20.05.2016 Views

Sviðsljósið

Fréttablað Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum

Fréttablað Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

FRAMHALDSSKÓLINN Í VESTMANNAEYJUM<br />

SVIÐSLJÓSIÐ<br />

Innihald:<br />

Viðtöl<br />

Sk em m tiefni<br />

H eilsuhor nið<br />

H eyr st hefur...<br />

Sum ar fagnaður FÍV<br />

Kr ossgáta<br />

Stjör nuspá<br />

Uppsk r iftir<br />

H ver er m aður inn?


Nokkur orð um <strong>Sviðsljósið</strong><br />

Saga blaðsins er ekki löng en nauðsynleg að nefna hér. Upphaflega átti þetta blað bara að vera hluti af verkefnavinnu í áfanganum Félagsog<br />

fölmiðlafræði. Nemendur tóku vel í verkefnið þótt að það hafi farið heldur seint af stað og lögðu mikla og góða vinna í að safna saman<br />

efni sem þau vildu hafa í blaðinu. Nafnið <strong>Sviðsljósið</strong> kom upp í huga nemenda þar sem við höfðum horft á kvikmyndina Spotlight fyrr í<br />

vetur. Ég tel að það sé einstaklega flottur titill á blaði þó svo að syni mínum hafi fundist það frekar hallærislegt og hefði frekar viljað láta<br />

það heita eitthvað meira ?töff?. Hann hafði hins vegar enga hugmynd um neitt ?töff? nafn á skólablað. Kannski verður hann kominn með<br />

þennan ?töff? titil þegar hann kemur sjálfur í framhaldsskólann og þá getur hann sjálfur séð um að koma honum á framfæri með útgáfu<br />

skólablaðs. En jæja, nóg um titilinn. Þegar síðustu kennsludagarnir runnu upp og uppsetning blaðsins var í molum (enginn í ritstjórn hafði<br />

unnið við blaðaútgáfu áður) þá var mér ekki farið að lítast á þetta lengur, réttara sagt þá var ég að farast úr stressi og leitaði víða að<br />

ráðleggingum um forrit sem gæti auðveldað okkur þessa vinnu. En sú aðstoð skilaði litlu en hr. google stóð fyrir sínu (nú verður Sammi<br />

ánægður með mig) og frábær heimasíða poppaði upp. Ég fékk viku til þess að setja upp þetta ágæta blað og prófa forritið án þess að þurfa<br />

að borga og það besta við það var að hægt var að prenta út blaðið og vista það á pdf. Einmitt það sem ég vonaðist eftir. Þegar hérna er<br />

komið við sögu þá var síðasti kennsludagur kominn og farinn. Alveg elska ég það þegar ég kem mér í svona aðstæður (kaldhæðni). Hér var<br />

ég á leiðinni inn í Hvítasunnuhelgina með fullt af flottu efni frá nemendum og ekkert blað. Þá var lítið annað að gera en að bretta upp ermar<br />

og setja saman efniviðinn svo úr yrði skemmtilegt og fróðlegt skólablað. Bjartsýnin alveg að drepa mig. Og Hvítasunnan kom og<br />

Hvítasunnan fór án þess að ég tók eftir því. Blaðið varð að mínum áfangastað frá morgni til kvölds og í draumi líka (já það er hægt að dreyma<br />

um blaðaskriftir og forritun). Bíllinn minn sat einmanna á bílaplaninu og eflaust margir farnir að halda að ég væri búin að flytja lögheimili<br />

mitt að Dalavegi 2. Og nú sit ég hér og skrifa þessi orð, korter í að ég eigi að mæta með afraksturinn í prentsmiðjuna. En þetta hafðist því allt<br />

er hægt ef viljinn er fyrir hendi... eða er það ekki annars? Ég hef hugsað það alla helgina að ég muni ekki koma mér í svona aðstæður aftur<br />

en ég veit alveg að ég mun engan veginn geta staðið við það. Kannski minn stærsti galli eða minn stærsti kostur, fer líklegast eftir því<br />

hvernig horft er á málið. Blaðið kemur allavega út, vinna nemenda minna er sýnileg, styrkir frá flottum fyrirtækjum bæjarins komast á<br />

framfæri og aðgangsmiðinn á sumarfagnað nemenda í næstu viku lækkar svo um munar. Þetta er hins vegar fyrsta og eina skiptið sem ég<br />

tek að mér blaðaútgáfu (vonandi get ég nú allavega staðið við það) og vonandi eru allir sáttir með afraksturinn. Ef ekki þá verður tekið á<br />

móti kvörtunum eftir ca. 3 Hvítasunnur.<br />

Kær kveðja<br />

Ritstjóri<br />

RITNEFNDIN<br />

Agnes Líf Sveinsdóttir<br />

Andr és Egill Guðjónsson<br />

Eva M aggý Einar sdóttir<br />

Gunnar Fr eyr H afsteinsson<br />

H anna Sigr íður Agnar sdóttir<br />

H ulda Sigr íður H ilm ar sdóttir<br />

Jón H elgi Reyk jalín Jónsson<br />

Kr istín Edda Valsdóttir<br />

M ir r a Björ gvinsdóttir<br />

Natalía Kjar tansdóttir<br />

Óli Bjar k i Austfjör ð<br />

Sólveig Alda Ar nar dóttir<br />

Sólveig Sver r isdóttir<br />

Ylfa jóhanna H elgadóttir<br />

Um sjón ar m aðu r og r i tstjór i :<br />

Thelm a B. Gísladóttir<br />

Útgefan d i :<br />

Nem endur í FÉLA2SF05<br />

Star fshópur NFFÍV<br />

Pr en tvi n n a:<br />

Pr entsm iðjan Eyr ún hf.<br />

Uppsetn i n g og hön n u n :<br />

Thelm a B. Gísladóttir


Vi ðtöl vi ð gam l a nem endur FÍV<br />

"<br />

Lóa Baldvinsdóttir<br />

Hvenær útskrifaðist þú og af hvaða braut? Útskrifaðist<br />

í maí 2000 og af félagsfræðibraut.<br />

Fórstu í áframhaldandi nám, og við hvað starfar þú?<br />

Fór í Kennó, lærði að vera leikskólakennari og vinn nú<br />

sem deildarstjóri á leikskólanum Kirkjugerði.<br />

Hver var uppáhalds kennarinn þinn? Uppáhalds<br />

kennarinn minn var Raggi Óskars og Pabbi (Baldvin) .<br />

Hvernig var félagslífið? Félagslífið var frábært, alltaf<br />

eitthvað um að vera og fullt af böllum með frábærum<br />

hljómsveitum.<br />

Hvernig var kennslan sem þú fékkst? Kennslan var<br />

mjög góð, frábærir kennarar sem hjálpuðu hverjum og<br />

einum eins og þurfti. Alltaf svo þægilegt að leita til<br />

kennaranna eftir aðstoð og leiðbeiningu.<br />

Hvað stóð mest uppúr skólagöngunni? Það sem<br />

stendur uppúr var frábært félagslíf, góður skólaandi og<br />

ég bý endalaust að öllu því sem ég lærði af kennurum<br />

FÍV.<br />

Hjálmar Ragnar Agnarsson<br />

Hvenær útskrifaðist þú og af hvaða braut? Ég<br />

útskrifaðist jólin 2008 af náttúrufræðibraut<br />

Fórstu í áframhaldandi nám, og við hvað starfar þú? Já<br />

ég fór í áframhaldandi nám og er ennþá í námi, ég<br />

útskrifast úr Læknadeild HÍ núna í Júní 2016, ég tek líka<br />

vaktir á lyflækningasviði og á heilsugæslunni í Glæsibæ,<br />

ég byrja á kandídatsárinu núna í sumar.<br />

Hver var uppáhalds kennarinn þinn? Ef ég á að velja<br />

bara einn, þá fannst mér Bertha alltaf nálgast<br />

kennsluefnið á skemmtilegan hátt, ÍSL 403 og 503 voru<br />

líklega skemmtilegustu áfangarnir sem ég tók í FÍV.<br />

Hvernig var félagslífið? Mjög gott meðan ég var þar,<br />

það voru haldin stór böll í Týssheimilinu og margt<br />

fleirra.<br />

Hvernig var kennslan sem þú fékkst? Hún var misjöfn,<br />

það voru margir kennarar sem voru mjög góðir, en því<br />

miður aðrir sem voru slappir. Það á líka við um allt mitt<br />

nám, og er það einnig í læknadeildinni og Háskólanum.<br />

Hvað stóð mest uppúr skólagöngunni? Mér fannst<br />

óskaplega góður mórall þennan tíma sem ég gekk í FÍV,<br />

ég eignaðist vini fyrir lífstíð og ég vildi óska þess að<br />

minningarnar væru ekki svona ryðgaðar frá þessum<br />

tíma.


H ollt og sjúklega gott<br />

SNICKERS-HRÁKAKA<br />

Botn<br />

1/ 2 bolli döðlur<br />

1/ 2 bolli þurrkaðar apríkósur<br />

1 bolli fínt kókosmjöl<br />

1/ 2 bolli möndlur<br />

1/ 2 bolli pekanhnetur<br />

Aðferð<br />

Gott er að leggja döðlurnar og apríkósurnar í<br />

bleyti í 30 mín áður en hafist er handa, en ef þú<br />

ert eins og ég og hefur ekki alveg tíma í það, þá<br />

virkar ágætlega að sjóða þær í 2 mín. Á meðan<br />

döðlurnar og apríkósurnar eru í pottinum þá<br />

eru möndlurnar og pekan hneturnar hakkaðar<br />

fínt í matvinnsluvél, svo er kókosmjölinu<br />

blandað út í. Setjið mjölið í aðra skál og maukið<br />

döðlurnar og apríkósurnar í matvinnsluvélinni.<br />

Blandið svo mjölinu vel saman við þangað til vel<br />

samlagað. Setjið smjörpappír í smelluform eða<br />

eldfastmót og þrýstið deiginu ofan í. Skellið svo<br />

botninum í frysti.<br />

Millilag<br />

1 dl hnetusmjör<br />

1 dl möndlusmjör<br />

2 msk kókosolía<br />

1 msk hunang<br />

Aðferð<br />

Bræðið saman yfir vatnsbaði. Hellið blöndunni<br />

yfir botninn og setjið í frystinn.<br />

Toppur<br />

Nokkrar salthnetur<br />

4 msk kókosolía<br />

4 msk kakó<br />

Aðferð<br />

Dreifið nokkrum salthnetum yfir kökuna í<br />

svipaðri þykkt og hnetum er dreift í snickers<br />

súkkulaði. Bræðið kókosolíuna yfir vatnsbaði og<br />

hrærið kakóinu saman við. Hellið<br />

súkkulaðiblöndunni yfir kökuna og setjið í frysti.


Vi ðtöl vi ð ei nk aþjál f ar a<br />

uppúr heilsusamlegu mataræði án öfga.<br />

Sara Rún Markúsdóttir - 22 ára<br />

Hvenær byrjaðiru að hafa áhuga á líkamsrækt og heilsu? Hef alltaf<br />

haft áhuga á íþróttum en byrjaði um 15-16 ára að lyfta og stunda<br />

líkamsrækt.<br />

Stundar þú einhverja íþrótt sjálf? Ef svo er hvað? Já ég æfi<br />

Crossfit og spinning<br />

Hefur þú eða ætlar þú þér að keppa í þeirri íþrótt? Ég hef einu<br />

sinni keppt í liðakeppni í CF og stefni á að keppa oftar.<br />

Hefur þú eða stundar þú nám tengt líkamsrækt? Ef svo er, hvers<br />

vegna valdiru það nám? Ég er búin að læra einkaþjálfarann ásamt<br />

fleirum námskeiðum sem tengist einkaþjálfun og hóptímaþjálfun<br />

Hvernig er námið skipulagt og hvað finnst þér um námið? Það<br />

nám sem ég fór í er á vegum Worldclass og var það fínt , hefði<br />

viljað að það væri aðeins lengra og ýtarlegra. Stefni vonandi á ÍAK.<br />

Leggur þú mikið upp úr heilsusamlegu mataræði? Já ég legg mikið<br />

Hver er þinn uppáhaldsmatur? Uppáhalds matur minn er hamborgarahryggur en það er spari. Kjúklingurinn<br />

stendur alltaf fyrir sínu og elska ég allskonar kjúklingarétti.<br />

Við hvað starfar þú og hversu lengi hefur þú starfað í þessum geira? Ég starfa í aðhlynningu á Hraunbúðum ,<br />

búin að gera það í 1 ár. Svo starfa ég sem einkaþjálfari og hóptímaþjálfari í Hressó.<br />

Hvað gerir þú þér til gamans annað en að lifa og hrærast í heilsuræktargeiranum? Öll áhugamálin mín<br />

tengjast hreyfingu á einhvern hátt , en mér finnst auðvitað gaman að eyða tíma með dóttur minni,fjölskyldu<br />

og vinum<br />

Hvernig heldur þú þér í formi og hvað er það besta sem þú gerir eftir æfingu? Ég æfi crossfittið mikið ásamt<br />

því að taka styrktaræfingar og spinning. Ég passa mataræðið mitt en engin boð og bönn, þannig held ég mér í<br />

formi án þess að gefast upp. Besta sem ég geri eftir æfingu er að teygja og rúlla vöðvana í heita salnum í<br />

Hressó, slaka vel á.<br />

Ef þú ætlar að ?tríta? þig sérlega vel hvað gerir þú? Góð máltíð<br />

Ertu með einhver ráð fyrir nemendur FÍV tengt heilsunni? Mitt ráð er að finna sér hreyfingu sem þér finnst<br />

skemmtileg, stunda hreyfinguna og gera það af lífstíl. Að taka sig á á ekki að vera leiðinlegt.


Heyrst hefur...<br />

Að það sé partý hjá Huldu Hilmars<br />

Að Elísabet D fór í ræktina<br />

Að dab-ið hjá Frikka M sé viljandi<br />

en ekki tourette<br />

Að popular fólkinu sé drullu sama<br />

Að Arnar Geir heiti nú Arnar Deir<br />

Að Kiddi Krydd sé í leikhúsinu<br />

Að Magga B sé í zumba<br />

Að Elli grill og Ingi Þór séu thing<br />

Að Vigdís Hind sé gaur...eða<br />

gella..nei bíddu ég veit ekki<br />

Að Keli hafi ekki fengið að fagna<br />

tvítugs afmælinu sínu<br />

Að Anna Marý sé fyrir eldri stráka<br />

(Svavar, Einar Fidda)<br />

Að Einar Fidda sé í ísbíltúr<br />

Að Vigdís sé fuckboi<br />

Að Frikki M sé í baði<br />

Að Hrafnhildur Stef hafi lært í tíma<br />

hjá Gunnari Þorra<br />

Að Darri G hafi fengið banana í sig<br />

Að Díana H skemmti sér á Spáni<br />

Að Þorfinnur (Toffi) eigi blægjubíl<br />

Að Hugo sé hræddur við klósett<br />

Að Sólveig Sverris sé MILF<br />

"<br />

Menntun er það<br />

sem verður eftir<br />

þegar það sem<br />

hefur verið kennt<br />

er gleymt<br />

" B.F. Skinner<br />

Önd kemur inn á bar og spyr barþjóninn: "Áttu brauð"?<br />

Barþjónn: "Nei".<br />

Önd: "Áttu brauð"?<br />

Barþjónn: "Nei".<br />

Önd: "Áttu brauð"?<br />

Barþjónn: "Nei við erum ekki með neitt brauð".<br />

Önd: "Áttu brauð"?<br />

Barþjónn: "Nei, við erum ekki með neitt fjandans brauð<br />

hér"!<br />

Önd: "Áttu brauð"?<br />

Barþjónn: "NEI! Ertu heyrnarlaus eða hvað!? Við erum<br />

ekki með neitt djö****** brauð hér! Ef þú spyrð mig einu<br />

sinni enn þá negli ég helv*** gogginn á þér fastan við<br />

barborðið, óþolandi fáviti"!!<br />

Önd: "Áttu nagla"?<br />

Barþjónn: "Nei".<br />

Önd: "Áttu brauð"?


Vi ðtöl vi ð nem endur FÍV<br />

"<br />

Fædd 1996 og er á fjórða ári.<br />

Hvað finnst þér um FÍV og hvaða braut ertu á?<br />

Mér finnst FÍV þægilegur og góður skóli sem hefur<br />

metnað fyrir námi og félagslífi, ég er á<br />

félagsfræðibraut<br />

Búin að ákveða hvað þú ætlar að verða í framtíðinni?<br />

Ef svo er hvað?<br />

Hef ekkert ákveðið hvað ég ætla að læra í framtíðini en<br />

stefni samt a frekara nám eftir framhaldsskóla.<br />

Hefurðu pissað í sturtu?<br />

-Já eg pissa í sturtu stundum.<br />

Helstu áhugamál?<br />

Helstu áhugamál eru íþróttir(handbolti) og heilbrigðir<br />

lífsstíll.<br />

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir handboltaleik?<br />

Ég horfi á leiki með annstæðingnum og skoða þa vel<br />

fyrir leik, og borða hollt og mikið.<br />

Uppáhalds kennari?<br />

Gunnar Þorri.<br />

Nefndu e-h sem fáir vita um þig?<br />

Get ekki gert eina upphífingu.<br />

Fallegasti maður í heimi?<br />

Vestmanneyjar.<br />

Lag sem þú fýlar í laumi?<br />

Gangnam style.<br />

Hvað finnst þér um Hauka?<br />

Ágætis lið, en held samt aldrei með þeim.<br />

E-h að lokum?<br />

Áfram ÍBV.<br />

Erla Rós Sigmarsdóttir<br />

Jörgen Freyr Ólafsson<br />

Fæddur 1999 og er á fyrsta ári.<br />

Hvað finnst þér um FÍV og hvaða braut ertu á?<br />

FÍV er frábær skóli og ég er á almenri braut.<br />

Búinn að ákveða hvað þú ætlar að verða í framtíðinni?<br />

Ef svo er hvað?<br />

Já það er tvennt hef alltaf síðan ég var lítill langað að<br />

vera barþjónn en hugsa að ég verði húsasmiður.<br />

Hefurðu pissað í sturtu?<br />

Já ég hugsa það.<br />

Helstu áhugamál?<br />

Handbolti og eldamennska.<br />

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir handboltaleik?<br />

Ég byrja að fá mér egg síðan legg ég mig vanalega í 1<br />

klst ef leikurinn er seint fæ ég mér pasta í hádeginu og<br />

labba í íþróttahúsið svona 1:30 klst fyrir leik og heyrðu<br />

hlusta alltaf á sama lagið þegar ég er á leiðinni í<br />

íþróttahúsið og inni klefa og þetta hefur hentað mér<br />

ágætlega þessi rútína... Lagið er dont worry be happy<br />

með bobby mcFerrin.<br />

Uppáhalds kennari?<br />

Það er klárlega Einar Fidda.<br />

Nefndu e-h sem fáir vita um þig?<br />

Mér finnst jazz músík skemmtileg Haha ekkert annað<br />

sem mér dettur í hug.<br />

Fallegasti maður í heimi?<br />

Úff fallegasti maður í heimi ég ætla að segja að það sé<br />

þetta er bara virkilega erfitt Justin Bieber segji ég.<br />

Lag sem þú fýlar í laumi?<br />

You're the one that I want: Grease það er bara lag sem<br />

ég fýla mjög mikið.<br />

Hvað finnst þér um Hauka?<br />

Þetta er flottur klúbbur og með Eyjamann í Vinstra<br />

horninu það er plús fyrir félagið vona að Haukar taki<br />

þennan titil.<br />

E-h að lokum?- X við Jörgen sem varaformann.


Heyrst hefur...<br />

Að Sveinn sé sko byrjaður að lyfta<br />

Að sænske Sven sé með fast í vörinni, það<br />

bara fari ekki úr henni<br />

Að týpan hans Sveins Andra sé að fermast<br />

Að 2012 hringdi og vildi fá Svein Andra til<br />

baka<br />

Að Sveinn Andri trúir ekki á stopp skilti<br />

Að Sveinn sé one hell of a driver<br />

Að Sveinn Andri lenti í klandri og eyðilagði<br />

rauðu þrumuna<br />

Að Sveinn sé með lögheimili á Lundanum<br />

Að Sveinn Andri ætlar aldrei að verða stór<br />

Að Sveinn Andri mætir ríðandi í skólann<br />

eftir sumarið eftir að hafa misst prófið<br />

Að Sveinn Andri elski að smella sér í<br />

stígvélin og moka skít # sveitaboi<br />

Að Sveinn Andri eitthvað... Birta líf<br />

eitthvað..<br />

Að Sveinn sofi aldrei í tíma<br />

"<br />

Hið eina sanna markmið<br />

menntunar er að gera<br />

manninn hæfan til að<br />

halda endalaust áfram<br />

að spyrja spurninga<br />

Mandell Creighton<br />

"


Vi ðtöl vi ð k ennar a FÍV<br />

"<br />

Einar Friðþjófsson<br />

Hvenær byrjaðir þú að kenna?<br />

Árið 1976.<br />

Hvaða námsgeinar kennir þú?<br />

Ég kenni Dönsku mest núna en ég hef kennt Ensku<br />

mikið og Landafræði.<br />

Hvað er mest heillandi við starfið?<br />

Það er að umgangast þessa yndislegu unglinga. Hvað<br />

finnst þér erfiðast við starfið?<br />

Það er líka að umgangast þessa yndislegu unglinga.<br />

Ef þú værir ekki kennari hvað værir þú að starfa við?<br />

Ég væri þá glæpamaður.<br />

Hvað ætlar þú að gera í sumar?<br />

Það er nú bara ekkert ákveðið.<br />

Hvað er það vandræðalegasta sem hefur gerst í<br />

kennslustund hjá þér?<br />

Það er svo sem mörgu að taka, held ég muni það ekki í<br />

svona fljótu bragði.<br />

Afhverju valdir þú þessar greinar til að kenna? Ég<br />

nátturulega... ég valdi það nú ekki neitt ég var nú bara<br />

beðinn um það.<br />

Hver er aðalgalli þinn?<br />

Ég get stundum verið fljótur að reiðast.<br />

Mottó?<br />

Kærligheden ophører aldrig<br />

Arndís María Kjartansdóttir<br />

Hvenær byrjaðir þú að kenna?<br />

Árið 1997<br />

Hvaða námsgrein kennir þú?<br />

Ég kenni Ensku mestmegnis, stundum þýsku , stundum<br />

félagsfræði en aðallega ensku.<br />

Hvað er mest heillandi við starfið?<br />

Krakkarnir, ekki spurning? fólkið og samskiptin.<br />

Hvað finnst þér erfiðast við starfið?<br />

Kannski próf og yfirferð... og foreldrar.<br />

Ef þú værir ekki kennari hvað værir þú að starfa við?<br />

Leikkona.<br />

Hvað ætlar þú að gera í sumar?<br />

Ég ætla að fara til Tenerife, ferðast um Ísland, vera í fríi,<br />

sofa út, grilla, gera fullt af skemmtilegu og fara á<br />

þjóðhátíð.<br />

Hvað er það vandræðalegasta sem hefur gerst í<br />

kennslustund hjá þér?<br />

Vandræðalegasta? Ég verð aldrei vandræðaleg, veit það<br />

ekki, nei í alvöru mér finnst ekkert vandræðalegt.<br />

Uppáhalds stjórnmálamaður?<br />

Ugghhh mér finnst þeir allir hræðilegir, mér leiðast<br />

stjórnmál hræðilega, ég veit það ekki ég á engan sem ég<br />

fíla neitt sérstaklega.<br />

Ráðleggingar til ungu kynslóðarinnar?<br />

Hugsið rosalega vel hvað þú ert að læra, þið getið unnið<br />

það fyrir hádegi og gert eitthvað skemmtilegt eftir<br />

hádegi.<br />

Mottó?<br />

Njóta eins og hægt er.


FABLAB<br />

Frosti Gíslason er ekki sá eini sem liggur önnum<br />

kafinn í Fablab. Stúdentarnir Arnar Sveinn<br />

Guðmundsson, Aron Máni Símonarsson og Baldvin<br />

Búi Wernersson sem útskrifuðust úr FÍV í fyrra eyða<br />

dögum sínum þar í starfsnámi á vegum<br />

Fablab/ Nýsköpunarmiðstöðvarinnar sem stofnuð<br />

var af Neil Gershenfeld. Þetta er 19 vikna nám sem<br />

inniheldur glænýjan kúrs fyrir hverja viku, sem sagt<br />

í hverri viku fá þeir ný verkefni til að leysa. Auk<br />

þess aðstoða þeir aðra sem koma í Fablab og þurfa<br />

á hjálp að halda. Þetta hefur gert drengina ansi<br />

upptekna og hafa þeir farið til útlanda á vegum<br />

Fablabs, t.d. til Ástralíu og Kaupmannahafnar til<br />

þess að stækka tengslanetið sitt. Að sögn þeirra er<br />

það mikil og dýrmæt reynsla að vinna í fablab.<br />

Áhugi þeirra fyrir að prufa eitthvað nýtt er fyrst og<br />

fremst það sem dróg þá að þessu námi. Samkvæmt<br />

þeim eru það vinsælustu tækin sem flestir þurfa<br />

hjálp við að nota. þ.e.a.s. laserskerinn og<br />

þrívíddarprentarinn, ásamt stóru fræsivélinni.<br />

FLesti leggja ekki í það að fara í þessar vélar einir<br />

án umsjónar.<br />

Styrktarlínur<br />

Eftirtaldir aðilar styrktu útgáfu þessa blaðs:<br />

Miðstöðin<br />

Hárstofa Viktors<br />

Olís<br />

Skýlið<br />

Langa<br />

Axel Ó<br />

Lögmannsstofan


"<br />

Það er enginn auður<br />

eins og þekking, og<br />

engin fátækt eins og<br />

vanþekking<br />

"<br />

Ali ibn Abi-Talib<br />

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum<br />

Dal avegi 2<br />

900 Vestm .eyju m<br />

http://fi v.i s/

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!