1215_GRÓTTA_JÓLABLAÐ_NETÚTGÁFA

eyjolfur.gardarsson
from eyjolfur.gardarsson More from this publisher
17.12.2015 Views

FÓTBOLTASUMARIÐ 2015 4. flokkur kvenna Magnús Örn Helgason Markasúpur og sóknarbolti Farsælt samstarf Gróttu og KR í kvennaboltanum heldur áfram en glæsilegur 30 manna hópur æfði í 4. flokki á árinu. Magnús Örn Helgason þjálfaði flokkinn, fyrst með Margréti Þórisdóttur sem þurfti frá að hverfa í apríl en í hennar stað kom Spánverjinn Alexandre Massot sem nú er orðinn fastráðinn hjá Gróttu/KR og KR. Æft var af kappi yfir veturinn og viðburðaríkt fótboltasumar undirbúið. B-liðið bar höfuð og herðar yfir önnur lið í sínum riðli á Íslandsmótinu og komst alla leið í úrslitakeppni B-liða. Þar voru FH og Víkingur sterkari á svellinu en engu að síður flott frammistaða hjá stelpunum. A-liðið var án nokkurs vafa með öflugri liðum í sínum riðli en því miður fóru stelpurnar illa að ráði sínu í nokkrum leikjum og misstu því af sæti í úrslitakeppnini. Hins vegar spiluðu Gróttu/KR stelpurnar nokkra stórkostlega leiki þar sem blússandi sóknarleikur réði för og ljóst að ofan á það er hægt að byggja. Efst í minningunni lifir magnaður 8-5 sigur á Fram/Aftureldingu þar sem nánast allt gekk upp í sóknarleiknum og stemningin á áhorfendapöllunum var rafmögnuð. Eldra árið fór í góða ferð á Dana Cup sem nánar er fjallað um á síðum þessa Gróttublaðs. Yngra árið fór í júlí í skemmtilega æfinga- og keppnisferð á Flúðir þar sem margt skemmtilegt ver gert ásamt því að spila fótbolta. 3. flokkur karla Valdimar Stefánsson Skin og skúrir Þéttur hópur æfði undir stjórn Valdimars Stefánssonar og Árna Guðmundssonar á árinu. Hópurinn var ekki stór en drengirnir sýndu mikla elju á tímabilinu og lögðu hart að sér þrátt fyrir að stundum hafi verið fámennt á æfingum. Undirbúningstímabilið gekk vel og þróaðist leikur liðsins jafnt og þétt eftir því sem leið á veturinn og vorið. 8 Íslandsmótið hófst á góðum heimasigri á móti Grindavík en þá tók við 5 leikja taphrina þar sem fátt gekk upp hjá Gróttumönnum. Taflið snerist svo sannarlega við í Breiðholtinu þann 17. júlí þegar Grótta sótti firnasterkt lið ÍR/Leiknis heim. Jóhann Hrafn kom Gróttu yfir snemma leiks og átti liðið glæsilegan fyrri hálfleik. Í þeim síðari sóttu Breiðhyltingar í sig veðrið en Grótta náði með miklum dugnaði og góðu skipulagi að sigla heim sterkum 1-0 sigri. Eftir þennan flotta leik lék Gróttuliðið á als oddi og vann næstu þrjá leiki með markatölunni 25-1, ótrúlegar tölur! Þegar upp var staðið endaði Grótta í 3. sæti riðilsins og þar með einu sæti frá umspili. Flottur seinni hluti sýndi strákunum hvað í þeim býr og gefur gott veganesti inn í næstu skref í boltanum. 3. flokkur kvenna Bojana Besic Lið með stórt hjarta Átján stelpur æfðu með 3. flokki kvenna hjá sameiginlegu liði Gróttu/KR á árinu. Stelpurnar æfðu vel um veturinn og tefldu fram tveimur liðum í Reykjavíkurmótinu. Íslandsmótið byrjaði erfiðlega og fyrsti sigurinn lét bíða eftir sér. Þrátt fyrir að brekkan hafi verið brött í mörgum leikjum stóð hópurinn þétt saman og lét aldrei deigan síga. Stelpurnar mættu vel á æfingar, tóku vel og því og voru alltaf tilbúnar að bæta sig og læra. Hápunktur sumarsins var vafalaust Rey Cup í Laugardal sem fór fram í lok júlí. Gróttu/ KR liðið tók þar þátt í B-liða keppni og nældi í bronsverðlaun eftir nokkra glæsilega leiki og góða spilamennsku. Á Rey Cup er margt skemmtilegt gert utan fótboltans en stelpurnar tóku þátt í stuðinu á Rey Cup ballinu og gistu saman fyrir annan keppnisdag. Um morguninn mættu nokkrir foreldrar á svæðið og útbjuggu frábæran morgunmat fyrir liðið en kvöldið áður hafði kvennaráð KR boðið í mat. Margar stelpur fengu tækifæri til að spila með 2. flokki á tímabilinu og tveir leikmenn spiluðu í Pepsi-deildinni. Annar þeirra, Ásdís Karen Halldórsdóttir, komst svo í lokahóp U-17 ára landsliðsins og spilaði með liðinu á Norðurlandamótinu og í undankeppni EM. 2. flokkur karla Jens Sævarsson Í fullorðinna manna tölu Annar flokkur karla hóf undirbúningstímabilið í nóvember 2014 eftir gott frí og marga stóra sigra sumarið 2014. Gríðarlegur fjöldi drengja æfði af krafti en hópurinn taldi um 35 leikmenn. Strax á fyrstu mánuðum sáum við þjálfararnir gífurlega hugarfarsbreytingu og það var augljóst að drengirnir ætluðu að selja sig dýrt til þess að bæta sig sem leikmenn og þroskast sem einstaklingar. Allir eiga þeir heiður skilinn. Spilaðir voru fjölmargir æfingaleikir, þá aðallega gegn liðum sem þóttu á pappír sterkari en við, þar á meðal gegn meistaraflokksliðum í neðri deildum. Fjöldi leikmanna tók þátt í verkefnum með meistaraflokki Gróttu og þorir undirritaður að fullyrða að hvergi annars staðar á Íslandi hafi jafnmargir drengir á 2. flokks aldri æft og tekið þátt í verkefnum meistaraflokks eins og raun bar vitni hjá Gróttu síðasta vetur. Hápunktur undirbúningstímabilsins var svo æfingaferð til London en lesa má nánar um hana annars staðar í blaðinu. Íslandsmótið hófst með látum og voru úrslitin upp og ofan en allt er gott sem endar vel. Drengirnir stóðu sig með prýði og enduðu mótið um miðja deild. Allt í þessu lífi tekur enda og að sumri loknu skildu leiðir og undirritaður sagði skilið við Gróttu. Árin tvö með þessum flottu strákum voru einstaklega skemmtileg og lærdómsrík, bæði fyrir mig og leikmennina. Við lærðum að kalla okkur sigurvegara. Við lærðum að vinna okkur út úr mótlæti. Við lærðum að með samstöðu, dugnaði, elju, aga og skipulagi eru okkur allir vegir færir. Ég, undirritaður, kveð drengina með söknuði og stolti. Ég er stoltur af mínum leikmönnum, ég er stoltur og þakklátur mínum aðstoðarþjálfurum, þeim Magnúsi Erni Helgasyni og Bjarka Má Ólafssyni, því án þeirra hefði enginn árangur náðst. Ég er stoltur af mér og minni vinnu með ungu drengina í Gróttu þessi þrjú ár sem ég þjálfaði hjá félaginu. Samkvæmt minni talningu stigu rúmlega tuttugu leikmenn á 2. flokks aldri sín fyrstu skref með meistaraflokki á þessum tíma – geri aðrir betur!

En ég gerði ekkert einn, án allra þeirra sem ég vann með í félaginu hefði ekkert af þessu orðið að veruleika. Þið vitið hver þið eruð og gefið ykkur eitt „high five“, því þið eigið það skilið! Takk Magnús Helgason. Takk Bjarki Már. Takk Gaui Kristins. Takk Árni liðsstjóri. Takk Kobbi húsvörður. Takk Hilmar formaður. Aðrir vonandi virða mig fyrir að nafngreina þá ekki en ég virði ykkur ekki minna. Ég kveð Gróttu stoltur en þrátt fyrir það er það ekkert leyndarmál að ég er gríðarlega sár að hafa ekki fengið að halda áfram því starfi sem ég tel að ég hafi unnið frábærlega, ásamt mínum aðstoðarmönnum. Takk fyrir mig og árin þrjú. Kær Gróttukveðja, Jens Elvar Sævarsson 2. flokkur kvenna Ásgeir Aron Ásgeirsson Fámennt en góðmennt Tímabilið hjá 2. flokki kvenna hjá Gróttu/KR sumarið 2015 var mjög lærdómsríkt, bæði fyrir mig og leikmenn liðsins. Veturinn var oft á tíðum erfiður þar sem veður bauð ekki alltaf uppá bestu aðstæður til knattspyrnuiðkunar. Stelpurnar eiga mikið hrós skilið fyrir vinnuna sem þær lögðu í æfingar yfir veturinn og oft þegar aðrir flokkar flúðu inn í skjól, sýndu stelpurnar mikinn metnað og héldu áfram við verstu veðurskilyrði. Þegar sumarið fór að nálgast urðum við fyrir því óláni að missa nokkra leikmenn, en við létum það ekki á okkur fá og fórum með þunnskipaðan hóp inn í Íslandsmótið. Með aðstoð 3. flokks kvenna hjá Gróttu/KR og meistaraflokks KR náðum við að púsla saman í hóp fyrir leiki sem var stundum þrautin þyngri. Samheldnin og mórallinn í liðinu var gríðarlega sterkur og var farið inn í hvern leik með jákvæðu hugarfari þrátt fyrir að vera oft á tíðum með lítinn hóp og jafnvel engan varamann. Úrslitin á íslandsmótinu féllu oft á tíðum ekki með okkur þrátt fyrir góða frammistöðu í leikjunum en leikmenn liðsins misstu aldrei trúna á verkefninu. Við spiluðum okkar leik og gáfumst aldrei upp. Mikill stígandi var í leik liðsins sem skilaði sér í úrslitum leikja þegar líða tók á sumarið. Í hópnum ríkti mikil gleði og góður mórall. Ég lærði gríðarlega mikið af þessu tímabili og vil þakka stelpunum í flokknum fyrir virkilega skemmtilega og lærdómsríka tíma. Einnig vil ég nota tækifærið og þakka meistaraflokki KR og 3. flokknum fyrir allan þann stuðning sem þau veittu okkur því án þeirra hefði þetta ekki verið mögulegt. Einnig vil ég þakka yfirþjálfurum Gróttu og KR fyrir þeirra stuðning og góða samvinnu. Takk fyrir, Ásgeir Aron Ásgeirsson Jólagjöf sem allir geta notað Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er. Þú velur fjárhæðina, þiggjandinn velur gjöfina. Gjafakortið fæst í öllum útibúum okkar og á arionbanki.is/gjafakort 9

FÓTBOLTASUMARIÐ 2015<br />

4. flokkur kvenna<br />

Magnús Örn Helgason<br />

Markasúpur og sóknarbolti<br />

Farsælt samstarf Gróttu og KR í<br />

kvennaboltanum heldur áfram en glæsilegur<br />

30 manna hópur æfði í 4. flokki á árinu.<br />

Magnús Örn Helgason þjálfaði flokkinn, fyrst<br />

með Margréti Þórisdóttur sem þurfti frá að<br />

hverfa í apríl en í hennar stað kom Spánverjinn<br />

Alexandre Massot sem nú er orðinn fastráðinn<br />

hjá Gróttu/KR og KR.<br />

Æft var af kappi yfir<br />

veturinn og<br />

viðburðaríkt<br />

fótboltasumar<br />

undirbúið.<br />

B-liðið bar<br />

höfuð og<br />

herðar yfir<br />

önnur lið í<br />

sínum riðli á<br />

Íslandsmótinu og<br />

komst alla leið í<br />

úrslitakeppni B-liða. Þar voru FH og Víkingur<br />

sterkari á svellinu en engu að síður flott<br />

frammistaða hjá stelpunum. A-liðið var án<br />

nokkurs vafa með öflugri liðum í sínum riðli<br />

en því miður fóru stelpurnar illa að ráði sínu<br />

í nokkrum leikjum og misstu því af sæti í<br />

úrslitakeppnini.<br />

Hins vegar spiluðu Gróttu/KR stelpurnar<br />

nokkra stórkostlega leiki þar sem blússandi<br />

sóknarleikur réði för og ljóst að ofan á það<br />

er hægt að byggja. Efst í minningunni lifir<br />

magnaður 8-5 sigur á Fram/Aftureldingu þar<br />

sem nánast allt gekk upp í sóknarleiknum<br />

og stemningin á áhorfendapöllunum var<br />

rafmögnuð. Eldra árið fór í góða ferð á Dana<br />

Cup sem nánar er fjallað um á síðum þessa<br />

Gróttublaðs. Yngra árið fór í júlí í skemmtilega<br />

æfinga- og keppnisferð á Flúðir þar sem<br />

margt skemmtilegt ver gert ásamt því að spila<br />

fótbolta.<br />

3. flokkur karla<br />

Valdimar Stefánsson<br />

Skin og skúrir<br />

Þéttur hópur æfði undir<br />

stjórn Valdimars Stefánssonar<br />

og Árna Guðmundssonar á<br />

árinu. Hópurinn var ekki stór<br />

en drengirnir sýndu mikla elju á<br />

tímabilinu og lögðu hart að sér þrátt fyrir<br />

að stundum hafi verið fámennt á æfingum.<br />

Undirbúningstímabilið gekk vel og þróaðist<br />

leikur liðsins jafnt og þétt eftir því sem leið á<br />

veturinn og vorið.<br />

8<br />

Íslandsmótið hófst á góðum heimasigri á<br />

móti Grindavík en þá tók við 5 leikja taphrina<br />

þar sem fátt gekk upp hjá Gróttumönnum.<br />

Taflið snerist svo sannarlega við í Breiðholtinu<br />

þann 17. júlí þegar Grótta sótti firnasterkt lið<br />

ÍR/Leiknis heim. Jóhann Hrafn kom Gróttu<br />

yfir snemma leiks og átti liðið glæsilegan fyrri<br />

hálfleik. Í þeim síðari sóttu Breiðhyltingar í sig<br />

veðrið en Grótta náði með miklum dugnaði<br />

og góðu skipulagi að sigla heim sterkum 1-0<br />

sigri. Eftir þennan flotta leik lék Gróttuliðið<br />

á als oddi og vann næstu þrjá leiki með<br />

markatölunni 25-1, ótrúlegar tölur! Þegar upp<br />

var staðið endaði Grótta í 3.<br />

sæti riðilsins og þar með<br />

einu sæti frá umspili.<br />

Flottur seinni hluti<br />

sýndi strákunum<br />

hvað í þeim býr<br />

og gefur gott<br />

veganesti inn<br />

í næstu skref í<br />

boltanum.<br />

3. flokkur kvenna<br />

Bojana Besic<br />

Lið með stórt hjarta<br />

Átján stelpur æfðu með 3. flokki kvenna hjá<br />

sameiginlegu liði Gróttu/KR á árinu. Stelpurnar<br />

æfðu vel um veturinn og tefldu fram tveimur<br />

liðum í Reykjavíkurmótinu. Íslandsmótið<br />

byrjaði erfiðlega og fyrsti sigurinn lét bíða<br />

eftir sér. Þrátt fyrir að brekkan hafi verið brött í<br />

mörgum leikjum stóð hópurinn þétt saman og<br />

lét aldrei deigan síga. Stelpurnar mættu vel á<br />

æfingar, tóku vel og því og voru alltaf tilbúnar<br />

að bæta sig og læra.<br />

Hápunktur sumarsins var vafalaust Rey Cup<br />

í Laugardal sem fór fram í lok júlí. Gróttu/<br />

KR liðið tók þar þátt í B-liða keppni og nældi<br />

í bronsverðlaun eftir nokkra glæsilega leiki<br />

og góða spilamennsku. Á Rey Cup er margt<br />

skemmtilegt gert utan fótboltans en<br />

stelpurnar tóku þátt í stuðinu á<br />

Rey Cup ballinu og gistu saman<br />

fyrir annan keppnisdag.<br />

Um morguninn mættu<br />

nokkrir foreldrar á svæðið<br />

og útbjuggu frábæran<br />

morgunmat fyrir liðið en<br />

kvöldið áður hafði kvennaráð<br />

KR boðið í mat.<br />

Margar stelpur fengu tækifæri til að spila<br />

með 2. flokki á tímabilinu og tveir leikmenn<br />

spiluðu í Pepsi-deildinni. Annar þeirra, Ásdís<br />

Karen Halldórsdóttir, komst svo í lokahóp<br />

U-17 ára landsliðsins og spilaði með liðinu á<br />

Norðurlandamótinu og í undankeppni EM.<br />

2. flokkur karla<br />

Jens Sævarsson<br />

Í fullorðinna manna tölu<br />

Annar flokkur karla hóf undirbúningstímabilið<br />

í nóvember 2014 eftir gott frí og marga<br />

stóra sigra sumarið 2014. Gríðarlegur fjöldi<br />

drengja æfði af krafti en hópurinn taldi um 35<br />

leikmenn. Strax á fyrstu mánuðum sáum við<br />

þjálfararnir gífurlega hugarfarsbreytingu og<br />

það var augljóst að drengirnir ætluðu að selja<br />

sig dýrt til þess að bæta sig sem leikmenn<br />

og þroskast sem einstaklingar. Allir eiga þeir<br />

heiður skilinn.<br />

Spilaðir voru fjölmargir æfingaleikir, þá<br />

aðallega gegn liðum sem þóttu á pappír<br />

sterkari en við, þar á meðal gegn<br />

meistaraflokksliðum í neðri deildum.<br />

Fjöldi leikmanna tók þátt í verkefnum<br />

með meistaraflokki Gróttu og þorir<br />

undirritaður að fullyrða að hvergi annars<br />

staðar á Íslandi hafi jafnmargir drengir á<br />

2. flokks aldri æft og tekið þátt í verkefnum<br />

meistaraflokks eins og raun bar vitni hjá Gróttu<br />

síðasta vetur.<br />

Hápunktur undirbúningstímabilsins var svo<br />

æfingaferð til London en lesa má nánar um<br />

hana annars staðar í blaðinu.<br />

Íslandsmótið hófst með látum og voru úrslitin<br />

upp og ofan en allt er gott sem endar vel.<br />

Drengirnir stóðu sig með prýði og enduðu<br />

mótið um miðja deild.<br />

Allt í þessu lífi tekur enda og að sumri loknu<br />

skildu leiðir og undirritaður sagði skilið við<br />

Gróttu. Árin tvö með þessum flottu strákum<br />

voru einstaklega skemmtileg og lærdómsrík,<br />

bæði fyrir mig og leikmennina.<br />

Við lærðum að kalla okkur sigurvegara.<br />

Við lærðum að vinna okkur út úr mótlæti.<br />

Við lærðum að með samstöðu, dugnaði, elju,<br />

aga og skipulagi eru okkur allir vegir færir.<br />

Ég, undirritaður, kveð drengina með<br />

söknuði og stolti. Ég er stoltur af mínum<br />

leikmönnum, ég er stoltur og þakklátur<br />

mínum aðstoðarþjálfurum, þeim Magnúsi<br />

Erni Helgasyni og Bjarka Má Ólafssyni, því<br />

án þeirra hefði enginn árangur náðst. Ég er<br />

stoltur af mér og minni vinnu með ungu<br />

drengina í Gróttu þessi þrjú ár sem ég þjálfaði<br />

hjá félaginu. Samkvæmt minni talningu stigu<br />

rúmlega tuttugu leikmenn á 2. flokks aldri sín<br />

fyrstu skref með meistaraflokki á þessum tíma<br />

– geri aðrir betur!

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!