07.12.2020 Views

Í skjóli klausturs

In the shelter of a monastery

In the shelter of a monastery

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR

Í skjóli klausturs

In the shelter of a monastery



Í skjóli klausturs

In the shelter of a monastery


Og það gerist enn í dag að Guð

gefur mönnum þessa dýrmætu gjöf,

köllunina til Karmellífs, og dreifir

þeim um allan heiminn svo að

hvergi vanti þessa garða Drottins,

þar sem streymi upp til himna

sleitulausar bænir sem Guð getur

svarað með náðarregni.


Í SKJÓLI KLAUSTURS | FORMÁLI

5

Hinn 1. júní 2019 opnaði forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, sýninguna „Í skjóli klausturs“

í forsal Pakkhúss Byggðasafns Hafnarfjarðar. Sýningu þessari var ætlað að varpa ljósi á 80 ára sögu

Karmelklaustursins í Hafnarfirði og þá starfsemi sem þar hefur farið fram í gegnum tíðina.

Fyrstu hugmyndirnar um stofnun klaustursins í Hafnarfirði vöknuðu árið 1929 í tengslum við vígslu

dómkirkju Krists konungs á Landakoti. Þær gerjuðust um tíma og má segja að vendipunkturinn hafði

orðið árið 1935 þegar príorinna Karmelklaustursins í Schiedam í Hollandi tók málið upp á sína arma.

Í kjölfarið gaf kaþólska trúboðið á Jófríðarstöðum land undir klaustur efst á svokölluðum Öldum fyrir ofan

bæinn. Framkvæmdir við byggingu klaustursins hófust árið 1939 en vegna átaka í Evrópu í síðari

heimsstyrjöldinni dróst að starfsemi hæfist í klaustrinu. Það var svo á annan í hvítasunnu árið 1946 sem

klaustrið var vígt og starfsemi hófst þar. Upphaflega voru 10 hollenskar systur í klaustrinu en fjöldi þeirra

var þó nokkuð mismunandi næstu árin. Kaflaskil urðu í starfsemi klaustursins árið 1983 en þá voru átta

nunnur enn þar, sem flestar höfðu búið þar í áratugi. Sökum aldurs treystu þær sér ekki til að reka

klaustrið lengur og fluttu til Hollands aftur til að eyða þar ævikvöldinu. Í kjölfarið var klaustrið mannað

á nýjan leik og nú með 16 systrum sem komu frá Elblag í Póllandi. Hafa þær rekið klaustrið síðan en allt

frá upphafi starfseminnar í klaustrinu hefur það og íbúar þess sett mikinn svip á bæjarlífið í Hafnarfirði

og gera enn.

Í smáriti þessu er leitast við að varðveita þá rannsóknarvinnu sem unnin var við gerð sýningarinnar

„Í skjóli klausturs“ í þeim tilgangi að miðla henni áfram nú eftir að sýningin hefur verið tekin niður.

Sérstakar þakkir eru færðar Karmelsystrunum sem í dag búa í klaustrinu fyrir ánægjulegt samstarf og

ómetanlega aðstoð við gerð sýningarinnar. Að sýningunni vann starfsfólk Byggðasafns Hafnarfjarðar en

einnig ber að þakka Birni G. Björnssyni fyrir aðstoð við hönnun hennar, Trausta Sigurðssyni

húsasmíðameistara fyrir hans framlag og H2 Hönnun sem sá um hönnun texta og myndaspjalda.

Sýningin var styrkt úr Safnasjóði.

Björn Pétursson

Bæjarminjavörður Hafnarfjarðar


And it still happens today that God

will grant to people this precious gift,

the calling to Carmelite life, and

disperses them throughout the world so

that nowhere will there be a lack of

these gardens of the Lord, from which

there may emanate constant prayers to

the Heavens that God can respond to by

letting His grace rain down on us.


IN THE SHELTER OF A MONASTERY | PREFACE

7

On 1 June 2019, the President of Iceland, Mr. Guðni Th. Jóhannesson, opened the exhibition “In the

shelter of a monastery” in the hall of the general store in Hafnarfjörður Museum. This exhibition was

intended to shed light on the 80 years of history of the Carmelite convent in Hafnarfjörður and the

activities conducted there through the years.

The first ideas for founding the Carmelite convent in Hafnarfjörður were aired in 1929, in connection

with the consecration of Christ the King Cathedral at Landakot in Reykjavík. These ideas were under

consideration for a while but the turning point came in 1935, when the prioress of the Carmelite convent

in Schiedam in the Netherlands championed the cause. Subsequently, the catholic mission at Jófríðarstaðir

donated land for the convent at the top of the so-called Öldur above the town. Construction of the

convent began in 1939 but due to the war in Europe, there was a delay in the commencement of

activities in the convent. On Whit Tuesday 1946, the convent was finally consecrated and taken into use.

At first there were 10 Dutch sisters living in the convent, whereas the number of sisters fluctuated

somewhat over the next years. A new leaf was turned in the convent's activities in 1983, at which time

eight nuns remained there, most of whom had lived there for decades. Due to their advanced age, they

no longer felt up to the task of running the convent and moved back to the Netherlands to live their

remaining years there. After that the convent was restaffed with 16 sisters who came from Elblag in

Poland. They have been running the convent since then, and the convent and its residents have been

a defining part of life in Hafnarfjörður ever since.

With this short publication it is endeavoured to preserve the research work that was done for the

exhibition “In the shelter of a monastery” for the purpose of continuing to disseminate its results now

that the exhibition has ended. Special thanks are due to the Carmelite sisters who are presently living in

the convent, for their pleasant cooperation and invaluable assistance with putting the exhibition together.

The exhibition was made possible through the efforts of the staff of Hafnarfjörður Museum, and Björn G.

Björnsson, who assisted with its design, Trausti Sigurðsson, master builder, who also contributed, and

H2 Hönnun, which provided the layout of text and image cards. The exhibition received funding from

the Museum Council of Iceland.

Björn Pétursson

Municipal Museum Curator of Hafnarfjörður









Upphaf

Karmelreglunnar

Origins of the

Carmelite Order


16

Í SKJÓLI KLAUSTURS | UPPHAF KARMELREGLUNNAR

Upphaf Karmelreglunnar má rekja aftur til krossferðanna

og fjallsins Karmel, sem einnig hefur verið

kallað „fjallið helga“ en það stendur við strendur Miðjarðarhafsins

nálægt borginni Haifa í Palestínu. Nafn

fjallsins merkir „garður“ og á því tóku einsetumenn

sér búsetu snemma á 12. öld að fordæmi spámannsins

Elíasar sem hafði verið þar á 9. öld fyrir Krists burð.

Í tímans rás tóku þeir að sameinast og hófu að lifa

samkvæmt skipulagðri reglu um 1150.

Reglan var mjög ströng en með árunum mildaðist hún nokkuð. Upphaflega má segja að markmið

reglunnar hafi verið tvö, annars vegar að lifa í fullkominni trú á Jesú Krist með hreint hjartalag og

óhaggandi samvisku í þjónustu meistarans og hins vegar að lifa í samfélagi við Jesú Krist með því að

heita því að:

• þróa í lífi sínu hugleiðandi vídd í opnu sambandi við Guð

• fylla líf sitt af kærleika

• hugleiða boðskap drottins dag og nótt

• biðja til drottins oft á dag, ýmist einn sér eða í hópi

• heiðra sakramentið daglega

• sinna líkamlegum störfum í anda Páls postula

• halda sál og líkama hreinum af öllu illu

• lifa í fátækt og deila með öðrum öllum eigum

• elska Kristna kirkju og mannkyn allt

• staðfesta trú sína á Guð og leita vilja hans í samtali og skilningi á trúnni. i


Í SKJÓLI KLAUSTURS | UPPHAF KARMELREGLUNNAR

17

Á 13. öld tók reglan að breiðast út um Evrópu og var hún formlega samþykkt af Innósentíusi IV páfa í

Róm árið 1247. Fyrsta nunnuklaustrið af Karmelreglunni var stofnað í Ávila á Spáni árið 1562 en það

stofnaði heilög Teresa af Jesú. Lagði hún áherslu á andlega þjónustu við Guð og menn með bænahaldi,

hugleiðslu, lofgjörð og tilbeiðslu auk mikilvægis þess að klaustrin væru sjálfum sér næg að mestu og

efnahagslega óháð kaþólsku móðurkirkjunni. Við það tækifæri var reglan færð til fyrri strangleika

einsetumannanna á fjallinu helga.


18

IN THE SHELTER OF A MONASTERY | ORIGINS OF THE CARMELITE ORDER

The origin of the Carmelite Order can

be traced to the Crusades and Mount

Carmel, also known as "the sacred

mountain", which is located on the

shores of the Mediterranean, near the

city of Haifa in Palestine. The name

of the mountain means "garden" and

hermits took up residence there in the

early 12th century, to follow the example

of the prophet Elijah who lived

there during the 9th century BC.


IN THE SHELTER OF A MONASTERY | ORIGINS OF THE CARMELITE ORDER

19

As time passed, they began to congregate and started living

as an organized religious order around the year 1150. The

Order was very strict, but later underwent some mitigations.

The Order had two main objectives: on the one hand, to live

in perfect faith in Jesus Christ, with a pure heart and an

unshakeable conscience in the service of the Master. On

the other hand, to live a life of allegiance to Jesus Christ,

the Carmelites bind themselves especially to:

• Develop the contemplative dimension of their life, in an open dialogue with God

• Live full of charity

• Meditate day and night on the Word of the Lord

• Pray together or alone several times a day

• Celebrate the Eucharist every day

• Do manual work, as Paul the Apostle did

• Purify themselves of every trace of evil

• Live in poverty, placing in common what little they may have

• Love the Church and all people

• Conform their will to that of God, seeking the will of God in faith, in dialogue and through discernment.

In the 13th century, the Order began to spread around Europe, and was formally approved by Pope

Innocent IV in Rome in the year 1247. The first Carmelite convent was founded in Avila in Spain in 1562,

by Saint Teresa of Jesus. She emphasized spiritual service to God and people through prayer, contemplation,

praise and worship and also the importance of maintaining mostly self-sufficient monasteries and

convents, financially independent from the Catholic mother church. On this occasion, the opportunity

was taken to restore the Order to its former strictness as adhered to by the hermits on the sacred mountain.


Karmelklaustur

í Hafnarfirði

A Carmelite convent

in Hafnarfjörður


Í SKJÓLI KLAUSTURS | KARMELKLAUSTUR Í HAFNARFIRÐI

21

Fyrstu hugmyndir um stofnun Karmelklausturs í

Hafnarfirði vöknuðu árið 1929 en á því ári voru

mikil hátíðahöld hér á landi í tengslum við vígslu

dómkirkju Krists konungs á Landakoti. Af því tilefni

kom til landsins Rossum kardínáli en í fylgdarliði

hans var faðir Hupperts sem mun hafa hreyft

fyrstur þeirri hugmynd að stofna hér á landi

íhugunarkirkju „til að biðja fyrir því ágæta fólki sem

var á Íslandi“ og kom hann þeirri hugmynd á

framfæri við nokkur klaustur í Hollandi. Hugmyndin

fékk byr undir báða vængi þegar hann bar hana

undir móður Elízabetu, árið 1935, sem þá var príorinna Karmelklaustursins í Schiedam. Lagði hún til að

Hupperts bæri hugmyndina undir einn af prestum reglunnar í Róm á Ítalíu en Hupperts átti leið þar um

á leið sinni í vísitasíu til Afríku. Í Róm var hugmyndinni vel tekið en segja má að málið hafi legið niðri

þar til prófasturinn í Rengs í Haarlem-biskupsdæminu í Hollandi ýtti við málinu á nýjan leik árið 1937

og lagði þá til að tvær nunnur reglunnar færu til Íslands til að skoða aðstæður. Varð það úr og 9. ágúst

sama ár komu til Hafnarfjarðar þær móðir Elízabet, systir Immaculata og séra Tímóteus auk konu að

nafni Mary Sweerts. Við það tækifæri færði Jóhannes Meulenberg, kaþólski biskupinn á Íslandi, þeim

lóð á Jófríðarstöðum, efst á svokölluðum Öldum, undir klaustur.

Hafði hann sótt um leyfi til atvinnu- og samgöngumálaráðuneytisins fyrir þrettán hollenskar nunnur til

landvistar og dvalar í klaustri hér á landi. Í umsókn Meulenbergs kom fram að eina starf systranna yrði

„að fást við hugleiðandi bænagjörð, en þær reka enga starfsemi, er á borgaralega vísu veit að

umheiminum eða hafa mætti atvinnu af. Þær fást hvorki við skólahald, spítalahald, kennslu eða neitt

annað, sem gefur fé í aðra hönd, en loka sig inni í klaustri sínu og helga sig bænaiðkunum“. ii Einnig

kom fram í máli hans að: „Þegar slíkt klaustur er skipað erlendum aðkomumönnum, verkar landvist

þeirra hagfræðilega eins og landvist erlendra manna er setjast að í landinu og eyða þar einvörðungu

erlendum peningum. Og svo er einmitt ástatt um nunnur þær, er hér ræðir um, að þær munu einvörðungu

lifa hér á hollenzku fé, sem hingað verður sent í hollenzkum gjaldeyri ...“ iii Leyfi fékkst fyrir

klausturbyggingunni 9. ágúst 1937 og landvistarleyfið 20. ágúst. Þetta var fyrsta nunnuklaustrið sem

reist var hér á landi frá siðaskiptum.



IN THE SHELTER OF A MONASTERY | A CARMELITE CONVENT IN HAFNARFJÖRÐUR

23

The idea for a Carmelite convent in Hafnarfjörður was first aired in

1929, when great celebrations took place in connection with the

consecration of Christ the King Cathedral at Landakot in Reykjavík.

Cardinal Rossums came to Iceland on this occasion, accompanied

by Father Hubberts, who is believed to have been the first to suggest

founding a church for contemplation in Iceland "to pray for the good

people living in Iceland" and submitted this idea to several convents

in the Netherlands. The idea reached sympathetic ears in 1935

when he described it to Mother Elizabet, who was Prioress of the

Carmelite convent in Schiedam at that time. Her recommendation to

Hupperts was that he should bring his idea to one of the priests of

the Order in Rome, as Hupperts intended to pass through Italy on

his way to a visitation in Africa. The idea was received favourably in

Rome, but remained on the shelf until 1937, when the Provost of Rengs in the Haarlem diocese in the

Netherlands revived interest in it by suggesting that two nuns of the Order should travel to Iceland and

explore conditions. This came to pass and on the 9th of August in the same year, Mother Elizabet, Sister

Immaculata, Father Timoteus and a woman named Mary Sweerts arrived in Hafnarfjörður. On that

occasion, Johannes Meulenberg, the Catholic Bishop of Iceland, gave them a plot at Jófríðarstaðir, at the

highest point of the so-called Öldur, for the building of a convent.

He had sent an application to the Ministry of Employment and Transportation to seek permission for

thirteen Dutch nuns to come to Iceland and live in a convent there. Meulenberg stated in his application

that the Sisters' only function would be "to engage in contemplative prayer, and not conduct any

activities that could be seen as directed towards the outside community in a worldly manner or such as

could create employment. They will not provide schooling or hospital work, instruction or anything else for

financial gain, but remain cloistered and devote themselves to prayer." His missive also contained the

following: "When such a convent is run by foreign visitors, their sojourn in the country will be the

economic equivalent of that of foreigners who settle in the country and exclusively spend foreign money

there. And it is indeed the case with the nuns in question, that they will subsist here solely on Dutch

funds, which will be sent here in Dutch currency..." A permission for the building of the convent was

obtained on the 9th of August 1937, and on August 20th, the nuns were granted permission to come

and live in Iceland. This was the first convent built in Iceland since the Reformation.


Herstöð í klaustrinu

Military base in the convent


Í SKJÓLI KLAUSTURS | HERSTÖÐ Í KLAUSTRINU

25

Sumarið 1939 hófst fjársöfnun í

Hollandi til að fjármagna hönnun

og byggingu klaustursins. Söfnun

þessi gekk mjög vel og var samið

við Einar Erlendsson arkitekt um

að teikna hið fyrirhugaða klaustur.

Einar hafði nokkru áður teiknað

annað stórhýsi í Hafnarfirði, Barnaskóla

Hafnarfjarðar, sem síðar

hlaut nafnið Lækjarskóli. Verktakar

að klausturbyggingunni voru þeir

Guðjón Arngrímsson, Bjarni

Erlendsson, Kristmundur Georgsson

og Gestur Gamalíelsson.


26

Í SKJÓLI KLAUSTURS | HERSTÖÐ Í KLAUSTRINU

Eins og áður hefur komið fram komu þrjár nunnur til

landsins vorið 1939 til að koma klausturbyggingunni af

stað og fylgjast með framkvæmdum öllum. Þetta voru

þær móðir Elízabet og systur Veronica og Martina.

Fengu þær gistingu í skólahúsnæði St. Jósefssystra við

Suðurgötu og ætluðu þær að búa þar fram að því að

klaustrið yrði íbúðarhæft. Smíði fyrsta áfanga klaustursins

var að mestu lokið vorið 1940 en þá höfðu aðstæður

breyst í Evrópu. Síðari heimsstyrjöldin var skollin á og

Þjóðverjar voru búnir að hernema Holland sem meðal

annars varð til þess að þær nunnur sem ætluðu til Íslands þá um sumarið komust hvergi. Þar sem ljóst

var orðið að ekki væri hægt að hefja starfsemi í klaustrinu eins og til hafði staðið vöknuðu hugmyndir

um hvernig nýta mætti húsnæðið á annan hátt. Sem dæmi um þetta má vitna í skrif Hafnfirðings í Vísi

þar sem hann sagði meðal annars: „Mér er sagt að hús þetta standi nú autt. Væri ekki athugandi fyrir

þá, sem vinna að því að koma barnaspítala á fót, hvort ekki væri tiltækilegt að fá þessa klausturbyggingu

leigða til slíkra afnota, eða fá aðstoð hins opinbera til þess að hún yrði tekin eignarnámi? Við megum

sannarlega ekki við því, að slíkar stórbyggingar standi auðar, og ég gæti trúað því, að þessi bygging

væri að mörgu leyti tilvalin fyrir slíka starfsemi.“ iv Ekkert varð þó úr því að barnaspítali væri settur í

húsið en bæði breska og bandaríska setuliðið leigðu það á stríðsárunum og þess má geta að fyrsta

messan sem sungin var í klaustrinu, 18. júlí 1940, var sungin af breska prestinum séra Gaffney sem

hafði komið hingað til halds og trausts fyrir þá bresku hermenn sem voru í Hafnarfirði. Í kjölfar

brotthvarfs hermannanna tók heimilislaust fólk sér búsetu í húsinu og var þar til ársins 1946.

Nunnurnar þrjár sem komnar voru til landsins fóru árið

1943 til Bandaríkjanna í boði þarlendra klaustra og

ætluðu að dvelja þar fram yfir stríðslok. Móðir Elízabet

lést í Bandaríkjunum árið 1944 en systir Veronica og

systir Martina komu aftur til Íslands í ágúst 1945.



28

IN THE SHELTER OF A MONASTERY | MILITARY BASE IN THE CONVENT

In the summer of 1939 a drive was

started in the Netherlands to collect

funds for the design and building of the

convent. This drive was very successful

and the architect Einar Erlendsson

was commissioned to design the proposed

convent. Einar had some time

earlier designed another large building

in Hafnarfjörður, the town’s elementary

school, which was later given the name

Lækjarskóli. Contractors for the

construction of the convent building

were Guðjón Arngrímsson, Bjarni

Erlendsson, Kristmundur Georgsson

and Gestur Gamalíelsson.


IN THE SHELTER OF A MONASTERY | MILITARY BASE IN THE CONVENT 29

As already stated, three nuns came to Iceland

in the spring of 1939 to arrange for the start of

the construction of the convent building and to

keep an eye on all the proceedings. These were

Mother Elizabet and Sisters Veronika and

Marina. They were provided with lodgings in the

building that housed the school run by the

Sisters of St. Joseph at Suðurgata in Reykjavík,

and intended to live there until the convent was

fit for habitation. The first stage of the

construction of the convent was mostly finished

by the spring of 1940, by which time the

situation in Europe had changed considerably. World War II had begun and Germany had occupied the

Netherlands, which meant that the nuns who wanted to come to Iceland that summer were unable to do

so. As it was clear that it would not be possible to take up the intended activities in the convent, ideas

began to surface regarding other use of the building. One such idea was proposed in an article in the

newspaper Vísir, where a local in Hafnarfjörður stated: "I am informed that this building is now empty. It

might be advisable for those who are working towards establishing a children's hospital to examine the

possibility of leasing this convent building for such use, or to seek assistance from the government to

have the building expropriated. We certainly cannot afford to leave such large buildings unused, and I

think it very likely that this building would in many ways be quite well suited for this purpose." Despite

this view, the house was never used as a hospital for children, but garrison troops from the UK and the

USA leased it during the war and in fact, the first mass that took place in the convent, on the 18th of July

1940, was officiated by the British priest Father Gaffney, who had come to Iceland to provide spiritual

support to the British soldiers stationed in Hafnarfjörður. After the departure of the soldiers, homeless

people squatted in the building and remained there until the year 1946.

The three nuns who had come to Iceland left in 1943 for

the USA at the invitation of American convents, and

planned to stay there until the end of the war. Mother

Elizabet died in the US in 1944 but Sisters Veronica and

Martina returned to Iceland in August of 1945.




Klaustrið vígt

Inauguration of the convent


Í SKJÓLI KLAUSTURS | KLAUSTRIÐ VÍGT 33

Eftir lát móður Elízabetar tók systir Veronica við forystu klaustursins í Hafnarfirði og kom hún ásamt

systur Martinu aftur til Íslands með herflugvél frá New York í stríðslok. Tóku þær til við að gera klaustrið

starfhæft og undirbúa komu systranna frá Hollandi. Á annan í hvítasunnu 1946 voru húsið og garðurinn

blessuð af séra Dreesens en fyrstu nóttina dvöldu nunnurnar í klaustrinu hinn 25. júní sama ár. Fyrsta

messan var lesin í nýbyggðri kapellu klaustursins hinn 27. ágúst en fram að því höfðu systurnar haft

afnot af kapellu St. Jósefsspítala.

Um haustið 1947 var klaustrið orðið fullmannað með 10 nunnum og var móðir Dominika þá abbadís.

Í september var klaustrið loks innsiglað af Jóhannesi Gunnarssyni biskup að hætti Karmelreglunnar.

Með innsiglinu hófst hin svokallaða innilokun nunnanna og hið formlega klausturlíf á Jófríðarstöðum

eins og siður var á þeim tíma. Á þessum tíma var klausturlífið svo strangt að nunnurnar voru

einangraðar frá lífinu utan klaustursins og máttu ekki eiga í samskiptum við fólk utan þess. Í klaustrinu

voru bæði úti- og inninunnur en þær síðarnefndu höfðu það hlutverk að biðja fyrir því landi og þjóð sem

þær störfuðu í, sögðu þá skilið við allt sitt fyrra líf og lifðu í aðskilnaði frá venjulegu mannlífi og

veraldlegu samfélagi til að geta helgað sig óskiptar starfi að velferð mannkyns. Útinunnurnar voru hins

vegar í samskiptum við samfélagið utan klaustursins og sáu um öll ytri málefni þess. Þær máttu ekki

blandast í hóp inninunnanna og sem dæmi þurftu þær að koma mat til inninunnanna í gegnum

sérstakan skáp.

Á þessum tímapunkti voru þó ekki komnar til landsins þær systur sem áttu að sinna hlutverki útinunna,

þ.e. þeirra sem áttu að sjá um samskipti klaustursins við umheiminn og voru þá valdar tvær systur til

að sinna því hlutverki. Síðar komu til landsins systir Mikaela og systir Rafaela sem tóku báðar við

embætti útinunna og urðu fljótt og um langan tíma þekktar meðal Hafnfirðinga.



Í SKJÓLI KLAUSTURS | KLAUSTRIÐ VÍGT

35

Á kirkjuþingi í Páfagarði árið 1965

var ákveðið að breyta nokkuð þeim

reglum sem gilt höfðu um lífið í

Karmelklaustrum og í kjölfarið urðu

breytingar á lífinu á Jófríðarstöðum.

Sem dæmi um það skiptust systurnar

á að annast aðdrætti fyrir klaustrið og

tengdust þá samfélaginu betur auk

þess sem þær fengu leyfi til að fara í

sumarfrí á þriggja ára fresti til að

heimsækja fjölskyldur sínar og vini.


36

IN THE SHELTER OF A MONASTERY | INAUGURATION OF THE CONVENT

After the death of Mother Elizabet, Sister Veronica took over as the leader of the convent in Hafnarfjörður,

and came back to Iceland with Sister Martina on an army plane from New York at the end of the war.

They began the work of making the convent operational and preparing the arrival of the other Sisters

from the Netherlands. On Pentecost Monday, 1946, the building and the garden were consecrated by

Father Dreesens, and the nuns spent their first night in the convent on the 25th of June that same year.

The first mass in the convent's newly built chapel took place on the 27th of August. Before that the

Sisters had the use of the chapel in St. Joseph's Hospital in Reykjavík.

By the autumn of 1947, the convent had a full complement of 10 nuns, with Mother Dominika as

Abbess. In September, the convent was finally sealed by the Bishop according to the custom of the

Carmelite Order. The purpose of the sealing ceremony was to mark the so-called cloistering of the nuns

and the beginning of formal convent life at Jófríðarstaðir, as was the custom at the time. In those days,

life in the convent was governed by very strict rules and the nuns were isolated from life outside the

convent, forbidden from having any communication with people on the outside. The nuns in the convent

were divided into uncloistered and cloistered nuns, of whom the latter had the task of praying for the

country where they lived and for the people of that country. They were to leave all their former life behind

and live in seclusion from ordinary human activity and worldly society in order to devote themselves

entirely to working towards the well-being of humanity. The uncloistered nuns, on the other hand, had

contact with the community outside the convent and were in charge of all convent matters connected

with the world outside it. They were not permitted to have any contact with the cloistered nuns and even

had to bring the cloistered nuns their food by passing it through a special cupboard.

However, at this time the Sisters who were to be entrusted with the task of the uncloistered nuns, i.e. to

take care of all interactions between the convent and the outside world, had not yet arrived in Iceland, so

two of the Sisters already present were elected to take on this task. Later, Sisters Mikaela and Rafaela

came to Iceland and both took on the office of uncloistered nuns, and before long they had become

well-known to the locals in Hafnarfjörður and remained so for a long time.


IN THE SHELTER OF A MONASTERY | INAUGURATION OF THE CONVENT 37

The Second Vatican Council in 1965

made certain alterations to the rules

that had applied to life in Carmelite

convents and consequently the life of

the nuns in Jófríðarstaðir changed.

For instance, the Sisters began to take

turns going out and getting supplies

for the convent, and thereby formed

better connections with the community,

and they were also given the option of

going on summer vacation every

three years so they could visit their

families and friends.


Daglegt líf í klaustrinu

árið 1954

Daily life in the convent

in the year 1954



40

Í SKJÓLI KLAUSTURS | DAGLEGT LÍF Í KLAUSTRINU ÁRIÐ 1954

Á fyrstu árum Karmelklaustursins á

Jófríðarstöðum var líf systranna í mjög föstum

skorðum. Flestir dagar voru eins og skipulagið

strangt. Móðir Veronica lýsti því á eftirfarandi

hátt í viðtali árið 1954. Klukkan 5:55 á

hverjum morgni hringdu klausturklukkurnar og

var þá fótaferðartími Karmelsystra. 20

mínútum síðar var gengið til hljóðrar

bænagerðar og hugleiðingar. Frá 7:15-7:45 var

sameiginlegur sálmasöngur en á slaginu

8 söng klausturpresturinn messu í kapellu

klaustursins. Klukkan 9 var komið að

sálmasöng í stundarfjórðung en að því búnu var drukkið kaffi og hálf brauðsneið borðuð með.

Klaustursysturnar neyttu aldrei annars morgunverðar en þessa nema á stórhátíðum. Frá 9:15 til 11:00

var vinnutími sem varið var bæði í matjurtargarðinum og til handavinnu sem þær seldu. Hádegisverður

var klukkan 11:00, fiskur á hverjum degi með kartöflum. Kjöt var aldrei á borð borið og á föstudögum

aldrei mjólk eða egg. Meðan á hádegisverðinum stóð las ein af nunnunum upp úr andlegri bók fyrir

hinar systurnar en ekkert samtal mátti eiga sér stað í borðstofunni meðan á máltíðinni stóð.

Klukkan 11:45 var frítími í rúma klukkustund og máttu systurnar þá tala saman og verja tímanum til

ýmissa starfa. Klukkan 13:00 tóku nunnurnar aftur til við vinnu sína og þá hver í sínum klefa í

nauðsynlegri einveru og algerri og órofinni þögn. Klukkutíma síðar kölluðu klausturklukkurnar til

sálmasöngs í hálfa klukkustund og næsta hálftíma þar á eftir var lesið upp úr heilagri ritningu eða

öðrum andlegum bókum. Klukkan 15:00 var tekið til við vinnu aftur í tvær klukkustundir en þá var

komið að bæn og trúarhugleiðingu í eina klukkustund. Klukkan 18:00 var sameiginlegur kvöldverður

sem samanstóð af brauði með osti eða einhverju öðru áleggi og kaffi.

Klukkan 18:30 var aftur almenn samkoma og skylduvinna en klukkutíma síðar tók við sálmasöngur.

Næsti hálftími var frjáls bænatími en þá tók við hálftími er nunnurnar vörðu í einveru, hver í sínum

klefa. Klukkan 21:00 var sálmasöngur í eina og hálfa klukkustund og í kjölfarið gengu systurnar til

náða til að safna andlegum og líkamlegum kröftum fyrir næsta dag.




IN THE SHELTER OF A MONASTERY | DAILY LIFE IN THE CONVENT IN THE YEAR 1954

43

During the first years of the Carmelite convent, the life

of the Sisters at Jófríðarstaðir followed a very rigid

pattern. Most days were spent in similar fashion

according to a strict plan. In an interview in 1954,

Mother Veronica described it as follows. Every morning

at 5:55 the bells of the convent were sounded, to

signal to the Carmelite Sisters that it was time for

them to get up. Twenty minutes later, they assembled

for silent prayer and contemplation. Between

7:15–7:45 they sang hymns together and punctually

at 8 o'clock, the convent priest said mass in the

convent's chapel. At 9 o'clock it was time for singing

psalms for a quarter of an hour, after which the nuns

drank coffee and ate half a slice of bread with it. The

Sisters in the convent never had anything else for breakfast, except on major feast days. From 9:15 to

11:00, the nuns worked either in the kitchen garden or at crafts to create items which they would then

sell. The midday meal was served at 11:00, and every day it consisted of fish and potatoes. No meat

was ever served, and on Fridays there was neither milk nor eggs on the table. During the midday meal,

one of the nuns read alou d from a spiritual book for the other Sisters, and no conversation was

allowed in the refectory for the duration of the meal.

From 11.45 there was free time for just over an hour, which the Sisters could use to talk among

themselves and spend time on various activities. At 13:00, the nuns returned to their duties, each in

her own cell in vital solitude and total, unbroken silence. One hour later, the bells of the convent

sounded the call for psalms, which the nuns sang for half an hour and the half hour after that was

spent reading from the holy scriptures or other spiritual books. At 15:00, there was more work for two

hours, after which there was time for prayer and religious contemplation for one hour. At 18:00, there

was a communal evening meal, which consisted of bread with cheese, or some other topping, and

coffee.

At 18:30, the nuns gathered together once more for conversation and obligatory work tasks, and one

hour later there was singing of psalms. The next half hour was for free prayer, and after that the nuns

spent half an hour in solitude in their respective cells. At 21:00, there was singing of psalms for an hour

and a half, after which the Sisters went to bed to gather spiritual and physical strength for the next day.


Kaflaskil

End of an era


Í SKJÓLI KLAUSTURS | KAFLASKIL

45

Árið 1983 var komið að kaflaskilum í Karmelklaustrinu

á Jófríðarstöðum. Þá voru átta nunnur í

klaustrinu sem allar höfðu verið áratugi hér á landi

en meðal þeirra voru systir Veronica sem kom 1939,

systir Miriam sem kom 1946 og systir Magdalena

sem kom 1947. Systurnar voru orðnar fáar, aldraðar

og lasburða og treystu sér ekki lengur til að halda úti

starfsemi í klaustrinu. Þær höfðu reynt um hríð að

endurnýja hópinn með því að skrifa til annarra

Karmelklaustra víða um lönd og reynt að fá hingað

til lands systur til að halda starfseminni áfram en það

hafði ekki borið árangur. „Við munum yfirgefa

landið og þjóðina með söknuði því hér hefur okkur

liðið vel og það hefur engan skugga borið á samskipti

okkar við fólkið í landinu. Hjörtu okkar munu alltaf

vera á Íslandi eða eins og ein okkar orðaði það: Þegar

við komum aftur heim til Hollands verðum við

hjartalausar ...“ v var haft eftir móður Miriam við

þessi tímamót.



Í SKJÓLI KLAUSTURS | KAFLASKIL

47

Klaustrið var þó ekki mannlaust nema í stutta stund því í lok árs 1983 var orðið ljóst að þar hæfist

starfsemi á ný árið eftir. Þá höfðu 16 nunnur úr klaustri Karmelreglunnar í Elblag í Póllandi tekið boði um

að setjast að í Hafnarfirði. Klaustrið í Elblag var stofnað árið 1958 og að því hafði alltaf verið mikil aðsókn

og það því mjög fjölmennt. Nunnurnar sem komu til Hafnarfjarðar í mars 1984 voru flestar á milli tvítugs

og þrítugs en tvær þær elstu voru á sextugsaldri. Príorinna þeirra var Dobrównka Elisabeth Michalek.

Nutu þær aðstoðar kaþólska biskupsins á Íslandi, pólsks kardinála og sendiherra Vatíkansins í Kaupmannahöfn

við flutningana. vi Í viðtali sagði móðir Dobrównka meðal annars að það hefði verið tekið mjög

hjartanlega á móti þeim við komuna til Hafnarfjarðar, sem væri mjög mikilvægt fyrir þær. Þær hefðu í

Karmelklaustrinu í Elblag í Póllandi, þar sem þær voru áður, alltaf verið í sama húsi og aldrei komið út

fyrir þess dyr og því hefðu slíkar viðtökur eftir hið langa ferðalag frá Póllandi verið þeim mikið ánægjuefni. vii


48

IN THE SHELTER OF A MONASTERY | END OF AN ERA

The year 1983 marked the end of an era in the Carmelite

convent at Jófríðarstaðir. At that time there were

eight nuns living in the convent, all of whom had been

in Iceland for decades, including Sister Veronica, who

arrived in 1939, Sister Miriam, who arrived in 1946,

and Sister Magdalena, who arrived in 1947. By now

the Sisters were few, advanced in years and sickly, and

no longer felt able to tend to their duties in the convent.

They had been trying to replenish their numbers for some

time by writing to other Carmelite convents in various

countries to invite Sisters to come to Iceland to continue

the work, but this had proved unsuccessful. "We will

leave this country and its people with regret in our

hearts because we have been happy here and there has

been no trouble in our interactions with the people of this

country. Our hearts will always remain in Iceland, or as

one of us put it: When we are back in the Netherlands

we will no longer have hearts..." Mother Miriam was

quoted as saying about this event.


IN THE SHELTER OF A MONASTERY | END OF AN ERA 49

In spite of this, the convent did not stand empty for long, as it had become clear by the end of 1983

that activities would resume there the following year. This was due to the fact that 16 nuns from the

Carmelite convent at Elblag in Poland had accepted an invitation to take up residence in Hafnarfjörður.

The convent in Elblag was founded in 1958 and had always had many applicants and consequently a

high number of residents. Most of the nuns who came to Hafnarfjörður in March of 1984 were in their

twenties, but the oldest two were in their fifties. Their Prioress was Dabrowska Elisabeth Michalek.

They were assisted with their relocation by the Catholic Bishop in Iceland, a Polish Cardinal and the

Papal Nuncio in Copenhagen. In an interview, Mother Dobrówska said that they had been received very

warmly when they came to Hafnarfjörður, which they felt was very important to them. In the Carmelite

convent at Elblag in Poland, their last home, they had always remained in the same building and never

ventured outside its walls, and therefore such a reception after their long journey from Poland was a

great source of joy to them.


Hamingjusömustu

konur í heimi

The happiest women

in the world



52

Í SKJÓLI KLAUSTURS | HAMINGJUSÖMUSTU KONUR Í HEIMI

Í dag eru 12 nunnur í klaustrinu

og sífellt endurnýjast hópurinn en

sem dæmi um það hafa tvær

ungar konur gengið í regluna á

síðustu árum. Ferlið er langt og

formfast. Fyrst er hálft ár þar sem

ungnunnan er án búnings og

kallast ekki „systir“ en að öðru

leyti lýtur hún sömu reglum og nunnurnar í klaustrinu.

Að því loknu fær hún búning og tekur upp nýtt nafn.

Eftir ár í búningi heitir nunnan Guði þriggja ára

þjónustu og að þeim tíma liðnum vinnur hún

lokaheitið og verður þá formlega Karmelsystir.

Lífið í Karmelklaustrinu á Jófríðarstöðum er í dag ekki ósvipað því sem það hefur verið allt frá stofnun

þess. Systurnar vakna kl. 5:55, klæða sig og fá sér kaffi en kl. 6:10 hefst dagurinn með bæn í kapellunni

(engill drottins, tíðarbæn – efri óttusöngur) og um 15 mínútum síðar tekur við klukkustundarlöng

íhugunarbæn í þögn með hugleiðslu. Klukkan 7:25 er tíðabæn en tíu mínútum síðar fer hver nunna í sitt

hlutverk, ein fer í eldhús að undirbúa morgunmat, einhverjar æfa söng eða spila á hljóðfæri o.s.frv.

Klukkan 8:00 er messa í kapellunni og kl. 8:45 er komið að morgunverði. Á milli kl. 9:00 og 10:00 sinna

systurnar ýmsum verkum í klaustrinu en þá tekur við lestur andlegra bóka í klukkustund og á milli

kl. 11:00 og 12:00 hefur hver tíma fyrir sig. Klukkan 12:00 taka við rósakransbænir þar sem gengið er

um garðinn og beðið á talnabandi en í kjölfarið taka við tíðabænir (miðdagstíð og nón).


Í SKJÓLI KLAUSTURS | HAMINGJUSÖMUSTU KONUR Í HEIMI 53

Frá kl. 13:15 til 14:00 sinna systurnar aftur hinum ýmsu verkum í klaustrinu en þá tekur við

hádegisverður (súpa). Vinnustund hefst klukkan 14:30 þar sem nunnurnar ýmist mála kerti, vinna í

eldhúsinu eða garðinum svo eitthvað sé nefnt, en kl. 16:35 taka við tíðabænir og aftansöngur (talnaband

til miskunnsama Jesú). Klukkan 17:10 er komið að kvöldmat og á meðan hans er neytt er hlustað á

trúarlegan lestur. Klukkan 17:30 er aftur komið að íhugunarbæn í þögn og hugleiðslu og kl. 18:30 tekur

við tíðabæn (óttusöngur hinn fyrri). Um 18:50 sinna systurnar ýmsum verkum, s.s. að þvo upp eftir

kvöldmat og sinna ýmsu sem sinna þarf en frá 19:30-21:30 er samverustund þar sem þær spjalla

saman og sinna handavinnu. Klukkan 21:30 tekur við tíðabæn og náttsöngur en eftir hann er bjöllum

klaustursins hringt til merkis um upphaf heilagrar þagnar (þá má ekkert tala, það er tími til að tala við

Guð einan). Klukkan 22:00 hefst undirbúningur fyrir svefn og ganga þær til náða í kjölfarið.

Í viðtali sem tekið var við móður Maríu fyrir nokkrum árum var hún spurð spurningarinnar sem margir

velta fyrir sér, hvers vegna ganga ungar konur í klaustur? Svarið var einfalt: „Þetta er köllun“. Til að

útskýra þetta betur sagði hún: „Engin kona, sem ekki finnur fyrir þessari köllun, gæti haldið þetta út.

Öfugt við til dæmis Fransiskusystur og St. Jósefssystur, sem starfa úti á meðal fólks, þá sjáum við ekki

árangurinn af starfi okkar en við trúum því að með lífi okkar hjálpum við öðrum. Auðvitað er þetta

stundum erfitt, við erum engir englar. En engu að síður tel ég mig vera hamingjusömustu konu í heimi

og ég er Guði þakklát fyrir að hafa valið mig.“ viii


54

IN THE SHELTER OF A MONASTERY | THE HAPPIEST WOMEN IN THE WORLD

Today, there are 12 nuns living in

the convent and their numbers are

constantly being replenished, as

illustrated by the fact that two young

women have joined the Order in

recent years. Joining the Order is a

long and rigorous process. First there

is a six-month period during which

the novice does not wear a habit and

is not addressed as "Sister", but is otherwise

subject to the same rules as the

nuns in the convent. After that she receives

her habit and takes a new name.


IN THE SHELTER OF A MONASTERY | THE HAPPIEST WOMEN IN THE WORLD 55

When the nun has worn the habit for a year, she pledges

three years of service to God and when those years have

passed, she takes her final vows and formally becomes a

Sister of the Carmelite Order.


56

IN THE SHELTER OF A MONASTERY | THE HAPPIEST WOMEN IN THE WORLD

Today, life in the Carmelite convent at Jófríðarstaðir is not that different from how it was when it was

founded. The sisters rise at 05:55 and have coffee. Their day begins at 06:10 with a prayer in the

chapel (the Angelus, lauds), followed 15 minutes later by an hour-long silent prayer and contemplation.

Lauds, or morning prayer, is at 07:25 and lasts for ten minutes. Each nun then tends to her tasks, one

prepares breakfast in the kitchen, some practice singing or playing instruments, etc. Mass is at 08:00

in the chapel and breakfast is had at 08:45. The sisters tend to various tasks in the convent between

09:00 and 10:00, followed by an hour of reading spiritual literature. 11:00 to 12:00 is private time for

the nuns. At noon, the sisters pray the rosary while walking in the garden and then say noon and

midafternoon prayers (sext and nones). Between 13:15 and 14:00, the nuns again tend to various

tasks around the convent, followed by lunch (soup). Manual labour commences at 14:30, during which


IN THE SHELTER OF A MONASTERY | THE HAPPIEST WOMEN IN THE WORLD 57

the nuns paint candles, work in the kitchen or

garden, etc. Vespers are sung at 16:36 (Chaplet of

the Divine Mercy). Supper is at 17:10, accompanied

by spiritual readings. There is silent prayer and

contemplation at 17:30, followed by matins at 18:30.

At around 18:50, the sisters begin tending to various

necessary tasks, such as washing the dishes after

dinner, followed by a communal gathering from 19:30

to 21:30 during which the sisters talk among

themselves and do crafts work. Compline is sung at

21:30, after which the bells of the convent are rung

to mark the beginning of holy silence (when no one may talk as it is time for solitary communion with

God). At 22:00, they begin preparing for bed and then go to sleep.

In an interview with Mother María a few years ago she

was asked the question which many people want to ask:

why do young women join a convent? The answer was

simple: "It is a calling." To explain this further she added:

"No woman who does not feel such a calling would be able

to endure such a life. Unlike, for instance, the Sisters of St.

Francis and of St. Joseph, who work among the public,

we do not get to see the results of our work but we believe

that through our life we do help others. Of course it can be

difficult at times, we are no angels. Nevertheless, I consider

myself the happiest woman on earth, and I am grateful

to God for having chosen me."




60

Í skjóli

klausturs

In the shelter

of a monastery

© Texti | Text: Björn Pétursson

© Ljósmyndir | Photos: Byggðasafn Hafnarfjarðar

Byggðasafn Hafnarfjarðar, Hafnarfirði 2020

Myndaval | Photo editorial: Rósa Karen Borgþórsdóttir

Uppsetning sýningar | Exhibition planning and setup:

Björn Pétursson, Rósa Karen Borgþórsdóttir og Heiðrún Konráðsdóttir

Hönnun og umbrot | Design and layout: Meda miðlun

Prentun og bókband | Printing: Ísafold

ISBN 978-9935-9458-2-2

Öll réttindi áskilin | All rights reserved

Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun,

prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða

í heild, án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda.

The contents of this book may not be reproduced in any form

without the written permission of the publisher.


Í SKJÓLI KLAUSTURS | HEIMILDASKRÁ 61

Ásgeir Guðmundsson, Saga Hafnarfjarðar 1908 – 1983, 2. bindi. Skuggsjá, Hafnarfjörður 1983

Frances Andrews, The other friars, Carmelite, Augustinian, Sack and Piped Friars in the middle

ages, The Boydell Press, England 2006, ISBN: 978-1-84383-258-4

Geoffrey Ashe, The Carmelite Order, A Short History, Carmelite Press, England 1977,

ISBN: 0-904849-03-1

Joachim Smet, O. Carm. The mirror of Carmel, a brief history of the Carmelite order, Carmelite

media, Bandaríkin 2011, ISBN: 978-1-936742-01-1

Joachim Smet, Cloistered Carmel, Edizioni Carmelitane, Ítalía 1986, ISBN 978-88-7288-113-6

i https://ocarm.org/en/content/ocarm/our-rule

ii http://karmel.is/

iii Tíminn, 25. 08. 1937

iv Vísir, 03. 11. 1943

v Dagblaðið Vísir, 12. 04. 1986

vi Morgunblaðið, 22. 05. 1983

vii Morgunblaðið, 20. 03. 1984

viii Morgunblaðið, 21. 03. 1984




BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!