1215_GRÓTTA_JÓLABLAÐ_NETÚTGÁFA

eyjolfur.gardarsson
from eyjolfur.gardarsson More from this publisher
17.12.2015 Views

Grótta á ferð og flugi QPR – Wembley – Oxford (Street) Um páskana fór 2. flokkur karla í æfingaferð til London. Framundan var hörð keppni í B-riðli Íslandsmótsins en Gróttumenn höfðu unnið sig upp úr C-deild árið áður. Það var því kærkomið að geta æft við bestu aðstæður í nokkra daga í páskafríinu en ýmislegt skemmtilegt dreif á daga hópsins utan fótboltans. Guðjón Kristinsson, fararstjóri, segir hér frá eftirminnilegri ferð. Það var glæsilegur 32 manna hópur sem lagði í hann að morgni hins 27. mars. Með í för voru 28 strákar, þjálfararnir Jenni, Bjarki og Maggi og svo undirritaður fararstjóri. Gist var á flottu íbúðahóteli í vestur London þar sem reyndi á strákana við heimilisstörfin, eitthvað sem þeir eru greinilega vanir – eða þannig! Strákarnir keyptu sjálfir inn í morgunmat og hádegismat og komu matreiðsluhæfileikar sumra reyndar á óvart. Æfingarnar fóru fram á glæsilegu æfingasvæði Queens Park Rangers, þess fornfræga Lundúnafélags, þar sem Heiðar Helguson gerði t.a.m. garðinn frægan. Fyrir fyrstu æfingu hópsins var gengið yfir bílaplanið þar sem leikmenn QPR höfðu lagt hverri glæsikerrunni af annarri. Það tók strákana dágóðan tíma að giska á hvaða stjarna ætti hvaða bíl. Æfingarnar voru stífar en aðstæður á grasvöllum félagsins voru frábærar. Aðallið QPR æfði ekki langt frá okkar mönnum en stelpulið frá Viking Stavanger var einnig á svæðinu um tíma. Þær norsku þekktu vel til Gróttumannsins 32 Indriða Sigurðssonar enda var hann fyrirliði karlaliðs þeirra. Svona er heimurinn lítill! Í ferðinni hélt hópurinn til St Albans í norðurhluta borgarinnar þar sem spilaðir voru tveir leikir við unglingalið St Albans City á Clarence Park leikvanginum. Leik A-liðsins lauk með sannfærandi sigri Gróttu á meðan félögin sættust á skiptan hlut í B-liðsleiknum. Það var sérlega skemmtileg og góð reynsla fyrir alla að spila á móti ensku liði og skilar það vafalítið nokkrum reynsluprikum í ferðatöskuna. Fyrir utan æfingarnar sjálfar og leikina var hápunktur ferðarinnar þegar strákarnir mættu á hinn stórglæsilega þjóðarleikvang Englands, Wembley, þar sem þeir sáu England sigra Litháen 4 - 0. Flestir gátu fagnað marki þegar „þeirra“ maður skoraði fyrir England en mörkin skiptust á milli leikmanna Manchester United, Arsenal, Liverpool og Tottenham. Strákarnir voru tíðir gestir í miðborg Lundúna og náðu flestir að tæma innkaupalistann sinn og gott betur en það. Hinn víðförli Magnús Örn Helgason tók hópinn í skoðunarferð um borgina þar sem helstu kennileiti voru skoðuð og auðvitað fylgdi góð saga með hverjum stað. Engin stórslys urðu í ferðinni og heppnaðist hún í alla staði vel. Hópurinn var til fyrirmyndar, eins og alltaf, og nutu drengirnir þess að æfa og spila á góðu grasi á þessum árstíma. Ferðir sem þessar eru ómetanlegar fyrir strákana og hjálpa þeim að kynnast hver öðrum betur og leggja þannig mikilvæg lóð á vogarskálar liðsheildarinnar. Það hefur verið afskaplega gaman að fylgjast með þessum flotta hópi frá því á Skagamótinu 2003. Keppnisferðirnar eru óteljandi og hver annarri eftirminnilegri. Þessir drengir hafa þroskast mikið innan vallar sem utan og mynda saman sterka liðsheild. Það er óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá Gróttu. Gaui Kristins

Er foreldrastarf nauðsynlegt? Margir velta því fyrir sér hvort að foreldrastarf vegna tómstunda barna sé nauðsynlegt. Sumir halda því jafnvel fram að þetta sé óþarfa tímaeyðsla og álag sem lagt er á foreldra. Í kjölfar slíkra fullyrðinga kemur gjarnan athugasemd eins og „ég man ekki eftir að foreldrar mínir hafi nokkurn tímann horft á mig spila“ og „glætan að mamma og pabbi hefðu tekið sér frí til að fara með allan hópinn á mót“. Á móti gæti einhver spurt sig hvort allt hafi verið svona gott í þá gömlu, góðu daga? Upp í hugann koma afskipt börn, unglingadrykkja, reykingar og óregla. Okkur langar ekki þangað. Rannsóknir sýna að skipulagt tómstundastarf og íþróttir barna og unglinga er besta forvörnin gegn ýmsum vandamálum. Það er okkar hlutverk sem foreldra að standa með börnunum okkar og styðja þau með öllum mögulegum ráðum og dáðum. Nú stefnir þessi pistill í átt að biblíulestri hinna heilögu foreldra sem ekkert bjátar að hjá. En það er ekki raunin. Við erum öll að ströggla við sama tímaleysið og samviskubitið ætlar alla að naga inn að beini. Þess vegna er foreldrastarf mikilvægt. Til að við öll getum hjálpast að og létt undir með hvort öðru. Við vinkonurnar urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera liðstjórar með 5. flokki kvenna í knattspyrnu á TM-mótinu í Vestmanneyjum síðasta sumar. Við, ásamt Bjarka þjálfara, fylgdum glæsilegum Gróttuhópi til Eyja þar sem 16 stúlkur voru sjálfum sér og Gróttu til mikils sóma. TM mótið er heimsmeistaramót stúlkna á þessum aldri þar sem þær uppskera eftir erfiði vetrarins, kynnast hvor annarri á nýjan hátt sem og stúlkum úr öðrum liðum. Þá fá þær einnig smjörþefinn af sjálfstæði þar sem hver og ein þarf að hugsa um sig og sitt dót. Undirbúningur ferðarinnar gekk vel enda allir foreldrar tilbúnir til að leggja hönd á plóg við fjáröflun og skipulag. Margir fylgdu hópnum til Eyja en Landeyjahöfn gerir það að verkum að hægt er að koma innan dagsins og fylgjast með ef fólk hefur ekki tök á að gista. Við erum mjög heppnar að „okkar“ foreldrahópur er samheldinn og mjög skemmtilegur. Það er mikill húmor í öllum og fólk af vilja gert til að hjálpa til á allan hátt. Hvort sem það var að fara með stelpurnar í diskósund, gefa liðstjórum og þjálfara frí eitt kvöld til að nærast á öðru en spagettí, lauma til okkar kaffibolla frá girnilegu kaffihúsi, fylla hjólhýsið af farangri stúlknanna og jafnvel hlaupa í þjálfarastarfið þegar leikir sköruðust. Allt skiptir þetta máli. Við þrjú skemmtum okkur líka konunglega. Bjarki stóð sig eins og hetja allan tímann. Hann stóð vaktina á öllum leikjum og þurfti oft að hlaupa á milli valla. Okkar hlutverk var auðvitað að koma öllum út á völl en það tekur á að koma sextán 11-12 ára stelpum út úr húsi á réttum tíma. Bara að koma öðru liðinu út úr húsi á réttum tíma kallaði á tvær mömmur! Þá er nú gott að vera góði og vondi liðsstjórinn. Önnur var hinn góði liðstjóri. Sú sem leyfði að kúra örlítið lengur, gaf fótanudd, mundi ekki alveg tímaplanið og kom með alvöru kaffi handa „alvöru” liðsstjóranum. Hin var vondi liðstjórinn. Þessi sem rak á fætur, lét stelpurnar ganga frá dótinu sínu, breytti svefnstæðum svo að þessi með heimþrá gæti sofið hönd í hönd við hana og mundi tímaplanið. En þetta vinnur allt saman. Við lærðum líka heilmikið í ferðinni. Við kynntumst stelpum sem við héldum að við þekktum svo vel á annan hátt og fengum jafnvel að vita eitt eða tvö leyndarmál. Þetta er foreldrastarf. Að skipta hlutunum á milli sín þar sem margar hendur vinna létt verk. Þeir sem geta smurt samlokur, verið liðstjórar, skipulagt fjáraflanir, verið stuðningsmenn á hliðarlínunni, skutlað á leiki, keypt djúsinn, talið í dósasöfnuninni. Allt þetta skiptir máli. Allt þetta léttir á. Allt þetta léttir á samviskubitinu sem ég og þú höfum yfir því að geta ekki gert allt. Samanlagt er þetta það sem gerir foreldrastarfið skemmtilegt og gerir alla umgjörðina mögulega. Tökum höndum saman og hjálpumst að. Það er víst sagt að það taki heilt þorp til að ala upp barn. Liðsstjórarnir, Helga Sverris og Sigga Sigmars 33

Grótta á ferð og flugi<br />

QPR – Wembley – Oxford (Street)<br />

Um páskana fór 2. flokkur karla í æfingaferð til London. Framundan var hörð keppni í B-riðli<br />

Íslandsmótsins en Gróttumenn höfðu unnið sig upp úr C-deild árið áður. Það var því kærkomið að geta<br />

æft við bestu aðstæður í nokkra daga í páskafríinu en ýmislegt skemmtilegt dreif á daga hópsins utan<br />

fótboltans. Guðjón Kristinsson, fararstjóri, segir hér frá eftirminnilegri ferð.<br />

Það var glæsilegur 32 manna hópur sem<br />

lagði í hann að morgni hins 27. mars.<br />

Með í för voru 28 strákar, þjálfararnir<br />

Jenni, Bjarki og Maggi og svo undirritaður<br />

fararstjóri. Gist var á flottu íbúðahóteli í<br />

vestur London þar sem reyndi á strákana<br />

við heimilisstörfin, eitthvað sem þeir eru<br />

greinilega vanir – eða þannig! Strákarnir<br />

keyptu sjálfir inn í morgunmat og<br />

hádegismat og komu matreiðsluhæfileikar<br />

sumra reyndar á óvart.<br />

Æfingarnar fóru fram á glæsilegu<br />

æfingasvæði Queens Park Rangers, þess<br />

fornfræga Lundúnafélags, þar sem Heiðar<br />

Helguson gerði t.a.m. garðinn frægan.<br />

Fyrir fyrstu æfingu hópsins var gengið yfir<br />

bílaplanið þar sem leikmenn QPR höfðu<br />

lagt hverri glæsikerrunni af annarri. Það tók<br />

strákana dágóðan tíma að giska á hvaða<br />

stjarna ætti hvaða bíl. Æfingarnar voru<br />

stífar en aðstæður á grasvöllum félagsins<br />

voru frábærar. Aðallið QPR æfði ekki langt<br />

frá okkar mönnum en stelpulið frá Viking<br />

Stavanger var einnig á svæðinu um tíma.<br />

Þær norsku þekktu vel til Gróttumannsins<br />

32<br />

Indriða Sigurðssonar enda var hann fyrirliði<br />

karlaliðs þeirra. Svona er heimurinn lítill!<br />

Í ferðinni hélt hópurinn til St Albans í<br />

norðurhluta borgarinnar þar sem spilaðir<br />

voru tveir leikir við unglingalið St Albans<br />

City á Clarence Park leikvanginum. Leik<br />

A-liðsins lauk með sannfærandi sigri Gróttu<br />

á meðan félögin sættust á skiptan hlut í<br />

B-liðsleiknum. Það var sérlega skemmtileg<br />

og góð reynsla fyrir alla að spila á móti<br />

ensku liði og skilar það vafalítið nokkrum<br />

reynsluprikum í ferðatöskuna. Fyrir utan<br />

æfingarnar sjálfar og leikina var hápunktur<br />

ferðarinnar þegar strákarnir mættu á hinn<br />

stórglæsilega þjóðarleikvang Englands,<br />

Wembley, þar sem þeir sáu England sigra<br />

Litháen 4 - 0. Flestir gátu fagnað marki<br />

þegar „þeirra“ maður skoraði fyrir England<br />

en mörkin skiptust á milli leikmanna<br />

Manchester United, Arsenal, Liverpool og<br />

Tottenham.<br />

Strákarnir voru tíðir gestir í miðborg<br />

Lundúna og náðu flestir að tæma<br />

innkaupalistann sinn og gott betur en það.<br />

Hinn víðförli Magnús Örn Helgason tók<br />

hópinn í skoðunarferð um borgina þar sem<br />

helstu kennileiti voru skoðuð og auðvitað<br />

fylgdi góð saga með hverjum stað. Engin<br />

stórslys urðu í ferðinni og heppnaðist hún<br />

í alla staði vel. Hópurinn var til fyrirmyndar,<br />

eins og alltaf, og nutu drengirnir þess að<br />

æfa og spila á góðu grasi á þessum árstíma.<br />

Ferðir sem þessar eru ómetanlegar fyrir<br />

strákana og hjálpa þeim að kynnast hver<br />

öðrum betur og leggja þannig mikilvæg<br />

lóð á vogarskálar liðsheildarinnar.<br />

Það hefur verið afskaplega gaman að<br />

fylgjast með þessum flotta hópi frá því á<br />

Skagamótinu 2003. Keppnisferðirnar eru<br />

óteljandi og hver annarri eftirminnilegri.<br />

Þessir drengir hafa þroskast mikið innan<br />

vallar sem utan og mynda saman sterka<br />

liðsheild. Það er óhætt að segja að<br />

framtíðin sé björt hjá Gróttu.<br />

Gaui Kristins

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!