1215_GRÓTTA_JÓLABLAÐ_NETÚTGÁFA

eyjolfur.gardarsson
from eyjolfur.gardarsson More from this publisher
17.12.2015 Views

FÓTBOLTASUMARIÐ 8. flokkur karla Björn Breiðfjörð Valdimarsson Fyrstu skrefin Áttundi flokkur karla byrjaði af krafti seinasta vetur, um það bil 28 strákar voru skráðir frá byrjun og bættist í þann fjölda eftir því sem leið á árið. Flokkurinn æfði einu sinni í viku yfir veturinn í Íþróttahúsinu og var vel mætt á allar æfingar sem voru haldnar á laugardagsmorgnum. Þegar sumarið nálgaðist færðust æfingarnar út og voru strákarnir þá sóttir á leikskólann á miðvikudögum og æfðu á gervigrasinu á Vivaldivellinum. Hópurinn fór á þrjú mót og stóðu strákarnir sig eins og hetjur en þrátt fyrir ungan aldur tókst þeim að spila boltanum frábærlega á milli sín og skemmtu sér konunglega á meðan! 8. flokkur kvenna Björn Breiðfjörð Valdimarsson Árangursríkt samstarf Áttundi flokkur kvenna var stofnaður á síðasta tímabili en áður höfðu strákar og stelpur á þessum aldri æft saman. Við þessa skiptingu fjölgaði stelpum á leikskólaaldri mjög og æfðu um 20 stelpur reglulega á tímabilinu. Tilraunaverkefni Gróttu og leikskólans fór af stað þar sem stelpurnar voru sóttar á leikskólann einu sinni í viku til að fara á æfingu í íþróttahúsinu. Þetta fyrirkomulag mældist svo vel fyrir að samstarfið hefur færst í aukana eins og fjallað er nánar um í blaðinu. Farið var á tvö mót í sumar og var ótrúlegt var að sjá hversu færar stelpurnar voru orðnar þrátt fyrir að flestar hafi ekki verið mikið í fótbolta áður en æfingar hófust. Mikil gleði og hressleiki fylgdi hópnum en flestar eru nú komnar á fullt í á yngra ári í 7. flokki 7. flokkur karla Bjarki Már Ólafsson Lestur og skrift fótboltans Það var verkefni þeirra Bjarka Más Ólafssonar og Björns Breiðfjörð Valdimarssonar að byggja ofan eigin vinnu úr 8. flokki árið á undan. Í 7. flokki æfði flottur hópur sem skemmtilegt var að vinna með. Mikil áhersla var lögð á að vinna í grunntækni strákanna en henni má að vissu leyti líkja við lestur og skrift. Árangur næst ekki án þess að ná valdi á slíkum undirstöðuatriðum! Strákarnir voru um 35 og sýndu mikla elju og dugnað. Markmið þjálfaranna náðust að verulegu leyti en merkja mátti miklar framfarir í grunntækni og áhuginn óx stöðugt. Til merkis um það voru strákarnir mikið á Vivaldivellinum utan æfingatíma að æfa „trix“ vikunnar. Flokkurinn fór á sjö mót og hafði það góð áhrif á áhugahvöt strákanna. Hápunktur tímabilsins var vafalítið „gistiæfingin“ fyrir Norðurálsmótið en margir drengjanna voru þá að gista að heiman í fyrsta skipti. Var sá þáttur því æfður sérstaklega áður en haldið var á Skagann. Hópurinn var flottur og þjálfararnir bera honum vel söguna. Þá voru foreldrar sérlega áhugasamir og duglegir að leggja hönd á plóg en það ætti að gefa strákunum byr undir báða vængi í framtíðinni. 7. flokkur kvenna Jórunn María Þorsteinsdóttir og Pétur Rögnvaldsson Fjölgun og framfarir Stelpurnar hófu æfingar í september undir stjórn Magnúsar Arnar Helgasonar yfirþjálfara en þegar leið á veturinn tóku þau Jórunn María Þorsteinsdóttir og Pétur Rögnvaldsson við keflinu. Meirihluti hópsins hafði aldrei æft fótbolta áður og mættu stelpurnar því oftar í kjólum en íþróttaklæðnaði á æfingar, a.m.k. til að byrja með. Hópurinn stækkaði sem leið á tímabilið og taldi í lok sumars um 20 stelpur. Áhuginn jókst stöðugt og sýndu stelpurnar miklar framfarir. Foreldrahópurinn var ekki síðri en stelpurnar en þau hjálpuðu þjálfurum mikið við að halda uppi góðum liðsanda, t.d. með því að halda náttfatapartý og bjóða upp á piparkökuskreytingar. Á heildina litið var sumarið mjög skemmtilegt en nokkrir hlutir stóðu upp úr. Í lok maí gistu stelpurnar með þjálfurum sínum og tveimur mömmum í íþróttahúsinu og sló það rækilega í gegn. Gistingin var fyrst og fremst hugsuð sem æfing fyrir fyrsta gistimót stelpnanna en þær héldu ásamt stöllum sínum í 6. flokki á Króksmótið í lok júní. Um miðjan júlí hélt flokkurinn á hið fræga Símamót og var það stelpunum mikið tilhlökkunarefni. Foreldrar, þjálfarar og þátttakendur hófu veisluna á sameiginlegu Gróttugrilli í brakandi blíðu á Vivaldivellinum þar sem 5. og 6. flokkur, sem einnig tóku þátt í mótinu, voru með. Keppni stóð frá föstudegi til sunnudags og skemmtu allir sér vel. Mikil fjölgun hefur verið í yngstu flokkum stelpna hjá félaginu og greinilegt að framtíðin er björt í kvennafótboltanum hjá Gróttu. 6. flokkur karla Pétur Már Harðarson Bikar í Eyjum Rúmlega 30 drengir hófu æfingar hjá 6. flokki karla haustið 2014 og mátti sjá strax að hér var saman kominn hópur af áhugasömum og skemmtilegum knattspyrnumönnum. Eftir langan vetur þar sem farið var á nokkur æfingamót og nokkrir æfingaleikir spilaðir kom sumarið loksins. Í lok júní var komið að stóru stundinni 6

2015 þegar lagt var af stað til Eyja með fjögur lið á Orkumótið (já, Shellmótið hefur skipt um nafn!). Drengirnir stóðu sig með mikilli prýði þar sem öll lið unnu einhverja leiki en töpuðu vitaskuld einnig. Drengirnir voru sjálfum sér og Gróttu til sóma á mótinu þar sem hápunkturinn var viðurkenning fyrir háttvísi innan vallar. Þá gerði lið 3 sér lítið fyrir og hampaði Eldfellsbikarnum eftir æsispennandi úrslitaleik. Einnig tók flokkurinn þátt í Íslandsmótinu í fimm manna bolta þar sem öll lið spiluðu vel og komst lið 3 áfram í úrslitakeppnina þar sem það endaði í 3 sæti. Knattspyrnuárið 2014- 2015 var virkilega skemmtilegt og mátti sjá miklar framfarir hjá hópnum yfir árið og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. Framtíðin er björt í knattspyrnunni hjá Gróttu með öflugum iðkendum, frábærum foreldrum og góðu innra starfi féagsins. 6. flokkur kvenna Bjarki Már Ólafsson Rómuð spilamennska Tímablið í 6. flokki kvenna var frábært en þar æfðu rúmlega 20 stelpur undir stjórn Bjarka Más og Jórunnar Maríu. Helstu áherslur og markmið voru að skerpa á grunntækni leikmanna og að auka leikskilning og segja má að þau hafi náðst með glæsibrag. Hópurinn samanstóð af stelpum fæddum 2005 og 2006 og var töluverður munur á getu leikmanna svo hann vóg þungt í skiptingu liða. Með því móti fengu stelpurnar allar áskoranir við hæfi þar sem margar voru að stíga sín fyrstu skref í fótbolta meðan aðrar voru mun lengra komnar. Flokkurinn tók þátt í sjö mótum og var upplifunin af þeim nokkuð misjöfn. Þær sem skemmra voru á veg komnar áttu oft við ramman reip að draga á meðan þær lengra komnu áttu, skiljanlega, auðveldara uppdráttar. Minningarnar af Króksmótinu og Símamótinu standa upp úr og foreldrarnir létu sannarlega ekki sitt eftir liggja en stuðningur þeirra og aðstoð var ómetanleg. A-lið flokksins gerði sér lítið fyrir og lék til úrslita á Símamótinu, fyrst allra Gróttuliða á stóru sumarmótunum. Spilamennska Gróttustelpnanna var rómuð af öllum þeim sem fylgdust með enda var skipulag og samspil til mikillar fyrirmyndar. Ekki vantar efniviðinn og ljóst er að þarna leynast gríðarlega efnilegar fótboltastelpur. 5. flokkur karla Magnús Örn Helgason Bronsverðlaun og úrslitakeppni Það voru 35 strákar sem hófu leik í 5. flokki haustið 2014 og 38 sem skipuðu flokkinn við lok tímabilsins. Magnús Örn Helgason var þjálfari flokksins en honum til aðstoðar voru þeir Pétur Már Harðarson og Kristján Daði Finnbjörnsson. Drengirnir voru til mikillar fyrirmyndar allt árið. Lögðu hart að sér við æfingar, tileinkuðu sér gott hugarfar innan sem utan vallar og tóku miklum framförum sem knattspyrnumenn. N1-mótið var haldið á Akureyri venju samkvæmt í júlí en þar gerðu lið Gróttu 2 og Gróttu 3 sér lítið fyrir og unnu til bronsverðlauna eftir frábæra frammistöðu. Davíð Ingi Másson var valinn markvörður mótsins í keppni E-liða en margir aðrir Gróttumenn áttu frábært mót. Gróttuhópurinn fór einnig á skemmtilegt Olísmót á Selfossi í ágúst og svo var spilað á Íslandsmóti reglulega yfir sumarið. Þar komst A-lið Gróttu alla leið í úrslitakeppni Íslandsmótins þar sem strákarnir öttu kappi við nokkur af bestu liðum landsins. Þrátt fyrir að hafa ekki komist í undanúrslit voru þjálfarar og aðstandendur stoltir af drengjunum sem sýndu á köflun frábæra takta og sönnuðu fyrir sér og öðrum hve góðir þeir geta verið. Frábært tímabil í alla staði hjá góðum hópi drengja. 5. flokkur kvenna Bjarki Már Ólafsson Bullandi stemning Stemmningin í flokknum var í einu orði sagt frábær. Stelpurnar sýndu mikla leikgleði og áttu greinilega ekki langt að sækja hana því foreldrarnir gáfu þeim lítið eftir. Bjarki vill koma á framfæri sérstökum þökkum til Siggu Sigmars fyrir ósérhlífið framlag og ýmiss konar hjálp og stúss á tímabilinu. Takk Sigga! Tímabilið var mjög lærdómsríkt fyrir leikmannahópinn og þjálfara. Gerðar voru umtalsverðar kröfur til stelpnanna sem þær stóðust með glæsibrag. Fyrstu vikurnar og mánuði mættu stelpurnar helst til afslappaðar til leiks en eftir tæknilega yfirhalningu og áherslu á aga og festu var allt annað sjá til þeirra. Keppnin og krafturinn jókst með hverri vikunni og sömuleiðis tileiknuðu stelpurnar sér leikfræðilegar áherslur eins og liðspressu, völdun og sóknarfærslur. Íslandsmótið hefði mátt fara betur hvað úrslit varðar en sem leið á tímabilið náðu stelpurnar meiri stjórn á þeim áherslum sem unnið var með. Góð ástundun stelpnanna á ekki sístan þátt í þeim miklu framförum sem þær sýndu og stuðningurinn heima spilaði sömuleiðis stórt hlutverk. Mæting foreldra á leiki og samheldnin í foreldrahópnum var einstök og til mikillar fyrirmyndar. 4. flokkur karla Valdimar Stefánsson Frábær seinni hluti Um 17 manna kjarni æfði með 4. flokki karla á árinu undir stjórn Valdimars Stefánssonar og Árna Guðmundssonar. Æfingar gengu vel á undirbúningstímabilinu þó að markmannsleysi setti oft á tíðum strik í reikninginn. Íslandsmótið hófst með látum í maí og þrátt fyrir að spila fínan fótbolta létu sigrarnir bíða eftir sér. Gróttuliðið var oft á tíðum skipað 8-9 strákum af yngra ári og eins og gefur að skilja var líkamlegur munur stundum mikill. Reynslan þó frábær fyrir drengina sem koma öflugri fyrir vikið á eldra árið. Eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjum sumarsins fóru hlutirnir að smella betur saman hjá Gróttumönnum. Tveir sigrar, þrjú jafntefli og eitt tap niðurstaðan í júlí og ágúst og frábærar framfarir hjá liðinu. Þó að Gróttumenn hafi ekki endað ofarlega í deildinni var spilamennska liðsins oft á tíðum til fyrirmyndar og mun það koma strákunum til góða í framtíðinni. 7

FÓTBOLTASUMARIÐ<br />

8. flokkur karla<br />

Björn Breiðfjörð Valdimarsson<br />

Fyrstu skrefin<br />

Áttundi flokkur karla byrjaði af krafti seinasta<br />

vetur, um það bil 28 strákar voru skráðir<br />

frá byrjun og bættist í þann fjölda eftir því<br />

sem leið á árið. Flokkurinn æfði einu sinni í<br />

viku yfir veturinn í Íþróttahúsinu og var vel<br />

mætt á allar æfingar sem voru haldnar á<br />

laugardagsmorgnum.<br />

Þegar sumarið nálgaðist færðust æfingarnar<br />

út og voru strákarnir þá sóttir á leikskólann<br />

á miðvikudögum og æfðu á gervigrasinu á<br />

Vivaldivellinum. Hópurinn fór á<br />

þrjú mót og stóðu strákarnir<br />

sig eins og hetjur en þrátt<br />

fyrir ungan aldur tókst<br />

þeim að spila boltanum<br />

frábærlega á milli<br />

sín og skemmtu sér<br />

konunglega á meðan!<br />

8. flokkur kvenna<br />

Björn Breiðfjörð Valdimarsson<br />

Árangursríkt samstarf<br />

Áttundi flokkur kvenna var stofnaður á síðasta<br />

tímabili en áður höfðu strákar og stelpur á<br />

þessum aldri æft saman. Við þessa skiptingu<br />

fjölgaði stelpum á leikskólaaldri mjög og<br />

æfðu um 20 stelpur reglulega á tímabilinu.<br />

Tilraunaverkefni Gróttu og leikskólans fór<br />

af stað þar sem stelpurnar voru sóttar á<br />

leikskólann einu sinni í viku til að fara á æfingu<br />

í íþróttahúsinu. Þetta fyrirkomulag mældist svo<br />

vel fyrir að samstarfið hefur færst í aukana eins<br />

og fjallað er nánar um í blaðinu.<br />

Farið var á tvö mót í sumar og var ótrúlegt var<br />

að sjá hversu færar stelpurnar voru orðnar þrátt<br />

fyrir að flestar hafi ekki verið mikið í fótbolta<br />

áður en æfingar hófust. Mikil gleði og hressleiki<br />

fylgdi hópnum en flestar eru nú komnar á fullt í<br />

á yngra ári í 7. flokki<br />

7. flokkur karla<br />

Bjarki Már Ólafsson<br />

Lestur og skrift fótboltans<br />

Það var verkefni þeirra Bjarka Más<br />

Ólafssonar og Björns Breiðfjörð<br />

Valdimarssonar að byggja<br />

ofan eigin vinnu úr 8.<br />

flokki árið á undan. Í 7.<br />

flokki æfði flottur hópur<br />

sem skemmtilegt var að<br />

vinna með. Mikil áhersla<br />

var lögð á að vinna í<br />

grunntækni strákanna en<br />

henni má að vissu leyti líkja<br />

við lestur og skrift. Árangur næst<br />

ekki án þess að ná valdi á slíkum<br />

undirstöðuatriðum!<br />

Strákarnir voru um 35 og sýndu<br />

mikla elju og dugnað. Markmið<br />

þjálfaranna náðust að verulegu<br />

leyti en merkja mátti miklar<br />

framfarir í grunntækni og áhuginn<br />

óx stöðugt. Til merkis um það voru<br />

strákarnir mikið á Vivaldivellinum utan<br />

æfingatíma að æfa „trix“ vikunnar.<br />

Flokkurinn fór á sjö mót og hafði<br />

það góð áhrif á áhugahvöt<br />

strákanna. Hápunktur tímabilsins<br />

var vafalítið „gistiæfingin“ fyrir<br />

Norðurálsmótið en margir<br />

drengjanna voru þá að gista<br />

að heiman í fyrsta skipti. Var sá<br />

þáttur því æfður sérstaklega áður<br />

en haldið var á Skagann. Hópurinn<br />

var flottur og þjálfararnir bera honum<br />

vel söguna. Þá voru foreldrar sérlega<br />

áhugasamir og duglegir að leggja hönd á plóg<br />

en það ætti að gefa strákunum byr undir báða<br />

vængi í framtíðinni.<br />

7. flokkur kvenna<br />

Jórunn María Þorsteinsdóttir<br />

og Pétur Rögnvaldsson<br />

Fjölgun og framfarir<br />

Stelpurnar hófu æfingar í september<br />

undir stjórn Magnúsar Arnar Helgasonar<br />

yfirþjálfara en þegar leið á veturinn<br />

tóku þau Jórunn María Þorsteinsdóttir<br />

og Pétur Rögnvaldsson við keflinu.<br />

Meirihluti hópsins hafði aldrei æft<br />

fótbolta áður og mættu stelpurnar því<br />

oftar í kjólum en íþróttaklæðnaði á æfingar,<br />

a.m.k. til að byrja með. Hópurinn stækkaði<br />

sem leið á tímabilið og taldi í lok sumars um<br />

20 stelpur. Áhuginn jókst stöðugt og sýndu<br />

stelpurnar miklar framfarir. Foreldrahópurinn<br />

var ekki síðri en stelpurnar en þau hjálpuðu<br />

þjálfurum mikið við að halda uppi<br />

góðum liðsanda, t.d. með því að<br />

halda náttfatapartý og bjóða upp<br />

á piparkökuskreytingar.<br />

Á heildina litið var sumarið<br />

mjög skemmtilegt en nokkrir<br />

hlutir stóðu upp úr. Í lok maí<br />

gistu stelpurnar með þjálfurum<br />

sínum og tveimur mömmum í<br />

íþróttahúsinu og sló það rækilega í<br />

gegn. Gistingin var fyrst og fremst hugsuð<br />

sem æfing fyrir fyrsta gistimót stelpnanna en<br />

þær héldu ásamt stöllum sínum í 6. flokki á<br />

Króksmótið í lok júní.<br />

Um miðjan júlí hélt flokkurinn á hið fræga<br />

Símamót og var það stelpunum mikið<br />

tilhlökkunarefni. Foreldrar, þjálfarar og<br />

þátttakendur hófu veisluna á sameiginlegu<br />

Gróttugrilli í brakandi blíðu á Vivaldivellinum<br />

þar sem 5. og 6. flokkur, sem einnig<br />

tóku þátt í mótinu, voru með.<br />

Keppni stóð frá föstudegi til<br />

sunnudags og skemmtu allir<br />

sér vel. Mikil fjölgun hefur<br />

verið í yngstu flokkum<br />

stelpna hjá félaginu og<br />

greinilegt að framtíðin er<br />

björt í kvennafótboltanum<br />

hjá Gróttu.<br />

6. flokkur karla<br />

Pétur Már Harðarson<br />

Bikar í Eyjum<br />

Rúmlega 30 drengir hófu æfingar hjá 6. flokki<br />

karla haustið 2014 og mátti sjá strax að hér<br />

var saman kominn hópur af áhugasömum<br />

og skemmtilegum knattspyrnumönnum.<br />

Eftir langan vetur þar sem<br />

farið var á nokkur<br />

æfingamót<br />

og nokkrir<br />

æfingaleikir<br />

spilaðir kom<br />

sumarið loksins.<br />

Í lok júní var<br />

komið að<br />

stóru stundinni<br />

6

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!