17.12.2015 Views

1215_GRÓTTA_JÓLABLAÐ_NETÚTGÁFA

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Kristófer og Kristófer æfðu<br />

með Brommapojkarna<br />

Tveir ungir og efnilegir Gróttumenn,<br />

þeir Kristófer Orri Pétursson (17<br />

ára) og Kristófer Scheving (16 ára),<br />

fóru í lok september til æfinga hjá<br />

sænska liðinu Brommapojkarna.<br />

Með í för voru Magnús Örn Helgason<br />

yfirþjálfari knattspyrnudeildar og<br />

þjálfarinn Bjarki Már Ólafsson en þeir<br />

félagar kynntu sér þjálfunaraðferðir<br />

og hugmyndafræði sænska liðsins<br />

og funduðu með forsvarsmönnum<br />

félagsins. Unglingastarf<br />

Brommapojkarna er rómað en<br />

félagið er þekkt fyrir að búa til<br />

framúrskarandi knattspyrnumenn.<br />

Sem dæmi hefur Brommapojkarna<br />

á þessu ári selt leikmenn til Chelsea,<br />

Bayern München, Sunderland og<br />

Udinese. Gróttublaðið tók púlsinn<br />

36<br />

á leikmönnunum ungu sem sögðu<br />

ferðina hafa veriðfrábæra reynslu:<br />

„Þetta var frábær ferðí alla staði.<br />

Tempóiðáæfingum var mikið enda<br />

leikmennirnir í Bromma frábærir og<br />

svo var öll aðstaða þarna hrikalega<br />

góð. Þetta var góð reynsla sem hefur<br />

hjálpað mér mikið,“ sagði Kristófer<br />

Scheving aðspurður um ferðina<br />

til Svíþjóðar. Nafni hans Kristófer<br />

Orri tók í sama streng: „Mér fannst<br />

ótrúlega gaman að fá tækifæri til að<br />

sjá hvar maður stendur miðað við<br />

leikmenn í einu besta unglingaliði á<br />

Norðurlöndunum. Þetta var allt mjög<br />

„professional“ og skemmtilegt að<br />

fá að vera hluti af þannig umhverfi<br />

í heila viku.“ Magnús Örn Helgason,<br />

yfirþjálfari knattspyrnudeildar, var<br />

sömuleiðis sáttur með ferðina: „Þetta<br />

var frábær vika í alla staði.“ „Það var<br />

mjög lærdómsríkt fyrir okkur Bjarka<br />

að funda með forsvarsmönnum og<br />

þjálfurum Brommapojkarna og heyra<br />

hvernig þeir haga sinni þjálfun. Að<br />

byggja upp framúrskarandi leikmenn<br />

er helsta markmið félagsins og er<br />

aðalliðið nánast eingöngu skipað<br />

heimamönnum. Ekki einu sinni þeim<br />

bestu eða næstbestu því það er búið<br />

að selja þá allra til stærri félaga! Það<br />

sem stóð þó upp úr var að fylgjast<br />

með okkar mönnum og sjá hve<br />

vel þeir stóðu sig á æfingum með<br />

mörgum af efnilegustu leikmönnum<br />

Svíþjóðar,” sagði Magnús sem var<br />

greinilega hreykinn af lærisveinum<br />

sínum.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!