýskaland: Þungur, nokkur beiskja.02026 Víking Sterkur dós 500 ml 7% 269Ísland: Ljósgullinn. Þéttur, kröftugur, með lítilli beiskju.Léttur08821 Amstel Light 330 ml 3,5% 98Holland: Gullinn. Léttur, ferskur, nokkuð beiskur.09010 Budweiser 330 ml 4,4% 156Bandaríkin01530 Pilsner Urquell 330 ml 4,5% 160Tékkland: Gullinn. Þéttur og bragðmikill, með ristuðum maltkeim.Beiskur.01531 Pilsner Urquell dós 500 ml 4,5% 197Tékkland: Gullinn. Bragðmikill með ristuðum maltkeim. Beiskur.07960 Víking Lite dós 500 ml 4,5% 161Ísland: Mjög léttur, lítil beiskja.60


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 61B J Ó Rv.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verðÖLLAMBIKBelgískt03616 Chimay 330 ml 7% 331Dökkur. Bragðmikill og mjúkur, í meðallagi beiskur.R 07883 Chimay Tripel 330 ml 8% 329Bragðmikill og höfugur, nokkur beiskja.08114 Duvel 330 ml 8,5% 349Bragðmikill, þéttur, með nokkurri beiskju.06932 Leffe Blonde 330 ml 6,6% 269Meðalfylling með maltkeim. Mjúkur, hálfsætt bragð.03876 Leffe Brune 330 ml 6,5% 269Bragðmikill, mjúkur og höfugur.R 04790 Orval 330 ml 6,2% 32002539 Passendale 250 ml 6% 200Ljós. Meðalfylling, mjúkur, lítil beiskja.R 04789 Rodenbach 250 ml 5% 210R 04788 Westmalle Dubbel 330 ml 7% 311R 04792 St. Louis Gueuze 250 ml 4,5% 210BelgíaBLANDAÐUR BJÓR07711 Desperados 330 ml 5,9% 198Frakkland: Tekílablandaður bjór.R 05326 Two Dogs Lemon Brew 330 ml 4,5% 203Ástralía: Gráleitur. Sætur og ferskur, með léttum sítrónukeim.Breskt og írskt06794 Cains dós 1000 ml 5% 399Stóra Bretland: Meðalfylling nokkur beiskja með kandískeim.03790 Hobgoblin 500 ml 5,5% 352Stóra Bretland: Mjúkur, meðalfylling með brenndum keim.04942 Murphy’s Irish Red 330 ml 5% 170Írland: Ljósbrúnn, bragðmikill og nokkuð beiskur.03599 Newcastle Brown Ale 330 ml 4,7% 169Stóra Bretland: Bragðmikill, nokkuð beiskur.R 04721 Old Speckled Hen 500 ml 5,2% 311Stóra Bretland: Rauðgulur. Þéttur og mjúkur með ristuðummaltkeim.ÞýsktR 07246 Diebels dós 500 ml 4,7% 199Léttur, nokkur beiskja.R 07473 Diebels 330 ml 4,7% 15608104 Duckstein 500 ml 4,9% 256Meðalfylling, mjúkur, létt karamellubragð.Porter og Stát04000 Beamish Stout dós 500 ml 4,2% 198Írland: Dökkur með brenndum lakkrískeim, nokkur beiskja.07490 Ceres Stout 330 ml 7,7% 239Danmörk: Bragðmikill, mjúkur og beiskur.01565 Guinness Draught dós 330 ml 4,2% 189Írland: Mjög dökkur. Bragðmikill, með reyktum og krydduðum keim.HVEITIBJÓRR 04791 Blanche de Namur 250 ml 4,5% 193Belgía03613 Erdinger 500 ml 5,2% 294Þýskaland: Milt bragð, létt og ferskt, lítil beiskja. Getur verið gruggugur.03614 Erdinger Dunkel 500 ml 5,6% 304Þýskaland: Brúnn. Fremur létt bragð, með lítilli beiskju.06634 Hoegaarden White 330 ml 5% 208Belgía: Frekar léttur, ferskur. Skýjaður.R 05038 Löwen Weisse dós 500 ml 5,2% 250ÞýskalandR 05040 Löwen Weisse 500 ml 5,2% 256Þýskaland61


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 62VÖRUR Í STAFRÓFRÖÐAHér má finna vörur eftir stafrófsröð. Nánari upplýsingar er að finna í vöruskrá eftir uppgefnu blaðsíðutali.Vörunúmer er á hverri vöru til að einfalda leitina.12 - A Vnr. verð bls A Vnr. verð bls12 Ouzo 03129 3190 55 Alto Agrelo Cabernet Sauvignon 05232 1390 241865 Carmenére Reserva 05678 1580 27 Alto Agrelo Chardonnay 04322 1290 4035 South Cabernet Sauvignon 06174 3750 27 Altos de Tamaron 05081 1240 3635 South Cabernet Sauvignon 05686 1170 27 Altozano Crianza 04967 990 3635 South Merlot 05688 1170 27 Amanda 08828 1760 5635 South Shiraz 06173 3750 27 Amaretto Disaronno 01067 1990 5635 South Shiraz 05687 1170 27 Amarula Cream 06599 3210 57A de Fussigny VSOP Ebony Blend 07482 3890 52 Amarula Cream 03017 2090 57A Mano Primitivo 07307 1090 33 Amarula Cream 06224 1090 57Aalborg Akvavit Jubilæums 00840 3330 55 Amore Magico Brut 06893 1090 48Aalborg Akvavit Jubilæums 00841 1770 55 Amstel 04937 155 59Abbazia Asti 09008 880 49 Amstel 01514 198 59Abbazia Blu & Blu Moscato 09006 770 48 Amstel Light 08821 98 60Abbazia Lambrusco Rosso 09007 780 32 Amsterdam Mariner 01523 150 59Abbazia Malvasia Rose 09009 790 48 Amsterdam Mariner 06315 184 59Aberlour 10 ára 06102 3990 53 Amsterdam Navigator 07226 350 60Absolut 00901 2990 54 Angostura 1824 12 ára 04760 6650 54Absolut 04532 4290 54 Angostura 1919 8 ára 04761 4280 54Absolut Citron 00902 3190 55 Angostura 3 ára White Rum 04836 3060 54Absolut Citron 04530 4660 55 Angostura 5 ára Gold Rum 04838 3300 54Absolut Kurant 03165 3290 55 Angostura 5 ára Old Dark Rum 04837 3300 54Absolut Vanilia 05622 4660 55 Angove's Bear Crossing Cab.Sauv. Merlot 04409 1090 25Accademia del Sole Nero d'AvolaAngove's Chardonnay Bear Crossing 04391 1090 40Cabernet Sauvignon 04644 3990 33 Angove's Long Row Cabernet Sauvignon 03034 1150 25Admiral Nelson Spiced Rum 03465 2830 58 Angove's Long Row Chardonnay 03036 1090 40African Sky Cirrus 05632 1070 38 Angove's Long Row Shiraz 07851 1150 25African Sky Cumulus Chenin Blanc 05631 950 46 Angove's Sarnia Farm Padthaway Cab. Sauv. 07863 1390 25Alamos Cabernet Sauvignon 05093 1290 24 Angove's Stonegate Cabernet Siraz 07848 970 25Alamos Chardonnay 05094 1290 40 Antinori Chianti Classico Tenute Marche 07315 2390 34Alamos Malbec 05095 1290 24 Antinori Cipresseto 06501 990 48Alcamo Bianco 04768 1290 45 Antinori Orvieto Classico Campogrande 06503 990 45Aldridge Chardonnay 04103 990 40 Appleton Special 04737 3150 54Alizé 01184 1890 51 Appleton White 04736 3150 54Alizé Gold Passion 08658 655 51 Arabesque Chardonnay 09024 3290 44Alizé Red Passion 03930 1890 51 Arabesque Chardonnay 00356 990 44Alizé Red Passion 08660 655 51 Arabesque Merlot 04863 3290 31Allegrini Amarone 05382 4890 35 Arabesque Merlot 09025 1040 31Allegrini La Grola 07959 2240 34 Arabesque Syrah 05133 3290 31Allegrini La Poja 05383 5250 34 Arabesque Syrah 09026 990 31Allegrini Valpolicella Classico 07923 1350 35 Arbest Barbera d'Asti Superiore 05329 1990 33Allende 05611 2190 37 Archers 01074 2100 56Allende 05610 2140 46 Argento Cabernet Sauvignon 05357 1190 24Allora Primitivo 05414 1390 33 Argento Chardonnay 05356 1190 40Alta Vista Bonarda 05334 1360 24 Argento Malbec 05358 1190 24Alta Vista Malbec 05926 1450 24 Armoni Coteaux du Languedoc 05633 3580 31Altavilla della Corte 04773 1490 33 Ars Vitis Riesling 07836 1140 47Alteserre 05328 1990 45 Art de Vivre 05747 1500 3162


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 63BA-B Vnr. verð bls B Vnr. verð blsAsahi 04829 221 59 Barocco Rosso del Salento 05288 1190 33Astica Cabernet Sauvignon 05409 3490 24 Baron de Lestac 05437 1360 43AstroLabio Soave 06028 500 45 Baron de Lestac Bordeaux 05426 1320 29Atlas Cabernet Sauvignon 07797 950 35 Baron de Lestac Reserve 05425 1700 30B&G Muscadet de Serve et Maine 03208 1090 44 Baron de Ley Finca Monasterio 05252 2190 37B&G Sancerre 03210 1770 44 Baron de Ley Gran Reserva 05253 2090 37Babich Riesling 06205 1350 45 Baron de Ley Reserva 05254 1490 37Babich Sauvignon Blanc 08744 1470 45 Baron de Ona Reserva 02347 1800 37Babich Semillon Chardonnay 08742 1090 45 Baron de Sigognac Armagnac 1939 05730 18990 52Bacardi Black 00974 3170 54 Baron de Sigognac Armagnac 1944 05729 13990 52Bacardi Breezer Lemon 04688 290 57 Baron de Sigognac Bas Armagnac VSOP 06296 3990 52Bacardi Breezer Lime 04684 290 57 Baron de Sigognac Bas-Armagnac 1949 05723 12990 52Bacardi Breezer Orange 04686 290 57 Baron de Sigognac Bas-Armagnac 1959 05727 8990 52Bacardi Breezer Pineapple 04685 290 57 Baron de Sigognac Bas-Armagnac 1964 05726 10990 52Bacardi Breezer Watermelon 05369 290 57 Baron de Sigognac Bas-Armagnac 1974 05724 5990 52Bacardi Carta Blanca 00969 3090 54 Baron Georges 05705 1290 29Bacardi Carta Blanca 00970 1590 54 Baron Philippe de RothschildBacardi Limón 04250 3070 55 Carmenere Reserva 05349 1390 27Bacardi Limón 06996 1580 55 Baron Philippe de RothschildBacardi Oro 00973 3190 54 Reserva Chardonnay 05353 1340 41Bach Cabernet Sauvignon 02998 1090 37 Baron Philippe de Rothschild Syrah 04852 1150 31Bach Merlot 05973 1090 37 Baron Philippe Le Cadet Sauvignon Blanc 03238 1090 44Bach Vino de Mesa 05438 3450 36 Baron Philippe Merlot 02555 990 31Badiola 04735 1390 34 Barón de Lajoyosa Gran Reserva 08459 1490 36Bagueri Cabernet Sauvignon 05395 1730 35 Barramundi Cabernet Merlot 08471 3390 25Bagueri Chardonnay 05396 1690 46 Barramundi Semillon Chardonnay 07712 3290 40Bagueri Contesse 05398 3280 48 Barton & Guestier 1725 07074 1220 29Bagueri Merlot 05394 1690 35 Barton & Guestier 1725 Reserve 07075 1290 43Bagueri Sauvignon 05397 1690 46 Barton & Guestier Cabernet Sauvignon 04359 990 31Bailey's 01024 2080 57 Barton & Guestier Chardonnay 05644 990 44Bailey's 06986 2960 57 Barton & Guestier Vouvray 03211 1290 44Balbi Malbec Shiraz 07347 1090 24 Bava Moscato d'Asti 05467 1110 45Balbi Soprani Barbaresco 05114 2300 33 Bavaria 05333 148 59Balbi Soprani Barbera d'Asti 05113 1430 33 Bavaria 06696 155 59Balbi Soprani Gavi 05112 1300 45 Beamish Stout 04000 198 61Balbi Soprani La Baudria Barbera d'Asti 05111 1810 33 Bear 01597 212 60Balbi Soprani Nebbiolo d'Alba 05110 1630 33 Bear 03875 297 60Ballantine's 12 ára 00748 3990 53 Beau Rivage 00026 1090 29Ballantine's 12 ára 00749 2190 53 Beau Rivage 00250 590 43Ballantines Finest 05170 4690 53 Beau Rivage 00249 980 43Ballantine's Finest 00745 3290 53 Beautiful Fruit Fragola 04195 224 51Ballantine's Finest 00746 1790 53 Beautiful Fruit Frutti di Bosco 07160 940 51Ballantine's Pure Malt 12 ára 07500 4850 53 Beautiful Fruit Frutti di Bosco 04194 249 51Balvenie 12 ára Doublewood 07004 5750 53 Beautiful Fruit Pesca 04202 224 51Balvenie Founders Reserve 10 ára 01692 5590 53 Beautiful Fruit Sangria 04259 249 51Banfi Centine 08013 1290 34 Becherovka 07610 2320 56Banfi Chianti 05073 1290 34 Beck's 03600 158 59Banfi Chianti Classico 05074 1480 34 Beck's 05049 220 59Banfi Chianti Classico Riserva 05075 1690 34 Beck's 01545 147 59Banfi Col di Sasso 02506 1190 34 Beck's 01547 207 59Banfi Fumaio 05065 1190 45 Beck's Gold 09015 165 59Banfi Le Rime Chardonnay & Pinot Grigo 02510 1190 45 Beefeater 00929 1590 55Barceló 08175 1190 36 Beefeater 00930 2990 5563


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 64BB Vnr. verð bls B Vnr. verð blsBeefeater 04027 4190 55Beefeater 04527 2290 55Bell's 00741 3220 53Bell's 04779 2510 53Berentzen Apfel Korn 01147 1990 56Berentzen Apfel Korn 08696 2690 56Berentzen Peach Schnapps 01148 1990 56Bergedorf 06249 154 59Beringer Merlot 07006 1490 26Beringer Napa Valley Cabernet Sauvignon 00153 1990 27Beringer Napa Valley Chardonnay 00384 1690 41Beringer Napa Valley Fume Blanc 01783 1440 41Beringer Sauvignon Blanc 00419 1290 41Beringer Zinfandel 01777 1590 26Beronia Crianza 07731 1090 37Beronia Gran Reserva 00144 1990 37Beronia Reserva 00148 1390 37Bianco Fragola 06052 940 51Bichot Saint-Emilion 00006 1400 30Bigi Orvieto Classico 03311 990 45Bismarck Vodka 03859 4300 54Bitburger 05048 160 59Bitburger 05483 243 59Bitburger 05047 210 59Black Bottle 05379 3350 53Black Bottle 10 ára 05380 4100 53Black Bush 02101 3490 54Black Opal Cabernet Merlot 02064 1190 25Black Opal Chardonnay 07899 1190 40Black Tower Rivaner 00337 890 47Blanche de Namur 04791 193 61Blossom Hill 00194 1090 26Blossom Hill 00386 1090 41Blue Nun 06321 890 47Bodegas Alberto Gutierrez 03030 4890 46Bodegas Hijos de Alberto Gutierrez 03041 4890 36Boglári Barrique Cabernet Sauvignon 06119 1630 39Bokma Frische 00957 4390 55Boland Kelder Cabernet Sauvignon 05563 1450 38Boland Kelder Chardonnay 05566 1320 46Boland Kelder Merlot 05561 1450 38Boland Kelder Pinotage 04581 1450 38Boland Kelder Pinotage Cinsaut 05562 1450 38Boland Kelder Sauvignon Blanc 05565 1320 46Boland Kelder Shiraz 05564 1450 38Bolla Pinot Grigio 02207 1090 44Bolla Sangiovese di Romagna 03194 1190 32Bolla Valpolicella Classico Le Poiane 02220 1490 35Bollinger Brut Special Cuvee 00528 3390 48Bollinger Grande Année 01749 5890 48Bollinger RD Extra Brut 01748 6990 48Bollinger Special Cuvee Brut 02744 1890 48Bols Amaretto 02332 1880 56Bols Apricot Brandy 05600 1590 56Bols Blue Curacao 01055 1690 56Bols Creme de Bananes 01043 1770 56Bols Creme de Cassis 08105 1770 56Bols Peppermint - hvítur 05719 1640 57Bols Peppermint grænn 04724 1590 57Bols Pisang Ambon 01056 1840 56Bols Strawberry 04901 1680 56Bols Zeer Oude Genever 02037 3990 55Bombay Sapphire 00945 3590 55Bombay Sapphire 07504 5690 55Bon Courage Cabernet Sauvignon 08859 1190 38Bon Courage Cabernet Sauvignon Shiraz 07756 1090 38Bon Courage Chardonnay 07799 1090 46Bon Courage Sauvignon Blanc 07757 1090 46Bon Courage Shiraz 08860 1190 38Boomerang Bay Cabernet Shiraz 04732 990 25Boomerang Bay Colombard Chardonnay 04739 990 40Boru 06748 2850 54Borzoi 00893 2040 54Bosca Asti 03306 750 49Boscaini Valpolicella Classico San Ciriaco 03181 1290 35Bouchard Aine BourgogneChardonnay Vendangeurs 06327 1290 43Bouchard Aine Cuvee Signature 04389 1460 30Bouchard Aine Pouilly-Fuissé 00265 1790 43Bouchard Aine Saint-Veran 05256 1490 43Boulard Calvados Grand Solage 01141 3790 53Boulard Calvados Millesimé 07218 8840 53Boulard Calvados XO 02318 5880 53Boulard Calvados XO 03381 3990 53Boulard Grande Fine Calvados 05721 2990 53Bowmore 12 ára Malt 01972 4380 53Bowmore Legend Malt 02722 3940 53Brennivín 00829 3010 55Brennivín 06569 2000 55Brennivín 00831 2140 55Brennivín 00830 4170 55Brogans 08049 1980 57Brolio Chianti Classico 07236 880 34Brolio Chianti Classico 00172 1790 34Brown Brothers Everton 07548 1360 26Brujelo Marzemino 04638 880 48Brundlmayer Ried Kaferberg Gruner Veltliner 05417 2760 40Brusa Lambrusco Secco 05789 840 32Bud Ice 01434 219 59Bud Ice 04858 169 59Budweiser 01433 189 59Budweiser 09010 156 60Budweiser Budvar 03584 162 59Budweiser Budvar 05541 215 59Budweiser Budvar 07709 205 59Bunnahabhain 12 ára 00762 4880 5364


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 65B- CB-C Vnr. verð bls C Vnr. verð blsBurti Beautiful Fruit Sangria 07161 940 51Burti La Rose Célébration Dolce 07165 970 48Burti Marmo Vino Spumante Brut 07424 1320 48Burti Radica Vino Spumante Dolce 07423 1210 48Ca' Rubiano Collezione Novecento Bianco Brut 04005 1170 48Cafe de Paris Blancs de Fruits Fruits des Bois 01192 890 51Cains 06794 399 61Caliterra Chardonnay 02629 1190 41Caliterra Merlot 04283 1090 27Calvet Reserve 04384 1190 29Calvet Reserve 05849 1090 43Calvet XF 05351 1090 30Calvet XF 05352 1090 43Camelot 04772 3590 33Campagnola Soave Classico 05293 1190 45Campanile Pinot Grigio 03958 1190 44Campari Bitter 01118 2990 57Campari Bitter 01119 2190 57Campari Mixx 09014 316 57Campari Soda 5x98 ml 01211 810 58Campillo Gran Reserva Especial 04180 3190 37Campillo Reserva Especial 04181 2880 37Campo Burgo Crianza 03985 1390 37Campo Viejo Gran Reserva 07624 1690 37Campo Viejo Reserva 00135 1350 37Camus Napoleon 02097 6390 52Camus VS 00662 3690 52Camus VS 00663 1990 52Camus VS 00664 2740 52Camus VSOP 00659 4490 52Camus VSOP 00660 2290 52Camus VSOP 07644 3150 52Camus XO 00657 8490 52Canaletto Montepulciano 05150 1190 32Canaletto Pinot Grigio Garganega 05148 1190 45Canaletto Primitivo 05149 1240 33Canepa Cabernet Sauvignon 04091 990 27Canepa Private Reserve Cabernet Sauvignon 00154 1490 27Canepa Private Reserve Chardonnay 00385 1290 41Canepa Private Reserve Merlot 03322 1490 27Canepa Sauvignon Blanc 04084 990 41Canti Asti 05359 990 49Canti Chardonnay Pinot Grigio 04819 1240 45Canti Cuvée Bianco 05355 1090 44Canti Cuvée Rosso 05354 1090 32Canti Merlot Sangiovese 04818 1290 33Cap Royal Bordeaux 04173 1290 43Cap Royal Bordeaux Supérieur 04191 1290 30Capsula Viola 05273 990 45Captain Morgan Black Label 00981 3390 54Captain Morgan Parrot Bay 03565 2290 58Captain Morgan Spiced Rum 01161 3090 58Captain Morgan Spiced Rum 01162 1590 58Captain Morgan Spiced Rum 04519 4040 58Caribbean Kick Pineapple 03309 199 57Caribbean Twist Orange 06990 279 57Caribbean Twist Pina Colada 04633 693 57Caribbean Twist Pina Colada 08760 279 57Caribbean Twist Tropical Watermelon 08761 279 57Carl Reh Pinot Grigio 04287 890 47Carlo Rossi California Red 07876 1590 26Carlo Rossi California Red 07939 890 26Carlo Rossi California Rose 06707 1350 48Carlo Rossi California Rose 06706 770 48Carlo Rossi California White 06708 1590 41Carlo Rossi California White 07940 890 41Carlos I 03160 3900 52Carlsberg 03598 164 59Carlsberg 04875 218 59Carlsberg 01543 199 59Carlsberg 06952 151 59Carlsberg Elephant 01461 210 60Carmen Cabernet Sauvignon 06342 1090 27Carmen Cabernet Sauvignon Reserve 06343 1490 27Carmen Carmenere 08823 1090 28Carmen Chardonnay 06344 1090 41Carmen Merlot 06346 1090 28Carmen Merlot Reserve 06347 1490 28Carmen Reserve Carmenere-Cabernet 04859 1490 28Carmen Reserve Syrah 06227 1590 28Carmen Reserve Syrah Cabernet Sauvignon 07720 1490 28Carmen Sauvignon Blanc 08478 1090 41Carolans Irish Cream 01021 1390 57Carta Vieja Cabernet Sauvignon 08810 990 28Carta Vieja Chardonnay 08811 990 41Carta Vieja Merlot 04747 990 28Carta Vieja Sauvignon Blanc 05371 990 41Cartron Creme de Cassis de Bourgogne 02433 1240 56Casa de La Ermita 05121 1590 37Casa Girelli Virtuoso Chardonnay 05152 1590 45Casa Girelli Virtuoso Syrah 05153 1590 33Casa Lapastolle Cabernet Sauvignon 04665 1330 28Casa Lapostolle Cabernet SauvignonCuvee Alexandre 08255 1890 28Casa Lapostolle Chardonnay 05107 1370 41Casa Lapostolle Merlot 04674 1330 28Casa Lapostolle Merlot Cuvee Alexandre 04672 1990 28Casa Madero Cabernet Sauvignon 06348 1490 35Casal di Serra Verdicchio dei Castelli di Jesi 04661 1350 44Casal Garcia Vinho Verde 08624 1040 46Casillero del Diablo Cabernet Sauv. 06997 1250 28Casillero del Diablo Cabernet Sauvignon 07268 690 28Casillero del Diablo Chardonnay 05021 593 41Casillero del Diablo Merlot 05938 1250 28Casona Cabernet Sauvignon 05179 3490 28Casoni Sambuca 1814 04885 3100 5765


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 66CC Vnr. verð bls C Vnr. verð blsCastano Monastrell 09020 1090 37 Chateau Cadillac-Branda 06468 1290 30Castel Sole Rosso Piceno 05289 1190 33 Chateau Cantemerle 06356 2990 30Castell de Vilarnau Brut Rosado 06943 1040 49 Chateau Cantenac Brown 03411 3780 30Castell de Vilarnau Demi-Sec 00527 990 49 Chateau Combrillac 05143 2030 29Castell del Remei Gotim Bru 04660 1390 36 Chateau Coucheroy 00046 1390 30Castello Banfi Brunello di Montalcino 05442 1640 34 Chateau de Barbe Blanche 04079 1590 30Castello Banfi Colvecchio Syrah 02504 1980 34 Chateau de Cléray Muscadet SevreCastello Banfi Cum Laude 05066 1840 34 et Maine sur Lie 00276 1260 44Castello Banfi Florus 05041 1690 45 Chateau de Rions 00033 1180 30Castello Banfi Fontanelle Chardonnay 02123 1690 45 Chateau de Rions 00247 1180 43Castello Banfi Mandrielle 05072 1830 34 Chateau de Rions Special Reserve 07599 1580 30Castello Banfi Poggio alle Mura 05067 3190 34 Chateau de Rochemorin 02391 1790 30Castello Banfi Rosso di Montalcino 05068 1790 34 Chateau de Rochemorin 05848 1390 43Castello Banfi Serena 05064 1690 45 Chateau de Sancerre 06359 1650 44Castello Banfi Summus 02536 3750 34 Chateau de Seguin 06358 1350 30Castello Banfi Tavernelle 05071 1890 34 Chateau Dereszla Tokaji Aszu 5 Puttonyos 07801 2070 47Castello di Fonterutoli Chianti Classico 04733 2950 34 Chateau du Cartillon 03835 1920 30Castillo de Almansa Reserva 07842 990 36 Chateau du Pin 06191 990 30Castillo de Molina Carmenere Reserva 05680 1370 28 Chateau Grand Monteil 08495 1280 30Castillo de Molina Merlot Reserva 03251 1300 28 Chateau Haut-Baillan 03834 1550 30Castillo de Molina Reserva Cab. Sauvignon 05939 1300 28 Chateau Haut-Bergeron 06015 3310 43Castillo de Molina Reserva Chardonnay 03248 1230 41 Chateau Haut-Brisson 07283 3240 30Castillo de Molina Sauvignon Blanc Fume 03249 1200 41 Chateau Haut-Theulet 05147 2340 43Castillo del Rio 03980 1390 36 Chateau Jarr 04794 1420 43Castillo Montroy Valencia Reserva 07841 890 38 Chateau Jonqueyres 05947 1560 30Castillo Rioja 08197 1290 37 Chateau Lanessan 04702 2130 30Catena Cabernet Sauvignon 05088 1590 24 Chateau Laval Costieres de Nimes 07847 890 31Catena Cardonnay 05089 1590 40 Chateau Les Barthes 05141 1230 29Catena Malbec 05087 1590 24 Chateau Les Hauts de Pontet 04693 2420 30Cavalier de France 00091 840 29 Chateau Moulin Eyquem 04699 1260 30Cavalier Royal 00074 890 29 Chateau Pichon 07207 1440 30Cellier des Dauphins Cotes du Rhone 05163 3990 32 Chateau Plagnac 04388 1990 30Cellier des Dauphins Cotes du Rhone 05158 1190 32 Chateau Reynella Shiraz 07081 2670 25Cellier des Dauphins Cotes du Rhone 05161 440 32 Chateau Saint Nicolas Cotes du Roussillon 03586 890 31Cellier des Dauphins Cotes du Rhone 05159 440 44 Chateau St. Jean Cinq Cépages Cab.Sauv. 05486 5990 27Cellier des Dauphins Cotes du Rhone 05162 1190 44 Chateau St. Jean Merlot 05509 2450 27Cellier Yvecourt 04657 990 30 Chateau Ste. Michelle Merlot 02795 1840 27Cellier Yvecourt Bordeaux 05573 3490 30 Chateau Ste. Michelle Sauvignon Blanc 05441 1490 41Cent'Are Inzolia Chardonnay 05318 790 45 Chateau Ste. Michelle Syrah 05132 1540 27Cent'Are Inzolia-Chardonnay 08936 1390 45 Chimay 03616 331 61Cent'Are Nero d'Avola 05319 790 33 Chimay Tripel 07883 329 61Cent'Are Nero d'Avola 08933 1390 33 Chivas Regal 12 ára 00770 3990 53Ceres Royal 04951 139 59 Chivas Regal 12 ára 02258 5550 53Ceres Royal 07250 196 59 Chivas Regal 12 ára 08844 2950 53Ceres Stout 07490 239 61 Chivas Regal 18 ára 05104 5980 53Chateau Anniche 03528 590 30 Churchill London Dry Gin 05340 2960 55Chateau Anniche 02828 1050 43 Cielo Chardonnay 08746 990 44Chateau Anniche Premieres CotesCielo Merlot 04640 1980 32du Bordeaux 02839 1050 30 Cielo Merlot 08747 950 32Chateau Beau Site 02231 2390 30 Cielo Pinot Bianco 04639 1980 44Chateau Bellevue Pineau des Charentes Blanc 07026 1790 51 Cielo Pinot Bianco Chardonnay Frizzante 05070 890 44Chateau Bonnet 06910 1190 30 Cielo Pinot Rosa Frizzante 04642 990 48Chateau Bonnet 00257 1190 43 Cielo Primitivo 04641 1270 3366


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 67C - DC Vnr. verð bls C - D Vnr. verð blsCinzano Asti 08674 990 49 Cortel Napoleon VSOP 00712 2950 52Cinzano Asti 08683 338 49 Coto de Imaz Gran Reserva 05802 1850 37Cinzano Limetto 08686 1770 51 Coto de Imaz Reserva 05978 1390 37Cinzano Orancio 08685 1770 51 Country Lane 06229 1790 57Cinzano Prosecco 08689 1190 48 Courvoisier Napoleon 01907 6900 52Cinzano Rosso 00634 1770 51 Courvoisier VSOP Exclusif 03357 4390 52Citra Montepulciano d'Abruzzo 04402 1090 32 Cristalino Brut 05478 1180 48Clay Station Shiraz 05545 1690 26 Croft Fine White 08034 2850 50Clay Station Viognier 05546 1690 41 Croft Pale Cream 00591 1890 50Cles des Ducs Napoleon 02278 4820 52 Cruiser Blueberry 08573 289 57Clos de L'Oratoire des Papes 04810 2490 32 Cruiser Guava 08571 289 57Clos du Bois Chardonnay 08118 1490 41 Cruiser Ice 08569 289 57Clos Torribas Blanc de Blancs 07724 760 46 Cruiser Strawberry 08572 289 57Cloudy Bay Sauvignon Blanc 08776 1990 45 Cruz Tawny 03077 2190 50Cockburn's Special Reserve 00550 2190 50 Cumera Sangiovese 03792 3330 33Codorniu Clasico Semi-Seco 00514 990 49 Curatolo Sicilia 08901 1090 33Codorniu Cuvee Raventos Brut 02991 1290 49 Cutler Creek Shiraz Cabernet 05701 1090 26Cointreau 01007 2690 56 Cuvée Carl Cru Exceptionnel 09013 2490 30Cointreau 04894 5110 56 Cypress Cabernet Sauvignon 07587 1290 27Colli Euganei Bianco 08664 1890 45 Cypress Chardonnay 07234 1390 41Colli Euganei Merlot 08665 1890 34 Cypress Merlot 03619 1390 26Collioure Pordavall 05758 1390 48 Cypress White Zinfandel 08723 990 48Columbia Crest Cabernet Sauvignon 02788 1790 27 D.O.M. Bénédictine 00993 2490 56Columbia Crest Estate Merlot 02792 1990 27 DAB 03602 198 59Columbia Crest Grand Estates Syrah 05086 1640 27 DAB 01561 198 59Columbia Crest Merlot 02789 1790 27 Danzante Sangiovese delle Marche 07972 1150 33Concha y Toro Amelia Chardonnay 04481 2250 42 De Bortoli Deen Petit Verdot 04750 1460 25Concha y Toro Casillero del Diablo Chardonnay 05996 1250 42 De Bortoli Deen Vat 1 Durif 06778 1460 25Concha y Toro Frontera Cabernet Sauvignon 04105 3490 28 De Bortoli Deen Vat 7 Chardonnay 06784 1490 40Concha y Toro Frontera Chardonnay 05875 3390 42 De Bortoli Deen Vat 8 Shiraz 06781 1460 25Concha y Toro Sunrise Cabernet Sauvignon 02994 990 28 De Bortoli Deen Vat 9 Cabernet Sauvignon 06779 1390 25Concha y Toro Sunrise Cabernet Sauvignon 08315 296 28 De Bortoli Emeri Sparkling Durif 04751 1450 48Concha y Toro Sunrise Chardonnay 06987 990 42 De Kuyper Apple Schnapps 03023 1890 56Concha y Toro Sunrise Chardonnay 08310 296 42 De Kuyper Butterscotch Caramel 07216 1190 57Concha y Toro Sunrise Merlot 07001 990 28 De Kuyper Creme de Cassis 03899 1190 56Concilio Chardonnay 04469 1150 45 De Kuyper Jonge 04815 2690 55Concilio Merlot 04408 1150 34 De Kuyper Peachtree 01061 1990 56Condado de Haza Crianza 07970 1690 36 De Martino Cabernet Sauvignon 08983 1230 28Condado de Oriza 05549 1440 36 De Martino Cabernet SauvignonConde de Caralt 07885 690 36 Reserva de Familia 08986 2760 28Conde de Valdemar Reserva 07113 1470 37 De Martino Carmenere 08982 1260 28Conde de Valdimar Crianza 08258 1290 37 De Martino Carmenere Reserva de Familia 08987 2800 28Condesa de Leganza Crianza 08878 1090 36 De Martino Chardonnay Prima Reserva 08978 1350 42Condesa de Leganza Reserva 08877 1290 36 De Martino Chardonnay Reserva de Familia 08976 2680 42Condesa de Leganza Viura 08879 990 46 De Martino Malbec Prima Reserva 08985 1460 28Condestable Reserva 05593 990 37 De Martino Merlot Prima Reserva 08984 1450 28Cono Sur Cabernet Sauvignon 04286 990 28 De Martino Sauvignon Blanc 08977 1230 42Coppola Bianco 07056 1790 41 De Martino Viognier 08981 1400 42Coppola Rosso 07060 1790 26 De Muller Cabernet Sauvignon 05974 1340 36Corona 03625 170 59 Deinhard Green Label Riesling 03056 790 47Corte Agnella Corvina 05291 1490 34 Deinhard Pinot Gris 03059 950 47Corte Giara Chardonnay 04730 1250 44 Deinhard Riesling 03058 990 47Corte Giara Valpolicella Pagus 04729 1250 35 Delicato Chardonnay 06399 1290 4167


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 68D - ED Vnr. verð blsDelicato Merlot 06400 1290 26Delicato Shiraz 06401 1290 26Delicato White Zinfandel 06402 990 48Della Casa Bianco 03395 1190 44Della Casa Rosso 03396 1190 32Desperados 07711 198 61Diebels 07246 199 61Diebels 07473 156 61Diego de Almagro Crianza 05552 1140 36Diego de Almagro Gran Reserva 05554 1690 36Diego de Almagro Reserva 05553 1460 36Dietrich Gewurztraminer Reserve 08147 1290 42Dietrich Riesling Reserve 03038 990 42Dietrich Tokay Pinot Gris Reserve 07844 1290 42Dievole Broccato 05517 2970 34Dievole Chianti Classico 05519 2180 34Dievole Novecento Riserva 05521 2970 34Dievole Rinascimento 05518 1580 34Dievole Rosato Toscano Sangiovese 05635 1680 48Dillon Gin 00943 3990 55Dino Torti Castelrotto Bonarda 02872 1290 32Dobbe The Count XO 06065 7260 52Dobbé Orange Liquor 04755 4150 56Domaine Boyar Merlot 08913 980 27Domaine de Barbarossa 04797 1500 31Domaine de Barbarossa 04796 1500 48Domaine de Cheval Blanc 03832 1300 30Domaine de Coulée Chardonnay 04793 1450 44Domaine Laroche Chablis Grand Cru Blanchots 03162 4490 43Domaine Laroche Chablis Saint-MartinVieilles Vig. 02337 1790 43Domaine Sainte Agathe 04795 1320 31Don Jacobo Crianza 04115 1190 37Dona Carmen Sangria 07171 1360 51Dona Paula Chardonnay 05079 1440 40Dona Paula Malbec 05080 1480 24Donnafugata Anthilia 05106 1350 45Donnafugata Sedara 05105 1390 33DonQ Grand Anejo 04763 5450 54Dooley's Toffee 07753 1990 57Dopff & Irion Gewurztraminer 00284 880 42Dopff & Irion Gewurztraminer 06196 1550 42Dopff & Irion Gewurztraminer Les Sorcieres 02338 2190 42Dopff & Irion Poire Williams 03566 4490 53Dopff & Irion Riesling Vendange Tardive 02323 2390 42Dr. Loosen Riesling 03872 890 47Dr. Loosen Wehlener SonnenuhrRiesling Kabinett 03435 1350 47Dr.Thirsty's Bali 06976 237 57Drambuie 01018 2590 57Drappier Brut 05337 1610 48Drink & Eat Naut 04107 2290 31Drostdy Hof Cape Red 08769 990 38D - E Vnr. verð blsDrostdy-Hof Cabernet Sauvignon 06414 1090 38Drostdy-Hof Cape Red 04861 3440 38Drostdy-Hof Cape Red 07762 320 38Drostdy-Hof Chardonnay 06415 990 46Drostdy-Hof Merlot 06416 1090 38Drostdy-Hof Sauvignon Blanc 06418 990 46Drostdy-Hof Steen 04860 3190 46Drostdy-Hof Steen 07763 292 46Dry Sack Medium Dry 08044 1490 50Dubonnet Rouge 08911 2090 51Duca di Castelmonte Cabernet Sauvignon 08935 1590 33Duca di Castelmonte Gorgo Tondo 05316 1590 33Duca di Castelmonte Syrah 05317 1590 33Duckstein 08104 256 61Duque de Viseu 03146 1390 35Duvel 08114 349 61E. Guigal Crozes-Hermitage 05251 1990 32E. Guigal Gigondas 05250 2390 32Edonia Ruby Cabernet 05988 1370 38Egils Gull 08117 155 59Egils Gull 01448 194 59Egils Pilsner 05606 136 59Egils Pilsner 09037 153 59Egils Pilsner 05696 161 59Egils Sterkur 01445 239 60El Coto 06032 890 46El Coto Crianza 05977 1090 37El Dorado 5 ára 05429 5380 54El Dorado Dark 05430 3180 54El Dorado Gold 05432 3510 54El Dorado White 05431 3180 54Eldurís 00863 3990 54Eldurís 06580 2880 54Eldurís 07485 2220 54Eldurís 00862 2990 54Eldurís Citrus 00825 3990 56Ellerer Engelströpfchen 00311 890 47Era Nero d'Avola 08971 1090 33Erdinger 03613 294 61Erdinger Dunkel 03614 304 61Ernest & Julio Gallo Coastal Vineyards Cab. S. 04242 1590 27Ernest & Julio Gallo Coastal VineyardsChardonnay 04535 1590 41Ernest & Julio Gallo Colombard 03569 960 41Ernest & Julio Gallo Ruby Cabernet 00125 990 26Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Cab. Sauv. 05238 3490 26Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Cab. Sauv. 05932 1090 26Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Chardonnay 05239 3590 41Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Chardonnay 01894 1090 41Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Chenin Blanc 04533 990 41Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Zinfandel 07924 1090 26Ernest & Julio Gallo Sonoma Cab, Sauvignon 02453 1590 27Ernest & Julio Gallo Sonoma County Chardonnay02454 1590 4168


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 69E - FE - F Vnr. verð bls F Vnr. verð blsErnest & Julio Gallo Sonoma County Merlot 04231 1690 27Espiga 05228 3490 35Esprit de Gaubert Duo Rouge 05240 3190 31Estrella Damm 05035 176 59Estrella Damm 05036 209 59Etchart Rio de Plata Chardonnay 07244 1190 40Etchart Rio de Plata Malbec 07348 1090 24Eximius 05233 2390 35Eximius 05234 990 35Fairview Sauvignon Blanc 05000 1250 46Falesco Montiano 04767 3290 32Falesco Vitiano 04774 1390 34Familia Lucchese Nero d'Avola Cab. Sau. 03964 1090 33Familia Morella Puglia Sangiovese& Negroamaro 08002 1090 33Familia Simonetti Syrah 04261 1190 39Fantasy Riesling 07573 740 47Fassati Salarco Riserva 04412 2640 34Fat Bastard Chardonnay 05279 1190 44Fat Bastard Syrah 05278 1190 31Faustino I Gran Reserva 00122 1990 37Faustino I Gran Reserva 1982 02227 4190 37Faustino Martinez Semi-Seco 08043 1090 49Faustino V Fermentado en Barrica 05839 1150 46Faustino V Reserva 04175 1490 37Faustino V Rosado 08682 1190 48Faustino VII 06437 1090 37Faxe 10% 07953 399 60Faxe Amber 02033 169 60Faxe Extra Strong 07729 809 60Faxe Festbock 07902 299 60Faxe Premium 04943 129 59Faxe Premium 07898 159 59Faxe Premium 08014 119 59Faxe Premium 08533 359 59Faxe Strong 04842 339 60Fazi Battaglia Verdicchio dei Castelli di Jesi 04865 620 44Fazi Battaglia Verdicchio dei Castelli di Jesi T. 05811 1090 44Fazi-Battaglia Le Moie 05826 1350 44Fazi-Battaglia San Sisto 05827 1590 44Feigling 30x20 ml 01738 3240 56Fernet Branca 06829 3090 57Ferreira LBV 08710 1360 50Ferreira Tawny 02584 2190 50Fetzer Eagle Peak Merlot 01818 1190 26Fetzer Valley Oaks Zinfandel 06438 1390 26Feudi di San Gregorio Rubrato 07773 1470 32Feudo Arancio Grillo 05174 1190 45Feudo Arancio Nero d'Avola 05173 1190 33Finca Antigua Cabernet 05140 1220 36Finca Antigua Crianza 05138 1260 36Finca Antigua Tempranillo 05139 1220 36Finca Flichman Syrah 07918 1150 24Finca Santa Maria Chardonnay 04321 1290 40Finca Santa Maria Malbec 04273 1290 24Finca Santa Maria Torrontes 05231 1290 40Finca Valpiedra Reserva 07332 1980 37Finlandia 00877 3890 54Finlandia 00881 2890 54Finlandia 00885 2140 55Finlandia Cranberry 00847 2190 56Finlandia Vodka Cranberry 07656 2990 56Finlandia Vodka Lime 07657 2990 56Fiorile 08934 1190 33Fiorile Grecanico 08937 1190 45Firestone Cabernet Sauvignon 05770 1590 27Firestone Chardonnay 05772 1570 41Firestone Merlot 05769 1590 27Fleur du Cap Cabernet Sauvignon 06316 1260 38Fleur du Cap Chardonnay 06317 1190 46Fleur du Cap Merlot 06318 1260 38Fonseca Vintage Port 1985 01752 8660 50Fontanafredda Barbera d'Alba 02627 1320 33Fonterutoli Chianti Classico 04731 1750 34Foradori Granato 05669 3690 34Foradori Teroldego Rotalino 05668 1790 34Fortant de France Cabernet Sauvignon 02021 990 31Fortant de France Chardonnay 05896 276 44Fortant de France Merlot 05001 276 31Fortant de France Merlot 01799 990 31Foster's 03596 160 59Foster's 01540 198 59Francis Coppola Diamond Chardonnay 05620 2230 41Francis Coppola Diamond Merlot 05619 2230 26Francis Coppola Diamond Zinfandel 07059 2240 26Franck Millet Sancerre 00405 1590 44Francois d' Allaines BourgogneCote Chalonnaise 05756 1600 43Francois D'Allaines Chassagne-MontrachetPremier C 05493 4470 43Francois d'Allaines Macon La Roche Vineuse 08166 1660 43Francois D'Allaines Saint-Aubin1er Cru en Remilly 05494 3990 43Francois Voyer Napoleon 04749 6160 52Francois Voyer VSOP 08474 4290 52Francois Voyer XO 08475 7990 52Frankhof Hochheimer DaubhausRiesling Kabinett 00334 890 47Frapin Napoleon 05605 3690 52Frapin VIP XO 00691 8490 52Frapin VS 00680 2690 52Frapin VS Luxe 05187 3890 52Frapin VSOP 00685 2990 52Frapin VSOP Cuvée Rare 00686 4390 52Freixenet Brut Nature 05028 1090 49Freixenet Brut Rosé 07593 990 4969


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 70F - GF - G Vnr. verð bls G Vnr. verð blsFreixenet Carta Nevada Semi-Seco 00517 890 49Freixenet Cordon Negro Brut 08678 960 49Freixenet Cordon Negro Brut 3x200 ml 00533 990 49Freixenet Cordon Negro Seco 00516 960 49French Connection Chardonnay Reserve 08893 1290 44Frescobaldi Pater Sangiovese 07984 1190 34Fresita 04036 890 51Fresita 08786 239 51Fresita 08804 490 51Froc Brazil 04726 198 58Froc Ice 04728 198 58Frontera Cabernet Sauvignon 05216 950 28Frontera Chardonnay 05217 950 42Gabbiano Chianti Classico 03334 1390 34Gabbiano Rosso di Toscana 07754 990 34Gabriel Liogier Coteaux du TricastinLa Ferette 05225 1090 32Gaja Barolo Sperss 03142 16900 33Galliano 05924 2330 57Gammel Dansk 01112 3160 57Gammel Dansk 01113 1690 57Gammel Dansk 01114 4430 57Gancia Asti 00498 760 49Gancia Brachetto d'Acqui 05525 890 48Gancia Prosecco Extra Dry 05526 1060 48Gandia Mil Aromas Garnacha 05332 1190 38Garnet Point Chardonnay 04542 1090 41Garnet Point Shiraz Cabernet 04223 1190 25Garnet Point Zinfandel Barbera 04211 1190 26Garvey Cream 03989 1990 50Garvey Fino San Patricio 03988 1880 50Garvey Fino San Patricio 05224 990 50Gato Blanco Chardonnay 05679 960 42Gato Blanco Sauvignon Blanc 03250 890 42Gato Negro Cabernet Sauvignon 04778 3440 28Gato Negro Cabernet Sauvignon 03252 980 28Gato Negro Merlot 04285 980 28Gekkeikan Sake 02079 1890 51Gentil Hugel 01625 1260 42Georges Duboeuf Beaujolais-Villages 08112 1250 30Georges Duboeuf Fleur de Rosé 02568 1090 48Georges Faiveley Bourgogne 05276 1390 43Gioioso Rosso Frizzante 07176 990 32Giordano Chianti Vespertino 08419 1340 34Giordano Merlot Primitivo 08915 1230 33Giordano Moscato 05312 667 45Giordano Sangiovese 05313 1220 33Giuseppe Campagnola Valpolicella Classico 05296 1290 35Glen Carlou Chardonnay 05555 1920 46Glen Carlou Grand Classique 05557 2280 38Glen Carlou Syrah 05556 2630 38Glen Grant 05625 3390 53Glendronach 15 ára 06745 4950 53Glenfiddich 00755 4190 53Glenfiddich 08725 3190 53Glenfiddich 12 ára Special Reserve 06177 5990 53Golden Kaan Sauvignon Blanc 05602 1190 46Gonzalez Byass Elegante Cream 00601 1590 50Gonzalez Byass Tio Pepe Fino 00570 1830 50Gordon's 00921 2970 55Gordon's 00922 1580 55Gordon's 07260 4160 55Gordon's Gin 08449 2210 55Gosset Brut Excellence 00482 2590 48Góiya Chardonnay Sauvignon Blanc 04816 1090 46Góiya Shiraz Pinotage 04817 1240 38Graditello Puglia Sangiovese Rosso 04743 3180 33Graditello Valle d'Itria Verdeca Bianco 04742 3180 45Graffigna Malbec 05378 990 24Graham's Fine White 04042 2190 50Graham's LBV 00557 2590 50Graham's Tawny 10 ára 00556 2990 50Grand Marnier Cordon Rouge 00999 2910 56Grand Marnier Cordon Rouge 04895 3900 56Grand Marnier Cordon Rouge 04897 5400 56Grand Marnier Cuvee Louis-Alexandre 07879 4580 56Grand Veneur Merlot 05630 3460 31Grand Vernaux 05204 330 29Grand Vernaux 05205 419 29Grand Vernaux 05206 650 29Grand Vernaux 05207 1090 29Grant Burge Filsell 02683 1790 26Grant Burge Hillcot Merlot 07143 1860 26Grant Burge Thorn Eden Valley Riesling 05418 1250 40Grant's 07249 2590 53Grant's Dry Gin 08867 2990 55Grants Family Reserve 06176 5090 53Grant's Family Reserve 00752 3390 53Grao Vasco 03147 1090 35Grao Vasco 03148 990 46Grappa Nonino 05044 4690 53Green Gold 08098 2990 47Green Gold 00324 790 47Grolsch 03593 169 59Grolsch 01520 194 59Grolsch 05712 161 59Grolsch 03274 2290 59Guardian Peak Shiraz 05864 1450 38Guelbenzu Evo 07737 1890 37Guigal Cotes-du-Rhone 06423 1440 32Guinness Draught 01565 189 61Gulf Station Cabernet Sauvignon 04752 1690 26Gulf Station Chardonnay 04636 1790 41Gulf Station Pinot Noir 04637 1790 26Gulf Station Shiraz 08091 1690 26Guntrum Hochheimer Daubhaus70


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 71G - JG - H Vnr. verð bls H - J Vnr. verð blsRiesling Kabinett 08840 890 47Guntrum Riesling 05869 2790 47Guntrum Riesling Royal Blue 00414 790 47Guntrum Scheurebe Kabinett 06455 890 47Guntrum Spatlese 06456 890 47György-Villa Etyeki Chardonnay 01950 1190 47Haig's Dimple 15 ára 00737 4310 53Hankey Bannister 02357 2990 53Hanwood Estate Chardonnay 05265 1290 40Hanwood Estate Shiraz 05264 1290 25Hardy's Nottage HillCabernet Sauvignon Shiraz 02219 1390 25Hardys Nottage Hill Chardonnay 02205 1290 40Hardys Stamps Shiraz Cabernet Sauvignon 06460 1090 25Harmonium Nero d'Avola 04771 2790 33Hartenberger Cremant d'AlsaceBlanc de Blancs 06050 1490 48Harveys Bristol Cream 00577 1890 50Harveys Club Classic Medium Dry 00580 1790 50Havana Club Anejo 7 Anos 02096 3390 54Havana Club Anejo Blanco 05617 2190 54Havana Club Anejo Blanco 02094 2990 54Havana Club Anejo Reserva 00989 3190 54Hedges & Butler Special Pure Malt 07439 3750 53Heineken 03592 170 59Heineken 04944 287 59Heineken 01510 219 59Heineken 04950 160 59Heineken Special Dark 01512 174 60Henkell Trocken 00510 990 48Hennessy VS 03741 4010 52Hennessy VSOP 00672 4610 52Hennessy XO 02983 10190 52Henriques & Henriques Bual 10 ára 04708 3450 50Henriques & Henriques Madeira Medium Rich 04048 2110 50Henriques & Henriques Malmsey 10 ára 04710 3450 50Henriques & Henriques Malmsey 15 ára 04709 4080 50Henry-Gerard Calvados VSOP 01185 3790 53Highland Park 12 ára Malt 02253 6660 53Hill & Dale Cabernet Sauvignon Shiraz 08837 1190 38Hill & Dale Chardonnay 08838 1090 46Hine Antique XO 04834 8190 52Hine Rare VSOP 04835 4490 52Hobgoblin 03790 352 61Hoegaarden White 06634 208 61Holsten 03601 149 59Holsten 01554 197 59Holsten Festbock 01556 294 60Holsten Maibock 08100 280 60Holsten Premium 04787 279 59Holsten Premium 03802 1950 59Hot Irishman Superior Irish Coffee 05495 3240 58Hot n'Sweet 01175 3190 58Hot n'Sweet 03972 2290 58Hoya de Cadenas Reserva 05219 1290 38Hpnotiq 05335 1350 58Hpnotiq 05336 2590 58Hugel Cuvée Les Amours Pinot Blanc 07108 1360 43Hugel Gewurztraminer 00290 1590 43Hugel Riesling 00287 1440 43Hunt's Exquisite Old White 00547 2190 50Hunt's Ruby 00546 2190 50Höfðingi 08827 1090 30Il Brolo Merlot 03391 1190 34Irish Mist 01020 2290 57Ironstone Cabernet Franc 06363 1490 26Ironstone Cabernet Sauvignon 04221 1490 26Ironstone Chardonnay 06376 1490 41Ironstone Merlot 06375 1490 26Ironstone Shiraz 06339 1490 26Ironstone Zinfandel 06360 1490 26Isla Negra Cabernet Sauvignon 04628 1260 28Isla Negra Merlot 04627 1260 28Isole e Olena Cepparello 06463 3260 34Isole e Olena Chianti Classico 03441 1650 34J & B Rare 03120 5140 53J. Lohr Arroyo Vista Chardonnay 05345 2390 41J. Lohr Hilltop Cabernet Sauvignon 08720 3390 27J. Lohr Paso Robles Merlot 05343 1690 27J. Lohr Riverstone Chardonnay 07880 1690 41J. Lohr Seven Oaks Cabernet Sauvignon 08023 1780 27J. Lohr South Ridge Syrah 08717 1690 27J. Moreau Beaujolais-Villages 02500 1090 30J. Moreau Chablis 02490 1460 43J. Moreau Muscadet Sevre et Maine 07386 990 44J.P. Chenet Blanc de Blancs 04753 3120 42J.P. Chenet Blanc de Blancs 05504 390 44J.P. Chenet Blanc Moelleux 07976 990 44J.P. Chenet Cabernet Syrah 08563 3190 31J.P. Chenet Cabernet Syrah 05503 350 31J.P. Chenet Cabernet Syrah 07974 970 31J.P. Chenet Cinsault Rose 07977 1060 48J.P. Chenet Merlot 04754 3410 31J.P. Chenet Merlot 07975 1020 31J.P. Chenet Merlot Cabernet 04997 1090 31J.P.Tinto 07908 990 35Jack Daniels 05793 1790 54Jack Daniel's 09005 3490 54Jack Daniel's Old No. 7 04443 1890 54Jacob's Creek Chardonnay 05771 1090 40Jacob's Creek Chardonnay Pinot Noir Brut 04037 1130 48Jacob's Creek Dry-Riesling 03413 1090 40Jacob's Creek Grenache Shiraz 07352 1190 25Jacob's Creek Merlot 05693 1190 25Jacob's Creek Reserve Chardonnay 04512 1590 40Jacob's Creek Reserve Shiraz 05260 1690 2571


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 72J - LJ - K Vnr. verð bls K - L Vnr. verð blsJacob's Creek Semillon Chardonnay 05692 990 40 Kangaroo Ridge Shiraz 05499 990 25Jacob's Creek Semillon Chardonnay 05258 292 40 Kay Brothers Block 6 Shiraz 05628 5090 25Jacob's Creek Shiraz Cabernet 03412 1130 25 Kay Brothers Hillside Shiraz 05627 4190 25Jacob's Creek Shiraz Cabernet 05261 351 25 Keller Dalsheimer Hubacker Riesling Auslese 05667 2790 47Jacquesson Cuvée 728 Brut 04781 2980 48 Keller Dalsheimer Hubacker Riesling Spatlese 05665 1890 47Jacquesson Perfection Brut Rose 04780 2990 49 Keller Dalsheimer HubackerJaffelin Vosne-Romanee 07292 3130 31 Riesling Spatlese Gold 05666 2690 47Jagermeister 01109 3100 57 Keller Riesling - von der Fels 05663 1990 47Jagermeister 01110 1680 57 Kendall-Jackson Collage SemillonJagermeister 07256 4400 57 Chardonnay 07997 1290 41Jameson 00779 3270 54 Kendall-Jackson Collage Zinfandel Shiraz 07990 1290 26Jameson 00780 1730 54 Kilbeggan 08975 4660 54Jameson 04437 4490 54 King Robert II 07434 3130 53Jameson 05884 2390 54 King Robert II Gin 07449 2860 55JCP Herault Blanc 00301 2890 44 Kirsberry 01133 1590 51JCP Herault Blanc 04077 4650 44 Kiwi Cuveé Sauvignon Blanc 08479 990 44Jean Lafitte Chablis 05651 1890 43 Kopparberg Apple 03711 199 51Jean Lafitte Chateauneuf-du-Pape 05636 2820 32 Kopparberg Päron Cider 01183 198 51Jean Pierre Fleury Brut 04798 3620 49 Kopparbergs Pear 06940 264 51Jean-Claude Pepin Herault 00096 2890 31 Kopperberg Apple 08015 264 51Jean-Claude Pepin Herault 00097 4690 31 Koskenkorva 00874 2690 55Jean-Claude Pepin Rosé 00444 2980 48 Koskenkorva 00875 1390 55Jelzin Vodka 05339 2780 55 Koskenkorva 08030 2060 55Jenssen XO 05514 11250 52 Kouros Nemea 00227 1290 32Jever Dark 05480 147 60 Kouros Patras 00434 1090 44Jever Pilsener 05052 208 59 Kourtaki Retsina 04658 850 44JF Lurton Les Bateaux Syrah 04128 990 31 Kriter Demi Sec 00493 1240 48JF Lurton Les Fumees Blanches 04970 990 44 Krombacher 03647 215 59Jim Beam Bourbon 00795 3330 54 Krombacher 05501 2290 59John Harvey Isis 00581 1830 50 Krombacher Pils 04940 230 59Johnnie Walker Black Label 12 ára 00732 3830 53 Kronenbourg 07217 179 59Johnnie Walker Red Label 00735 3250 53 Kronenbourg 1664 08116 179 59Johnnie Walker Red Label 07261 2470 53 Kronenbourg 1664 08143 210 59Jonge Bols 00956 4220 55 Krusovice Cerné 05512 179 60Joseph Cartron Cacao 01700 1850 56 Krusovice Cerné 05513 148 60Joseph Cartron Caramel 05374 1640 57 Krusovice Imperial 05711 239 59Joseph Cartron Creme de Peche de VigneKrusovice Imperial 05511 199 59de Bourgogn 07009 1700 56 Kulov Ice 08160 224 57Joseph Cartron Curacao Bleu 01743 1810 56 Kumala Cabernet Sauvignon Shiraz 07719 990 38Joseph Cartron Parfait Amour 01696 1810 56 Kumala Chenin Blanc Chardonnay 03699 950 46Joseph Cartron Peppermint 01739 1610 57 Kumala Sauvignon Blanc Colombard 05386 950 46Joseph Cartron Pisang 02754 1770 56 Kveldúlfur 01154 2580 58Joseph Cartron Triple Sec 05373 2430 56 Kvöldsól 08010 1790 51Joseph Cartron Vanille 05376 1800 57 KWV Cabernet Sauvignon 08070 1290 38Joseph Drouhin Cote de Beaune 01613 1990 31 KWV Chenin Blanc 00421 990 46Joseph Drouhin Cote de Beaune-Villages 05781 1790 31 KWV Roodeberg 00219 1390 38Joseph Drouhin Laforet Chardonnay 00354 1390 43 L.A. Cetto Cabernet Sauvignon 07370 1400 35Joseph Faiveley Bourgogne 05275 1490 30 La Berta Olmatello SangioveseJöklakrap 01151 2470 58 di Romagna Sup. Ris. 04398 1890 32Jöklakrap 01152 3260 58 La Capitana Cabernet SauvignonKahlua 02979 1790 56 Barrel Reserve 09035 1390 28Kangaroo Ridge Cabernet Sauvignon 05515 990 25 La Capitana Chardonnay Barrel Reserve 09036 1390 42Kangaroo Ridge Chardonnay 05508 990 40 La Capitana Merlot Barrel Reserve 09027 1390 2872


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 73LL Vnr. verð bls L Vnr. verð blsLa Chablisienne Chablis LC 00412 1490 43La Chablisienne Chablis Premier Cru 07379 2190 43La Chablisienne Chablis Vieilles Vignes 00411 1590 43La Chablisienne Petit Chablis 06927 1360 43La Court Barbera d'Asti 03785 3870 33La Fiole-du-Pape 00077 2350 32La Font de L'Orme Cotes du Luberon 06393 990 32La Joya Cabernet Sauvignon Reserve 04284 1260 28La Joya Syrah Reserve 05624 1290 28La Palma Chilena Cabernet Sauvignon 09031 1190 28La Palma ChilenaCabernet Sauvignon Merlot 09033 1190 28La Palma Chilena Chardonnay 09034 1190 42La Palma Chilena Merlot 09032 1190 28La Playa Chardonnay 07980 1230 42La Source de Fongrenier 05142 1450 29La Spinona Dolcetto d'Alba Vigna Qualin 04418 1390 33La Vieille Ferme Cotes-du-Ventoux 06409 1190 32La Zerba Gavi Terrarossa 07659 1510 45Labouré-Roi Beaune Premier Cru 08989 2290 31Labouré-Roi Collection Bourgogne BlancChardonnay 05559 1500 43Labouré-Roi Collection Bourgogne RougePinot Noir 05560 1590 30Labouré-Roi Comte Labouré 05115 960 29Labouré-Roi Petit Chablis 04840 1460 43Labouré-Roi Pouilly-Fuissé 04841 2200 43Lacre Azul 03982 1090 36Laforet Bourgogne Pinot Noir 00121 1490 30Lagar de Cervera Albarino 02348 1800 46Lagar Maior Albarino 03986 1750 46Lagunilla 08610 1050 37Lagunilla Crianza 08604 1090 37Lagunilla Gran Reserva 08594 1790 37Lagunilla Reserva 08597 1390 37Laine Napoleon 06092 2690 52Lambrusco Emilia Rosé 04439 690 48Lan Reserva 07894 1820 37Landenberg Graacher HimmelreichRiesling Spätlese 00312 1190 47Landiras Californian Red 07969 3380 26Landiras Californian White 07968 3640 41Lanson Black Label Brut 05299 2640 49Lanson Ivory Label Demi-Sec 05302 2640 49Laphroaig 10 ára 00792 4200 53L'Arazzo Nero d'Avola Merlot 08528 1090 33Laroche Chablis 03161 1590 43Laroche Chablis Cuvee Premiere 02336 2440 43Larsen Napoleon 07905 5530 52Larsen VS 00697 3690 52Las Campanas Crianza 00136 1090 37Le Bine Soave Classico 05294 1390 45Le Bine Valpolicella Classico 05292 1490 35Le Cantinette Verdicchio Castelli de Jesi 05311 1190 44Le Cep Chardonnay 07208 3290 44Le Cep Chilean Cabernet Sauvignon 07211 3390 28Le Cep Italian Chardonnay 00305 2990 44Le Cep Merlot 00098 3190 31Le Cep Or Syrah Rouge 04122 3270 31Le Piat d'Or 00103 920 31Le Piat d'Or 00302 890 42Le Ragose Valpolicella Classico Superiore 07806 1590 35Le Vigne Sandrone Barolo 05671 6900 33Leffe Blonde 06932 269 61Leffe Brune 03876 269 61Lejay-Lagoute Kir Royal 01200 1590 51Lellei Cabernet Sauvignon 06155 1190 39Lellei Merlot 06117 1160 39Lellei Merlot Rosé 06152 1080 48Lellei Sauvignon Blanc 06118 1100 47Lenz Moser Blauer Zweigelt 02052 1140 25Lenz Moser Neckenmarkt Blaufrankisch 05689 1240 25Leon Galhaud Merlot Cabernet Sauvignon 07849 890 31Les 7 Soeurs Merlot 03848 1060 31Les Comtes de Jonqueyres 07270 1270 30Les Corioles 05136 1150 31Les Dorinnes Cotes du Rhone 05164 1590 32Les Dorinnes Cotes du Rhone 05160 1590 44Les Fumees Blanches 05385 3790 44Les Moirets Cotes du Rhone 09028 1190 32Les Ormes de Cambras Cabernet Sauvignon 05535 1190 31Les Ormes de Cambras Merlot 05536 1190 31Les Ormes de Cambras Sauvignon 05540 1190 44L'Excellence de Bonassia 07967 1190 35Libaio Chardonnay 03216 1120 45Libera Barbera d'Asti 05321 1690 33Libertas Cabernet Sauvignon 08549 990 38Licor 43 04902 2390 57Lindauer Apfel 08817 2670 56Lindemans Bin 45 Cabernet Sauvignon 06488 1290 25Lindemans Bin 50 Shiraz 01222 1290 25Lindemans Bin 65 Chardonnay 05893 690 40Lindemans Cawarra Colombard Chardonnay 00368 990 40Lindemans Cawarra Shiraz Cabernet 00183 1090 25Lindemans Chardonnay Bin 65 00363 1290 40Lindemans Reserve Cabernet Sauvignon 04705 1350 25Lindemans Reserve Chardonnay 04704 1350 40Lindemans Reserve Shiraz 08291 1350 25Lindemans St. George Cabernet Sauvignon 00184 3050 25Lion d'Or 00299 1590 42London Hill 07450 3340 55Long John 00758 3050 53Long Mountain Cabernet Sauvignon 08062 1090 38Long Mountain Chardonnay 03405 1090 46Lorinon Crianza 06331 1090 37Lorinon Fermentacion en Barrica 05836 1290 4673


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 74L - ML - M Vnr. verð bls M Vnr. verð blsLorinon Reserva 06332 1390 37Los Cardos Malbec 05076 1190 24Los Cardos Merlot 05077 1190 24Los Cardos Syrah 05078 1190 24Los Llanos 04109 3390 36Los Llanos Valdepenas Gran Reserva 05979 1140 36Los Llanos Valdepenas Reserva 05980 990 36Louis Bernard Cotes du Rhone-Villages 08607 1190 32Luna di Luna Merlot Cabernet 04407 1130 32Lungarotti Il Vessillo 03185 1880 34Lungarotti Rubesco 02327 1390 34Lungarotti Rubesco RiservaVigna Monticchio 03183 2660 34Lungarotti San Giorgio 03184 2550 34Lungarotti Torre di Giano 03186 1330 45Lungarotti Torre di Giano 05897 760 45Lurton Mendoza Cabernet Sauvignon 08108 1150 24Lustau Jarana Fino 08159 890 50Luxardo Amaretto di Saschira 04808 1490 56Löwen Weisse 05038 250 61Löwen Weisse 05040 256 61Löwenbrau 01468 199 60Löwenbrau Original 01471 149 60Löwenbrau Original 05008 139 60M. Chapoutier Chateauneuf-du-PapeLa Bernardine 00175 2540 32Macleod's Highland 8 ára 04651 5080 53Macleod's Island 8 ára 04648 5080 53Macleod's Islay 8 ára 04652 5080 53Macleod's Lowland 8 ára 04649 5080 54Macleod's Speyside 8 ára 04650 5080 54Maestro Chardonnay Pinot Grigio 07865 1330 44Maestro Merlot Cabernet 07866 1270 32Major Brandy 06691 2790 52Malesan 04054 690 30Malesan 00043 1190 30Malibu 01015 1590 56Malibu 01016 2990 56Malvasia di Castelnuovo Don Bosco 05468 1250 48Mandarine Napoleon 05145 2670 56Mandarine Napoléon 05301 5120 56Mandarine Napoléon 05330 3690 56Marchesi Spinola Grignolino 06743 1260 33Marie Brizard XO Brandy 00713 3260 52Marismeno Fino 08454 1790 50Marques de Arienzo Crianza 02935 1090 37Marques de Arienzo Gran Reserva 00124 1750 37Marques de Arienzo Reserva 00123 1390 37Marques de Caceres CrianzaVendimia Seleccionada 04179 1290 37Marques de Campo Nuble Crianza 03984 1490 37Marques de Casa Concha Cabernet Sauvignon 08451 1590 28Marques de Monistrol Chardonnay 08611 1000 46Marques de Monistrol Reserva Brut 08614 990 49Marques de Monistrol Reserva Semi Seco 04635 890 49Marques de Riscal Reserva 00118 1690 37Marrone Moscato d'Asti 07662 790 45Martini Asti 00502 790 49Martini Bianco 00628 1690 51Martini Bianco 00631 890 51Martini Bitter 08021 2390 57Martini Extra Dry 00624 1690 51Martini Extra Dry 00627 890 51Martini Rose 00633 1690 51Martini Rosso 00620 890 51Martini Rosso 00621 1690 51Martins Andino Malbec-Bonarda 08730 890 24Martins Cabernet Sauvignon 08581 1190 24Martins Tempranillo 08583 1090 24Mas Codina Cabernet Sauvignon Crianza 07338 1690 37Maschio Prosecco di Coneglioni 00538 1090 48Masi Campofiorin 00177 1490 34Masi Masianco 05567 1400 44Masi Modello delle Venezie 07995 1180 32Masi Modello delle Venezie 07994 990 44Masi Soave Levarie 07394 1090 45Masi Valpolicella Classico 06969 1190 35Mateus 00456 1690 48Mateus 00454 990 48Mateus 00455 590 48Maximo Tempranillo 05282 990 36Maximo Tempranillo Cabernet Sauvignon 05235 3690 36Meukow Extra 05451 14680 52Meukow Napoleon 05350 5530 52Meukow VS 06088 4020 52Meukow VS Vanilla 05599 3960 57Meukow VSOP 00706 4380 52Meukow VSOP 07538 2760 52Meukow XO 06192 7740 52Mezzacorona Trentino Chardonnay 06021 1020 45Mezzacorona Trentino Merlot 05958 1090 34Mezzogiorno Nero d'Avola 07311 990 33Michel Lynch 03403 1190 30Michele Chiarlo Airone 05433 2010 33Mickey Finn's Sour Apple & Moonshine 04904 1660 58Mickey Finn's Sour Raspberry & Moonshine 04869 1660 58Mickey Finn's Spiked Cranberry & Orange 04907 1660 58Mickey Finn's Spiked SourPineapple & Moonshine 04886 1660 58Miguel Torres Santa Digna Cabernet Sauvignon 01216 1290 28Miguel Torres Santa Digna Cabernet Sauvignon 07199 690 28Miguel Torres Santa DignaCabernet Sauvignon Rose 06851 1190 48Miguel Torres Santa Digna Sauvignon Blanc 02206 1190 42Miller Genuine Draft 02968 159 60Miller Genuine Draft 01504 196 6074


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 75M - PM Vnr. verð bls M - P Vnr. verð blsMission St.Vincent 08148 1180 30 Murphy's Irish Red 04942 170 61Moet & Chandon Brut Imperial 00477 2690 49 Museum Crianza 05266 1390 36Monasterio de Santa Ana 05120 1090 37 Museum Real Reserva 05267 1690 36Monasterio de Tentudia 06515 1270 36 Namaqua 06179 3890 38Monchiero Barolo Riserva Montanello 08045 2590 33 Nannerl Eiffelturn 06630 990 56Montalcour Cotes du Rhone 05676 1200 32 Nederburg Cabernet Sauvignon 00176 1090 38Montalto Cabernet Syrah 05166 1490 33 Nederburg Cabernet Sauvignon Merlot 07590 1090 38Montalto Cataratto Chardonnay 06167 3690 45 Nederburg Chardonnay 00355 1090 47Montalto Grecanico Chardonnay 05165 1290 45 Negrita 02823 2870 54Montalto Nero d'Avola 07933 1290 33 Newcastle Brown Ale 03599 169 61Montalto Nero d'Avola Sangiovese 06168 3790 33 Noémie Vernaux Bourgogne HautesMontalto Syrah Sangiovese 05167 1390 33 Cotes de Beaune 05208 1490 30Montana Marlborough Sauvignon 02659 1290 45 Noémie Vernaux Bourgogne HautesMontecillo 00351 890 46 Cotes de Nuits 05211 1590 30Montecillo Crianza 00133 1090 37 Noémie Vernaux Hautes-Cotes de Beaune 05209 850 30Montecillo Gran Reserva 00137 1790 37 Noémie Vernaux Hautes-Cotes de Nuits 05210 870 31Montecillo Reserva 08111 1430 38 Nottage Hill Merlot 05714 1390 25Montes Alpha Cabernet Sauvignon 00213 1590 28 Noval LBV 00554 2890 50Montes Alpha Chardonnay 06520 1590 42 NPU Amontillado 08455 1990 50Montes Alpha M 08792 4390 28 O2 Sparkling Premium Vodka 05675 3310 55Montes Alpha Merlot 03408 1590 28 Oakridge Estate CabernetMontes Cabernet Sauvignon 06941 1190 28 Sauvignon Merlot 05155 1590 26Montes Cabernet SauvignonOakridge Estate Chardonnay 05123 1570 41Carmenere Limited Sel. 05269 1190 28 Oc Cuvée 178 Cabernet Sauvignon 05362 1150 31Montes Chardonnay Reserve 00390 1160 42 Oc Cuvée 178 Chardonnay 05360 1150 44Montes Malbec Reserve Oak Aged 04276 1190 28 Oc Cuvée 178 Merlot 05365 3690 31Montes Merlot 04031 1190 28 Oc Cuvée 178 Merlot 05364 1150 31Montes Pinot Noir Oak Aged 05268 1290 28 Old Smuggler 05634 2990 53Montes Sauvignon Blanc Reserve 04458 1090 42 Old Speckled Hen 04721 311 61MontGras Cabernet Sauvignon 05026 1190 28 Old St.Andrews 5 ára 08042 3390 53MontGras Chardonnay 05100 1300 42 Oro de Chile Cabernet Sauvignon 04811 1240 29MontGras Merlot 05097 1190 28 Oro de Chile Chardonnay 08231 1240 42MontGras Reserva Cabernet Sauvignon 05099 1340 29 Orval 04790 320 61MontGras Reserva Chardonnay 05102 1340 42 Osborne LBV 00568 2390 50MontGras Reserva Merlot 05098 1340 29 Osborne Medium 00600 1490 50MontGras Reserva Quatro 05101 1540 29 Osborne Rich Golden 00597 1490 50MontGras Reserve Cabernet Sauvignon Syrah 05103 1340 29 Osborne Ruby 06198 2090 50Morandé Cabernet Sauvignon 05548 1190 29 Osborne Tawny 06524 2090 50Morandé Sauvignon Blanc 05618 1190 42 Otard Napoleon 01709 6490 52Morandé Syrah 05547 1190 29 Otard VS 04074 3990 52Moreau Rouge 02498 830 29 Otard VSOP 00693 4360 52Moreson Pinotage 05308 1790 38 Otard VSOP 00694 2240 52Moreson Premium Chardonnay 05306 1690 47 Otard VSOP 03331 6490 52Morgante Nero d'Avola 08210 1390 33 Oxford Landing Chardonnay 06723 1290 40Mosel Gold Riesling 06619 2990 47 Painter Bridge Chardonnay 08721 1190 41Moselland Avantgarde Riesling Lieblich 04854 1290 47 Painter Bridge Zinfandel-Shiraz 08722 1190 26Moselland Mahlzeit Riesling Trocken 04855 1190 47 Palacio de La Vega 05272 1090 46Moselland Riesling Spatlese 03997 840 47 Palandri Cabernet Merlot 04717 1990 26Mouton Cadet 00039 1290 30 Palandri Chardonnay 04716 1990 41Mouton Cadet 00251 1190 43 Palandri Shiraz 04718 1990 26Mumm Cordon Rouge Brut 00476 2790 49 Palandri Solora Chardonnay 04719 1190 41Mumm Cordon Rouge Brut 05172 990 49 Palandri Solora Shiraz 04720 1290 26Mumm Demi-Sec 00475 2790 49 Paoni Colli Euganei Bianco 06178 990 4575


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 76PP Vnr. verð bls P Vnr. verð blsPaoni Colli Euganei Merlot 04145 990 35 Peter Lehmann Botrytis Semillon 05243 1390 40Parsons Creek Cabernet Sauvignon 07582 990 26 Peter Lehmann Cabernet Sauvignon 07769 1560 26Parsons Creek Chardonnay 07560 990 41 Peter Lehmann Chardonnay 07409 1390 40Pasqua Cabernet Merlot Venezie 07154 3290 32 Peter Lehmann Chenin Blanc 05244 393 40Pasqua Cabernet-Merlot delle Venezie 01868 990 32 Peter Lehmann Clancy's 07760 1670 25Pasqua Chardonnay delle Venezie 02048 890 44 Peter Lehmann Grenache 05246 393 26Pasqua Chardonnay Venezie 07155 3290 44 Peter Lehmann Grenache Shiraz 08790 1490 26Pasqua Korae 08967 990 35 Peter Lehmann GSM 07359 1440 26Pasqua Lapaccio 04741 1090 33 Peter Lehmann Mentor 08788 2890 26Pasqua Merlot delle Venezie 00162 1550 32 Peter Lehmann Merlot 05247 1690 26Pasqua Pinot Grigio delle Venezie La Rovere 00358 1690 44 Peter Lehmann Shiraz 07360 1490 26Pasqua Primitivo Salento 05956 1090 33 Peter Lehmann Stonewell Shiraz 08793 3390 26Pasqua Soave Classico 02836 470 45 Peter Lehmann The Futures Shiraz 05248 1790 26Pasqua Torrebianca 04738 990 45 Peter Lehmann Weighbridge Chardonnay 07944 1190 40Pasqua Valpolicella Classico 02843 550 35 Peter Lehmann Weighbridge Shiraz 07945 1260 25Passendale 02539 200 61 Peter Lehmann Wildcard Chardonnay 05245 1090 40Passoa 03712 3150 56 Peter Lehmann Wildcard Shiraz 05249 1190 25Passoa 05776 1590 56 Pfaffenheim Gewurztraminer 03067 1350 43Passoa Diablo Cactus & Ginger 08251 280 58 Pfaffenheim Riesling 03623 1390 43Passoa Diablo Mandarin & Guarana 03633 280 58 Pfaffenheim Special Fruits de Mer 03075 1050 43Pata Negra Valdapenas Gran Reserva 07321 1190 36 Pfaffenheim Steinert Riesling 00294 1950 43Paul Beaudet Cabernet Sauvignon 08690 1190 31 Pfaffenheim Tokay Pinot Gris 03066 1390 43Paul Beaudet Merlot 05222 1190 31 Pfaffenheim Tokay Pinot Gris Reserve 03555 1590 43Paul Beaudet Sauvignon 05223 1190 44 Piat Chardonnay 00303 1090 44Paul Beaudet Syrah 08697 1190 31 Piccini Chianti 03385 990 34Paul Masson Burgundy 00189 1320 26 Piccini Chianti Classico Solco 03607 1390 34Paul Masson California Chablis 00380 1790 41 Pieropan Calvarino 04112 1850 45Pearly Bay Dry 05868 2990 47 Pieropan La Rocca 04096 2190 45Pearly Bay Dry Red 08677 3190 38 Pilsner Urquell 01530 160 60Pelee Island Cabernet 05403 1390 35 Pilsner Urquell 01531 197 60Pelee Island Cabernet Franc 05404 1570 35 Pine Hurst Cabernet Sauvignon 05309 1590 38Pelee Island Cabernet Franc Icewine 05408 3850 48 Pine Hurst Cabernet Sauvignon Merlot 05307 1390 38Pelee Island Chardonnay 05400 1490 45 Pinossino 05257 1090 31Pelee Island Gamay Noir Zweigelt 05405 1550 35 Piper-Heidsieck Brut 07770 3490 49Pelee Island Gewurztraminer 05401 1530 45 Pisse-Dru Beaujolais 05213 739 31Pelee Island Late Harvest Vidal 05407 1380 45 Pisse-Dru Beaujolais 05212 1290 31Pelee Island Pinot Gris 05399 1450 45 Pisse-Dru Brouilly 05214 1590 31Pelee Island Pinot Noir 05402 1600 35 Pisse-Dru Morgon 05215 1490 31Pelee Island Vidal Icewine 05406 2920 45 Plaisir de Merle Cabernet Sauvignon 05986 1690 38Pellegrino Marsala Fine Ruby 05320 2190 50 Planeta Alastro 04706 1450 45Penfolds Cabernet Sauvignon Bin 707 02384 5780 25 Planeta Burdese 05389 2490 33Penfolds Koonunga Hill Chardonnay 00369 1390 40 Planeta La Segreta 07667 1290 33Penfolds Koonunga Hill Chardonnay 05387 750 40 Planeta La Segreta Bianco 04707 1290 45Penfolds Koonunga Hill Shiraz Cabernet 00185 1390 25 Plenum 05522 3290 32Penfolds Koonunga Hill ShirazPol Roge Brut Rose 04691 3590 49Cabernet Sauvignon 08032 790 25 Pol Roger Brut 00543 2790 49Penfolds Rawson's Retreat SemillonPol Roger Brut Chardonnay 04690 3980 49Chardonnay 07204 1090 40 Polignac VS 03701 3420 52Penfolds Rawson's Retreat Shiraz Cabernet 08025 1190 25 Polignac VS 09041 2590 52Pere Patriarche 00073 990 29 Polignac VSOP 04857 2650 52Perlino Asti 04748 840 49 Polignac VSOP 07956 3870 52Pesquera Crianza 07739 1990 36 Polignac XO Royal 07955 6990 52Peter Lehmann Barossa Semillon 07406 1290 40 Poliziano Rosso di Montepulciano 04416 1390 3476


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 77P - RP - R Vnr. verð bls R Vnr. verð blsPoliziano Vino Nobile di Montepulciano 06542 2100 34 Rene Barbier Rosado 07051 2990 48Porto Barros 20 ára 07807 4180 50 Rene Barbier Tinto Anejo 07052 3290 37Porto Barros Colheita 07809 3440 50 Rene Mure GewurztraminerPorto Barros Vintage Character 07808 2450 50 Cote de Rouffach 02042 1490 43Primavera Bairrada Reserva 04201 950 35 Rene Mure Pinot Gris Cote de Rouffach 00410 1590 43Primavera Dao Reserva 04200 930 35 Reserva de Perón Bonarda 08233 1190 24Primus 05435 167 60 Reserva de Perón Malbec 08232 1190 24Primus 05436 212 60 Rhine Lady 06620 2990 47Prins Kristian 03606 159 60 Rhine Lady Liebfraumilch 02432 690 47Promessa Negroamaro 07305 1150 33 Ricasoli Formulae 06668 1290 34Promessa Rosso Salento 05886 990 33 Ricasoli Orvieto Classico Pian del Gelso 00433 1150 45Pucela 03035 890 36 Riccadonna Asti 00501 880 49Pucela Viura Sauvignon Blanc 03044 890 46 Rietine Chianti Classico 04775 1590 34Pujol Cotes du Roussillon DomaineRiflessi Asti 04806 880 49de la Rourede 05416 1190 31 Riflessi Malvasia Rose 04807 880 48Pujol Cotes du Roussillon Futs de Chene 03858 1690 31 Riobello Lambrusco 04843 1380 32Pujol Cotes du Roussillon La Montadella 03863 1970 31 Rioja Vega Crianza 05390 1090 38Pujol Muscat de Rivesaltes 05491 2490 51 Riondo Oro Excelsa 05190 980 48Pujol Rivesaltes Blanc 05489 2990 51 Riscal 1860 Tempranillo 04174 1290 36Pujol Rivesaltes Hors d'Age 05490 2990 51 Riunite Bianco 00422 790 44Pujol Rivesaltes Vintage 05492 2520 51 Riunite Blush 06970 1350 48Pukara Cabernet Sauvignon 05697 3590 29 Riunite Blush Bianco 00470 770 48Pukara Chardonnay 05698 3490 42 Riunite Lambrusco 00165 1390 32Pölstar Rauður 00870 2810 55 Riunite Lambrusco 00164 790 32Quarry Hill Shiraz 05699 1190 25 Rivercrest Colombard Chardonnay 04862 3290 41Quercus Cabernet Sauvignon 07914 1280 35 Rivercrest Ruby Cabernet 04166 3290 26Quercus Merlot 07951 630 35 Riverview Cabernet Sauvignon 04629 1140 39Quercus Rebula 07912 1090 46 Riverview Chardonnay Pinot Grigio 08889 1140 47Quercus Tokaj 07950 630 46 Riverview Kekfranos Merlot 04630 1140 39Quercus Tokaj 07913 1190 46 Rob Roy 00811 3160 53Quinta da Espiga 05227 1090 35 Robert Mondavi Private SelectionRaffaello Bianco 08615 262 44 Cabernet Sauv. 02394 1690 26Raffaello Rosso 08616 262 32 Robert's Rock Cabernet Sauvignon Merlot 08064 990 38Raimat Abadia 06724 1190 36 Robert's Rock Chenin Blanc Chardonnay 04489 990 47Raimat Cabernet Sauvignon 02996 1390 36 Robertson Winery Cabernet Sauvignon 05707 1190 38Raimat Chardonnay 02997 1190 46 Robertson Winery Cabernet Sauvignon 07607 3690 38Raimat Tempranillo 04198 1390 36 Robertson Winery Chardonnay 05709 1140 47Rain Dance Pinotage Ruby Cabernet 05297 1050 38 Robertson Winery Chardonnay 07608 3490 47Ramirez de La Piscina Crianza 05447 1510 38 Robertson Winery Merlot 05708 1190 38Ramirez de La Piscina Reserva 05446 1890 38 Robertson Winery Sauvignon Blanc 05706 1090 47Rancho Zabaco Zinfandel 04252 1790 27 Rocca Rosso Rubino 07810 1690 32Rebeca 08180 1190 36 Rocca Rosso Salento 07811 890 33Red Sqare White Ice 04632 693 58 Rocca Sangiovese Rubicone 08426 2690 32Red Square Cranberry 08781 279 58 Roda II Reserva 05281 2490 38Redwood Creek Cabernet 04232 1390 26 Rodenbach 04789 210 61Redwood Creek Chardonnay 05262 1390 41 Rodney Strong Cabernet Sauvignon 04809 1890 27Relax Riesling 07213 3190 47 Rodney Strong Chardonnay 09021 1690 41Remy Martin VSOP 00677 4790 52 Rodney Strong Knotty Vines Zinfandel 09022 1790 27Remy Martin VSOP 04663 6690 52 Rodney Strong Merlot 09023 1890 27Remy Martin XO 02282 5250 52 Romana Sambuca 01064 3510 57Remy Martin XO 00679 8890 52 Ronrico Gold 00978 3220 54Rene Barbier 07053 2990 46 Rosemount Cabernet Merlot 07117 1290 25Rene Barbier Cabernet Sauvignon 07911 790 37 Rosemount Cabernet Sauvignon 03496 1390 2577


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 78R - SR - S Vnr. verð bls S Vnr. verð blsRosemount Chardonnay 04142 1380 40 Santa Helena Gran Vino Sauvignon Blanc 05196 590 42Rosemount GSM 07893 1990 26 Santa Helena Gran Vino Sauvinon Blanc 05197 1070 42Rosemount GTR 07118 1090 40 Santa Helena Gran Vino Shiraz 05199 1090 29Rosemount Merlot 07122 1390 25 Santa Helena Reserva Cabernet Sauvignon 05192 1490 29Rosemount Semillon Chardonnay 01629 1160 40 Santa Helena Reserva Chardonnay 05193 1490 42Rosemount Shiraz 03495 1390 25 Santa Helena Siglo de OroRosemount Shiraz Cabernet 01620 1190 25 Carmenere Malbec 05201 1270 29Rosemount Shiraz Mataro Grenache 05954 1150 25 Santa Helena Siglo de Oro Merlot 05191 1270 29Rosemount Traditional 07938 1890 26 Santa Helena Siglo de Oro Sauvignon Blanc 05198 1240 42Rozes LBV 08410 2290 50 Santa Ines Carmenere Reserva Legado de Armida 07947 1460 29Rozes Ruby Port 08368 1990 50 Santa Ines Chardonnay ReservaRozes Tawny Port 08369 1990 50 Legado de Armida 04799 1460 42Rozes White Port 08370 1990 50 Santa Ines Legado de ArmidaRuffino Chianti Classico Riserva Ducale 00167 1790 34 Cabernet Sauvignon Res 00230 1460 29Ruffino Chianti Classico RiservaSanta Ines Legado de Armida Reserva Merlot 08391 1460 29Ducale Riserva 08241 2360 34 Santa Ines Sauvignon Blanc 05998 1250 42Ruinart Brut Rosé 03536 4370 49 Santa Julia Tempranillo 04262 1250 24Rust en Vrede 00220 2930 38 Santa Rita 120 Cabernet Sauvignon 07124 1090 29S. Orsola Dolce 05305 693 48 Santa Rita 120 Cabernet Sauvignon 05568 345 29Sagramoso Valpolicella 02845 1090 35 Santa Rita 120 Carmenere 05569 1090 29Salisbury Cabernet Sauvignon 07561 990 25 Santa Rita 120 Chardonnay 04465 1090 42Salisbury Chardonnay 07201 960 40 Santa Rita 120 Merlot 07125 1090 29San Miguel 01529 378 60 Santa Rita 120 Sauvignon Blanc 01235 1090 42San Miguel 05156 197 60 Santa Rita 120 Sauvignon Blanc 05639 355 42San Pedro Cabo de Hornos 07350 2900 29 Santa Rita Cabernet Sauvignon Reserva 01224 1390 29Sandeman's Fine Tawny 03567 2990 50 Santa Rita Cabernet Sauvignon Rose 05572 1090 48Sandeman's Old Invalid 00553 2150 50 Santa Rita Chardonnay Reserva 07127 1390 42Santa Ana Bonarda-Malbec Reservado 03457 990 24 Santa Rita Medalla Real Chardonnay 02652 1690 42Santa Ana Cabernet Sauvignon 03990 1190 24 Santa Rita Reserva Cabernet Sauvignon 05570 890 29Santa Ana Cabernet Sauvignon Cepas Privadas 07562 1280 24 Santa Rita Reserva Carmenere 05571 1390 29Santa Ana Chardonnay 04765 340 40 Santagostino Baglio Soria 04770 1790 33Santa Ana Chardonnay Cepas Privadas 07674 1390 40 Santagostino Baglio Soria 04769 1790 45Santa Ana Chardonnay Chenin Blanc 07563 1170 40 Santero Asti 07496 650 49Santa Ana Chenin-Ugni Blanc Reservado 03451 990 40 Santero Moscato Spumante 00526 550 48Santa Ana Malbec Special Reserve 07675 1290 24 Sanxet Millenium Monbazillac 06001 1440 43Santa Ana Merlot 04764 340 24 Sapporo 05050 184 60Santa Babera Cabernet Sauvignon 05700 1090 29 Sauza Gold 01156 3430 54Santa Carolina Cabernet Sauvignon Reservado 00211 1050 29 Sauza Silver 01155 3390 54Santa Carolina Chardonnay 04475 990 42 Savanna Orange 03307 199 58Santa Carolina Chardonnay Reservado 00388 1050 42 Scapa 12 ára 04248 4850 54Santa Carolina Merlot 08101 990 29 Schönauer Apfel 04268 2900 56Santa Cristina 00157 640 34 Scottish Collie 05481 3220 53Santa Cristina 00156 1140 34 Scottish Leader 00772 3090 53Santa Digna Merlot 05469 1290 29 Scottish Leader 00773 1720 53Santa Digna Sauvignon Blanc 05898 695 42 Scottish Leader 04440 2210 53Santa Ema Cabernet Sauvignon 08061 1080 29 Scottish Leader 04441 4380 53Santa Ema Carmenere 05314 1190 29 Seagram's 7 Crown 00800 3340 54Santa Helena Gran Vino 05188 3690 29 Seagram's Extra Dry 04689 2990 55Santa Helena Gran Vino Cabernet Merlot 05202 1070 29 Segura Viudas Brut Reserva 06553 1090 49Santa Helena Gran Vino Cabernet Sauvignon 05195 320 29 Segura Viudas Penedes Reserva 07337 1190 37Santa Helena Gran Vino Cabernet Sauvignon 05200 590 29 Segura Viudas Seco 06051 990 49Santa Helena Gran Vino Sauvignon Blanc 05189 3690 42 Sella & Mosca Cannonau di Sardegna 05298 1260 33Santa Helena Gran Vino Sauvignon Blanc 05194 320 42 Sella & Mosca Tanca Farra' 05304 1840 3378


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 79S - TS Vnr. verð bls S - T Vnr. verð blsSella & Mosca Vermentino di Sardegna 05300 1150 45 Stowells Tempranillo 04119 3390 36Senorio de Valderrama Crianza 03983 1590 36 Stowells Vin de Pays du Gard 04120 3290 31Sensi Chianti 04823 2370 34 Stowells Vin de Pays du Gard 08109 950 31Sensi Chianti 04825 1380 34 Stradivario Barbera d'Asti 05327 3690 33Sensi Chianti Riserva 04824 1470 34 Stroh "40" 04518 4790 58Serralles DonQ Cristal 07012 3390 54 Super Cider Ice Cactus/Lime 08544 235 51Sierra Gold 07882 3380 54 Sutter Home Cabernet Sauvignon 07734 350 27Sierra Silver 04315 3340 54 Sutter Home Chardonnay 07735 350 41Siete Soles Cabernet Sauvignon 05411 890 29 Swarte Magen 01636 2720 57Siete Soles Chardonnay 05410 900 42 Tabiso Chardonnay 05122 3790 47Sirius 05135 1190 30 Tabiso Shiraz 09038 3490 38Sirius 05134 1190 43 Table Mountain Cabernet Sauvignon / Merlot 05413 950 38Sirromet Vineyard Selection Cabernet Merlot 08579 1490 25 Takun Cabernet Sauvignon 05471 990 29Skyy Citrus 05322 4220 56 Takun Carmenere 05472 1090 29Skyy Vodka 05324 4770 55 Takun Chardonnay 05476 990 42Smirnoff 00887 2140 55 Tanqueray 00927 3590 55Smirnoff 05084 1650 55 Taylor's 10 ára Tawny 06573 3170 50Smirnoff 06194 3880 55 Taylor's LBV 08161 1190 50Smirnoff 06195 2880 55 Teichenne Apple Schnapps 07681 1850 56Smirnoff Black Ice 03714 290 58 Teichenné Butterscotch Schnapps 07730 1790 57Smirnoff Blue 02646 5440 55 Teófilo Reyes Ribera del Duero Crianza 07779 2390 36Smirnoff Ice 04445 290 58 Terra Andina Cabernet Sauvignon 05412 970 29Snoqualmie Cabernet Merlot 04872 1490 27 Terra Andina Chardonnay 05415 970 42Snoqualmie Chenin Blanc 04873 1400 41 Terra Andina Shiraz 05629 990 29Sol de Castilla Blanco Joven 08171 1090 46 Terra Sana 04870 1080 42Sol de Castilla Crianza en Barrica 08170 1090 36 Terra Vecchia 04029 3290 31Solatia 08242 2150 45 Terralis Chardonnay - Chenin 08200 2840 40Solaz 05690 3590 36 Terralis Shiraz - Malbec 08201 3120 24Solaz 08052 990 36 Terrasses d'Azur Cabernet Sauvignon 05527 1080 31Southern Comfort 01037 3250 56 Terrasses d'Azur Chardonnay 05538 1080 44Southern Comfort 04887 1650 56 Terrasses d'Azur Merlot 05558 1080 31Spegils 04015 166 60 Terrasses d'Azur Sauvignon Blanc 05539 1080 44Spice Route Andrew's Hope 07774 1490 38 Terrazas Alto Cabernet Sauvignon 05448 1390 24St. Louis Gueuze 04792 210 61 Terrazas Alto Chardonnay 05450 1390 40St. Remy Napoleon 04082 2290 52 Terrazas Alto Malbec 05449 1390 24Stella Artois 01851 194 60 Terre dei Solari Sangiovese 08226 1190 33Stella Artois 08036 359 60 Terre di Ginestra Nero d'Avola 08003 1390 33Stellenzicht Sauvignon Blanc 04492 1290 47 The Famous Grouse 00763 3390 53Stimson Chardonnay 04864 1240 41 The Famous Grouse 00764 1820 53Stimson Merlot 04813 1240 27 The Famous Grouse 02263 4780 53Stock Bianco 00646 1160 51 The Glenlivet 12 ára 00744 4290 54Stolichnaya 03690 2850 55 Thor Classic 08142 109 60Stone Cellars Cabernet Sauvignon 05032 1190 27 Thor Pilsner 05051 109 60Stone Cellars Merlot 05033 1130 27 Thule 05323 210 60Stone Cellars Zinfandel 03966 1190 27 Thule 05091 155 60Stonehedge Cabernet Sauvignon 06405 1190 27 Thule 01499 197 60Stonehedge Chardonnay 06489 1190 41 Tia Lusso 08284 2100 57Stoneleigh Chardonnay 00394 1390 46 Tia Maria 08657 1790 56Stoneleigh Riesling 00393 1390 46 Tiger 04192 324 60Stoneleigh Sauvignon Blanc 00395 1390 46 Tiger 05060 184 60Storch Spätlese 00374 1000 40 Tiger 06640 232 60Storch Welschriesling Trocken 06946 980 40 Tindavodka 00865 2590 55Stowells Chenin Blanc 05870 3390 47 Tindavodka 00867 3610 5579


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 80T - VT Vnr. verð bls T - V Vnr. verð blsTommasi Amarone della Valpolicella Classico 02401 2890 35 Two Dogs Lemon Brew 05326 203 61Tommasi Crearo 08863 1730 35 Two Oceans Cabernet Sauvignon Merlot 06411 990 38Tommasi La Rosse Pinot Grigio 08953 1290 45 Two Oceans Cabernet Sauvignon Merlot 05280 292 38Tommasi Le Prunée Merlot 04146 1350 35 Two Oceans Chardonnay 06412 950 47Tommasi Ripasso 04148 1690 35 Two Oceans Sauvignon Blanc 05236 3090 47Tommasi Santa Cecilia Chardonnay 05819 1250 45 Two Oceans Sauvignon Blanc 06413 890 47Tommasi Soave Le Volpare 02403 1190 45 Two Oceans Sauvignon Blanc 05283 261 47Tommasi Valpolicella Rafael 02404 1390 35 Two Oceans Shiraz 05237 3390 38Torrebianco Nero d'Avola 06773 1180 33 Two Oceans Shiraz 08836 1050 38Torrebianco Salento Primitivo 06739 1280 33 Undurraga Cabernet Sauvignon 05180 1190 29Torreon de Paredes Cabernet Sauvignon 05704 1260 29 Undurraga Cabernet Sauvignon Reserva 04282 1590 29Torreon de Paredes Chardonnay 03437 1260 42 Undurraga Chardonnay 05186 1190 42Torres 10 06983 3440 52 Undurraga Chardonnay Reserva 04468 1590 42Torres 20 Imperial 04675 4660 52 Undurraga Founder's Collection 05176 2290 29Torres Atrium Merlot 06852 1590 37 Undurraga Gewurztraminer 05178 1290 42Torres Coronas 06642 1190 36 Undurraga Merlot 05184 1190 29Torres Gran Coronas Reserva 00116 1490 37 Undurraga Merlot Reserva 05181 1590 29Torres Gran Sangre de Toro 02229 1290 36 Undurraga Pinot Noir Reserva 05177 1590 29Torres Gran Vina Sol Chardonnay 00348 1290 46 Undurraga Sauvignon Blanc 05185 1190 42Torres Moscatel 05740 1490 50 Ursus Roter 03749 1660 58Torres San Valentin 00346 560 46 Ursus Vodka 00915 2990 55Torres Sangre de Toro 04350 345 36 Valdespino Amontillado 05616 1670 50Torres Sangre de Toro 05623 1190 36 Valdespino Fino Dry 05615 2040 50Torres Vina Esmeralda 00349 1090 46 Valdespino Pale Cream 05614 1850 50Torres Vina Sol 06848 990 46 Valdespino Rich Cream 00604 1670 50Torti Oltrepo Pavese Pinot Nero 02870 1660 32 Valdeví 03981 1390 36Toso Barbera d'Asti 07184 1140 33 Valle Colli Orientali del Friuli Pinot Grigio 00360 1490 44Toso Piemonte Bonarda 07187 1070 33 Vallemayor Crianza 07845 1090 38Trapiche Cabernet Sauvignon 03047 950 24 Vaucher Bourgogne Rouge 05175 1190 30Trapiche Chardonnay 03046 950 40 Vaucher Chablis 03382 1290 43Trapiche Malbec 05604 950 24 Vaucher Cotes du Rhone 07491 960 32Trapiche Malbec Oak Cask 07992 1190 24 Vega Bravia 07323 1420 36Trapiche Pinot Noir Oak Cask 03955 1190 24 Vega de Moriz Tempranillo 05594 3290 38Tresa Nivuro 05154 1470 33 Verdi Spumante 03308 178 58Trivento Bonarda 04851 1040 24 Veuve Clicquot Ponsardin Brut 00479 2890 49Trivento Chardonnay 07031 990 40 Villa Antinori 03406 1590 34Trivento Reserve Cabernet Malbec 07033 1190 24 Villa Antinori 00361 1090 45Trivento Sangiovese 07035 960 24 Villa Girardi Bardolino Classico 03681 1250 35Trivento Syrah 07036 990 24 Villa Girardi Valpolicella Cl. Bure Alto Ripasso 03682 1600 35Trivento Viognier 07037 990 40 Villa Girardi Valpolicella Classico 03680 1260 35Tsingtao 08554 319 60 Villa Jolanda Rosso Imperiale 04734 750 48Tuborg 01441 169 60 Villa Maria Riesling Private Bin 07946 1740 46Tuborg Gold 04574 165 60 Villa Maria Sauvignon Blanc Private Bin 07948 1770 46Tuborg Gold 04573 197 60 Villa Montes Chardonnay 05270 990 42Tuborg Grön 03585 159 60 Villa Puccini Toscana 08441 1090 34Tuborg Grön 07892 198 60 Villa Rocca Merlot 05284 1190 35Tuborg Grön 01442 151 60 Villamontes Cabernet Sauvignon 00212 990 29Tullamore Dew 00791 3190 54 Villamontes Sauvignon Blanc 00389 990 42Turning Leaf Cabernet Sauvignon 07931 1190 27 Vin de Pays de L' Aude 04108 2790 31Turning Leaf Chardonnay 04196 1190 41 Vin de Pays de L' Aude Blanc 05879 2790 44Turning Leaf Merlot 07345 1190 27 Vin de Pays de Vaucluse 00107 4980 32Turning Leaf Sauvignon Blanc 04557 1190 41 Vina Albali Crianza 05083 1090 36Turning Leaf Zinfandel 04197 1190 27 Vina Albali Gran Reserva 04171 1290 3680


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 81V - ZV - W Vnr. verð bls W - Z Vnr. verð blsVina Albali Reserva 04172 1190 36 Wolf Blass Red Label Shiraz Cabernet Sauvignon 01973 1320 26Vina Lanciano Reserva 07896 2840 38 Wolf Blass Shiraz 03770 1360 26Vina Mayor Crianza 08198 1570 36 Wolf Blass Yellow Label Cabernet Sauvignon 02057 1390 26Vina Montegil 03987 1390 46 Woodbridge Cabernet Sauvignon 03828 1190 27Vina Sardasol Crianza Tempranillo 05428 1650 37 Woodbridge Chardonnay 03829 1190 41Vina Sardasol Tempranillo 05427 1140 37 Woodbridge Cherokee Station 08896 1190 27Vina Valoria 07846 990 38 Woodbridge Cherokee Station 08897 1190 41Vinarte Rosso Puglia 04429 790 33 Woodbridge Syrah 08899 1190 27Vinas del Vero Cabernet Sauvignon 06591 1370 36 Woody's Mexican Lime 03991 270 58Vinas del Vero Somontano Gran Vos Reser 07325 1890 36 Woody's Pink Grapefruit 08341 270 58Vinas del Vero Tinto 03928 1050 36 Woody's Strawberry Lemon 08438 270 58Vinum Clasic Airen 05551 960 46 Wyndham Bin 555 Shiraz 08785 1490 25Vinum Clasic Cabernet - Merlot 05550 960 36 Xider Cactus/Lime 04626 181 51Virginie Cabernet Sauvignon 05424 1340 31 Xider Mandarin/Chili 04786 181 51Virginie Chardonnay 05421 1440 44 Yellow Tail Cabernet Sauvignon 05128 1320 25Virginie Merlot 05422 1330 31 Yellow Tail Chardonnay 05129 1320 40Virginie Rosé de Syrah 05652 1210 48 Yellow Tail Merlot 05130 1320 25Virginie Sauvignon Blanc 05420 1280 44 Yellow Tail Shiraz 05131 1320 25Virginie Syrah 05423 1300 31 Z 06674 237 58Víking 03588 166 60 Zipfer Original 05229 215 60Víking 01484 216 60 Zipfer Original 05230 178 60Víking 01485 159 60 Znaps Black Jack 06147 2310 58Víking Lager 04028 149 60 Znaps Vodka 06109 2720 55Víking Lager 01503 166 60 Zonnebloem Cabernet Sauvignon 08552 1190 38Víking Lite 07960 161 60Víking Sterkur 02026 269 60Warre's Otima 10 ára Tawny 04045 2140 50Warsteiner 08317 255 60Warsteiner 08318 163 60Warsteiner 06202 241 60Warsteiner 08316 154 60Western Cellars Cabernet Sauvignon 05315 1160 27Western Cellars Colombard Chardonnay 05498 1050 41Westmalle Dubbel 04788 311 61Wild African Cream 08562 2220 57Wild Pig Red 02965 950 31William Fevre Chablis Champs Royaux 04480 1800 43William Fevre Chablis Grand Cru Les Clos 04526 5010 43William Fevre Chablis Prem. Cru Montéede Tonnerre 04511 2960 43William Fevre Sauvignon de Saint-Bris 04446 1450 43William Hill Cabernet Sauvignon 04251 2090 27Willm Gewurztraminer 02528 1290 43Willm Pinot Gris 07039 1290 43Willm Riesling 07040 1190 43Windy Peak Cabernet Shiraz Merlot 06782 1590 26Windy Peak Pinot Noir 06783 1590 26WKD Vodka Blue 09065 294 58WKD Vodka Ice 03880 319 58Wolf Blass Chardonnay 01974 1360 40Wolf Blass Presidents SelectionCabernet Sauvignon 02065 1990 26Wolf Blass Presidents Selection Shiraz 02060 2100 2681


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 82L I S T I RMÁLVERK TOLLAÍ VÍNBÚÐUMMálverk Tolla prýða nú flestar vínbúðirnará Reykjavíkursvæðinu. Afþví tilefni verður gefinn út bæklingurum verk Tolla og dreift í þeim vínbúðumþar sem verkin eru til sýnis.Einnig verður hægt að nálgastupplýsingar um einstaka verk í hverrivínbúð fyrir sig.Viðfangsefni Tolla er einkum íslensknáttúra og hin sérstaka síbreytilegabirta í íslensku landslagi.Sýning á verkum Tolla mun standaút árið í vínbúðum ÁTVR.82


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 83A F G R E I Ð S L U T Í M IVÍNBÚÐIRREYNSLUSALA- ALLAR KJARNATEGUNDIRVÍNBÚÐIN HEIÐRÚN mán - fim 9 - 18Stuðlahálsi 2, sími 560 7720 fös 9 - 19lau 9 - 16VÍNBÚÐIN KRINGLUNNI mán - fim 11 - 18sími 568 9060 fös 11 - 19lau 11 - 18VÍNBÚÐIN AKUREYRI mán - fim 11 - 18Hólabraut 16, sími 462 1655 fös 11 - 19lau 11 - 16VÍNBÚÐIN DALVEGI,KÓPAVOGI mán 13 - 18Dalvegi 2, sími 564 5070 þri - fim 11 - 18fös 11 - 19lau 11 - 18ALLAR KJARNATEGUNDIRVÍNBÚÐIN HAFNARFIRÐI mán - fim 11 - 18Fjarðargötu 13-15, sími 565 2222 fös 11 - 19lau 11 - 16VÍNBÚÐIN SELTJARNARNESI mán - fim 11 - 18Eiðistorgi 11, sími 561 1800 fös 11 - 20lau 11 - 16VÍNBÚÐIN SMÁRALIND mán - fim 11 - 18sími 544 2112 fös 11 - 19lau 11 - 18VÍNBÚÐIN AUSTURSTRÆTI mán - fim 11 - 18sími 562 6511 fös 11 - 19lau 11 - 14VÍNBÚÐIN GARÐABÆ mán - fim 14 - 18Garðatorgi 7, sími 555 6525 fös 12 - 20lau 12 - 16VÍNBÚÐIN HOLTAGÖRÐUM mán - fim 11 - 18sími 588 9030 fös 11 - 19lau 11 - 16500 TEGUNDIRVÍNBÚÐIN KEFLAVÍK mán - fim 11 - 18Hólmgarði 2, sími: 421 5699 fös 11 - 19lau 11 - 14VÍNBÚÐIN MJÓDD mán - fim 11 - 18Álfabakka 14, sími 567 0400 fös 11 - 19lau 11 - 16VÍNBÚÐIN MOSFELLSBÆ mán - fim 14 - 19Þverholti 3, sími 586 8150 fös 12 - 20lau 12 - 16VÍNBÚÐIN SELFOSSI mán - fim 11 - 18Vallholti 19, sími: 4822011 fös 11 - 19lau 11 - 14VÍNBÚÐIN SPÖNGINNI mán - fim 14 - 18:30sími 586 1617 fös 12 - 20lau 12 - 16VÍNBÚÐIN AKRANESI, Þjóðbraut 13, sími 431 2933Sumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maímán - fim 11 - 18 mán - fim 12:30 - 18fös 11 - 19 fös 11 - 19lau 11 - 14 lau 11 - 14VÍNBÚÐIN BORGARNESI mán - fim 11 - 18Borgarbraut 58-60, sími 430 5525 fös 11 - 19lau 11 - 14400 TEGUNDIRVÍNBÚÐIN EGILSSTÖÐUM, Miðvangi 2-4, sími 471 2151Sumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maímán - fim 11 - 18 mán - fim 12:30 - 18fös 11 - 19 fös 11 - 19lau 11 - 14 lau 11 - 14VÍNBÚÐIN ÍSAFIRÐI,Aðalstræti 20, sími 456 3455Sumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maímán - fim 11 - 18 mán - fim 12:30 - 18fös 11 - 19 fös 11 - 19lau 11 - 14 lau 11 - 14VÍNBÚÐIN SAUÐÁRKRÓKI, Smáragrund 2, sími 453 5990Sumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maímán - fim 11 - 18 mán - fim 12:30 - 18fös 11 - 19 fös 11 - 19lau 11 - 14 lau 11 - 14VÍNBÚÐIN VESTMANNAEYJUM, Strandvegi 50, sími 481 1301Sumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maímán - fim 11 - 18 mán - fim 12:30 - 18fös 11 - 19 fös 11 - 19lau 11 - 14 lau 11 - 14VÍNBÚÐIN BLÖNDUÓSI,Aðalgötu 8, sími 452 4501Sumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maímán - fim 11 - 18 mán - fim 13 - 18fös 11 - 19 fös 11 - 19lau 11 - 14VÍNBÚÐIN DALVÍK, Hafnarbraut 7, sími 466 3430Sumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maímán - fim 11 - 18 mán - fim 13 - 18fös 11 - 19 fös 11 - 19lau 11 - 14VÍNBÚÐIN GRINDAVÍK mán - fös 14 - 18Víkurbraut 62, sími 426 8787VÍNBÚÐIN HÚSAVÍK,Túngötu 1, sími 464 2230Sumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maímán - fim 11 - 18 mán - fim 13 - 18fös 11 - 19 fös 11 - 19lau 11 - 14200 TEGUNDIRVÍNBÚÐIN HVOLSVELLI, Austurvegi 3, sími 487 7797Sumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maímán - fim 11 - 18 mán - mið 16 - 18fös 11 - 19 fim 14 - 18lau 11 - 16 fös 14 - 19lau 11 - 14VÍNBÚÐIN HÖFN,Vesturbraut 2, sími xSumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maímán - fim 11 - 18 mán - fim 13 - 18fös 11 - 19 fös 11 - 19lau 11 - 14VÍNBÚÐIN NESKAUPSTAÐ mán - fim 14 - 18Hafnarbraut 6, sími 477 1890 fös 11 - 18VÍNBÚÐIN ÓLAFSVÍK mán - fim 14 - 18Mýrarholti 12, sími 436 1226 fös 10 - 18VÍNBÚÐIN PATREKSFIRÐI mán - fim 13 - 18Þórsgötu 10, sími 456 1177 fös 10 - 18VÍNBÚÐIN SIGLUFIRÐI mán - fim 13 - 18Eyrargötu 25, sími 467 1262 fös 11 - 19VÍNBÚÐIN STYKKISHÓLMI, Hafnargötu 7, sími 430 1414Sumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maímán - fim 11 - 18 mán - fim 13 - 18fös 11 - 19 fös 11 - 19lau 11 - 14VÍNBÚÐIN BÚÐARDAL mán - fim 17 - 18Vesturbraut 15, sími 434 1303 fös 16 - 18VÍNBÚÐIN DJÚPAVOGI mán - fim 17 - 18Búlandi 1, sími 478 8270 fös 16 - 18VÍNBÚÐIN FÁSKRÚÐSFIRÐI mán - fim 17 - 18Búðavegi 35, sími 475 1530 fös 16 - 18VÍNBÚÐIN GRUNDARFIRÐI mán - fim 17 - 18Hrannarstíg 3, sími 438 6994 fös 16 - 18100 TEGUNDIRVÍNBÚÐIN HÓLMAVÍK mán - fim 17 - 18Höfðatúni 4, sími 455 3100 fös 16 - 18VÍNBÚÐIN HVAMMSTANGA mán - fim 17 - 18Höfðabraut 6 , sími 451 2370 fös 16 - 18VÍNBÚÐIN KIRKJUBÆJARKLAUSTRI mán - fim 17 - 18Skaftárskála, sími 487 4628 fös 16 - 18VÍNBÚÐIN SEYÐISFIRÐI mán - fös 14 - 18Hafnargötu 11, sími 472 1191VÍNBÚÐIN VÍK mán - fim 17 - 18Austurvegur 18, sími 487 5730 fös 16 - 19VÍNBÚÐIN VOPNAFIRÐI mán - fim 17 - 18Hafnarbyggð 1, sími 473 1800 fös 16 - 18VÍNBÚÐIN ÞORLÁKSHÖFN mán - fim 17 - 18Óseyrarbraut 4, sími 483 3650 fös 16 - 18VÍNBÚÐIN ÞÓRSHÖFN mán - fim 17 - 18Langanesvegi 2, sími 468 1505 fös 16 - 18


Vinbla i 4.qxd 24.6.2004 15:46 Page 84

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!