1215_GRÓTTA_JÓLABLAÐ_NETÚTGÁFA

eyjolfur.gardarsson
from eyjolfur.gardarsson More from this publisher
17.12.2015 Views

Einstakt (bæjar)félag Undanfarinn áratug hefur sannkölluð bylting orðið í aðstöðu til knattpyrnuiðkunar hjá Gróttu. Vorið 2006 var gervigras lagt á gamla malarvöllinn við Suðurströnd og næsta vor mun nýtt og betra gervigras leysa það gamla af hólmi. Enginn skortur er á efniviði í yngri flokkum félagsins og stelpurnar hafa ekki síst verið að sækja í sig veðrið. Framtíðin er því björt. Seltjarnarnes er einstakt bæjarfélag. Hér höfum við allt til alls. Má þar nefna nálægð við náttúruna, frábæra skóla og mikið öryggi. Hvað eftir annað sýna rannsóknir að þátttaka barna og unglinga í bæjarfélaginu í skipulögðu íþróttastarfi sé með því mesta á landinu – og skeri sig jafnvel úr – auk þess sem áfengis- og vímuefnaneysla ungmenna á Seltjarnarnesi er með allra minnsta móti. Þetta er ekki tilviljun. Forvarnargildi íþrótta er vel þekkt og starf íþróttafélagsins Gróttu á sinn þátt í þeim einstaka árangri sem náðst hefur á Nesinu. Rekstur íþróttafélags er margslunginn og kostnaðarsamur og nýtur Grótta myndarlegs stuðnings frá Seltjarnarnesbæ en þar með er ekki öll sagan sögð. Íþróttafélög hér á landi væru ekki svipur hjá sjón án dyggrar aðstoðar þeirra fjölmörgu aðila sem leggja hönd á plóg; foreldrar, sjálfboðaliðar og aðrir stuðningsmenn eru ómissandi hluti af starfinu. Það útheimtir mikla vinnu og aðkomu fjölda fólks að sinna yngri flokka starfi vel og byggja upp fullmótað íþróttafólk en hjá Gróttu eru að mínu mati kjöraðstæður til þess. Nú hefur knattspyrnudeild nýlega samið við marga unga Gróttumenn þar sem byggt er ofan á þann góða grunn sem lagður hefur verið í yngri flokka starfi deildarinnar undanfarin ár. Vinna við stofnun meistaraflokks kvenna er einnig hafin en meistaraflokksráð tók til starfa í haust. Þar eru m.a. á ferð öflugar stelpur sem luku ferð sinni í gegnum yngri flokka félagsins á liðnu tímabili. Ljóst er að mikið er um að vera hjá félaginu og mun stuðningur Seltirninga skipta sköpum. Mætum á völlinn næsta sumar! Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Magnúsi Erni Helgasyni fyrir ómetanlega aðstoð við vinnslu blaðsins og hvet jafnframt foreldra iðkenda og stuðningsmenn Gróttu til að láta til sín taka í starfinu. Loks óska ég öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári! Ritstjóri Gróttublaðsins 2015 Eyjólfur Garðarsson GRÓTTUFÓLK BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR 38

Lágmúla 4 108 Reykjavík 569 7000 Miklaborg óskar kaupendum eigna í nýbyggingunum á Skerjabraut 1-3 og Hrólfsskálamel til hamingju með kaupin og um leið þökkum við Stólpum ehf og Skerjabraut ehf fyrir samstarfið. Miklaborg hlakkar til nýrra verkefna á Nesinu á næsta ári Ólafur Finnbogason lögg. fasteignasali olafur@miklaborg.is sími: 822 2307 www.miklaborg.is 39 - með þér alla leið - www.miklaborg.is

Einstakt<br />

(bæjar)félag<br />

Undanfarinn áratug hefur sannkölluð bylting orðið í aðstöðu til<br />

knattpyrnuiðkunar hjá Gróttu. Vorið 2006 var gervigras lagt á gamla<br />

malarvöllinn við Suðurströnd og næsta vor mun nýtt og betra gervigras<br />

leysa það gamla af hólmi. Enginn skortur er á efniviði í yngri flokkum<br />

félagsins og stelpurnar hafa ekki síst verið að sækja í sig veðrið.<br />

Framtíðin er því björt.<br />

Seltjarnarnes er einstakt bæjarfélag.<br />

Hér höfum við allt til alls. Má þar nefna<br />

nálægð við náttúruna, frábæra skóla<br />

og mikið öryggi. Hvað eftir annað<br />

sýna rannsóknir að þátttaka barna og<br />

unglinga í bæjarfélaginu í skipulögðu<br />

íþróttastarfi sé með því mesta á landinu<br />

– og skeri sig jafnvel úr – auk þess sem<br />

áfengis- og vímuefnaneysla ungmenna á<br />

Seltjarnarnesi er með allra minnsta móti.<br />

Þetta er ekki tilviljun. Forvarnargildi íþrótta<br />

er vel þekkt og starf íþróttafélagsins<br />

Gróttu á sinn þátt í þeim einstaka árangri<br />

sem náðst hefur á Nesinu.<br />

Rekstur íþróttafélags er margslunginn<br />

og kostnaðarsamur og nýtur Grótta<br />

myndarlegs stuðnings frá Seltjarnarnesbæ<br />

en þar með er ekki öll sagan sögð.<br />

Íþróttafélög hér á landi væru ekki svipur<br />

hjá sjón án dyggrar aðstoðar þeirra<br />

fjölmörgu aðila sem leggja hönd á<br />

plóg; foreldrar, sjálfboðaliðar og aðrir<br />

stuðningsmenn eru ómissandi hluti<br />

af starfinu. Það útheimtir mikla vinnu<br />

og aðkomu fjölda fólks að sinna yngri<br />

flokka starfi vel og byggja upp fullmótað<br />

íþróttafólk en hjá Gróttu eru að mínu<br />

mati kjöraðstæður til þess. Nú hefur<br />

knattspyrnudeild nýlega samið við marga<br />

unga Gróttumenn þar sem byggt er ofan<br />

á þann góða grunn sem lagður hefur<br />

verið í yngri flokka starfi deildarinnar<br />

undanfarin ár.<br />

Vinna við stofnun meistaraflokks kvenna<br />

er einnig hafin en meistaraflokksráð tók<br />

til starfa í haust. Þar eru m.a. á ferð öflugar<br />

stelpur sem luku ferð sinni í gegnum yngri<br />

flokka félagsins á liðnu tímabili. Ljóst er að<br />

mikið er um að vera hjá félaginu og mun<br />

stuðningur Seltirninga skipta sköpum.<br />

Mætum á völlinn næsta sumar! Ég vil nota<br />

þetta tækifæri til að þakka Magnúsi Erni<br />

Helgasyni fyrir ómetanlega aðstoð við<br />

vinnslu blaðsins og hvet jafnframt foreldra<br />

iðkenda og stuðningsmenn Gróttu til<br />

að láta til sín taka í starfinu. Loks óska<br />

ég öllum gleðilegra jóla og farsældar á<br />

komandi ári!<br />

Ritstjóri Gróttublaðsins 2015<br />

Eyjólfur Garðarsson<br />

GRÓTTUFÓLK<br />

BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR<br />

38

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!