17.12.2015 Views

1215_GRÓTTA_JÓLABLAÐ_NETÚTGÁFA

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Er foreldrastarf nauðsynlegt?<br />

Margir velta því fyrir sér hvort að foreldrastarf vegna tómstunda barna sé nauðsynlegt.<br />

Sumir halda því jafnvel fram að þetta sé<br />

óþarfa tímaeyðsla og álag sem lagt er á<br />

foreldra. Í kjölfar slíkra fullyrðinga kemur<br />

gjarnan athugasemd eins og „ég man ekki<br />

eftir að foreldrar mínir hafi nokkurn tímann<br />

horft á mig spila“ og „glætan að mamma og<br />

pabbi hefðu tekið sér frí til að fara með allan<br />

hópinn á mót“.<br />

Á móti gæti einhver spurt sig hvort allt hafi<br />

verið svona gott í þá gömlu, góðu daga?<br />

Upp í hugann koma afskipt börn,<br />

unglingadrykkja, reykingar og óregla.<br />

Okkur langar ekki þangað. Rannsóknir sýna<br />

að skipulagt tómstundastarf og íþróttir<br />

barna og unglinga er besta forvörnin gegn<br />

ýmsum vandamálum. Það er okkar hlutverk<br />

sem foreldra að standa með börnunum<br />

okkar og styðja þau með öllum mögulegum<br />

ráðum og dáðum.<br />

Nú stefnir þessi pistill í átt að biblíulestri<br />

hinna heilögu foreldra sem ekkert bjátar<br />

að hjá. En það er ekki raunin. Við erum<br />

öll að ströggla við sama tímaleysið og<br />

samviskubitið ætlar alla að naga inn að<br />

beini. Þess vegna er foreldrastarf mikilvægt.<br />

Til að við öll getum hjálpast að og létt undir<br />

með hvort öðru.<br />

Við vinkonurnar urðum þeirrar gæfu<br />

aðnjótandi að fá að vera liðstjórar með 5.<br />

flokki kvenna í knattspyrnu á TM-mótinu í<br />

Vestmanneyjum síðasta sumar. Við, ásamt<br />

Bjarka þjálfara, fylgdum glæsilegum<br />

Gróttuhópi til Eyja þar sem 16 stúlkur voru<br />

sjálfum sér og Gróttu til mikils sóma.<br />

TM mótið er heimsmeistaramót stúlkna á<br />

þessum aldri þar sem þær uppskera eftir<br />

erfiði vetrarins, kynnast hvor annarri á nýjan<br />

hátt sem og stúlkum úr öðrum liðum. Þá fá<br />

þær einnig smjörþefinn af sjálfstæði þar sem<br />

hver og ein þarf að hugsa um sig og sitt dót.<br />

Undirbúningur ferðarinnar gekk vel enda<br />

allir foreldrar tilbúnir til að leggja hönd á<br />

plóg við fjáröflun og skipulag. Margir fylgdu<br />

hópnum til Eyja en Landeyjahöfn gerir<br />

það að verkum að hægt er að koma innan<br />

dagsins og fylgjast með ef fólk hefur ekki tök<br />

á að gista.<br />

Við erum mjög heppnar að „okkar“<br />

foreldrahópur er samheldinn og mjög<br />

skemmtilegur. Það er mikill húmor í öllum<br />

og fólk af vilja gert til að hjálpa til á allan<br />

hátt. Hvort sem það var að fara með<br />

stelpurnar í diskósund, gefa liðstjórum og<br />

þjálfara frí eitt kvöld til að nærast á öðru<br />

en spagettí, lauma til okkar kaffibolla frá<br />

girnilegu kaffihúsi, fylla hjólhýsið af farangri<br />

stúlknanna og jafnvel hlaupa í þjálfarastarfið<br />

þegar leikir sköruðust. Allt skiptir þetta máli.<br />

Við þrjú skemmtum okkur líka konunglega.<br />

Bjarki stóð sig eins og hetja allan tímann.<br />

Hann stóð vaktina á öllum leikjum og þurfti<br />

oft að hlaupa á milli valla. Okkar hlutverk var<br />

auðvitað að koma öllum út á völl en það<br />

tekur á að koma sextán 11-12 ára stelpum<br />

út úr húsi á réttum tíma. Bara að koma öðru<br />

liðinu út úr húsi á réttum tíma kallaði á tvær<br />

mömmur!<br />

Þá er nú gott að vera góði og vondi<br />

liðsstjórinn. Önnur var hinn góði liðstjóri.<br />

Sú sem leyfði að kúra örlítið lengur, gaf<br />

fótanudd, mundi ekki alveg tímaplanið<br />

og kom með alvöru kaffi handa „alvöru”<br />

liðsstjóranum. Hin var vondi liðstjórinn.<br />

Þessi sem rak á fætur, lét stelpurnar ganga<br />

frá dótinu sínu, breytti svefnstæðum svo að<br />

þessi með heimþrá gæti sofið hönd í hönd<br />

við hana og mundi tímaplanið. En þetta<br />

vinnur allt saman. Við lærðum líka heilmikið<br />

í ferðinni. Við kynntumst stelpum sem við<br />

héldum að við þekktum svo vel á annan<br />

hátt og fengum jafnvel að vita eitt eða tvö<br />

leyndarmál.<br />

Þetta er foreldrastarf. Að skipta hlutunum<br />

á milli sín þar sem margar hendur vinna<br />

létt verk. Þeir sem geta smurt samlokur,<br />

verið liðstjórar, skipulagt fjáraflanir, verið<br />

stuðningsmenn á hliðarlínunni, skutlað á<br />

leiki, keypt djúsinn, talið í dósasöfnuninni.<br />

Allt þetta skiptir máli. Allt þetta léttir á.<br />

Allt þetta léttir á samviskubitinu sem ég<br />

og þú höfum yfir því að geta ekki gert<br />

allt. Samanlagt er þetta það sem gerir<br />

foreldrastarfið skemmtilegt og gerir alla<br />

umgjörðina mögulega.<br />

Tökum höndum saman og hjálpumst að.<br />

Það er víst sagt að það taki heilt þorp til að<br />

ala upp barn.<br />

Liðsstjórarnir,<br />

Helga Sverris og Sigga Sigmars<br />

33

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!