16.07.2013 Views

Vacutainer® Urinalysis Preservative Plus Urine Tube - BD

Vacutainer® Urinalysis Preservative Plus Urine Tube - BD

Vacutainer® Urinalysis Preservative Plus Urine Tube - BD

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Vacutainer ®<br />

<strong>Urinalysis</strong> <strong>Preservative</strong> <strong>Plus</strong> <strong>Urine</strong> <strong>Tube</strong><br />

Fyrir söfnun, geymslu og flutning þvagsýna.<br />

Þetta tæki er ekki gert úr náttúrulegu eða þurru gúmmí-latexi.<br />

Til notkunar til greiningar in vitro.<br />

NOTKUN<br />

<strong>BD</strong> Vacutainer ® <strong>Urinalysis</strong> <strong>Preservative</strong> <strong>Plus</strong> <strong>Urine</strong> <strong>Tube</strong>s eru einnota pípur sem gerðar eru til söfnunar, geymslu og flutnings á þvagsýnum<br />

fyrir strimlapróf og sjálfvirkar rannsóknir á sökki til notkunar in vitro. Pípurnar eru notaðar við kringumstæður þar sem þvagsýni er safnað<br />

af þjálfuðu heilbrigðisstarfsfólki.<br />

SAMANTEKT OG SKÝRING<br />

<strong>BD</strong> Vacutainer ® <strong>Urinalysis</strong> <strong>Preservative</strong> <strong>Plus</strong> <strong>Urine</strong> <strong>Tube</strong>s eru gerðar fyrir sjálfvirk og handvirk strimlapróf til þvaggreiningar og til að<br />

ná sökki til rannsókna. Rotvarnarefnið gerir kleift að flytja, prófa og geyma sýnið í allt að 72 klst. við stofuhita. Rotvarnarefninu fyrir<br />

þvaggreiningu er ætlað að hamla efnaskiptum bakteríunnar sem alla jafna er til staðar í þvagi eða gera hana ólífvæna en viðhalda<br />

jafnframt frumubyggingunni. Án rotvarnarefnisins heldur bakterían áfram að breytast við efnaskipti og fjölga sér og valda þannig<br />

breytingum á samsetningu efna í þvaginu sem mæld eru í hefðbundinni þvaggreiningu.<br />

VÖRULÝSING<br />

<strong>BD</strong> Vacutainer ® <strong>Urinalysis</strong> <strong>Preservative</strong> <strong>Plus</strong> <strong>Urine</strong> <strong>Tube</strong>s eru 8,0 ml að rúmmáli, 16 x 100 mm, með rotvarnarefni fyrir þvaggreiningu og<br />

<strong>BD</strong> Hemogard Closure loki með gulu slíðri. Á merkimiðanum er sýnd lágmarkslína við 7,0 ml og hámarkslína við 9,0 ml. Pípurnar eru<br />

sæfðar að innanverðu.<br />

Rotvarnarefni<br />

Meðaltalsþéttni rotvarnarefnisins í þvagsýninu í <strong>BD</strong> Vacutainer ® <strong>Urinalysis</strong> <strong>Preservative</strong> <strong>Plus</strong> <strong>Urine</strong> <strong>Tube</strong> er:<br />

Natríum própíónat 94%<br />

Etýl paraben 5,6%<br />

Klórhexidín 0,4%<br />

IS<br />

VARÚÐARRÁÐSTAFANIR<br />

1. Gæta þarf varúðar við meðhöndlun skrúfloksins á <strong>BD</strong> Vacutainer ® <strong>Urine</strong> Collection Cup, sem inniheldur nál undir merkimiðanum. Fara<br />

skal með skrúflok bollans eins og um sé að ræða mengaðan beittan hlut og fleygja því í ílát fyrir lífsýnahættu sem samþykkt er fyrir<br />

förgun beittra hluta í samræmi við ráðlagða aðferð í ykkar stofnun.<br />

2. Gæta þarf varúðar við meðhöndlun á yfirfærsluröri sem inniheldur nál og skal farga sem menguðum beittum hlut eftir notkun.<br />

3. Öll líffræðileg sýni og tæki sem notuð eru til að safna eða geyma klínísk sýni skal meðhöndla af varúð og farga í samræmi við þær<br />

varúðarráðstafanir sem CDC og CLSI ráðleggja og þær aðferðir sem mælt er með í stofnun ykkar.<br />

4. Ef þvagsýni inniheldur blóð verður að flokka öll söfnunartæki sem lífsýnahættu hvað varðar meðhöndlun og förgun.<br />

5. Kreistið ekki bollann.<br />

VARÚÐ<br />

1. Gerið hefðbundnar varúðarráðstafanir. Notið hanska, sloppa, augnhlífar, annan hlífðarbúnað og tæknilegt eftirlit til að verjast því að<br />

sýnið slettist eða leki og til að koma í veg fyrir hugsanlega snertingu við sýkingarvalda í blóði eða önnur smitandi efni.<br />

2. Öll líffræðileg sýni og tæki sem notuð eru til að safna eða geyma klínísk sýni skal meðhöndla af varúð og farga í samræmi við þær<br />

varúðarráðstafanir sem CDC og CLSI ráðleggja og þær aðferðir sem mælt er með í stofnun ykkar.<br />

3. Fleygið öllum lífsýnum í ílátum sem samþykkt eru til förgunar á þeim í samræmi við ráðlagða aðferð í ykkar stofnun.<br />

4. Ekki er mælt með því að sýni sé flutt í pípu með sprautu og nál. Önnur meðhöndlun á beittum hlutum eins og holnálum eykur hættuna<br />

á nálastungumeiðslum.<br />

5. Flytja ætti sýnishorn úr sprautu í lofttæmda pípu með sljóum búnaði af varúð af ástæðum sem lýst er hér að neðan:<br />

• Ef ýtt er á sprautustimpilinn við flutning getur það valdið jákvæðum þrýstingi á tappann og sýnið og valdið slettum og hugsanlegri<br />

snertingu við smitefni.<br />

• Lofttæmdar pípur eru gerðar til að soga upp það magn sem sýnt er.<br />

• Ef notuð er sprauta til að flytja sýnið getur það valdið því að of mikið eða of lítið sé sett í pípuna, sem veldur röngu hlutfalli þvags<br />

og rotvarnarefnis. Áfyllingu er lokið þegar lofttæmið hættir að soga, þótt sumar pípur gætu fyllst að hluta vegna stimpilmótstöðu<br />

þegar fyllt er á með sprautu. Kynnið ykkur reglur og verkferli stofnunar ykkar varðandi notkun sýnanna til greiningar.<br />

44

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!